Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 24
heilsa | legslímuflakk 24 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is H anne Vedsted Hansen var 16 ára þegar það leið í fyrsta sinn yfir hana vegna tíða- verkja. Rúmlega tutt- ugu árum síðar fékk hún að vita að hún þjáðist af legslímuflakki. Eins og nafnið bendir til orsakast legslímuflakk (endometriosis) af því að slímhúðin sem þekur legholið að innan „fer á flakk“ og litlir frumu- klasar úr henni taka sér bólfestu annars staðar, oftast í grindarholinu. Við blæðingar pressast svolítið tíða- blóð upp gegnum eggjaleiðarana og inn í kviðarholið auk þess sem blæðir úr þessari afbrigðilegu legslímhúð inn í vefina. Það getur valdið bólgum og samvöxtum með tilheyrandi sárs- auka fyrir konuna. „Það er gífurlega mikilvægt að vekja athygli á sjúk- dómnum,“ segir Hanne sem er for- maður samtaka danskra legslímu- flakkssjúklinga. Nýlega var hún stödd hér á landi til að vera viðstödd stofnun sambærilegra samtaka á Ís- landi. „Því fleiri sem þekkja orðið „endometriosis“ – því betur erum við sett. Þetta gildir ekki bara um konur heldur líka um læknana sem með- höndla þær. Þegar kona kemur í sína fyrstu læknisheimsókn og segir að hún geti ekki tekið þátt í leikfimitím- um eða haldist hreinlega ekki uppi vegna sárra tíðaverkja á það að hringja bjöllum í höfði læknisins. Hún á ekki að þurfa að þjást í langan tíma, jafnvel árum saman, áður en hún fær greiningu.“ Hún segir sjúklingasamtök gegna mikilvægu hlutverki í þessum efnum því þau geti stuðlað að vitund al- mennings og lækna um sjúkdóminn auk þess að miðla upplýsingum um mögulega meðferð til kvenna sem glíma við hann. Þá megi ekki van- meta þann stuðning sem konur í svipaðri stöðu geta veitt hver ann- arri. „Oft hitta konur í fyrsta sinn hjá sjúklingasamtökunum einhvern sem þekkir reynslu þeirra persónulega. Ég hef upplifað að konur fari að gráta í miðju samtali við mig og þær hafa sagt að ég sé fyrsta manneskjan sem skilji hvað þær hafi gengið í gegnum.“ Oft taldar móðursjúkar Talið er að um 3.000 konur á barn- eignaaldri séu með legslímuflakk á Íslandi á hverjum tíma en Hanne tel- ur þær tölur varlega áætlaðar því 4–6% allra kvenna og stúlkna séu með sjúkdóminn, þótt hann sé mis- virkur. „Margar fá þær skýringar hjá læknum sínum að þær þurfi einfald- lega að venjast því að fá tíðaverki, þeir gangi yfir og þetta gerist nú bara einu sinni í mánuði. Best sé að þær fari heim og taki tvær magnyl. Þær upplifa oft að vera taldar móð- ursjúkar og erfitt getur reynst að fá greiningu sem er mjög bagalegt því legslímuflakk getur haft víðtæk áhrif á konur í þeirra daglegu störfum. Fjölmargar þeirra fá mikla og sára verki meðan á blæðingum stendur en smám saman geta líka bæst við verk- ir í kringum egglos og loks verkir á tímabilinu frá egglosi til blæðinga. Og þegar konu líður illa í 14 til 18 daga í hverjum tíðahring verður hún ofboðs- lega lúin. Þá þarf virkilega að taka til- lit til hennar. Þess vegna er svo mik- ilvægt að legslímuflakk sé viðurkennt sem raunverulegur sjúkdómur.“ Hún bætir við að takmörk séu á því hvað geti talist eðlilegir tíðaverkir. Um leið og þeir séu farnir að hefta konur eða stjórna lífi þeirra á einhvern hátt sé full ástæða til að athuga málið nánar. Hanne hefur eigin reynslu að vísa til í þessum efnum. Í rúm 20 ár gekk hún lækna á milli sem höfðu lítið ann- að að bjóða henni en verkjalyf. „Svo bættist ófrjósemin við. Mér auðnaðist ekki að eignast börn. Einu sinni varð ég þunguð en það var utanlegs- fóstur,“ segir hún en undirstrikar þó að ekki megi setja samasemmerki milli legslímuflakks og ófrjósemi. „Sagt er að 30 til 40% kvenna sem fá meðferð vegna ófrjósemi þjáist af legslímuflakki en hins vegar eiga 60% kvenna sem þjást af legslímuflakki ekki í vandræðum með að eignast börn.“ Skúffur fullar aukaverkana Loks þegar Hanne var 37 ára greindist hún með legslímuflakk og síðan hefur hún farið í átta skurð- aðgerðir. „Þegar kemur að með- höndlun sjúkdómsins er um tvær skúffur að velja. Í annarri liggja hníf- ur og skæri og vísa til aðgerðar. Í hinni eru tvenns konar lyf, þ.e. horm- ónalyf eða verkjalyf. Og í hvert skipti sem þessar skúffur eru dregnar út eru þær fullar af aukaverkunum,“ út- skýrir hún. Aðgerðir hafi fjarveru frá vinnu í för með sér og oft dugi ein að- gerð ekki til þótt sjaldgæft sé að kon- ur þurfi að takast á við jafn margar og hún hefur gert. Aukaverkanir hormóna- og verkjalyfja séu vel þekktar og ákaflega mismunandi sé hversu vel konur þoli þau. „Lykil- atriðið er að því fyrr sem sjúkdóm- urinn greinist – því betri eru horf- urnar.“ Hún bætir við að mikilvægt sé að meðhöndlun sjúkdómsins fari fram á fáum stöðum svo að læknar öðlist nauðsynlega færni til að eiga við vandamálið, ekki síst þegar kemur að aðgerðum. „Því oftar sem læknar framkvæma þær, því betri verða þeir. Þetta er sérstaklega mikilvægt í litlu landi eins og Íslandi en Dan- mörk er eina landið í heimi þar sem heilbrigðisyfirvöld hafa séð ástæðu til að setja reglur um þessi efni.“ Í dag tekur sex til sjö ár að meðal- tali að greina legslímuflakk í Dan- mörku að sögn Hanne. „Fyrir tíu ár- um var meðalgreiningartíminn níu ár en það er ekki nokkur vafi á að sjúk- lingasamtökin, sem voru stofnuð 1997, hafa átt þátt í að stytta hann. Dönsku samtökin hafa borið gæfu til að öðlast virðingu þeirra sem með- höndla sjúkdóminn og það hefur orð- ið til þess að í dag lítur heilbrigðis- starfsfólk á okkur sem samstarfs- aðila. Við tökum þátt í ákvarðana- töku á ýmsum stigum enda búum við yfir reynslunni á meðan læknarnir hafa þekkinguna. Og þegar þetta tvennt er brætt saman getur útkom- an fært fjöll.“ Verkir sem ekki á að venjast Morgunblaðið/Ásdís Samstarfsaðilar „Við búum yfir reynslunni meðan læknarnir hafa þekkinguna,“ segir Hanne Vested Hansen. Margir unglingar sem byrja að fikta viðreykingar trúa því staðfastlega að þeirgeti hætt þegar þeir vilja. Staðreyndin er hins vegar sú að reykingar eru svo ávanabind- andi að flestir eiga erfitt með að hætta. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á hvort ungt fólk byrjar að reykja. Börn reykingafólks hér á landi eru t.a.m. þrisvar sinnum líklegri til að byrja að reykja en börn fólks sem ekki reykir. Andstaða foreldra gegn reykingum barnanna skiptir mjög miklu máli, hvort sem foreldrarnir reykja sjálfir eða ekki. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt sterk tengsl milli reykinga unglings og fé- lagsskapar. Leiðandi uppeldi mikilvægt Uppeldishættir foreldra eru einn af þeim þátt- um sem geta haft áhrif á hegðun ungs fólks. Ís- lensk rannsókn sýnir að unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti eru ólíklegri til að reykja en unglingar afskiptalausra, skipandi eða eftir- látra foreldra. Leiðandi foreldrar krefjast þrosk- aðrar hegðunar af barninu og taka vel á móti hug- myndum þess. Þeir setja skýr mörk um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýringar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þeir sýna börnunum mikla hlýju og uppörvun en veita þeim samtímis aðhald. Andleg líðan og sjálfsmat ungs fólks er einnig mikilvægur þáttur í því hvort það byrjar að reykja. Við 14 ára aldur eru unglingar líklegri til að reykja daglega ef þeir finna til streitu, dep- urðar eða eru haldnir félagslegum kvíða og telja sig fremur stjórnast af ytri þáttum en því að þeir sjálfir geti haft áhrif á gang mála. Rannsóknir hafa einnig sýnt að unglingar sem hafa hátt sjálfsmat og reykja ekki við 14 ára aldur eru ólíklegri til að reykja þremur árum síðar. Það er ýmislegt sem foreldrar, aðstandendur eða þeir sem hafa með ungt fólk að gera geta gert til að hafa áhrif á hegðun þeirra.  Hvetjum unglinga og ungt fólk til að byrja ekki að fikta við reykingar og neyslu tóbaks al- mennt.  Hvetjum og aðstoðum þá sem eru byrjaðir að fikta til að hætta áður en þeir verða háðir nikótíni.  Setjum börnum skýr mörk og styðjum þau til uppbyggjandi og jákvæðra verka án tóbaks.  Ræðum um reykingar og fáum ungt fólk til að meta kosti og galla þess að nota tóbak. Staðreyndin er að það er mjög erfitt að finna já- kvæðar hliðar tóbaksneyslu. Neikvæðu hliðar neyslunnar eru hins vegar svo uggvænlegar að það nægir að nefna að af hverjum 1.000 sem reykja munu liðlega 500 deyja af völdum reykinga – þar af 250 langt um aldur fram. Það má hins vegar búast við að ungt fólk sé opnara fyrir skammtímaáhrifum neyslunnar eins og peningasóun, minna þoli og úthaldi, andfýlu og vondri lykt af húð og fötum. Að lokum skal bent á að munntóbaksnotkun er einnig ávanabindandi og ólögleg á Íslandi. Það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því að munntóbaksnotkun felur í sér alveg jafn mikla fíkn í nikótín og reykingar. Morgunblaðið/Ásdís Reykingar Margir þættir hafa áhrif á hvort ungt fólk byrjar að reykja eða ekki. Ungt fólk verður fljótt háð tóbaki hollráð um heilsuna | Lýðheilsustöð Viðar Jensson, verkefnisstjóri í tóbaksvörnum. Hjörtur Þórarinsson Selfossi,fyrrverandi skólastjóri í Borgarfirði, rifjar upp að þá voru sautján línur samtengdar og nýttu sér það allir til að heyra eitthvað um náungann. „Þetta var þjóðaríþrótt allra, en ég kærði það aldrei,“ segir hann. Upplýsingar ekki rengdar örugg hlerun, kærum sleppi, með símalínur samantengdar sautján bæi í einum hreppi. Hálfdan Ármann Björnsson Hlégarði heyrði af mótmælum við hvalveiðum Íslendinga: Stríðsþjóðirnar stóru kalla, stefnu sinni trúar enn, vilja hvali vernda alla, en velkomið að drepa menn. Davíð Hjálmar Haraldsson segir óþarfi að ræða um hvalveiðar og hvalaskoðun sem andstæður: Þarfnast okkar þjóðarbú þvestis innan tíðar. Skjótum hval og skerum nú, skoða má hann síðar Og Davíð Hjálmar Haraldsson heldur áfram um veiðiþjóðina á Fróni: Þjóðin er vön flestum veiðum, vill hafa önd, gæs og rjúpu og útbýr þá indæla súpu. Enn týnast skyttur á heiðum. pebl@mbl.is Af hvölum og hlerunum VÍSNAHORNIÐ                      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.