Morgunblaðið - 25.10.2006, Side 37

Morgunblaðið - 25.10.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 37 MINNINGAR ✝ Snorri Helga-son fæddist á Norðfirði 2. júní 1929. Hann lést 13. október síðastliðinn á heimili sínu á Ný- býlavegi 56 í Kópa- vogi. Foreldrar Snorra voru Helgi Pálsson kaupfélags- stjóri og tónskáld og Sigríður Er- lendsdóttir hús- móðir og hann- yrðakona. Hálfsystir Snorra er Hjördís Helgadóttir. Alsystk- ini Snorra voru Erlendur arki- tekt, Gerður listamaður og Unn- ur húsmóðir og hannyrðakona. Snorri flutti fimm ára með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og stundaði nám í Austurbæj- arskóla og Ingimarsskóla. Eftir skólagöngu í Reykjavík lærði hann hljóðfærasmíði í Kaup- mannahöfn. Snorri kvæntist Þórdísi Toddu Jónsdóttur, f. 1925 árið 1951, og byggðu þau hús sitt við Digranesveg í Kópavogi þar sem þau bjuggu lengst af. Synir þeirra eru: 1) Helgi f. 1951, kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur. Börn þeirra eru Jónína, gift Óskari Hjaltasyni. Þeirra barn er Petrína Pála. Þórdís Ósk og Snorri. Þóra átti fyrir Sigurþór Arnarsson. 2) Jón, f. 1955, kvæntur Guðrúnu Úlf- hildi Grímsdóttur. Börn þeirra eru Sigrún Kristbjörg, Snorri Páll og Þórdís Gerður. 3) Páll, f. 1957. Snorri starfaði samhliða hljóð- færasmíði hjá Pósti og síma í Reykjavík. Útför Snorra verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Snorri Helgason, tengdafaðir minn lést hinn 13. október s.l. Að loknum morgunverði með Páli syni sínum þann dag hafði hann kennt sér meins, en sagði Páli að hafa ekki áhyggjur af sér og lagðist aftur til hvíldar. Fáeinum mínútum síðar var hann örendur. Snorri nam hljóðfærasmíðar í Kaupmannahöfn og vann við þær eftir að hann flutti aftur heim sam- hliða fullri vinnu hjá Pósti og síma í Reykjavík. Á námstímanum í Dan- mörku lærði hann sjálfur að spila á píanó. Í sumarleyfum sínum ferðaðist hann um landið til að stilla píanó. Oft fóru Þórdís og synirnir þrír, Helgi, Jón og Páll með í þær ferðir. Stund- um var gist í tjaldi eða dvalið hjá vin- um ellegar frændfólki. Snorri naut sín ekki nema hafa eitthvað fyrir stafni. Allt handbragð bar vitni um öguð og vönduð vinnubrögð. Ekkert var honum ofviða ef afla þurfti meiri tekna; byggja hús, hanna garð, smíða bát, teikna, mála, búa til högg- myndir svo eitthvað sé nefnt. Snorri var ótrúlega vinnusamur, afkastamikill, útsjónarsamur og list- rænn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þrautseigjan og úthaldið var með ólíkindum. Til er ljósmynd af honum þar sem hann handgrefur grunninn að húsinu á Digranesvegi þar sem þau Þórdís bjuggu lengst af. Einnig er minnisstæð teikning af honum frá Danmörku, þar sem hann er að gera við píanó. Á báðum mynd- unum koma greinilega fram þeir þættir sem einkenndu persónu hans. Snorri hampaði sjaldan því sem hann áorkaði, gerði lítið úr því og hafði jafnvel í flimtingum. Hann kallaði vinnustofuna sína Gallerí Klikk og átti nafnið að lýsa því sem þar fór fram, er þar bjó hann til höggmyndir, lágmyndir og teiknaði. Oftast gaf hann verkin þegar þau voru fullunnin. Gerður Helgadóttir myndhöggv- ari systir Snorra sagði Jóni að ef Snorri hefði farið í listnám hefði hann ekki orðið síðri listamaður en hún. Báðir foreldrar Snorra voru listhneigðir, faðirinn tónskáld og móðirin hannyrðakona, enda voru öll systkinin listhneigð. Eftir að Gerður lést unnu Snorri og systkini hans mikla vinnu í að safna saman verkum Gerðar og gefa þau Kópavogsbæ með því fororði að safn yrði byggt yfir þau sem bæri nafn hennar. Það var þeim mikilvægt að verk hennar væru á íslenskri grund svo að Íslendingar gætu notið þeirra. Snorri hreinskrifaði einnig öll tón- verk föður síns til prentunar og út- gáfu. Það er óhætt að fullyrða að flest verk Helga Pálssonar væru enn óútgefin ef Snorri hefði ekki lokið því verki. Síðustu árin undi Snorri sér helst við að teikna og gera högg- og vegg- myndir. Þó að þrekið hafi verið lítið síðustu misserin sagðist hann alltaf vera á leiðinni í bílskúrinn til að búa til myndir og barnabörnunum sagði hann að hann væri búinn að teikna sumarbústað sem hann ætlaði að byggja í Skorradal hjá frændfólki sínu. Þó Snorri væri oft alvarlega þenkjandi og ákveðinn í framgöngu var stutt í kímnina sem yfirleitt snerist um að gera grín að honum sjálfum. Eitt sinn fór ég með honum til læknis. Þegar læknirinn beitti tónkvíslinni gat Snorri ekki setið á sér að segja að hún væri ekki rétt stillt – að hún væri hálftóni of lág! Annað sinn fór Snorri til læknis og þegar hann var spurður hvort lækn- irinn hefði hvatt hann til að hætta að reykja svaraði hann að bragði: „Læknirinn sagðist aldrei fyrr hafa séð eins falleg lungu og að ég reykti allt of lítið. Svo bauð ég honum inn- göngu í Hóstavinafélagið þar sem ég er formaður.“ Svo var málið útrætt og skynsamlegra að tala um það sem meira máli skipti. Mér og börnum okkar Jóns varð snemma ljóst hvar áhugi Snorra á tónlist lá. Barokk- og klassísk tónlist auk íslenskra sönglaga voru honum kærust. Á nótnabókum sem Snorri hefur merkt sér og eru í geymslu hjá Jóni sést að hann sjálfur hefur mest spilað verk eftir Bach, Beethoven og Chopin. Hann gladdist þegar dætur okkar, Sigrún Kristbjörg og Þórdís Gerður, ákváðu að læra á fiðlu og knéfiðlu. Hann sá líka fram á að þær myndu geta leikið lög afa síns, Helga Pálssonar. Hann átti öllu erfiðara með að skilja hvers vegna Snorri Páll vildi leika á trommur en sá tækifærin í þeim fjölda hljóðfæra sem tilheyra slagverkinu. Hann ljómaði hins vegar af ánægju þegar Snorri Páll lék fyrir hann á kontra- bassann með systrum sínum. Snorra var mikilvægt að vera á heimili sínu. Heimilið var honum kært og ber merki þess að hann var bæði smekkvís og fagurkeri. Það var einnig tengdamóður minni mikil- vægt að Snorri gæti verið heima þrátt fyrir veikindi hans og langar mig að þakka Páli mági mínum fyrir einstaka natni og kærleika sem hann auðsýndi honum í veikindum hans. Nú liggur skissubókin óhreyfð á borðinu, en fögur myndverk prýða veggi fjölskyldunnar. Minningar eru sjóður sem við get- um gengið í um ókomin ár. Eftir stendur minning um sterka persónu sem var í senn hrjúf en engu að síður viðkvæm og listræn, aldamótamaður sem fylgdist vel með nýjungum, unni börnum og barnabörnum sínum og vildi þeim ávallt allt hið besta. Blessuð sé minning Snorra Helga- sonar. Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir. Látinn er í Kópavogi Snorri Helgason hljóðfærasmiður. Snorri fæddist í Neskaupstað og ólst upp þar. Snorri var sonur hjónanna Helga Pálssonar tónskálds og Sig- ríðar Erlendsdóttur. Alsystkini Snorra voru Erlendur arkitekt, Gerður myndhöggvari og Unnur húsmóðir. Hálfsystir þeirra er Hjör- dís sem lengst af bjó á Eskifirði, nú búsett í Hafnarfirði. Snorri fór ung- ur að árum til náms í hljóðfærasmíði í Danmörku. Hann vann við iðn sína í nokkur ár. Síðar söðlaði Snorri um og starf- aði sem fulltrúi hjá Pósti og síma. Snorri kvæntist Þórdísi Toddu Jónsdóttur. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Elstur er Helgi Snorrason, hanns maki er Þóra Sig- urþórsdóttir, næstur kemur Jón Snorrason, hans maki er Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir, yngstur er Páll Snorrason. Snorri var mjög listrænn maður og hefði getað náð langt sem mynd- listarmaður. Snorri fékkst bæði við málaralist og einnig við að móta í gifs og leir. Snorri hélt nokkrar mál- verkasýningar. Ég man eftir sýn- ingu sem hann hélt í Hafnarfirði við Reykjavíkurveginn. Ég man eftir einni mynd á þeirri sýningu sem bar nafnið „söngur steinsins“. Þessi mynd heillaði mig, því maður gat séð svo margt út úr henni. Snorri aðstoðaði systur sína Gerði Helga- dóttur dyggilega við uppsetningu verka hennar hér á landi. Á árum áður heimsótti ég Snorra oft á Digranesveginn. Þar ræddum við margt, bæði myndlist, tónlist og ekki síst stjórnmál. Þar kom fram að Snorri var vel inni í hlutunum, var víðlesinn um sín áhugamál. Það var mjög gefandi að tala við Snorra á þessum árum. Snorri hefur ekki verið heilsuhraustur síðustu árin. Jarðvist Snorra lauk 13. október 2006. Öllum aðstandendum og vinum Snorra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Júlíus. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Snorra Helgasyni árið 1975, þeg- ar Lista- og menningarsjóður Kópa- vogs stóð í viðræðum um kaup á höggmynd eftir Gerði Helgadóttur systur Snorra. Listaverkið, sem nefnist „Hin eilífa hreyfing“, var síð- ar stækkað og prýðir nú garðinn við gamla pósthúsið í Kópavogi. Í framhaldinu kom fram sú hug- mynd að erfingjar Gerðar, sem lát- ist hafði stuttu áður, gæfu Kópa- vogsbæ öll verk sem hún lét eftir sig, teikningar, steinda glugga og höggmyndir, alls u.þ.b. 1.400 skráð verk. Á móti skyldi Kópavogsbær byggja listasafn sem bæri nafn hennar. Snorri sýndi málinu strax mikinn áhuga og fór fyrir þeim systkinum af þeirri óeigingirni sem einkenndi hann alla tíð með það að leiðarljósi að minningu Gerðar yrði sem mest- ur sómi sýndur. Það var svo tveimur árum síðar að formlegt gjafabréf var undirritað og skipulagsskrá fyr- ir Gerðarsafn var samþykkt. Það kom í minn hlut að veita mál- inu forstöðu fyrir hönd bæjarins og Snorra fyrir hönd systkinanna. Á ég margar góðar minningar um hann, ekki síst kemur upp í hugann óbil- andi áhugi hans og hin mikla og djúpa virðing sem hann bar fyrir systur sinni. Ófá voru þau skiptin sem Snorri hringdi í mig eða við hittumst til að fara yfir stöðu mála. Á þessum tíma skiptust oft á skin og skúrir og þótti mörgum hægt ganga. Held ég að á engan sé hallað að hlutur hans við að halda þessu saman verði seint fullþakkaður. Því auðvitað er það svo að allt orkar tvímælis þá gert er, en sam- kvæmt ákvæðum gjafabréfsins átti framkvæmdum að ljúka 1983. Það var stór stund þegar Snorri tók fyrstu skóflustunguna að safn- inu 1986 og innsiglaði þannig á viss- an hátt að safnið yrði að veruleika. Safnið var hins vegar ekki tekið í notkun fyrr en 1994 og þegar litið er til baka skiptir ekki öllu máli hve langan tíma tók að byggja safnið heldur hitt að það varð að veruleika og mun halda nafni Gerðar Helga- dóttur á lofti sem mikils listamanns um ókomin ár. Blessuð sé minning Snorra Helgasonar og hafi hann þökk fyrir sinn þátt í að auðga menningarlíf í Kópavogi. Jón Guðlaugur Magnússon. Snorri Helgason Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, RÚNAR PÉTURSSON vélstjóri, Garðabraut 21, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 27. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Akraness eða aðrar líknarstofnanir. Guðný Jónsdóttir, Guðfinna Rúnarsdóttir, Birgir Guðnason, Rúnar Örn og Guðný Sara Birgisbörn, Ingibjörg M. Kristjánsdóttir, Fjölnir Lúðvígsson, Rúnar Máni Baldursson, Birta Líf og Helga Lind Fjölnisdætur. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar yndislegu AÐALHEIÐAR LILJU SVANBERGSDÓTTUR, Einigrund 8, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir hlýja og góða umönnun. Kristín Minney Pétursdóttir, Svanberg Júlíus Eyþórsson, Minney Ragna Eyþórsdóttir, Heiðar Þór Eyþórsson, Eva Rakel Eyþórsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur minnar, móðursystur okkar og frænku, ÓLAFAR BRITHU J. HUSEBY, Gunnarssundi 6, Hafnarfirði. Kristín Haraldsdóttir, Ingólfur Magnússon, Tinna Ýr Ingólfsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Kolbeinn Björgvinsson, Hörður Magnússon, Hrafnhildur Baldursdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG GESTSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni mánudagsins 23. október. Jarðarförin auglýst síðar. Sævar Bragi Arnarson, Ásta Ingunn Sævarsdóttir, Garðar Gunnar Ásgeirsson, María Sævarsdóttir, Jón Ólafur Kjartansson, Jónína Edda Sævarsdóttir, Guðlaugur Ottesen Karlsson, Gestur Örn Sævarsson, Þórdís Jóhannsdóttir, Gestur Vigfússon og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.