Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 19 SÝNINGIN Rokk og ról í 50 ár var frumsýnd fyrr í mánuðinum í Saln- um í Kópavogi. Vegna mikillar eft- irspurnar hefur verið ákveðið að halda tvær aukasýningar í Aust- urbæ, sem fram fara í kvöld og á morgun. Sýningin var sett upp af því til- efni að um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár frá því að rokkmúsík fór fyrst að heyrast í íslensku út- varpi og á skemmtistöðum hér- lendis. Söngvarar á tónleikunum eru meðal þeirra sem skærast skinu í geiranum fyrir fimm áratugum, meðal annars þau Anna Vilhjálms, Berta Biering, Einar Júlíusson, Fjóla Ólafsdóttir, Garðar Guð- mundsson, Rúnar Guðjónsson, Sig- urður Johnnie, Stefán Jónsson í Lúdó, Þorsteinn Eggertsson, Mjöll Hólm, Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjörnur Söngvarar á tónleikunum eru meðal þeirra sem skærast skinu fyrir fimm áratugum. Meira rokk og ról ANNAÐ bakslag er nú komið í fyr- irhugaða tónleikaferð hljómsveit- arinnar Rock Star Supernova, sem fullmönnuð varð í samnefndum sjónvarpsþætti. Áður hefur verið greint frá því að húsbandið, sem lék í sjónvarps- þættinum, mun ekki hita upp fyrir sveitina á tónleikaferðalaginu og þar af leiðandi munu Magni og Storm ekki koma fram í ferðalag- inu. Í gær bárust svo þær fréttir að bassaleikarinn Jason Newsted hefði meiðst á öxl og sæi sér ekki fært að leika með sveitinni á títtnefndu tón- leikaferðalagi, sem hefst í Las Vegas á gamlárskvöld. Newsted slasaðist að sögn á öxl á æfingu og þarf að fara í aðgerð mjög fljótlega. Samkvæmt heima- síðu trommuleikarans Tommys Lees verður Newsted frá í allt að níu mánuðum í endurhæfingu að aðgerð lokinni. Samkvæmt heimasíðu tromm- arans er bassaleikarinn miður sín að vera ekki á leið í ferðalagið til að fylgja eftir nýju efni sveitarinnar, en fyrstu plötu Rock Star Super- nova er að vænta hinn 21. nóv- ember næstkomandi. Tommy segist einnig vera eyði- lagður yfir tíðindunum. „Þegar við fórum af stað með Rock Star Supernova fékk ég send- an til mín lista yfir fjölda bassaleik- ara sem ég kuðlaði samstundis saman og spurði hvar Newsted væri niðurkominn. Það kom aldrei neinn annar bassaleikari til greina í mínum huga,“ er haft eftir Tommy á heimasíðu hans, tommylee.tv. Hann segist þó vera með nokkra afleysingamenn í huga, en ekki er meira gefið upp um það að svo stöddu. Ljósmynd/Matthías A. Ingimarsson Rock Star Supernova Newsted, Lukas Rossi, Tommy Lee og Gilby Clarke. Jason Newsted situr heima AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Tvö falleg raðhús á einni hæð með góðum innb. bílskúr, samtals 166 ferm. Góð staðsetning í botnlangagötu. Til afh. strax fullbúin að utan og rúmlega tilbúin til innréttingar að innan. Áhv. hagstæð lán um 16 millj. með 4,15% vöxtum. Mögul. á viðbótarláni. Bein sala eða skipti á minni eign á höfuðborgarsvæðinu. Verð 24,9-25,9 m. Nánari uppl. veitir Ásmundur á Höfða, sími 895 3000. SELFOSS - SKIPTI HÖFÐI FASTEIGNAMIÐLUN SÍMI 533 6050 OG 565 8000 RUNÓLFUR GUNNLAUGSSON LÖGG. FASTEIGNASALI Ég hef starfað... ...með einstaklega góðu fólki í Sjálfstæðisflokknum um margra ára skeið. Á þeim tíma hef ég öðlast dýrmæta reynslu og í ljósi hennar hef ég mótað mér skýra sýn á þeim viðfangsefnum sem ég tel brýnust á komandi árum. Fyrir störfum mínum og áhersluatriðum geri ég grein á vefsetri mínu og í bæklingi sem nú hefur verið dreift til sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég hef beitt mér á ýmsum sviðum í störfum mínum á Alþingi á undanförnum árum. Þar hef ég lagt sérstaka áherslu á heilbrigðismál sem ég er sannfærð um að eru undirstaða velferðarsam- félags okkar og samkeppnis- hæfni á komandi árum. Mér þætti vænt um stuðning þinn til áframhaldandi verka. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK www.astamoller.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.