Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 307. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Össur áfram til forystu
Vantar þig akstur í
prófkjörið í dag?
Hringdu í 664 69333,
eða 664 6934.
Velkomin í kaffi og
kosningakleinur í
Aðalstræti 6, kl. 13-18.
BÓKAVEISLA
ÍSLENSK BÓKMENNTASAGA, DÓMAR OG
BÓKASKÁPUR SKÁLDSINS >> LESBÓK
HVÍTÖL
FÓLK SÓTTI ÞAÐ JAFN-
VEL Í BENSÍNBRÚSUM
ER AFTUR FÁANLEGT >> 30
BANDARÍSKA
tímaritið Publish-
ers Weekly var að
birta lista sinn yf-
ir bestu útgefnu
bækurnar í flokki
glæpasagna í
Bandaríkjunum
og er Grafarþögn
Arnaldar Indr-
iðasonar ein 6
bóka sem til-
nefndar eru. Sama bók hlaut einnig
góða dóma í New York Times.
Kleifarvatn hefur ennfremur verið
tilnefnd til hinna sænsku Martin
Beck-verðlauna sem besta erlenda
glæpasagan sem kom út í Svíþjóð í ár
og er það í fjórða sinn sem bók eftir
Arnald hlýtur tilnefningu til þeirra
verðlauna.
Mýrin, Grafarþögn og Röddin
hafa allar verið tilnefndar til verð-
launanna og sú síðastnefnda hlaut
þau í fyrra.
Tilkynnt verður um úrslitin hinn
25. nóvember næstkomandi.
„Strax í fyrra var ljóst að útgef-
andi Arnaldar í Bandaríkjunum ætl-
aði að veðja á hann og hafði miklar
væntingar til hans. Þetta hjálpar
þeim mikið,“ sagði Páll Valsso út-
gáfustjóri hjá Eddu-útgáfu, í samtali
við Morgunblaðið í gær.
„Þetta er endanleg staðfesting á
því að hann er kominn í hóp með
stærstu höfundunum á þessu sviði.“
Forleggjarar Arnaldar í Banda-
ríkjunum hafa nú þegar keypt rétt-
inn að Röddinni og Kleifarvatni og
áætlað er að þær komi út þar vestra
á næsta ári.| 22
Kominn í fremstu röð
Auknar vinsældir Arnaldar Indriðasonar í Bandaríkjunum
Arnaldur
Indriðason
VIÐRÆÐUR við ríkið um þjóðgarð norð-
an Vatnajökuls eru í uppnámi vegna
krafna ríkisins um þjóðlendumörk í landi
Reykjahlíðar, að mati Ólafs H. Jónssonar,
formanns Landeigenda Reykjahlíðar ehf. í
Mývatnssveit.
Stefnt er að því að þjóðgarðurinn verði
stofnaður seint á næsta ári eða snemma
árs 2008 en ríkisstjórnin samþykkti að
leggja fram frumvarp um Vatnajökuls-
þjóðgarð í gær.
Þjóðgarðurinn verður um 15 þúsund
ferkílómetrar að stærð og sá stærsti í
Evrópu en nákvæm mörk þjóðgarðsins
ráðast ekki fyrr en samið hefur verið við
landeigendur. Jónína Bjartmarz umhverf-
isráðherra sagði að óumdeilt væri að 80%
af fyrirhuguðum þjóðgarði væru í eigu rík-
isins. Ólafur segir kröfur ríkisins með
miklum ólíkindum og að í þeim séu bæði
ótrúlegar getgátur og rangfærslur. „Þetta
er í raun og veru rán um hábjartan dag,“
segir hann. |6 |10
15 þúsund
ferkíló-
metra
þjóðgarður
TVEIR suðvestan óveðurskaflar eru nú af-
staðnir á fyrstu vikum vetrarins og enn er var-
að við stormi, að þessu sinni af norðvestri á
dag er spáð nýrri bálhvassri norðanátt sem
gert er ráð fyrir að gangi mjög hægt niður
fram eftir allri næstu viku.
austanverðu landinu í dag, laugardag. Í gær
var erfið færð á heiðum norðanlands. Á morg-
un verður stíf suðaustanátt og strax á mánu-
Morgunblaðið/RAX
Hver óveðurslægðin eltir aðra
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
HEKLUGOSIÐ árið 2000 olli
staðbundinni þynningu á ósonlag-
inu. Ósontapið vegna Heklugoss-
ins 2000 varði í um tvær vikur og
jafnaði sig að lokum. Þetta var í
fyrsta sinn sem menn urðu vitni að
staðbundinni þynningu á ósonlag-
inu vegna eldgoss, að því er fram
kemur í tímaritinu Geophysical
Research Letters.
Breskir vísindamenn við há-
skólann í Cambridge hafa kynnt
niðurstöður rannsókna sem sýna
að jafnvel lítil eldgos geta valdið
mikilli þynningu á ósoni í heiðhvolf-
inu. Dr. Genevive Millard segir
þetta vera í fyrsta sinn sem sýnt er
fram á eyðingu ósons með þessum
hætti.
Sigrún Karlsdóttir, deildarstjóri
spádeildar Veðurstofu Íslands,
taldi rannsóknirnar áhugaverðar.
„Það sem er nýtt í þessari rannsókn
er að þau virðast hafa sýnt fram á
að gastegundir í gosmekkinum
geta myndað eða haft áhrif á mynd-
un ískristalla og saltpéturssýru
sem aftur hefur áhrif á niðurbrot
ósons vegna klóragna sem í þessu
tilfelli má rekja til eldgossins. Til
þessa hafa áhrif brennisteins frá
eldgosum á ósonlagið og efnafræði
andrúmsloftsins verið þekkt, en
þetta eru nýjar uppgötvanir,“ sagði
Sigrún. Sigrún sagði að spennandi
yrði að fylgjast með áframhaldandi
rannsóknum á þessu sviði.
Ósonlagið þynntist
í kjölfar Heklugoss
Í HNOTSKURN
»Sigrún Karlsdóttir skoð-aði heildarmagn ósons
þegar umrætt gos varð í
Heklu. Það gildi er lægra en
meðalmánaðargildi 1978–’88,
1989–’99 og árin 2001, 2002
og 2003, sem hugsanlega má
rekja til Heklugossins.
Washington. AP. |
John Bolton, hinn
umdeildi sendi-
herra Bandaríkj-
anna hjá Samein-
uðu þjóðunum, er
talinn eiga litla
möguleika á að
halda stöðu sinni.
Þrátt fyrir
ósigur repúblik-
ana í kosningum hyggst Hvíta húsið
leggja tilnefningu sína á Bolton aftur
fyrir öldungadeild þingsins, en
George W. Bush forseti skipaði hann
tímabundið í embættið í ágústmán-
uði 2005. Demókratar eru hins vegar
andvígir skipan Boltons og repúblik-
aninn Lincoln Chafee er sama sinnis.
Hann segir að með því að staðfesta
útnefninguna myndi öldungadeildin
ganga gegn kalli kjósenda um breyt-
ingar.
Bolton senn
út í kuldann
John Bolton
ÍSLENSKI sýningarskálinn á Feneyjat-
víæringnum um byggingarlist og borg-
arskipulag hlaut á miðvikudaginn sér-
staka viðurkenningu dómnefndar fyrir
„framúrskarandi framsetningu og sam-
spil listamanns og arkitektastofu, Ólafs
Elíassonar og Teiknistofu Henning Lar-
sen“.
Alls eru 145 sýningarskálar á tvíær-
ingnum í ár sem er einhver mikilvægasti
vettvangur heims til kynningar á bygg-
ingarlist.
Í íslenska sýningarskálanum er tónlist-
ar- og ráðstefnuhús við Austurhöfn í
Reykjavík í brennidepli, en einnig er lögð
áhersla á að kynna Reykjavík sem menn-
ingar- og ráðstefnuborg. | 22
Viðurkenning
í Feneyjum
♦♦♦