Morgunblaðið - 25.10.2006, Page 46

Morgunblaðið - 25.10.2006, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Nú stendur yfir í ÞjóðminjasafniÍslands greiningarsýning á ljósmyndum sem varðveittar eru í Myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hefur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru myndir af óþekktum stöðum, húsum og fólki og gestir beðnir að reyna að þekkja mynd- efnið og gefa upplýsingar um það. Opið kl. 11–17, nema mánudaga. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Í Salnum í Kópavogi í dag, mið-vikudaginn 25. október, kl. 20 verður flutt suður-amerísk tónlist fyrir selló, flautu og píanó. Tónskáldin sóttu sér innblástur í þá tónlist sem þau uxu upp við en jafnframt blésu um þau alþjóðlegir vindar. Miðaverð: 2.000/1.600 kr. í síma 570 0400 og á www.salurinn.is. Tónlistardagar Dómkirkj-unnar eru árleg tónlist- arveisla sem haldin er í kringum vígsluafmæli kirkjunnar síðustu helgina í október og fram í miðj- an nóvember. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 25. skipti en í ár eru liðin 210 ár frá því að Dóm- kirkjan var vígð. Eiginlegir upp- hafstónleikar Tónlistardaga verða föstudaginn 3. nóvember en þá mun Dómkórinn frumflytja ný tónverk sem samin hafa verið sér- staklega fyrir kórinn í tilefni af Tónlistardögunum. Tónlistardagskráin í Dómkirkjunni hefst þó nokkru fyrr því fimmtudaginn 26. október verður unglingakór Dómkirkjunnar með tónleika í kirkjunni undir stjórn Krist- ínar Valsdóttur og hefjast þeir klukkan 20. Síðan verður afmælis Dóm- kirkjunnar minnst með samfelldum tónlistarflutningi í kirkjunni frá kl. 11 til 17 laugardaginn 28. október. Þennan dag verður opið hús í kirkjunni þar sem fólki gefst tækifæri til að líta inn og hlýða á tónlist. Tónlist Árbæjarkirkja. | Á fimmtudagskvöld kl. 20 syngur Unglingakórinn á fyrstu tónleikum Tónlistardaga Dómkirkjunnar. Efnisskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Stjórnandi er Kristín Valsdóttir. Laugarneskirkja | „Gospel með gamla lag- inu“ í Laugarneskirkju kl. 20. Fríkirkjukór- inn í Hafnarfirði og Kirkjukór Laugarnes- kirkju syngja negrasálma. Einsöngvarar eru Þorvaldur Halldórsson og Esther Jök- ulsdóttir. Stjórnendur: Gunnar Gunnarsson og Örn Arnarson. Miðaverð 1.500 kr. Norræna húsið | Í dag kl. 12.30 eru Há- skólatónleikar. Hljómsveit Hafdísar Bjarna- dóttur flytur verk eftir Hafdísi Bjarnadótt- ur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja 500 kr. Salurinn, Kópavogi | Í kvöld kl. 20: Suður- amerísk tónlist fyrir selló, flautu og píanó. Tónskáldin sóttu sér innblástur í þá tónlist sem tónskáldin uxu upp við en jafnframt blésu um þá alþjóðlegir vindar. Miðaverð: 2000/1.600 kr í síma 570 0400 og á www.salurinn.is Tónlistarskóli FÍH | Kyrjurnar og Kyrjukór- inn Þorlákshöfn halda tónleika undir nafn- inu „Kyrjutvennan“ fimmtudaginn 26. október kl. 20.30, í sal Tónlistarskóla FÍH, Reykjavík. Stjórnendur: Gróa Hreinsdóttir og Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir Píanóleik- ari: Halldóra Aradóttir Miðaverð 1.000 kr. Myndlist Anima gallerí | Hjörtur Hjartarson. Á sýn- ingunni eru málverk unnin á þessu og síð- asta ári, þar sem myndlistarmaðurinn vinnur með náttúruform, liti og ljós. Opið þri.–lau. kl. 13–17. www.animagalleri.is. Art-Iceland.com | Charlotta Sverrisdóttir með sýninguna Litasinfóníu í Míru-Art, Bæjarlind 6, Kópavogi. Íslenski mosinn og hraunið greypa sig sterkt í undirvitund Charlottu og leitast hún við að flétta þessi hughrif inn í sköpunina. Aurum | Arna Gná Gunnarsdóttir sýnir verkið „Þrá“ frá 2006. Verkið er unnið með blandaðri tækni. Opið mán.–þri. kl. 10– 18 og laug. kl. 11–16. Til 17. nóv. Café Karólína | Ásmundur sýnir óvenju- legar teikningar á Café Karólínu og Snorri bróðir hans sýnir jafnvel enn óvenjulegri málverk á veitingastaðnum. Til 3. nóv. Gallerí 100° | Guðmundur Karl Ásbjörns- son – málverkasýning í sýningarsal Orku- veitunnar – 100°. Opin frá kl. 8.30–16 alla virka daga og laugard. frá kl. 13–17. Gerðuberg | Sýning á afrískum minjagrip- um sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mann- fræðingur hefur safnað saman. Sýning á mannlífsmyndum Ara í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Ljósmynd- irnar sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Sýning Sigurbjörns Kristinsson stendur yf- ir. Á sýningunni má sjá abstraktmyndir í anda gömlu íslensku meistaranna. Opin virka daga frá 11–17 og um helgar frá 13–16. www.gerduberg.is. Hafnarborg | Einkasýning á verkum Val- gerðar Hauksdóttur 7.–30. október. Á efri hæð sýnir Valgerður ný verk, ljósmyndir og grafíkverk unnin með blandaðri tækni. Í Sverrissal er kynning á hugmyndum og að- ferðum er liggja að baki myndsköpun Val- gerðar. Hafnarfjarðarkirkja | Kirkjur, fólk og fjöll, ljósmyndasýning Sigurjóns Péturssonar stendur yfir í Ljósbroti Hafnarfjarðarkirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 13–19 og á sunnudögum kl. 10–15. Til 12. nóv. Hoffmannsgallerí | „Tölvuprentið tekið út“ Myndlistarverk í formi tölvuprents eftir 11 listamenn í Hoffmannsgallerí í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar, fjórðu hæð, op- ið kl. 9–17, alla virka daga. Sýningin stend- ur fram í nóvember. Kaffi Sólon | Þóra Einarsdóttir sýnir mál- verk á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a. Sýn- ingin nefnist „Margt býr í þokunni“ og stendur til 27. okt. Þetta er 4. einkasýning Þóru og er viðfangsefnið aðallega íslenskt landslag en verkin eru með olíu á striga. Karólína Restaurant | Snorri Ásmundsson sýnir óvenjuleg málverk á veitingastaðn- um Karólínu. Á sama tíma opnar Ásmund- ur bróðir Snorra sýningu á Café Karólínu. Liborius | Sýning listamannsins Peters Finnemore nefnist Project Jedi og er sýnt hér í heild sinni. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Eirún Sig- urðardóttir – Blóðhola. Blönduð tækni. Gryfja og Arinstofa: Pétur Örn Friðriksson – Halkíon. Farartæki, fyrirbæramódel, land- hermar. Sýningarnar standa til 5. nóv- ember. Opið kl. 13–17. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eft- ir 1980 í Listasafni Íslands. Sýningin rekur þróunina í málverkinu frá upphafi níunda áratugar tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Á annað hundrað verk eftir 56 lista- menn eru á sýningunni. Til 26. nóv. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan- adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3 sýn- ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada. Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember. Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á Lista- safni Reykjanesbæjar. Sýningin nefnist Sog. Viðfangsefni listamannsins er straumvatn og sýnir hann þarna ný mál- verk unnin með olíu á striga og rýmisverk. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum Þórdísar Aðalsteins- dóttur, ungrar, íslenskrar listakonu sem bú- ið hefur og starfað í New York. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á nýjum verkum eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Lóuhreiður | Sýning Árna Björns í Lóu- hreiðrinu verður framlengd um óákveðinn tíma. Árni sýnir olíumálverk 70x100. Opið kl. 9–17 alla daga nema laugardaga er opið kl. 12–16. Allir velkomnir. www.arni- bjorn.com. Mokka-Kaffi | Nú sýnir Ketill Larsen fjöl- listamaður 32 litríkar myndir málaðar í ak- rýl, kærleiksríkar og notalegar. Til 26. okt. Næsti Bar | Bjarni Helgason með sýn- inguna Undir meðvitund og þar sýnir hann tíu akrýlmálverk ásamt skissum og út- prenti tengt þema sýningarinnar. Til 11. nóv. Safn | Tilo Baumgärtel og Martin Kobe, ungir málarar frá Leipzig í Þýskalandi, sýna ný verk sín. Innsetning svissneska listamannsins Romans Signer á miðhæð. Gjörningar í Safni; 13.–28. okt. Opið mið.– fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17 Ókeypis aðgangur. Opið til 5. nóvember. Safn | Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður sýnir innsetningu sína „Ping Pong Dance“ í Safni; 13.–28.okt. Innsetningin er hluti af Sequences listahátíðinni Opið mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17 www.safn.is. Ókeypis aðgangur. Saltfisksetur Íslands | Sýning á verkum William Thomas Thompson stendur yfir í Listasal Saltfisksetursins. Sýninguna kall- ar hann Sýnir og stendur hún til 6. nóv- ember. Saltfisksetrið er opið alla daga frá 11–18. Veggverk | Verkið Heima er bezt er blanda af málverki og pólitísku innleggi í anda hefðbundins veggjakrots. Sem málverk takmarkast verkið af eðli Gallerísins Vegg- verks. Þannig endist þetta verk og þau sem á eftir munu koma, styttri tíma en hefðbundin málverk, því listamennirnir munu allir nota sama rýmið. Til 25. nóv. Þjóðmenningarhúsið | Þjóðmenning- arhúsið tekur þátt í Sequences-hátíðinni með sýningum á myndbandsverkinu Ó, heilaga tímanna þúsund! eftir listamennina Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Verkið sýnir ungan mann stilla sér upp í Kolaportinu og syngja þjóðsönginn með ruglaðri orðaröð. Sýnt viðstöðulaust þegar húsið er opið. Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning á ljósmyndum sem varðveittar eru í myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hef- ur tekist að bera kennsl á. Sýndar eru myndir af óþekktum stöðum, húsum og fólki og gestir beðnir um að þekkja mynd- efnið og gefa upplýsingar um það. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í af- greiðslusal Borgarskjalasafns stendur nú yfir sýning á verðmætum skjölum úr einka- skjalasafni Hjörleifs Hjörleifssonar og eru flest frá ofanverðri 19. og byrjun 20. aldar og eru mörg þeirra glæsileg í útliti. Sýn- ingin er opin öllum gestum Borg- arskjalasafns frá 10–16, alla virka daga. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Veitingar í gamla prestshúsinu. Opið eftir sam- komulagi. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is Sími 586-8066. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17. Landsbókasafn Íslands – háskóla- bókasafn | Sýning til heiðurs Jónasi Jón- assyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöfundur, þýðandi og fræðimaður, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar æviferil Jónasar í máli og myndum. Sjá nánar á heimasíðu safnsins www.lands- bokasafn.is. Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist – sýningartími lengdur. Trúlofunar- og brúð- kaupssiðir fyrr og nú, veislur, gjafir, ung- barnaumönnun og þróun klæðnaðar og ljósmyndahefðar frá 1800–2005. Unnið í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Opið laugardaga og sunnudaga til 19. nóvember frá 14–16. Aðrar sýningar: Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri – bærinn við Pollinn. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is. Tækniminjasafnið | Síminn 100 ára, nýjar lifandi sýningar. Innreið nútímans og upp- haf símasambands við útlönd. Símritari sýnir gamla ritsímabúnaðinn í fyrstu rit- símastöð landsins. Vjelasmiðja Jóhanns Hanssonar – Málmsteyperíið, Kapalhúsið og húsin á Wathnestorfunni. Opið virka daga kl.13–16 www.tekmus.is. Veiðisafnið Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið alla daga kl. 11–18. Sjá: www.hunting.is. Þjóðmenningarhúsið | Ný sýning á bókum Berlínarforlagsins Mariannenpresse stendur yfir. Hver bók er listaverk unnið í samvinnu rithöfundar og myndlist- armanns. Aðrar sýningar eru Handritin, Íslensk tískuhönnun og Fyrirheitna landið. Veit- ingastofa með hádegisverðar- og kaffimat- seðli er í húsinu, einnig safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands | Í Bogasal eru til sýnis útsaumuð handaverk listfengra kvenna frá ýmsum tímum. Sýningin bygg- ist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson, text- íl- og búningafræðings. Myndefni útsaums- ins er m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fyrri alda; þarna er stíl- fært jurta- og dýraskraut o.fl. Fyrirlestrar og fundir Eirberg | Að nýta íslenska gagnagrunna í rannsóknum hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra en heiti málþings um sama efni. Málþingið sem er haldið 30. okt. er einkum ætlað hjúkrunarfræðingum og ljós- mæðrum en er öllum opið. Ekkert þátt- tökugjald. Skráning á jmg@hi.is fyrir 26. október. staðurstund Tónlist Suður-amerísk tónlist í Salnum Söfn Greiningarsýn- ing á myndum Tónlist Tónlistardagar Dómkirkjunnar 25. október – 12. nóvember „Stórskemmtileg hryllingsmynd fyrir alla fjölskylduna sem kemur ekki í veg fyrir svefn hjá smáfólkinu!“ FG, FBL Æðisl ævint all Tvöfalt fyndnari tvöfalt betri STÆRS TA GAM ANMY ND ÁRSIN S Í USA HEILALAUS! BREMSULAUS DRAUMASTARFIÐ MEÐ YFIRMANNI DAUÐANS! eeeee „Eitt orð: Frábær“ -Heat Frábær gamanmynd með Meryl Streep og Anna Hathaway.eeeeEmpire eeee - Topp5.is eee MMJ Kvikmyndir.com 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLU- KORTI FRÁ GLITNI Mýrin kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára The Devil Wears Prada kl. 6 og 8 Texas Chainsaw Massacre kl. 10 B.i. 18 ára Ung og óreynd stelpa kemur til New York og fær fyrir tilviljun vinnu sem aðstoðarkona hjá ritstjóra stórs tískublaðs HÚSIÐ ER Á LÍFI OG ÞAU ÞURFAAÐ BJAR Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Mýrin kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Mýrin LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 The Devil Wears Prada kl. 5.40, 8 og 10.20 Talladega Nights kl. 5.40, 8 og 10.20 Monster House m.ensku.tali kl. 3.50 B.i. 7 ára Draugahúsið m.ísl.tali kl. 4 B.i. 7 ára John Tucker Must Die kl. 8 og 10 Grettir 2 m.ísl.tali kl. 3.50 eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – MorgunblaðiðBYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.