Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 25.10.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 29 SÚ ÁKVÖRÐUN sjávarútvegs- ráðherra og ríkisstjórnar nú í vetr- arbyrjun að láta hefja atvinnuveiðar á hvölum er illa rökstutt glapræði. Þetta skref sver sig í ætt við flumbrugang sem einkennt hefur að- komu íslenskra stjórnvalda að hvala- málefnum í meira en áratug: Brott- hlaup úr Hvalveiðiráðinu 1991, stofnun sjávarspendýraráðsins NAMMCO 2002 og innganga í Hval- veiðiráðið á nýjan leik áratug síðar. Þótt Íslendingar haldi til haga rétti sínum til að nýta sjávarauðlindir á sjálfbæran hátt gegnir allt öðru máli um hvort og með hvaða hætti sé látið á það reyna þegar hvalveiðar eru annars vegar. Hvalir eru fardýr og hvalastofnar því fjölþjóðleg auðlind. Um þá gegnir allt öðru máli en með fiskistofna sem halda sig að mestu eða öllu leyti innan íslensku efna- hagslögsögunnar. Ríkir hagsmunir þurfa að vera til staðar til að bjóða almenningsáliti víða um heim birg- inn eins og nú er gert. Slíkir hags- munir eru ekki fyrir hendi og þvert á móti margt sem mælir eindregið gegn þessari sjálfbirgingslegu og skammsýnu ákvörðun. Tvö kjörtímabil, engin ályktun Ákvörðunin um atvinnuhvalveiðar kemur ekki aðeins umheiminum á óvart heldur einnig hér innanlands. Tvö kjörtímabil eru síðan Alþingi fjallaði um tillögu um hvalveiðar og þá með þeim hætti að afar langsótt er að tengja umdeilda ályktun þess frá 10. mars 1999 við það skref sem nú er stigið. Ég hvet menn til að kynna sér þetta gamla þingmál (nr. 92/1999) og umræður um það. Að málinu stóðu sömu flokkar og nú eru í ríkisstjórn en þingmenn óháðra, nú Vinstri grænir, og nokkrir þing- menn aðrir greiddu atkvæði á móti því að hefja hvalveiðar. Í ályktuninni segir m.a. að hefja skuli hvalveiðar hér við land „hið fyrsta“ eða á árinu 2000 og var ríkisstjórninni falið „ ... að kynna málstað og sjónarmið Ís- lendinga meðal viðskiptaþjóða okk- ar“. Ekkert var aðhafst í þessa veru þar til nú átta árum síðar að fyr- irvaralaust eru hafnar atvinnu- hvalveiðar. „Vísindaveiðar“ á hrefnu standa enn yfir Það sýnir með öðru óðagotið hjá stjórnvöldum að taka ákvörðun um hvalveiðar í atvinnuskyni á meðan enn standa yfir svonefndar vís- indaveiðar á hrefnu. Þær 30 hrefnur sem nú á að veiða í at- vinnuskyni koma „ ... til viðbótar þeim 39 hrefnum sem teknar verða árið 2007 við framkvæmd vís- indaáætlunar Haf- rannsóknastofnunar- innar“ segir í fréttatilkynningu sjávarútvegs- ráðherra. Með þessu er gefið til kynna að ákvörðunin um vís- indaveiðar hafi verið einbert yfirskin. Haf- rannsóknastofnun hefur undanfarið ein- mitt undirstrikað hversu takmörkuð vitneskja sé um hrefnustofninn hér við land, m.a. um far og aðsetur að vetr- arlagi, svo og um líf- fræði hans og vist- fræði. Boðuð er nú viðamikil talning á hvölum á Íslands- miðum á næsta ári. Menn hljóta að spyrja hvers vegna í ósköpunum sé ekki lokið við um- rædda vísindaáætlun og skoðaðar niðurstöður hennar áður en ákvörð- un er tekin um framhaldið. Hér rekst hvað á annars horn og þeir menn eru ekki öfundsverðir sem settir eru í það hlutverk að útskýra fyrir umheiminum mótsagnakennda stefnu íslenskra stjórnvalda. Óvísindalegar afránstölur Talsmenn atvinnuhvalveiða klifa á því að hvalir séu að éta þorsk og aðra nytjastofna hér við land út á gaddinn. Í fréttatilkynningu sem Hafrannsóknastofnun lét frá sér fara 2003 var staðhæft að sam- kvæmt mati frá 1997 taki 12 hvala- tegundir hér við land til sín 6 millj- ónir tonna af sjávarfangi árlega, hrefna þar af þriðjung og sé fiskur í fæðu hennar ein milljón tonna ár- lega, þorskur um 60 þúsund tonn. Tveimur árum síðar, 9. nóvember 2005, lesum við í frétt frá Hafrann- sóknastofnun að meginmarkmið yf- irstandandi vísindaveiða á hrefnu sé að afla grunnupplýsinga un fæðu- vistfræði hrefnunnar á landgrunni Íslands og bráðabirgða- niðurstöður eigi að leggja fyrir vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins. Víða kemur fram í gögn- um stofnunarinnar að upplýsingar um fæðu- vistfræði umræddra 12 hvalategunda séu af skornum skammti. Samt klifa hagsmunasamtök eins og LÍÚ 22. október sl. á þessari áratuga gömlu ágiskun. Auðvitað skipa hvalir eins og aðr- ar lífverur sinn sess í vistkerfi hafsins en ofan- greinar staðhæfingar ala á þeirri bábilju að mað- urinn sé þess umkominn að stjórna lífkeðju sjáv- ar. Blóðvöllurinn fram- undan Á aðalfundi LÍÚ 19. október sl. orðaði sjáv- arútvegsráðherra boð- skap sinn um hvalveiðar þannig: „Það er skylda okkar sem ábyrgrar þjóðar að nýta þessa auðlind okkar og leggja okkur fram um að það sé þannig gert að hámarksafrakstursgetan aukist.“ Miðað við þetta markmið er það ekk- ert smáræðis verkefni sem rík- isstjórnin ætlar sér í samvinnu við Hval hf. og fleiri. Veiði á 250 hrefn- um og 200 langreyðum sem nefnd hefur verið dregur skammt til að hafa marktæk áhrif á meint afrán og tryggja „hámarksafrakstur“ þannig að betur má ef duga skal. Það á svo eftir að koma í ljós hverjir muni njóta krásanna eða hvort kjötfjallið sem byrjað er að safna í endi í urð- unargryfjum eins og bein og innyfli úr þessu forneskjulega hvalveiði- ævintýri. Hvalveiðihneyksli í aðdraganda kosninga Hjörleifur Guttormsson skrifar um hvalveiðar » Þetta skrefsver sig í ætt við flumbru- gang sem ein- kennt hefur að- komu íslenskra stjórnvalda að hvalamál- efnum … Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur og fyrrv. alþingismaður. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Guðfinna S. Bjarnadóttir Valfrelsi og skapandi umhverfi Málefnafundur um „Skapandi Ísland“ miðvikudaginn 25. október kl. 12.00. Staður: Kosningaskrifstofan í Landsímahúsinu við Austurvöll. Verið velkomin. Stuðningsfólk Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Þekking Frumkvæði Árangur KOSNINGASKRIFSTOFA GUÐFINNU S. BJARNADÓTTUR LANDSÍMAHÚSINU VIÐ AUSTURVÖLL www.gudfinna.is gudfinna@gudfinna.is Opið virka daga kl. 10:00–20:00 Helgar kl. 10:00–18:00 Sími 591 1100 NÚ ER stand á Goddastöð- um! Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur losað sig við Skuggasvein og ráðið í framkvæmdastjóra- stöðuna einkavin sonar eig- inkonu sinnar, Andra Óttarsson. Eins og gefur að skilja er ekkert kastað til höndum við ráðningu í slíka stöðu. Um verðleika mannsins verður ekki rætt sér- staklega í þessum pistli, enda flest á huldu um hann, utan að allkunnur varð hann í lögfræð- ingastétt á sínum tíma vegna hastarlegra árása á dóms- málaráðherrann Björn Bjarna- son vegna skipunar dómara í Hæstarétt. Því til sönnunar skal lesendum bent á vefritið Deigl- una.com dagana 13. apríl 2004 og 14. maí sama ár. Í þeim greinum tekur hinn nýi framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins ekki með neinum silkihönskum á dómsmálaráð- herranum. Í greininni 13. apríl segir meðal margs annars um hafvill- ur ráðherrans: „Friðhelgi einka- lífs skiptir ekki lengur máli heldur eru símhleranir án dóms- úrskurðar ekkert mál. Í hverju málinu á fætur öðru er gert ráð fyrir að réttindi borgara og al- mennings víki fyrir ráðstjórn og lögreglu.“ Þetta orðaval myndi sjálfsagt einhverjum finnast líkara und- irrituðum en nýjum fram- kvæmdastjóra í Valhöll. Til að bæta gráu ofan á svart sendi Samband ungra sjálfstæð- ismanna nýlega frá sér harðorða ályktun um störf og stefnumið dómsmálaráðherrans, en formað- ur stjórnar SUS er sonur Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu formanns Sjálfstæðisflokksins; konunnar, sem Björn Bjarnason hrakti úr forystu flokksins í borgarstjórn um árið. Er það furða þótt formaðurinn reyni að bera klæði á vopnin í Valhöll með Birni? Og hinn hlut- lausi Páll Magnússon kemur rækilega á framfæri í sjónvarpi landsmanna handaböndum vin- anna. En sáttaklæði formannsins reyndust í meira lagi skrýtin. Hann lagði einkum áherzlu á, að pólitískum andstæðingum myndi ekki líðast að ofsækja og ófrægja mikilmennið og vin sinn Björn Bjarnason einsog þeir gerðu nú tilraunir til. Ætli fóstursonurinn og nýi framkvæmdastjórinn hafi ekki farið hjá sér við upplok for- mannsins? Nema þeir finni til sætleika hefndarinnar? En á Goddastöðum er ennþá óbreytt stand. Á kærleiksheim- ilinu vega menn hver annan í góðsemi eins og á Glæsivöllum hjá Grími. Sverrir Hermannsson Kærleiksheimilið Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. NÚ ER uggur í femínistum. Kosn- ingar eru í nánd og prófkjör stjórn- málaflokkanna skjót- ast upp eins og gor- kúlur. Á komandi kosn- ingaári verða 92 ár liðin frá því að okkur konum hlotnaðist loks sá mikilvægi réttur að fá að kjósa og hlutur kvenna á þingi hefur ekki náð nema ríflega 35% þegar best hefur látið. Kenna má stjórnmálaflokkunum um og óskýrum stefnum þeirra í jafnréttismálum. Allir flokkar ættu að tryggja jafnt konum sem körl- um efstu sæti framboðslista sinna en svo er þó ekki. Það finnst mér vítavert og til skammar. Þó er rétt að hrósa þeim flokkum sem hafa markað sér skýra stefnu, þeim flokkum sem hafa tryggt fléttulista eða 40/60% hlutfall í efstu sæti sinna framboðslista. Konur eru helmingur þjóðarinnar og því ætti að ríkja þverpólitísk samstaða um aðgerðir, en samstaða er ekki fyrir hendi. Miðað við þróun síðustu 92 ára mun ég verða komin á graf- arbakkann þegar póli- tísku jafnrétti verður loks náð. Breytinga er þörf en hvernig er hægt að þvinga þær fram? Í Frakklandi var sú leið farin að svipta stjórn- málaflokka styrkjum frá ríkinu stuðluðu þeir ekki að jafnri skipan kvenna og karla á sínum fram- boðslistum. Flokkarnir afþökkuðu einfaldlega styrkina, ef til vill hefur verið auðveldara að sækja fé annað en að stuðla að framgangi kvenna. Frakkar reyndu og gengu langt en ég vil ganga enn lengra. Ég vil skora á þingkonur að taka höndum saman og leggja fram frumvarp til breytinga á kosningalögunum. Ég vil að frumvarpið feli í sér að ef flokkur tryggir ekki báðum kynj- um jafna stöðu á lista sínum verði listinn ekki kjörbær til Alþingis. Slíkur listi yrði ógildur og flokk- urinn gæti ekki skilað inn framboði í því kjördæmi. Kosningalögin eru ítarleg og nákvæmlega er farið eft- ir þeim. Því tel ég að fyrst hægt er að þvinga kjósendur með lögum til að greiða atkvæði sitt með vel ydd- uðu ritblýi megi allt eins þvinga þá, sem hefta framgang kvenna í stjórnmálum, til að stuðla að hon- um. Ágætu konur til sjávar og sveita, nú er lag! Réttum úr kútnum, bjóð- um okkur fram til Alþingis og flykkjumst í prófkjörin og kjósum flokkssystur okkar. Konur til áhrifa strax í dag! Með lögum skal land byggja og jafnrétti tryggja Elín Ósk Helgadóttir fjallar um prófkjör og jafnrétti kynjanna Elín Ósk Helgadóttir » Ágætu konur tilsjávar og sveita, nú er lag! Réttum úr kútnum, bjóðum okkur fram til Alþingis og flykkjumst í prófkjörin og kjósum flokkssystur okkar. Höfundur er femínisti og nemi við Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.