Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 307. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Össur áfram til forystu Vantar þig akstur í prófkjörið í dag? Hringdu í 664 69333, eða 664 6934. Velkomin í kaffi og kosningakleinur í Aðalstræti 6, kl. 13-18. BÓKAVEISLA ÍSLENSK BÓKMENNTASAGA, DÓMAR OG BÓKASKÁPUR SKÁLDSINS >> LESBÓK HVÍTÖL FÓLK SÓTTI ÞAÐ JAFN- VEL Í BENSÍNBRÚSUM ER AFTUR FÁANLEGT >> 30 BANDARÍSKA tímaritið Publish- ers Weekly var að birta lista sinn yf- ir bestu útgefnu bækurnar í flokki glæpasagna í Bandaríkjunum og er Grafarþögn Arnaldar Indr- iðasonar ein 6 bóka sem til- nefndar eru. Sama bók hlaut einnig góða dóma í New York Times. Kleifarvatn hefur ennfremur verið tilnefnd til hinna sænsku Martin Beck-verðlauna sem besta erlenda glæpasagan sem kom út í Svíþjóð í ár og er það í fjórða sinn sem bók eftir Arnald hlýtur tilnefningu til þeirra verðlauna. Mýrin, Grafarþögn og Röddin hafa allar verið tilnefndar til verð- launanna og sú síðastnefnda hlaut þau í fyrra. Tilkynnt verður um úrslitin hinn 25. nóvember næstkomandi. „Strax í fyrra var ljóst að útgef- andi Arnaldar í Bandaríkjunum ætl- aði að veðja á hann og hafði miklar væntingar til hans. Þetta hjálpar þeim mikið,“ sagði Páll Valsso út- gáfustjóri hjá Eddu-útgáfu, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er endanleg staðfesting á því að hann er kominn í hóp með stærstu höfundunum á þessu sviði.“ Forleggjarar Arnaldar í Banda- ríkjunum hafa nú þegar keypt rétt- inn að Röddinni og Kleifarvatni og áætlað er að þær komi út þar vestra á næsta ári.| 22 Kominn í fremstu röð Auknar vinsældir Arnaldar Indriðasonar í Bandaríkjunum Arnaldur Indriðason VIÐRÆÐUR við ríkið um þjóðgarð norð- an Vatnajökuls eru í uppnámi vegna krafna ríkisins um þjóðlendumörk í landi Reykjahlíðar, að mati Ólafs H. Jónssonar, formanns Landeigenda Reykjahlíðar ehf. í Mývatnssveit. Stefnt er að því að þjóðgarðurinn verði stofnaður seint á næsta ári eða snemma árs 2008 en ríkisstjórnin samþykkti að leggja fram frumvarp um Vatnajökuls- þjóðgarð í gær. Þjóðgarðurinn verður um 15 þúsund ferkílómetrar að stærð og sá stærsti í Evrópu en nákvæm mörk þjóðgarðsins ráðast ekki fyrr en samið hefur verið við landeigendur. Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra sagði að óumdeilt væri að 80% af fyrirhuguðum þjóðgarði væru í eigu rík- isins. Ólafur segir kröfur ríkisins með miklum ólíkindum og að í þeim séu bæði ótrúlegar getgátur og rangfærslur. „Þetta er í raun og veru rán um hábjartan dag,“ segir hann. |6 |10 15 þúsund ferkíló- metra þjóðgarður TVEIR suðvestan óveðurskaflar eru nú af- staðnir á fyrstu vikum vetrarins og enn er var- að við stormi, að þessu sinni af norðvestri á dag er spáð nýrri bálhvassri norðanátt sem gert er ráð fyrir að gangi mjög hægt niður fram eftir allri næstu viku. austanverðu landinu í dag, laugardag. Í gær var erfið færð á heiðum norðanlands. Á morg- un verður stíf suðaustanátt og strax á mánu- Morgunblaðið/RAX Hver óveðurslægðin eltir aðra Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HEKLUGOSIÐ árið 2000 olli staðbundinni þynningu á ósonlag- inu. Ósontapið vegna Heklugoss- ins 2000 varði í um tvær vikur og jafnaði sig að lokum. Þetta var í fyrsta sinn sem menn urðu vitni að staðbundinni þynningu á ósonlag- inu vegna eldgoss, að því er fram kemur í tímaritinu Geophysical Research Letters. Breskir vísindamenn við há- skólann í Cambridge hafa kynnt niðurstöður rannsókna sem sýna að jafnvel lítil eldgos geta valdið mikilli þynningu á ósoni í heiðhvolf- inu. Dr. Genevive Millard segir þetta vera í fyrsta sinn sem sýnt er fram á eyðingu ósons með þessum hætti. Sigrún Karlsdóttir, deildarstjóri spádeildar Veðurstofu Íslands, taldi rannsóknirnar áhugaverðar. „Það sem er nýtt í þessari rannsókn er að þau virðast hafa sýnt fram á að gastegundir í gosmekkinum geta myndað eða haft áhrif á mynd- un ískristalla og saltpéturssýru sem aftur hefur áhrif á niðurbrot ósons vegna klóragna sem í þessu tilfelli má rekja til eldgossins. Til þessa hafa áhrif brennisteins frá eldgosum á ósonlagið og efnafræði andrúmsloftsins verið þekkt, en þetta eru nýjar uppgötvanir,“ sagði Sigrún. Sigrún sagði að spennandi yrði að fylgjast með áframhaldandi rannsóknum á þessu sviði. Ósonlagið þynntist í kjölfar Heklugoss Í HNOTSKURN »Sigrún Karlsdóttir skoð-aði heildarmagn ósons þegar umrætt gos varð í Heklu. Það gildi er lægra en meðalmánaðargildi 1978–’88, 1989–’99 og árin 2001, 2002 og 2003, sem hugsanlega má rekja til Heklugossins. Washington. AP. | John Bolton, hinn umdeildi sendi- herra Bandaríkj- anna hjá Samein- uðu þjóðunum, er talinn eiga litla möguleika á að halda stöðu sinni. Þrátt fyrir ósigur repúblik- ana í kosningum hyggst Hvíta húsið leggja tilnefningu sína á Bolton aftur fyrir öldungadeild þingsins, en George W. Bush forseti skipaði hann tímabundið í embættið í ágústmán- uði 2005. Demókratar eru hins vegar andvígir skipan Boltons og repúblik- aninn Lincoln Chafee er sama sinnis. Hann segir að með því að staðfesta útnefninguna myndi öldungadeildin ganga gegn kalli kjósenda um breyt- ingar. Bolton senn út í kuldann John Bolton ÍSLENSKI sýningarskálinn á Feneyjat- víæringnum um byggingarlist og borg- arskipulag hlaut á miðvikudaginn sér- staka viðurkenningu dómnefndar fyrir „framúrskarandi framsetningu og sam- spil listamanns og arkitektastofu, Ólafs Elíassonar og Teiknistofu Henning Lar- sen“. Alls eru 145 sýningarskálar á tvíær- ingnum í ár sem er einhver mikilvægasti vettvangur heims til kynningar á bygg- ingarlist. Í íslenska sýningarskálanum er tónlist- ar- og ráðstefnuhús við Austurhöfn í Reykjavík í brennidepli, en einnig er lögð áhersla á að kynna Reykjavík sem menn- ingar- og ráðstefnuborg. | 22 Viðurkenning í Feneyjum ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.