Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.10.2006, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Um þessar mundir eru liðinfimmtíu ár síðan JóhannHjálmarsson sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Aungull í tím- ann, 1956 en þá var Jóhann aðeins 17 ára. Jóhann byrjaði ungur að yrkja og orti mikið. Nokkru áður en fyrsta bókin kom út hafði hann farið með handrit að annarri bók til Jóns úr Vör skálds sem þá rak fornbókabúð í Traðarkotssundi. Jón las handritið yfir og ráðlagði skáldinu unga að bíða með prent- un. Jóhann gafst ekki upp og kom aftur með nýtt handrit að bók sem Jón las yfir og vildi láta prenta strax, þetta var Aungull í tímann. Jóhann starfaði á þessum tíma í prentsmiðjunni Hólum þar sem hann nam setningu hjá Hafsteini Guðmundssyni. Hafsteinn prentaði bókina og var kostnaðurinn dreg- inn mánaðarlega af launum Jó- hanns.    Viðtökur bókarinnar voru, aðsögn Jóhanns, afar góðar. „Eiginlega voru þær alveg sér- staklega góðar,“ segir Jóhann í samtali við blaðamann af þessu til- efni, „mér kom reyndar mjög á óvart hvað menn tóku þessu verki vel því sjálfur leit ég á mig sem byrjanda og hélt að menn myndu kalla það barnaskap að gefa þetta út. En menn tóku þessu vel. Einar Bragi skrifaði mikið hrós í Þjóð- viljann og Jón úr Vör skrifaði dóm í Nýtt Helgafell undir fyrirsögn- inni „Gott hjá strák“. Ég var því mjög glaður.“ Og Jóhann getur enn verið glaður því að þrátt fyrir að vera orðinn fimmtíu ára getur Aungull í tímann enn talist gott byrjendaverk. Jóhann komst eftir þetta í innstu kreðsur íslensks menningarlífs, var meðal annars í ritstjórn tíma- ritsins Birtings og stofnaði tímarit- ið Forspil árið 1958 ásamt Ara Jós- efssyni, Þorsteini frá Hamri, Degi Sigurðarsyni, Atla Heimi Sveins- syni, Þóru Elfu Björnsson og Úlfi Hjörvar. Í því voru birtar greinar um bókmenntir og menningu. Jóhann gaf út aðra ljóðabók sína, Undarlega fiska, árið 1958 en það er í raun ekki fyrr en með þriðju bók sinni, Malbikuð hjörtu sem kom út 1961, sem Jóhann sprettur fram sem mótað skáld. Um þetta leyti stóð umræða um óskiljanleika hinnar nýju ljóðlistar, atómljóðanna svokölluðu, sem hæst og gripu útgefendur Jóhanns hreinlega til þess ráðs að biðja Jó- hann um að skrifa skýringar við Malbikuð hjörtu sem birtar voru í eftirmála. Raunar var Jóhann með höfuðið fullt af súrrealisma um þessar mundir, stefnu sem Íslend- ingar höfðu litlar spurnir af. Uppátækið lýsir því samt hversu fráleita iðju menn töldu nútíma- ljóðlist vera á þessum tíma. Í eft- irmálanum segir Jóhann að rök út- gefendanna hafi verið þau: „að þeir óttuðust, að djúp væri að myndast milli yngri skálda og al- mennings, gagnrýnendurnir gerðu lítið til að brúa það djúp, skáldin væru þegar allt kæmi til alls einu mennirnir sem gætu rétt hjálp- arhönd“.    Jóhann er með handrit að nýrriljóðabók í smíðum en gerir ekki ráð fyrir að það verði tilbúið til prentunar fyrr en á næsta ári eða því þarnæsta. Hann yrkir ekki jafn mikið og á unglingsárum en þó mismikið, 3–30 ljóð á ári. 50 ára aungull í tímann » „... mér kom reyndarmjög á óvart hvað menn tóku þessu verki vel því sjálfur leit ég á mig sem byrjanda og hélt að menn myndu kalla það barnaskap að gefa þetta út.“ AF LISTUM Þröstur Helgason Morgunblaðið/RAX Skáldið Jóhann komst eftir þetta í innstu kreðsur íslensks menningar- lífs, var meðal annars í ritstjórn tímaritsins Birtings [...]. throstur@mbl.is Lau 28/10 kl. 14 Sun 29/10 kl. 14 Sun 5/11 kl. 14 Sun 12/11 kl. 14 Sun 29/10 kl. 20 Fös 3/11 kl. 20 Fim 9/11 kl. 20 Fös 10/11 kl. 20 Fös 27/10 kl. 20 UPPS. Lau 28/10 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 Lau 11/11 kl. 20 BRILLJANT SKILNAÐUR MANNTAFL Fös 27/10 kl. 20 Lau 28/10 kl. 20 Sun 5/11 kl. 20 TÓNLISTARSKÓLI AKRANESS Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi Í kvöld kl. 20:30 Miðaverð 1.500 12 ÁRA OG YNGRI FRÍTT Börn 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum* Gildir ekki á barnasýningar og söngleiki                                      ! "           #   $%   $  &'() *+, -./     $#   $  &'() *+, -./ .--'. 01/+/ 2 , 3.' 444     5       !"## $% &  '( $6   7 8 69  :7 7     ;  <0=  # 6  (()    ' &)  *+   ,'( - *     " +!  8 : ! >   ! ? @"  A !  B  0  !      "C Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 20 fös. 27. okt. Aukasýning! Allra síðasta sýning! Systratilboð: systrahópar borga aðeins einn miða! Miðapantanir: 551 2525 og hugleikur.is MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Síðasta vika kortasölunnar! Herra Kolbert – forsala í fullum gangi! Lau 28. okt kl. 20.30 UPPSELT – Frumsýning Sun 29. okt kl. 20 UPPSELT – 2. kortasýn Fim 2. nóv kl. 20 UPPSELT – 3 .kortasýn Fös 3. nóv kl. 19 örfá sæti – 4. kortasýn Lau 4. nóv kl. 19 UPPSELT – 5. kortasýn Fim 9. nóv kl. 20 6. kortasýn Fös 10. nóv kl. 19 örfá sæti - 7. kortasýn Lau 11. nóv kl. 19 UPPSELT - 8. kortasýn Næstu sýn: 16/11, 17/11, 18/11 Sýningin er ekki við hæfi barna. Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu Sun 29. okt kl. 14 UPPSELT Sun 29. okt kl. 15 UPPSELT Lau 4. nóv kl. 14 Aukasýning – í sölu núna Sun 5. nóv kl. 14 UPPSELT Sun 5. nóv kl. 15 örfá sæti laus Næstu sýn: 12/11, 19/11, 26/11 MYNDLISTARMAÐURINN Snorri Ásmundsson hefur að und- anförnu skorið upp herör gegn „vondri áru Reykjavíkurborgar“ með því að smíða píramída úr plexígleri sem hann nefnir Pyramid of Love. Snorri hefur sjálfur dvalið inni í píramídanum á nokkrum stöðum í Reykjavík en þar situr hann í lót- usstellingunni og biður um ást og kærleika öllum til handa. Snorri mun hugleiða í píramíd- anum í síðasta sinn við Hallgríms- kirkju á morgun, fimmtudag. Píramídi ástar Snorri Ásmundsson biður öllum ástar og kærleika. Biður um ást og kærleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.