Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 32
daglegt líf 32 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það þarf stundum ekkimarga til að gerakraftaverk, létta öðrumlífið og gleðja. Jesús Kristur var einn á ferð en þau í bibl- íuleshópnum Bleikjunni eru ell- efu, jafnmörg lærisveinunum. Þau eru nú þriðju jólin í röð að safna jólagjöfum í skó- kassa, sem pakkað hef- ur verið í jólapappír. Pakkana senda þau til barna á munaðarleys- ingjahælum, á barnaspí- tölum og barna einstæðra mæðra í Úkraínu. ,,Verkefni sem þetta eru þekkt víða er- lendis, þar sem reynt hefur ver- ið að mæta þörfum fólks, sem er fórnarlömb stríðs, fátæktar, nátt- úruhamfara og sjúkdóma, með því að setja nokkra hluti eins og ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur, leikföng og sælgæti í kassa og dreifa,“ segja þau Björg Jónsdóttir og Þorsteinn Arason. „Við gripum hugmyndina á lofti og ákváðum að senda börnum í Úkraínu jólaskókass- ana,“ segir Þorsteinn. ,,Í landinu búa um 50 milljónir en atvinnuleysi er gífurlegt og allt að 80% á svæðunum þar sem jólagjöfunum verður dreift. Örbirgðin er því mikil og sár. Við er- um í samstarfi við rússneska rétt- trúnaðarkirkju þar en KFUM í Úkraínu starfar innan þeirrar kirkju- deildar.“ Að hjálpa náunganum En hvað fær þau til þess að ráðast í verkefni sem þetta? ,,Við höfum öll víðtæka reynslu af barna- og æsku- lýðsstarfi og komið að starfi hjáK- FUM og KFUK, þjóðkirkjunni og kristilegu sumarbúðastarfi. Við erum auk þess öll í Biblíuleshópnum Bleikjunni, sem ber þetta nafn ein- faldlega vegna þess að við hittumst oftast á heimili eins sem býr í Bleik- jukvíslinni,“ segir Björg og brosir. ,,Við hittumst reglulega, lesum valda kafla úr biblíunni og ræðum. Núna erum við að lesa Lúkasarguðspjall.“ Er endalaust hægt að lesa Biblí- una? ,,Já, hún er mjög lifandi. Við er- um sífellt að læra nýja hluti og um- ræðurnar er oft mjög fjörugar,“ segir Björg og lítur á Þorstein sem fer að hlæja. ,,Já, það er óhætt að segja það. Við erum ekki öll á sama máli. Það má segja að þetta sé eins og sauma- klúbbur. Sumir vilja skoða lífið út frá sjálfshjálparbókum, við kjósum að gera það út frá Biblíunni. Ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að ráðast í þetta verkefni að við vilj- um og teljum að líka skyldu okkar sem kristinna einstaklinga að hjálpa náunganum.“ Og kristið samfélag hefur verið mjög gefandi að þeirra sögn. ,,Við höfum ferðast töluvert í tengslum við starf okkar og verkefni í kirkjunni og kynnst þannig ólíkri lífssýn og menn- ingu, eins og í Kenía, Úkraínu og Sló- vakíu.“ Engin leikföng í leikherberginu ,,Ferðin til Úkraínu var ógleym- anleg en það var erfitt að horfa upp á örbirgðina sem er mjög mikil,“ segir Björg sem þangað fór ásamt nokkr- um öðrum úr hópnum. „Við heimsótt- um sjúkrahús fyrir börn og unglinga með geð- og taugasjúkdóma og að- stæður þar voru vægast sagt hræði- legar. Allt var svo frumstætt, hús- næðið í niðurníðslu og það skorti nánast allt, bæði fatnað og lyf. Það voru ekki einu sinni leikföng í leik- herberginu. Við höfðum safnað fyrir þvottavél til þess að gefa sjúkrahús- inu, en prestur rétttrúnaðarkirkj- unnar, Evheniy Zhabkovskiy, sagði okkur að hún myndi koma sér mjög vel þar sem allir sjúklingar spítalans væru með taubleiur sem starfsfólk yrði svo að þvo í höndunum,“ segir Björg. ,,Börnin voru himinlifandi með jólagjafirnar. Fyrir mörg var eins og þau hefðu himin höndum tekið er þau eignuðust tannbursta – í þeirra huga hafði hann miklu víðtækari merkingu en notkunarmöguleikar hans sögðu til um, hann var eitthvað sem þau áttu sérstaklega.“ Þorsteinn segir að síðasti skiladag- ur skókassa sé laugardagurinn 11. nóvember en tekið er á móti köss- unum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík alla virka daga frá klukkan 9 til 16. ,,Í fyrra var frá- bært að sjá fólkið sem streyma inn í höfuðstöðvarnar síðustsu dagana með jólaskókassa til þess að hjálpa náunga sínum. Hingað komu rútur með grunnskólabörnum og leik- skólabörnum, og svo eldra fólk. Pakkarnir streymdu líka frá lands- byggðinni.“ ,,Við verðum eiginlega að fá að þakka Eimskipi sérstaklega, því fyr- irtækið hljóp svo sannarlega undir bagga með okkur, bæði með því að senda pakkana til Reykjavíkur utan af landi og eins til Úkraínu, okkur að kostnaðarlausu,“ segja Björg og Þor- steinn sem vitaskuld hvetja sem flesta til að taka þátt í kraftaverkinu í ár því fyrir barn getur það birst í skó- kassa og kærleikurinn sömuleiðis. Kraftaverk og kærleikur í skókassa Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Lærisveinar Björg og Þorsteinn safna jólaskókössum til Úkraínu. „Við heimsóttum sjúkra- hús fyrir börn og unglinga með geð- og taugasjúk- dóma og aðstæður þar voru vægast sagt hræði- legar.“ Hvað fær ungt, önnum kafið fólk á háskólaaldri til þess að gefa sér tíma í kapphlaupinu á klakanum og safna mörg þúsund jólagjöfum fyrir börn í fjarlægu landi? Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því. Gleði Úkraínskur drengur var glaður með jólagjöfina. Allar upplýsingar um jól í skókassa er hægt að finna á www.skokass- ar.net. Skipuleggjendur jóla í skókassa: Anna Guðný Hallgrímsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, Áslaug Björg- vinsdóttir, mastersnemi í lögfræði, Björgvin Þórðarson, fram- kvæmdastjóri í Háteigskirkju, Björg Jónsdóttir, nemi í lækn- isfræði, Einar Helgi Ragnarsson, nemi í viðskiptafræði, Hjördís Rós Ragnarsdóttir, nemi í fé- lagsráðgjöf, Páll Ágúst Ólafsson, mastersnemi í lögfræði, Rannveig Káradóttir söngnemi, Salvar Geir Guðgeirsson guðfræðingur, og Þorsteinn Arnórsson, rafvirki og nemi í viðskiptafræði. Barnakærleikur Íslensk leikskólabörn bjuggu til jólaskókassa og gáfu. Handfrjáls búnaður gerir símtöl við stýrið ekki öruggari. Þetta staðhæfir breskur sál- fræðingur sem segir farsíma stela athygli frá ökumönnunum og vill banna þá alfarið í bíl- um. Graham Hole, sálfræðingur við University of Sussex í Bretlandi, segir aðalvandamálið við gemsana fyrst og fremst vera að þeir dragi athyglina frá umferðinni, að því er fram kemur á vefsíðu forskning.no. Hann segir fólk fá eins konar „gangasjón“ við að tala í síma meðan það ekur því það líti sjaldn- ar í baksýnisspegla og taki ekki eftir umferð- arskiltum. Hann staðhæfir að rannsóknir síð- ustu 15 ára sýni að handfrjálsir símar séu jafn hættulegir og símar sem haldið er á við notkun. Hole hefur rætt við sérfræðinga í umferð- aröryggi og komist að þeirri niðurstöðu að rafræn mælitæki sem fjölgar stöðugt í mæla- borði nýjustu bíla geti valdið hættu í umferð- inni. GPS-staðsetningartæki og aðrar raf- rænar upplýsingar breyti bílnum í eins konar skrifstofu á hjólum og öll þessi tækni keppi um athygli bílstjórans við umferðina. „Þegar of mikið er að gerast inni í bílnum til viðbótar við það sem gerist utan við hann er hætta á að bílstjórinn verði undir of miklu álagi,“ seg- ir hann. Hann bendir á að akstur geri miklar kröfur til bílstjóranna enda geri hraði bílsins það að verkum að þeir verði að sjá og skilja hluti, greina aðstæður og taka ákvarðanir á mjög skömmum tíma. Handfrjáls búnaður veitir ekki öryggi Morgunblaðið/Þorkell Varasamt Rannsóknir síðustu fimmtán ára sýna að sögn sálfræðings við háskólann í Sussex að handfrjálsir símar eru jafn hættulegir og símar sem haldið er á við notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.