Morgunblaðið - 25.10.2006, Page 17

Morgunblaðið - 25.10.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 17 Helga Kristín Auðunsdóttir 1. varaformaður SUS 4 www.sigurdurkari.is Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Bjarney Sonja Ólafsdóttir tölvunarfræðingur Ásdís Halla Bragadóttir forstjóri Byko Erla Ruth Sandholt hárgreiðslukona Sif Sigfúsdóttir varaborgarfulltrúi Guðrún Inga Ingólfsdóttir hagfræðingur og varaþingmaður Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona Arna Hauksdóttir doktornemi Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir starfsmannastjóri Fanney Birna Jónsdóttir formaður Orators og stjórnar- maður í SUS Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona Hera Grímsdóttir ráðgefandi verkfræðingur Við styðjum Sigurð Kára Kristjánsson, alþingismann í 4. sæti Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára - Aðalstræti 6 Heiðrún Lind Marteinsdóttir laganemi Selma Björnsdóttir söng- og leikkona Dagný Erna Lárusdóttir framkvæmdastjóri „Sigurður Kári skilur mikilvægi þess að frelsi einstaklingsins sé í öndvegi allra ákvarðana á vettvangi stjórnmálanna.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar Málsvari einstaklingsfrelsis Jóna Gróa Sigurðardóttir fyrrv. borgarfulltrúi Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi og for- maður félags sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi. Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis Elísabet Ólöf Helgadóttir stjórnarmaður í félagi sjálf- stæðismanna í Hóla- og Fellahverfi Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar Jerúsalem. AFP. | Frammámenn í Verkamannaflokknum í Ísrael hvöttu til þess í gær að Lieberman segði sig úr stjórn landsins eftir að Ehud Olmert forsætisráðherra náði sam- komulagi um að þjóðernisflokkurinn Yisrael Beitenu gengi í stjórnina. Stjórnin hefur notið stuðnings 67 þingmanna af 120 og hún myndi falla ef nítján þingmenn Verkamanna- flokksins slitu stjórnarsamstarfinu. Olmert samdi við Yisrael Beitenu um að leiðtogi flokksins, Avigdor Lieberman, fengi sæti í stjórninni og samhæfði aðgerðir hennar vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Búist er við að samkomulagið verði borið undir atkvæði í stjórninni í dag og á þinginu í næstu viku. Umdeildur flokkur Ophir Pines-Paz, menningarmála- ráðherra Ísraels, gagnrýndi sam- komulagið og kvaðst ætla að beita sér fyrir því að Verkamannaflokkurinn sliti stjórnarsamstarfinu. Flokkur Liebermans nýtur eink- um stuðnings innflytjenda frá fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna. Flokkurinn hefur verið mjög um- deildur, meðal annars vegna þeirrar stefnu hans að Ísraelar gefi eftir ísr- aelsk landsvæði, sem byggð eru aröbum, og fái í staðinn að halda byggðum gyðinga á Vesturbakkan- um. Deila um Lieberman gæti orðið stjórn Ísraels að falli Reuters Í vanda Ehud Olmert (annar frá hægri) og Shimon Peres á þingfundi í gær. London. AFP. | Breska stjórnin ætlar að takmarka mjög þann fjölda fólks frá Rúmeníu og Búlgaríu, sem fær atvinnuleyfi í Bretlandi eftir að löndin verða orð- in aðili að Evr- ópusambandinu á næsta ári. Mun það gilda sérstak- lega um þá sem litla menntun hafa. John Reid, inn- anríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu og sagði að tekið yrði á móti svo mörgu menntuðu eða sérhæfðu fólki sem þörf væri fyrir en fjöldi annarra yrði takmarkaður við 20.000. Sagði hann að finna yrði jafnvægi á milli þarfa efnahagslífsins og þess sem kæmi sér best fyrir samfélagið og stofn- anir þess að öðru leyti. Liam Byrne aðstoðarinnanríkis- ráðherra sagði að vinna ómenntaðs fólks frá löndunum yrði takmörkuð við landbúnað og matvælaiðnað en menntað fólk fengi vinnu ef innlent starfsfólk fyndist ekki. 600.000 manns frá A-Evrópu Þegar Pólland og sjö önnur Aust- ur-Evrópuríki fengu aðild að ESB 2004 varð Bretland eitt af þremur ríkjum til að setja engar takmark- anir við flæði vinnuafls frá þeim. Tony Blair forsætisráðherra spáði því þá að allt að 13.000 manns kæmu árlega frá þessum ríkjum til Bret- lands en fjöldinn er orðinn 600.000. Skorður við aðflutningi John Reid KANÍNUR eru að eyðileggja bú- svæði sjófugla í útrýmingarhættu á afskekktri ástralskri eyju, að sögn náttúruverndarsamtakanna WWF, sem vilja að kanínunum verði farg- að. Kanínurnar hafa eytt gróðri á Macquarie-eyju, nálægt suður- heimsskautssvæðinu, og valdið þannig skriðuföllum sem hafa eyði- legt varpstöðvar sjaldgæfra mör- gæsa- og albatrostegunda, að því er fram kemur á fréttavef breska rík- isútvarpsins, BBC. Evrópskir selveiðimenn fluttu kanínur til eyjunnar á nítjándu öld og dýrunum hefur fjölgað í rúm 100.000, að sögn WWF. Eyjan er mikilvæg varpstöð tveggja albatrostegunda í útrým- ingarhættu og fleiri fugla. Alls verpa nær fjórar milljónir sjófugla á eyjunni. „Albatrosar taka mikilli tryggð við varpstöðvar sínar og eru mjög ólíklegir til að verpa annar staðar ef þeir missa búsvæðið,“ sagði Julie Kirkwood, sérfræðingur WWF í ágengum dýrategundum. Kanínur ógna sjó- fuglum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.