Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E itt af umræðuefnum íslenskra „intellekt- úala“ síðastliðið sum- ar var heimsókn breska fræðingsins Richards Dawkins sem hingað kom og boðaði trúleysi. Eða öllu heldur ræddi um þá kenningu sína að trúarbrögð hefðu í gegnum tíðina verið undirrótin að flestum þeim voðaverkum sem mennirnir hefðu unnið og að það væri best að við myndum losa okkur við þau. En Dawkins var ekki aðeins í sviðsljósinu hérna á Íslandi í sum- ar, vegna þess að í ár eru þrjátíu ár liðin síðan bókin sem gerði hann heimsfrægan kom fyrst út. Af því tilefni kom bókin, sem ber þann af- skaplega grípandi titil Sjálfselska genið (The Selfish Gene), út í af- mælisútgáfu. Einnig hefur allmikið verið um hana fjallað í erlendum fjölmiðlum. Því miður var Dawkins lítið spurður út í þessa bók í viðtölum sem tekin voru við hann í Íslands- heimsókninni. Hin umdeilda kenn- ing hans um illsku trúarinnar átti hug og hjörtu allra sem við hann ræddu. En hefði ekki verið hægt að tvinna þetta saman – það er að segja blanda kenningu hans um sjálfselska genið inn í umræðuna um meinta illsku trúarinnar? Kenningin sem Dawkins setti fram í bókinni frægu er í sem stystu máli á þá leið að við menn- irnir, „og öll önnur dýr séum vélar búnar til úr genunum í okkur“, og að þessi gen sem við erum úr hafi lifað af miskunnarlausa samkeppni við önnur gen í gegnum þróun- arsöguna. Af þessu segir Dawkins að draga megi þá ályktun að mik- ilvægasti og sterkasti eiginleiki þessara gena sem við erum gerð úr og hafi borið sigur úr býtum í sam- keppninni hljóti að vera „miskunn- arlaus sjálfselska“, eins og hann segir í upphafi bókarinnar. Rétt er að taka fram, eins og Dawkins gerir sjálfur, að þetta er ekki siðfræðirit. Það væri að mis- skilja bókina algjörlega að halda að hann væri að mæla fyrir einhvers- konar félagslegum darwinisma. Hann er öllu heldur að velta því fyr- ir sér hvaða eiginleikar tryggi dýr- um afkomu í þeirri samkeppni – sem fer að öllu leyti fram utan og handan við siðferðisleg lögmál – sem þróun dýrategunda er. Og niðurstaðan, eða meginálykt- unin hjá Dawkins, er eitthvað á þá leið að það hljóti að vera eiginleikar sem lýsa megi með orðum eins og sjálfselska, eða öllu heldur það sem kalla mætti „líffræðileg sjálfs- elska“, sem er ekki það sama og siðferðisleg sjálfselska. Og það er einmitt þetta sem hefði verið gam- an að spyrja hann út í í sambandi við trúmál. Dawkins hélt því fram í viðtölum hér í sumar, til dæmis í Kastljósi, að það væri óskandi og myndi verða mannkyninu til góðs að trúar- brögðum yrði útrýmt. Þessu til sönnunar tíndi hann til ýmis voða- verk sem unnin hafa verið í nafni trúar. En væri algjörlega út í hött að velta því fyrir sér hvort svölun hinnar svokölluðu trúarþarfar mannsins væri ekki genabundin nauðsyn? Það er að segja getur ekki verið að trúarþörfin búi í genum manns- ins og hafi þannig gengið í erfðir og að þeir einstaklingar sem hafa fengið þessari þörf svalað hafi stað- ið betur að vígi í miskunnarlausri þróunarsamkeppninni en þeir sem ekki hafi annaðhvort haft þessa þörf eða hafi haft hana en ekki fengið henni svalað? Það hefði verið gaman að spyrja Dawkins um þetta, þótt ekki væri nema vegna þess að þannig hefði verið hægt að velta svolítið vöngum yfir því hvort mótsögn væri að finna milli hans eigin kenninga, annarsvegar um trúmál og hins- vegar um líffræði. Ég held að þetta séu ekki aðeins hártoganir í þrasgjörnum blaða- manni. Ýmsir fræðimenn hafa velt því fyrir sér hvort trúarþörf mannsins sé beinlínis líkamleg, það er að segja hvort „guð búi í heil- anum“. Síðast í sumar rakst ég á frétt á vef BBC þar sem einhverjir vísindamenn sögðust hafa hrakið þá kenningu. Það væri engin „guðs- stöð“ í heilanum. En trúarþörfin þarf ekki nauð- synlega að vera líkamleg til að geta haft áhrif á afkomumöguleikana í þróunarsamkeppninni. Ef til vill er nóg að þessi þörf sé sálræn. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig trú á æðri máttarvöld get- ur létt manni lífið. Burtséð frá því hvort guð getur með áþreifanlegum hætti rétt manni hjálparhönd í stórsjóum lífsins getur trú á hann haft einskonar „lyfleysuáhrif“, það er að segja, upplifun manns á hjálp- ræði guðs verður raunveruleg, og getur þannig haft áhrif á mann – jafnvel líkamleg. Með þessum hætti má gera sér í hugarlund að trú geti komið sér vel fyrir sjálfselska genið og að það sé beinlínis hluti af sjálfselsku gensins að trúa á guð. Og það sem bendir til að trú hafi í raun og veru hlutverki að gegna við að tryggja afkomu genanna í okkur er sú staðreynd að svo virðist sem flestar manneskjur sem komist hafa áfram í þróun- arsamkeppninni – það er að segja það fólk sem nú er til á jörðinni – trúi á guð. Ef trú á guð er jafn slæm fyrir okkur og Dawkins fullyrti í Íslands- heimsókn sinni, væri þá ekki líklegt að þeir sem slegnir hafa verið þess- ari „óáran“ hefðu dáið út en hinir komist af sem væru lausir við þenn- an galla? Allur meginhluti mann- kyns trúir nú, með einum eða öðr- um hætti, á æðri mátt. Þetta eru sömu einstaklingarnir og orðið hafa ofan á í miskunnarlausri þróun- arsamkeppni. Þessi samkeppni hefur staðið lengi. Hvenær fóru sumir þátttak- endanna í henni að trúa á æðri máttarvöld? Gæti verið að það hefði verið um svipað leyti og þessir sömu einstaklingar fóru að verða ofan á í samkeppninni? Það veit enginn. En hitt er ljóst að þessar vangaveltur hér verða ekki til neinna einfaldra lykta leidd- ar. Það hefði verið gaman að geta borið eitthvað af þessu undir Dawk- ins sjálfan, fremur en gleypa bara trúleysisboðskapinn hans eins og nýtt guðspjall. Afmæli bókar »Ef trú á guð er jafn slæm fyrir okkur og Dawkins fullyrti í Íslandsheimsókn sinni væri þá ekki líklegt að þeir sem slegnir hafa verið þessari „óáran“ hefðu dáið út en hinir komist af sem væru lausir við þennan galla? VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is BLOGG: kga.blog.is REGLULEGA koma upp mál í íslensku samfélagi sem eru þessu eðlis að þau kalla á einhvers konar rannsókn eða úttekt á opinberum vettvangi. Meðal mála sem má nefna er einkavæðing bankanna, aðdragand- inn að stuðningi íslenskra stjórn- valda við Íraksstríðið, fangaflugið, Landsímamálið, Baugsmálið, með- ferð á meðlimum Falun Gong hér- lendis o.fl. Umræðan um meintar hleranir yfirvalda er af svipuðum toga og nú greinir menn á um það hvernig eigi að taka á málinu. Svo virðist sem stjórn og stjórnarandstaða séu al- mennt sammála um það að upplýsa eigi málið. Hins vegar eru áhöld um leiðir í því sambandi. Stjórnarand- staðan hefur kallað eftir óháðri rannsóknarnefnd í þeim anda sem Norðmenn komu á þegar þeir gerðu upp sambærilega mál, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur alfarið hafnað þeirri leið. Hleranamálið á það sammerkt með framangreindum málum að hafa hleypt íslensku samfélagi upp í háaloft. Fyrir vikið virðist engin eiginleg niðurstaða í sjónmáli. Eftir standa hins vegar stórar og mik- ilvægar spurningar sem varða al- menning miklu að fá upplýst um. Í íslenskum rétti hefur sárlega vantað sértæk úrræði til að taka á málum sem þessum, enda er langt í frá að sátt ríki um málsmeðferðina, eins og æskilegt væri. Frumvarp um rannsókn- arnefndir lagt fram Vegna þessa úrræðaleysis lagði ég fram frumvarp um óháðar rann- sóknarnefndir á Alþingi á síðasta ári, en í íslenskum rétti er ekki gert ráð fyrir skipun óháðra rannsókn- arnefnda sem rannsakað geta mál sem varða almannahag. Hugmyndafræðin að baki frum- varpinu er einfaldlega sú að þessi úrræði séu fyrir hendi þegar mál af þessum toga koma upp, þannig að menn séu ekki að smíða úrræði þá og þegar málin koma upp, sem býð- ur þeirri hættu heim að menn velja sér málsmeðferð sem hentar vald- höfum í hvert sinn. Í frumvarpinu eru nákvæmar málsmeðferðarreglur m.a. um skýrslutökur, vitnaskyldu, rétt- arstöðu aðila og hvenær heimilt yrði að skorast undan því að svara spurn- ingum nefndarinnar. Einnig er tekið á þeim upplýsingum sem njóta verndar upplýs- ingalaga. Er frum- varpið byggt á erlendri fyrirmynd, enda er víða í nágrannaríkjum okk- ar að finna lög um óháðar rannsókn- arnefndir. Það er í sjálfu sér óeðlilegt að ekki sé að finna slíkt úrræði í íslenskum rétti. Hlutverk slíkra nefnda er ekki að rannsaka og dæma í málum, enda er það hlutverk framkvæmdarvalds og dómsvalds. Rannsóknarnefnd er fyrst og fremst ætlað að skoða til- tekna atburðarás eða athöfn, leita skýringa og jafnvel að koma með tillögur til úrbóta þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis. Í kjölfarið geta vaknað spurningar um ábyrgð einstaklinga eða eftir atvikum, embættismanna. Frumkvæði að skipun rannsókn- arnefndar kæmi frá Alþingi en Hæstiréttur myndi velja og tilnefna nefndarmennina. Í Hafskipsmálinu frá árinu 1985 var þessi hátturinn hafður á. Ekki er gert ráð fyrir að alþingismenn sitji í nefndinni. Tryggjum rétt heimildarmanna Í samhengi við hleranamálið má ennfremur rifja upp annað frum- varp sem ég lagði fram í fyrra og gæti reynt á í þessum sambandi. Það er frumvarp sem lýtur að því að auka vernd heimildarmanna fjöl- miðla til muna og heimila opinberum starfsmönnum að víkja frá þagn- arskyldu vegna upp- lýsingagjafar í þágu almannaheilla. Með samþykkt frumvarpsins yrði komið fram tækifæri til þess að upplýsa um mál sem varða al- mannahag, án þess að heimildarmaður ger- ist um leið brotlegur við lög. Frumvarpið tryggir sömuleiðis bótarétt heimildarmanna verði þeir fyrir tjóni vegna uppsagnar eða annarra aðgerða af hálfu vinnuveit- anda, í kjölfar þess að hafa látið í té upplýsingar sem varða ríka al- mannahagsmuni. Þessi úrræði geta vel átt við þá einstaklinga sem í dag telja sig hafa vitneskju um ólögmætar hleranir en leggja ekki í að koma fram op- inberlega af ótta við afleiðingarnar. Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að venjulegir laun- þegar taki slíka áhættu, eingöngu til þess að koma fram upplýsingum á framfæri. Ég mun leggja þessi tvö frum- vörp aftur fram á yfirstandandi þingi og það er mín trú að með samþykkt þeirra séu komnar fram forsendur til þess að leysa erfið mál á farsælan hátt, almenningi til góða. Einföld leið til lausnar á erfiðu máli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um frumvarp um rannsóknarnefndir » Það er einfaldlegaósanngjarnt að ætl- ast til þess að venjulegir launþegar taki slíka áhættu … Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. NÝLEGA barst mér í hendur at- hyglisverð skýrsla um stöðu að- gengismála á Norðurlöndum, sem Þórarinn Magnússon verkfræðingur hafði tekið saman. Hann fór fyrr á þessu ári til Danmerk- ur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og kynnti sér stöðu mála. Í ljós kom að í öllum löndunum eru veittir styrkir, ekki síst varð- andi húsnæði eldra fólks, til að fólk geti búið sem allra lengst í sínum íbúðum. Annars vegar er um að ræða styrki til að gera lag- færingar á íbúðum, s.s. að breikka dyr, fjar- lægja þröskulda, setja sturtur á böð og lag- færa eldhús, og það eru sveitarfélögin sem standa þarna á bakvið. Hins vegar eru sér- stakir lyftustyrkir sem ríkisvaldið sér frekar um og eru Finnar þar fremstir í flokki með sérstakri löggjöf þar um. 40% ódýrara að vera heima Þessar þjóðir horfa fram á að eldra fólki muni fjölga mjög á næstu árum og gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum muni þeim sem eru yfir 65 ára aldri, fjölga um helming. Í Svíþjóð er kostnaður við þá sem dvelja áfram heima með fullri þjónustu og hjúkrun um 40% af kostnaði við þá sem flytja í sér- byggt dvalar- og hjúkrunarrými. Allsstaðar á Norðurlöndum nema á Íslandi eru mál aldr- aðra, s.s. húsnæðismál, á ábyrgð sveitarfélag- anna og í þennan mála- flokk fara um 20% af gjöldum þeirra a.m.k. í Danmörku. Til að halda um þessi útgjöld er lykilatriði, að auð- velda fólki að búa sem lengst í sínum íbúðum – annars stefnir í óefni. 175.000 nýjar lyftur Kostirnir eru líka fjölmargir við að þurfa ekki að flytja sig. Vinir og kunningjar eru í ná- grenninu, fólk þekkir sitt umhverfi s.s. gönguleiðir, verslanir og heilsuþjónustu (gamla hverfið) og fólk hreyfir sig meira og finnst það öruggara. Það þarf hins vegar að bæta aðgengi að íbúðum s.s. á bíla- stæðum og setja handrið og svo eru það lyfturnar. Í Svíþjóð þarf þær í 75.000 stigaganga, í Noregi í 40 þúsund og í Danmörku um 60 þús- und stigaganga. Þá er talið að í að- eins um 7% íbúða í Noregi sé hægt að komast um á hjólastólum. Um þessa hluti eru stjórnvöld ríkis og bæja mjög meðvituð og gott að- gengi er algjör forsenda að fólk þurfi ekki að flytja í sérbyggt hús- næði. Það er til lítils að bjóða upp á góða heimaþjónsutu, ef þessir hlutir eru ekki í lagi. Allar kannanir sýna svo að fólk vill vera í sínu gamla umhverfi sem allra lengst og í Dan- mörku er þetta regla, allt upp að 90 ára aldri. Þar er sambýlaformið einnig mjög vinsælt og fólk vill ekk- ert síður búa áfram í leiguíbúðum, en í eignaríbúðum. Við þurfum styrki og lán Hér á Íslandi þurfum við að taka okkur tak. Gera þarf sem fyrst ít- arlega úttekt á ástandi íbúða með tilliti til aðgengis og fram- kvæmdaáætlun í framhaldi af því. Koma þarf á styrkjum og lánum, bæði vegna breytinga í íbúðum og að setja lyftur og hér getur Íbúða- lánajóður gegnt stóru hlutverki. Þann sjóð þarf því að efla frekar en hitt. Sjálfsagt þarf líka að líta á lög og reglur um skipulag og bygg- ingar. Flestum er vonandi orðið ljóst að þörf er á stórfeldu átaki í málum aldraðra. Bætt aðgengi er eitt af forgangsmálunum. Aðgengismál aldraða og fatlaða á Íslandi í ólestri Reynir Ingibjartsson skrifar um málefni eldri borgara »Hér á Íslandi þurf- um við að taka okkur tak. Reynir Ingibjartsson Höfundur er formaður AFA - Aðstandendafélags aldraðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.