Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÖNGKONAN Hera Björk Þórhallsdóttir sendir frá sér sína aðra breiðskífu á morgun, fimmtudag. Af því tilefni held- ur Hera útgáfutónleika í kvöld á Nasa við Austurvöll. Tónleik- arnir marka upphafið að hring- ferð söngkonunnar en á næstu dögum mun hún leika á fernum tónleikum víðsvegar um landið. Á morgun verður hún á Græna hattinum á Akureyri og á föstudaginn á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Fimmtudaginn 2. nóvember eru tónleikar á River- side í Hótel Selfossi og föstudaginn 3. nóvember í félagsheimilinu í Stykkishólmi. Útgáfutónleikar Hera Björk á Nasa við Austurvöll Hera Björk Þórhallsdóttir EITT af verkefnum myndlist- arhátíðarinnar Sequences sem nú stendur yfir, kallast Loud & Clear & TOO. Verkefnið bygg- ist á samvinnu myndlistar- manna, tónlistarmanna, tón- skálda og auglýsingahönnuða. Loud & Clear & TOO hefur sýnt fram á að engir rammar eru öruggir lengur, sér í lagi innan listarinnar. Verkefnið er ekki hlutlaus nálgun mynd- bandslistar og auglýsingagerðar heldur alvarleg tilraun til að athuga þann mun sem er á menningu sjónlista og auglýsinga. Afrakstur verkefnisins verður sýndur í Tjarnarbíói kl. 19 í kvöld. Listgjörningur Hátt og skýrt í Tjarnarbíói Guðni Franzson er meðal þátttakenda. SUÐUR-amerískir vindar blása um kammertónleika í Salnum kl. 20 í kvöld, þar sem Sigurður Halldórsson sellóleik- ari, Daníel Þorsteinsson píanó- leikari og Pamela De Sensi flautuleikari leika verk eftir Al- berto Ginastera og Heitor Villa-Lobos. Þessi suður- amerísku tónskáld sóttu sér innblástur í þá tónlist sem þeir uxu upp við en jafnframt blésu um þá alþjóðlegir vindar. Seríalismi, nýklassík og endurunnin bar- okkform renna saman við seiðandi tangó, choro, hljómliti og takt sem dregur okkur í vesturveg, suður fyrir miðbaug til Rio og Buenos Aires. Tónleikar Suður-amerískt í Salnum í kvöld Pamela De Sensi ÓBÆRILEGUR léttleiki tilver- unnar eftir Milan Kundera er að koma út í Tékklandi í fyrsta sinn en bókina skrifaði Kundera í byrjun ní- unda áratugarins og hún var fyrst gefin út í Frakklandi 1984. Friðrik Rafns- son, sem þýtt hefur öll verk Kundera að und- anskildum hluta af einu ritgerð- arsafni og skáld- sögunni Brand- arinn, yfir á íslensku segir að Óbærilegur létt- leiki tilverunnar sé þekktasta og mest þýdda verk höfundarins. Bókin kom út í ís- lenskri þýðingu 1986. Kundera á stóran og lesendahóp hérlendis og bækur hans hafa ávallt gengið vel á Íslandi. Friðrik segir að mikil eftirvænt- ing sé í Tékklandi vegna útkomu bókarinnar en það er útgáfufyr- irtækið Horst í Brno, fæðingarbæ Kundera, sem gefur hana út seinni- part þessarar viku. Hann segir að mikil fjölmiðlaumfjöllun hafi verið um útgáfuna enda fjallar bókin um afar mikilvæga tíma í lífi tékknesku þjóðarinnar, þ.e. innrás Sovétmanna í landið 1968 og uppgjör Tékka við þennan tíma. Friðrik segir að ríkt hafi ástar- haturssamband milli Kundera og tékknesku þjóðarinnar. Þjóðin lítur á hann sem einn af aðalhöfundum sínum en mörgum hefur sárnað að hann hafi ekki snúið aftur heim eftir fall kommúnismans. Kundera hefur lengi búið í París. Friðrik segir að Kundera setji þau skilyrði fyrir út- gáfu bóka sinna að þær komi út í réttri tímaröð. Nú sé einfaldlega röðin komin að Óbærilegum léttleika tilverunnar. Kundera skrifar bækur sínar á tékknesku og yfirfer sjálfur þýðingar yfir á frönsku. Núorðið skrifar hann mest á frönsku. Bíó Úr kvikmynd eftir bókinni Óbærilegum léttleika tilverunnar. Léttleikinn gefinn út í Tékklandi Þekktasta og mest þýdda verk Kundera Milan Kundera HLJÓMSVEITIN Sykurmolarnir kemur saman á nýjan leik í Laug- ardalshöllinni föstudaginn 17. nóv- ember í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá útgáfu smáskífunnar „Ammæli“. Miðasala hefst í dag klukkan 10 í verslunum Skífunnar í Kringlunni og Smáralind, BT á Akureyri, Sel- fossi og Egilsstöðum og á Midi.is. Vert er að taka fram að Skífan á Laugaveginum er lokuð vegna breytinga en Hr. Örlygur og Midi.is eru að vinna í því að koma upp bráðabirgðamiðasölu í miðborginni og verður tilkynnt um það á vefsíðu Örlygs, www.destiny.is, og á www.midi.is. Miðaverð á tónleikana er 5.000 krónur í stæði og 6.500 krónur í stúku. Aldurstakmark á tónleikana er 18 ár, nema í fylgd fullorðinna. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur til Smekkleysu. Miðasala á Mol- ana hefst í dag Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is KVARTETT Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosa- sonar var tekið með kostum og kynjum í Sjanghaí í Kína, en þar kom hljómsveitin fram á tvennum tón- leikum, þar af einum í 2.000 manna konsertsal Sjanghaí-borgar á samnefndri listahátíð þar í borg. „Þetta var í alla staði velheppnuð ferð. Aðal- tónleikarnir voru í 2.000 manna höll sem við fyllt- um. Við vorum eina djassatriðið á þessari stóru listahátíð. Við byrjuðum reyndar á gjörningi, ég og Sigurður, á fréttamannafundi fyrir hátíðina,“ segir Jóel. Í framhaldi af því tóku tvær af stærstu sjón- varpsstöðvunum í Sjanghaí við þá viðtöl og þótti Jó- el það sérkennilegt að heyra sig tala kínversku reiprennandi, en öllu töluðu erlendu máli er snarað á kínversku og flutt með þeim hætti í sjónvarpi. Ætla má að milljónir manna hafi fylgst með þessum viðtölum í sjónvarpi. „Við uppgötvuðum ekki fyrr en að þessu öllu yf- irstöðnu hversu stórt atriði við vorum á sýningunni og okkur fannst það hálf súrrealískt,“ segir Jóel. Plata tekin upp og gefin út í alþýðulýðveldinu Hann segir að þetta hafi verið glæsilegasta tón- leikahöll sem hann hafi spilað í. Tónleikarnir hafi heppnast mjög vel. Flutt var efni eftir þá Jóel og Sigurð. Með þeim léku Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson á bassa og Einar Valur Scheving á trommur. Einnig lék kvartettinn á stuttum úti- tónleikum í borginni og hélt síðan í hljóðver. „Það er rekið af kommúnistaflokknum og þar tókum við upp á hálfum degi allt efnið. Við fórum síðan aftur í hljóðverið í hálfan dag og hljóðblönduðum með sér- legum hljóðmanni kommúnistaflokksins. Það stendur til að gefa diskinn út á næstunni í Kína,“ segir Jóel. Léku fyrir fullu húsi í Sjanghaí Anddyrið Sigurður og Jóel á milli tveggja fljóða í anddyri tónleikasalarins. Tónleikasalurinn Salurinn var fullsetinn á tónleikunum. SIGTIÐ – gamanþáttur Skjás eins hefur göngu sína að nýju annað kvöld kl. kl. 21.30. Þetta er ný þáttaröð, framhald frá því síðasta vetur. Þar kynntust áhorfendur Frímanni Gunnarssyni, en síðustu syrpu lauk með því að Frí- mann glopraði út úr höndunum eigin sjónvarpsþætti, og nú þarf hann að finna sér eitthvað nýtt að gera. Hann skrifar bók, setur upp leikrit, passar börn, fer með Listalestinni út um allt land, lendir í ástarsambandi, kennir í Háskólanum, veikist alvarlega og margt margt fleira. Frímann var auðvit- að vonlaus sjónvarpsmaður, en nú er það spurning hvernig hann mun standa sig á öðrum sviðum. Í þættinum annað kvöld sjáum við hvar Frímann ákveður að láta gamlan draum rætast, að skrifa skáldsögu. Til að fá vinnufrið til að skrifa meist- araverkið fer hann út á land, í afskekktan vita. Sigtið Álfrún Örnólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason og Helga Braga Jónsdóttir. Ný þáttaröð Sigtisins að hefjast Frímann gerist vitaskáld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.