Morgunblaðið - 25.10.2006, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT Á. JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Langholtsvegi 2,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
24. október.
Jarðarför auglýst síðar.
Björn Bjarnason,
Björg Yrsa Bjarnadóttir, Svend Richter,
Kristbjörg Jóhannesdóttir,
barnabörn, langömmubörn
og aðrir ættingjar.
Ástkær frænka okkar,
ÁSTA LÁRA JÓHANNSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
lést á elliheimilinu Grund mánudaginn 23. októ-
ber.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristjana Björnsdóttir,
Kristján Björnsson,
Agnes Björnsdóttir,
Guðni Pétur Kristjánsson,
Kristján Kristjánsson.
Hann afi minn hef-
ur kvatt þennan heim.
Hann er eflaust hvíldinni feginn
enda búinn að skila sínu og vel það.
Afi á langa og farsæla ævi að
baki. Hann var námsmaður, sjó-
maður, útgerðarmaður, eiginmaður,
faðir, fyrirvinna og bróðir en fyrir
mér var hann afi, tekinn nokkuð að
reskjast og sestur í helgan stein.
Ég var mikið hjá ömmu og afa og
eins og oft vill vera með eldri kyn-
slóð þessa lands gegndi hvort
þeirra alveg ákveðnu hlutverki.
Amma lék og las, svæfði og föndr-
aði en afi var kletturinn í sjónum.
Hann var nokkuð stór á velli og
litlu píslinni mér, fannst hann bók-
Kristinn Jóhannes
Jónsson
✝ Kristinn Jó-hannes Jónsson
fæddist á Arn-
arstapa í Tálkna-
firði 19. febrúar
1917. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði að kvöldi 6.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
18. október.
staflega vera klettur.
En þó ekki hrjúfur og
kaldur heldur hlýr og
mjúkur.
Hann var alltaf til
staðar og frá honum
streymdi væntum-
þykja og umhyggja,
ekki í svo mörgum
orðum þó. Það voru
setningar eins og: „Er
nokkuð mjög langt
fyrir þig að ganga í
skólann í þessum
kulda?“ Og seinna
þegar ég stálpaðist:
„Ertu nokkuð blönk, vinan?“ sem
sögðu svo mikið um ástúð hans.
Það var þó eitt umræðuefni sem
afi þreyttist aldrei á að ræða við
mig. Það var námið mitt. „Hvað
ertu nú að læra? Færðu vinnu við
þetta fag heldurðu? Og verður það
sæmilega borgað? Ertu sleip í ensk-
unni? Þér á ugglaust eftir að ganga
vel í prófunum!“ Á meðan flestir
ættingjar mínir voru farnir að tapa
tölunni á fjölda skóla, námskeiða og
námslanda fylgist afi með alveg
fram í það síðasta. Það var og er
mér enn mikils virði.
Nú er ég haldin enn einu sinni út
í nám og velfarnaðaróskir afa míns
hljóma í huga mér. Þær eru mér
stoð og stytta, klettur í sjónum.
Hvíl í friði.
Auður Magndís.
Þá er komið að því að kveðja afa í
síðasta sinn. Hann er farin á eitt-
hvert annað tilverustig, eins og
hann talaði stundum um þegar
dauðann bar á góma.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa á Urðargötu 26, enda
kom ég þangað á hverju sumri og
oft í jóla- og páskafríum þangað til
þau fluttu í Hafnarfjörð 1990.
Fyrstu tvö ár ævi minnar var ég
hjá þeim, meðan foreldrar mínir
stunduðu nám í Reykjavík. Þessi
tími í frumbernsku minni gerði það
að verkum að milli okkar var alltaf
mjög sterkur tilfinningastrengur
sem aldrei rofnaði.
Fermingarárið mitt byrjaði ég að
fara með afa á sjóinn á Valnum,
fyrst var það grásleppa á vorin og
dragnót eða hörpuskel seinnipart
sumars. Hann átti lítið fiskverkun-
arhús þar sem hann saltaði og
frysti fisk, og við verkuðum grá-
sleppuhrogn. Við vorum saman 11
sumur á sjónum. Þá tóku yngri
bræður mínir og Hugi frændi við af
mér.
Margt kemur upp í hugann þegar
gamli tíminn er rifjaður upp. Afi
stundaði sjóinn alla ævi frá barns-
aldri. Fyrstu kynnin af sjónum voru
þegar hann átta ára gamall var
settur í að vitja rauðmaganeta
ásamt vinnumanni á bænum Stapa í
Tálknafirði þar sem hann ólst upp.
Hann þekkti þessar slóðir vel og
sagði stundum frá því er hann var
lítill á vorin og fór niður í fjöru að
finna rauðmaga sem höfðu orðið
eftir í pollum þegar fjaraði út . Eða
þá að veiða steinbít á öngul fram af
klettum. Á sömu slóðum endaði
hann sjómennskuna 68 árum seinna
við grásleppuveiðar á sumrin. Það
komu nokkrum sinnum tímabil sem
erfiðlega gekk að losna við fiskinn
sem veiddist. Þá dreif hann í gang
saltfiskverkun í Fiskiveri ásamt
Finnboga Magnússyni, og nokkrum
árum eftir það frystingu í Skildi
með Magnúsi Guðmundssyni. En
afi dró sig út úr samstarfinu þegar
aðstæður leyfðu til að komast á sjó-
inn og geta ráðið sér sjálfur og haft
sína hentisemi.
Afi var mikil félagsvera og hafði
gaman að hitta fólk og spjalla. Eins
er það ofarlega hjá mér þegar það
var landlega vegna veðurs og marg-
ir aðkomubátar komu inn á Patró.
Þá sagði afi oft: „Jæja, nafni,
komdu með, við skulum fara niður í
bátana og forvitnast.“ Það kom
stundum fyrir að afi kannaðist við
karlana frá gamalli tíð, þá var þeim
boðið heim í mat og stundum voru
karlarnir búnir að vera vikum sam-
an í sömu fötunum. Þá tók amma
við og þvoði af þeim fötin.
Í seinni tíð komu afi og amma
hingað suður til Hafnarfjarðar á
veturna. Þá vorum við bræðurnir
stundum að hjálpa til að fella grá-
sleppunet í kjallaranum hjá
mömmu og pabba.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að fara til ömmu og afa og
alist þar upp að miklu leyti og feng-
ið ágætt veganesti frá þeim út í líf-
ið. Afi missti mikið þegar amma fór.
Síðustu mánuði hrakaði heilsu hans
hratt og þegar kallið kom var það
síðasta sem hann spurði um: „Hvar
er Magga?“ Ég þakka fyrir að hafa
fengið að vera hjá honum þegar
hann kvaddi þetta líf.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund vil ég þakka þér, elsku afi,
fyrir allar þær ánægjustundir sem
ég átti hjá þér á Patró og að dætur
mínar fengu að kynnast þér og
eignast kærar minningar um lang-
afa.
Kristinn Samsonarson.
Elsku langafi.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Takk fyrir allar heimsóknirnar á
Hrafnistu, englarnir varðveiti þig.
Máni Þór
og Logi Már.
Það var ljótt að fá þær fréttir að
þú værir látinn. Í fyrstu var ég
reiður því þú getur gert allt. En
sumt ræður maður ekki við eins og
þú sagðir oft.
Ég á miklar og góðar minningar
um okkar stundir, elsku Róbert
minn. Svolítið sem enginn tekur en
ég veit að stundin var komin.
Ég fór að skoða myndir frá okkar
bestu árum og það eru svo mörg
ótrúleg atriði sem rifjast upp svo
sem danskeppnir í Hollywood, sum-
arbústaðaferðir og vinnuferðir.
Já, það er ekki annað að sjá en
þú hafir litað nokkuð í lífsbók okkar
félaganna.
En takk, elsku vinur, fyrir að
vera til og að hafa gefið mér
skemmtilegar minningar og margar
stundir.
Sendi mínar innilegustu samúð-
arkveðjur til ættingja og vina.
Kæri vinur, takk fyrir allt .
Sigurður Magnússon.
Þegar ég var rúmlega tvítug
kynntist ég metnaðarfyllsta jafn-
aldra mínum. Hann var búinn að
mennta sig í þeirri grein sem hugur
stóð til sem var skrúðgarðafræðin,
átti glæsilegustu íbúð sem ég hafði
séð og var farinn að safna mál-
verkum. Þetta var metnaður sem
ég hafði aldrei kynnst hjá mínum
jafnöldrum. Þar að auki var hann
var fullur af lífskrafti, gleði, um-
hyggjusemi, fyrir utan það að vera
með glæsilegri mönnum. Eitthvað
sem mér ungri einstæðri móðurinni
þótti undravert.
Síðan skildi leiðir og um 10 árum
síðar lágu leiðir okkar aftur saman
og þá á allt öðrum grundvelli. Hann
var kominn út úr skápnum. Allt
annað var óbreytt – hann átti glæsi-
Róbert Goldberg
Róbertsson
✝ Róbert Gold-berg Róbertsson
skrúðgarð-
yrkjumeistari fædd-
ist í Reykjavík 14.
október 1964. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 9.
október sl. og var
útför hans gerð frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 19. októ-
ber.
legt heimili, falleg
listaverk, gekk vel í
sinni vinnu og hélt ut-
an um þá sem honum
þótti vænt um. Hann
gerði oft grín að þess-
um fyrri kynnum
okkar og sagði að ég
hefði verið síðasta
konan sem hann heill-
aðist af áður en hann
sneri sér að mönnum.
Ég hafði jafnvel orðið
til þess að hann sneri
sér að mönnum. Ég
hló með honum því
við vissum bæði að það þurfti enga
hjálp við það að vera sannur. Karl-
mannlegi djúpi hláturinn þinn er
þagnaður.
Ást hans á Reykjavíkurborg fór
ekki fram hjá neinum. Hans vegna
varð borgin örlítið fallegri með
hverju árinu. Þó dálæti hans hafi
aðallega verið á miðborginni, þar
sem hann bjó, þá sinnti hann út-
hverfunum ef á þurfti að halda. Oft
mátti sjá Róbert leggja sig í lífs-
hættu við að hengja einhverja jóla-
skreytinguna á ljótar byggingar til
þess eins að gefa þeim hátíðarblæ
svo við hin mættum njóta. Eitt er
víst að Reykjavík mun sakna þín.
Róbert hefur alltaf reynst mér
ómetanlegur vinur án þess að ég
gerði mér grein fyrir því. Hann tók
unglinginn minn í vinnu þegar hann
fékk enga vinnu og lét mig alltaf
vita af því að ef ég lenti vandræðum
mætti ég aldrei gleyma því að hann
myndi alltaf vera til staðar fyrir
mig. Síðast nú í sumar sagði ég
honum frá atvinnuáhyggjum mín-
um og hann tók utan um mig og bað
mig um að lofa sér að leita til sín ef
vandræði bönkuðu á dyrnar. Ég
einhvern veginn efaðist aldrei um
að hann væri alltaf til staðar fyrir
mig. Hins vegar efast ég um það að
ég hafi verið til staðar fyrir Róbert
þegar hann þurfti á mér að halda.
Ég vissi að þú varst búinn að
vera mjög veikur síðastliðið ár en
var alltaf viss um það að þú myndir
rísa upp úr þeirri ösku eins og fugl-
inn Fönix. Fregnirnar um andlát
þitt voru mér því sem reiðarslag.
Elsku Róbert! Vonandi líður þér
betur þar sem þú ert í dag, ég veit
að ef fólki er raðað eftir góð-
mennsku á þeim stað sem þú ert á í
dag þá veit ég að þú ert á besta
staðnum. Ég bið góðan Guð um að
blessa alla þá sem þótti vænt um
þig og báru virðingu fyrir þér.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Edda.
Róbert Róbertsson var atorku-
og athafnamaður. Það er tómlegra
um að litast á sviði mannlífsins eftir
að hann er farinn. Hann lést óþarf-
lega snemma og verður sárt sakn-
að. Róbert setti sterkan svip á um-
hverfi sitt og hafði mikla nærveru.
Hann var ekki alltaf auðveldur í
samskiptum en það er líka sjaldan
varið í fólk sem ekkert fer fyrir og
gerir engar kröfur.
Ég kynntist Róbert fyrir tæpum
tuttugu árum. Hann var glæsilegur
maður og þegar vel lá á honum var
virkilega gaman að vera í hans fé-
lagsskap. Róbert var örlátur. Hins-
egin dagar nutu örlætis hans, því
allt frá upphafi þeirra styrkti hann
hátíðina fjárhagslega og með ýmsu
öðru framlagi. Hann var stoltur
maður og vildi að aðrir væru það
líka. Þess vegna var honum í mun
að Hinsegin dagar gengju vel og
fyrir hönd þeirra þakka ég honum
hans mikla og mikilvæga stuðning.
Róbert var líka hugsjónamaður.
Reykvíkingar nutu hugsjóna hans í
fegurri miðbæ. Í mörg ár skreytti
hann Laugaveginn fyrir jólahátíð-
ina og átti reyndar hugmyndina að
því, sem hann fylgdi svo eftir af ein-
urð. Hann átti líka þá hugsjón að
samkynhneigðir ættu sér skemmti-
stað í borginni, svo Reykjavík gæti
verið borg með borgum. Hann átti
frumkvæði að stofnun á slíkum
stað, sem því miður lagði upp laup-
ana of snemma. En alltaf þegar við
hittumst ræddum við þennan
draum og Róbert var alltaf með
nýjar hugmyndir og áform í þeim
efnum.
Lífið var Róberti ekki alltaf auð-
velt. Stolt hans varð sennilega til
þess að hann sótti ekki oft stuðning
hjá sínum nánustu og barðist því
iðulega einn þegar eðlilegt hefði
verið að aðrir hjálpuðu til. Hann
var hins vegar alltaf til í að leggja
hönd á plóg hjá öðrum ef sóst var
eftir því. Það var svo margt jákvætt
við Róbert og því verða minning-
arnar um hann ljúfar og góðar.
Hann er án efa kominn í góðan fé-
lagsskap hinum meginn og það er
öruggt að ef hann fær einhverju
ráðið þar, þá hljómar söngurinn
góði „It’s Raining Men“ stafnanna
á milli í efra þessar stundirnar.
Ég votta ættingjum hans og hans
nánustu vinum mína dýpstu samúð.
Drottinn blessi minninguna um
góðan dreng.
Heimir Már Pétursson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar