Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 32

Morgunblaðið - 28.10.2006, Page 32
daglegt líf 32 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það þarf stundum ekkimarga til að gerakraftaverk, létta öðrumlífið og gleðja. Jesús Kristur var einn á ferð en þau í bibl- íuleshópnum Bleikjunni eru ell- efu, jafnmörg lærisveinunum. Þau eru nú þriðju jólin í röð að safna jólagjöfum í skó- kassa, sem pakkað hef- ur verið í jólapappír. Pakkana senda þau til barna á munaðarleys- ingjahælum, á barnaspí- tölum og barna einstæðra mæðra í Úkraínu. ,,Verkefni sem þetta eru þekkt víða er- lendis, þar sem reynt hefur ver- ið að mæta þörfum fólks, sem er fórnarlömb stríðs, fátæktar, nátt- úruhamfara og sjúkdóma, með því að setja nokkra hluti eins og ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur, leikföng og sælgæti í kassa og dreifa,“ segja þau Björg Jónsdóttir og Þorsteinn Arason. „Við gripum hugmyndina á lofti og ákváðum að senda börnum í Úkraínu jólaskókass- ana,“ segir Þorsteinn. ,,Í landinu búa um 50 milljónir en atvinnuleysi er gífurlegt og allt að 80% á svæðunum þar sem jólagjöfunum verður dreift. Örbirgðin er því mikil og sár. Við er- um í samstarfi við rússneska rétt- trúnaðarkirkju þar en KFUM í Úkraínu starfar innan þeirrar kirkju- deildar.“ Að hjálpa náunganum En hvað fær þau til þess að ráðast í verkefni sem þetta? ,,Við höfum öll víðtæka reynslu af barna- og æsku- lýðsstarfi og komið að starfi hjáK- FUM og KFUK, þjóðkirkjunni og kristilegu sumarbúðastarfi. Við erum auk þess öll í Biblíuleshópnum Bleikjunni, sem ber þetta nafn ein- faldlega vegna þess að við hittumst oftast á heimili eins sem býr í Bleik- jukvíslinni,“ segir Björg og brosir. ,,Við hittumst reglulega, lesum valda kafla úr biblíunni og ræðum. Núna erum við að lesa Lúkasarguðspjall.“ Er endalaust hægt að lesa Biblí- una? ,,Já, hún er mjög lifandi. Við er- um sífellt að læra nýja hluti og um- ræðurnar er oft mjög fjörugar,“ segir Björg og lítur á Þorstein sem fer að hlæja. ,,Já, það er óhætt að segja það. Við erum ekki öll á sama máli. Það má segja að þetta sé eins og sauma- klúbbur. Sumir vilja skoða lífið út frá sjálfshjálparbókum, við kjósum að gera það út frá Biblíunni. Ein af ástæðunum fyrir því að við ákváðum að ráðast í þetta verkefni að við vilj- um og teljum að líka skyldu okkar sem kristinna einstaklinga að hjálpa náunganum.“ Og kristið samfélag hefur verið mjög gefandi að þeirra sögn. ,,Við höfum ferðast töluvert í tengslum við starf okkar og verkefni í kirkjunni og kynnst þannig ólíkri lífssýn og menn- ingu, eins og í Kenía, Úkraínu og Sló- vakíu.“ Engin leikföng í leikherberginu ,,Ferðin til Úkraínu var ógleym- anleg en það var erfitt að horfa upp á örbirgðina sem er mjög mikil,“ segir Björg sem þangað fór ásamt nokkr- um öðrum úr hópnum. „Við heimsótt- um sjúkrahús fyrir börn og unglinga með geð- og taugasjúkdóma og að- stæður þar voru vægast sagt hræði- legar. Allt var svo frumstætt, hús- næðið í niðurníðslu og það skorti nánast allt, bæði fatnað og lyf. Það voru ekki einu sinni leikföng í leik- herberginu. Við höfðum safnað fyrir þvottavél til þess að gefa sjúkrahús- inu, en prestur rétttrúnaðarkirkj- unnar, Evheniy Zhabkovskiy, sagði okkur að hún myndi koma sér mjög vel þar sem allir sjúklingar spítalans væru með taubleiur sem starfsfólk yrði svo að þvo í höndunum,“ segir Björg. ,,Börnin voru himinlifandi með jólagjafirnar. Fyrir mörg var eins og þau hefðu himin höndum tekið er þau eignuðust tannbursta – í þeirra huga hafði hann miklu víðtækari merkingu en notkunarmöguleikar hans sögðu til um, hann var eitthvað sem þau áttu sérstaklega.“ Þorsteinn segir að síðasti skiladag- ur skókassa sé laugardagurinn 11. nóvember en tekið er á móti köss- unum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík alla virka daga frá klukkan 9 til 16. ,,Í fyrra var frá- bært að sjá fólkið sem streyma inn í höfuðstöðvarnar síðustsu dagana með jólaskókassa til þess að hjálpa náunga sínum. Hingað komu rútur með grunnskólabörnum og leik- skólabörnum, og svo eldra fólk. Pakkarnir streymdu líka frá lands- byggðinni.“ ,,Við verðum eiginlega að fá að þakka Eimskipi sérstaklega, því fyr- irtækið hljóp svo sannarlega undir bagga með okkur, bæði með því að senda pakkana til Reykjavíkur utan af landi og eins til Úkraínu, okkur að kostnaðarlausu,“ segja Björg og Þor- steinn sem vitaskuld hvetja sem flesta til að taka þátt í kraftaverkinu í ár því fyrir barn getur það birst í skó- kassa og kærleikurinn sömuleiðis. Kraftaverk og kærleikur í skókassa Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Lærisveinar Björg og Þorsteinn safna jólaskókössum til Úkraínu. „Við heimsóttum sjúkra- hús fyrir börn og unglinga með geð- og taugasjúk- dóma og aðstæður þar voru vægast sagt hræði- legar.“ Hvað fær ungt, önnum kafið fólk á háskólaaldri til þess að gefa sér tíma í kapphlaupinu á klakanum og safna mörg þúsund jólagjöfum fyrir börn í fjarlægu landi? Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því. Gleði Úkraínskur drengur var glaður með jólagjöfina. Allar upplýsingar um jól í skókassa er hægt að finna á www.skokass- ar.net. Skipuleggjendur jóla í skókassa: Anna Guðný Hallgrímsdóttir, nemi í hjúkrunarfræði, Áslaug Björg- vinsdóttir, mastersnemi í lögfræði, Björgvin Þórðarson, fram- kvæmdastjóri í Háteigskirkju, Björg Jónsdóttir, nemi í lækn- isfræði, Einar Helgi Ragnarsson, nemi í viðskiptafræði, Hjördís Rós Ragnarsdóttir, nemi í fé- lagsráðgjöf, Páll Ágúst Ólafsson, mastersnemi í lögfræði, Rannveig Káradóttir söngnemi, Salvar Geir Guðgeirsson guðfræðingur, og Þorsteinn Arnórsson, rafvirki og nemi í viðskiptafræði. Barnakærleikur Íslensk leikskólabörn bjuggu til jólaskókassa og gáfu. Handfrjáls búnaður gerir símtöl við stýrið ekki öruggari. Þetta staðhæfir breskur sál- fræðingur sem segir farsíma stela athygli frá ökumönnunum og vill banna þá alfarið í bíl- um. Graham Hole, sálfræðingur við University of Sussex í Bretlandi, segir aðalvandamálið við gemsana fyrst og fremst vera að þeir dragi athyglina frá umferðinni, að því er fram kemur á vefsíðu forskning.no. Hann segir fólk fá eins konar „gangasjón“ við að tala í síma meðan það ekur því það líti sjaldn- ar í baksýnisspegla og taki ekki eftir umferð- arskiltum. Hann staðhæfir að rannsóknir síð- ustu 15 ára sýni að handfrjálsir símar séu jafn hættulegir og símar sem haldið er á við notkun. Hole hefur rætt við sérfræðinga í umferð- aröryggi og komist að þeirri niðurstöðu að rafræn mælitæki sem fjölgar stöðugt í mæla- borði nýjustu bíla geti valdið hættu í umferð- inni. GPS-staðsetningartæki og aðrar raf- rænar upplýsingar breyti bílnum í eins konar skrifstofu á hjólum og öll þessi tækni keppi um athygli bílstjórans við umferðina. „Þegar of mikið er að gerast inni í bílnum til viðbótar við það sem gerist utan við hann er hætta á að bílstjórinn verði undir of miklu álagi,“ seg- ir hann. Hann bendir á að akstur geri miklar kröfur til bílstjóranna enda geri hraði bílsins það að verkum að þeir verði að sjá og skilja hluti, greina aðstæður og taka ákvarðanir á mjög skömmum tíma. Handfrjáls búnaður veitir ekki öryggi Morgunblaðið/Þorkell Varasamt Rannsóknir síðustu fimmtán ára sýna að sögn sálfræðings við háskólann í Sussex að handfrjálsir símar eru jafn hættulegir og símar sem haldið er á við notkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.