Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í HNOTSKURN
»Enski boltinn hefur verið eitt vinsælastasjónvarpsefnið hér á landi í áratugi.
»RÚV var upphaflega með sýningarrétt áenska boltanum áður en Sýn náði rétt-
inum af því. Fyrir rúmum tveimur árum
náði síðan Skjár einn sýningarréttinum.
FRESTUR til þess að skila inn tilboðum í sýning-
arrétt í sjónvarpi frá leikjum í ensku úrvalsdeild-
inni fyrir næstu þrjú leiktímabil, frá næsta hausti,
rann út á hádegi á þriðjudaginn. Gert er ráð fyrir
að það skýrist fyrir áramót hvaða aðili hér á landi
fær sýningarréttinn og hugsanlega strax í þessum
mánuði, en samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins gerðu Skjár einn og Sýn tilboð í sýning-
arréttinn, en Ríkisútvarpið gerði það ekki.
Skjár einn er með sýningarréttinn á leikjum í
ensku úrvalsdeildinni í vetur og hefur verið síð-
ustu tvö leiktímabilin. Skjár einn hafði þá betur í
samkeppni við Sýn um sýningarréttinn, en Sýn
var áður með útsendingar frá ensku knattspyrn-
unni og hafði verið allt frá því að stöðin hafði betur
í samkeppni við RÚV um sýningarréttinn.
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás
eins, sagði að niðurstaða útboðs vegna sýningar-
réttarins myndi liggja fyrir einhvern tíma fyrir jól,
en útboðið tæki til sjötíu markaðssvæða og því
tæki tíma að vinna úr tilboðum. Sennilega myndi
þó niðurstaðan liggja fyrir einhvern tíma í þessum
mánuði.
Ari Edwald, forstjóri 365, sagði að Sýn hefði
gert tilboð í sýningarréttinn á enska boltanum.
Það gæti tekið langan tíma að fá niðurstöðu í það
hver hlyti sýningarréttinn. Þannig skildist honum
að það hefði tekið nokkra mánuði, síðast þegar
enski boltinn hefði verið boðinn út, frá því tilboð-
um var skilað inn í upphafi og þar til endanleg nið-
urstaða lá fyrir og það hefði verið eftir að farið
hefði fram önnur umferð. Seljandi sýningarrétt-
arins hefði rétt til þess að efna til annarrar um-
ferðar í tilboðsskilum ef honum byði svo við horfa.
RÚV tók ekki þátt
Páll Magnússon, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins,
sagði að RÚV hefði ekki gert tilboð í sýningarrétt-
inn á enska boltanum. Þeir væru sjálfum sér sam-
kvæmir í þeim efnum að gera ekki tilboð í deild-
arkeppnir í einstökum löndum, en reyndu hins
vegar að fá sýningarrétt á landskeppnum, eins og
Evrópukeppni landsliða 2008 og heimsmeistara-
keppni og ólympíuleikum, en það væri í samræmi
við stefnu flestra almannaþjónustustöðva í Evr-
ópu og á Norðurlöndunum. Samningar um sýning-
arrétt RÚV frá Evrópukeppninni í knattspyrnu
2008 væru nú í lokafrágangi og vonandi yrði hægt
að skýra frá niðurstöðunni í þeim efnum á næstu
dögum.
Skjár einn og Sýn gerðu til-
boð í sýningar enska boltans
Gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í þessum mánuði og ekki síðar en fyrir jól
Á MEÐAN sykurinn og mjólkin er hrært saman við
heitt kaffið eru heimsmálin rædd af þunga. Sviðið er
Ráðhús Reykjavíkur og sviðsmyndin í baksýn er
Reykjavíkurtjörn sem hefur orðið mörgu skáldinu að
yrkisefni. Kaffihús Ráðhússins er því líklega kjörið af-
drep fyrir þá sem vilja fá innblástur.
Morgunblaðið/Ómar
Á myrkvuðu kaffihúsi
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað
Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor af
kröfum Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs
Laxness, um brot á höfundarrétti vegna bók-
arinnar Halldór sem Hannes ritaði. Í nið-
urstöðu héraðsdóms kemur fram að fallist sé á
að Hannes hafi brotið gegn höfundarrétti á
verkum Halldórs Laxness. Ekki var hins vegar
hægt að líta fram hjá kröfu lögmanns Hann-
esar um að heimild til að höfða einkamál til
refsingar falli niður sé málið ekki höfðað innan
sex mánaða frá því aðilum berist vitneskja um
brotið.
Kröfur Auðar fyrir dómi voru þær að Hann-
es yrði dæmdur til refsingar og til að greiða
samtals fimm milljónir í skaða- og miskabætur
vegna grófra höfundarréttarbrota í bók Hann-
esar, sem var sú fyrsta af þriggja binda ævi-
sögu Halldórs, sem kom út í desember árið
uðir eru liðnir frá því að vitneskja fæst um
brotin. Segir stefnandi að vitneskja um meint
brot hafi legið fyrir þegar eftir að bókin var
komin út. Meint brot hafi m.a. margsinnis verið
til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum vikurnar
eftir útgáfu bókarinnar.
Í niðurstöðu dómsins segir m.a. um kröfu
Auðar Sveinsdóttur til miskabóta að sam-
kvæmt lögum um höfundarrétt geti bætur ein-
ungis verið dæmdar höfundi eða flytjanda. Því
var ekki hægt að fallast á að stefnandi ætti að-
ild að kröfunni.
Dómurinn féllst á að Hannes hefði brotið
gegn höfundarrétti á verkum Halldórs en þar
sem ekki hafi verið gert nægjanlega líklegt að
stefnandi hefði beðið tjón af broti stefnda var
Hannes auk þess sýknaður af skaðabótakröf-
unni.
Allan Vagn Magnússon héraðsdómari kvað
upp dóminn. Halldór Helgi Backman hrl. sótti
málið fyrir hönd Auðar og Heimir Örn Her-
bertsson hrl. varði Hannes.
2003. Var m.a. byggt á því að við ritun bók-
arinnar hefði Hannes sótt heimildir sínar í út-
gefin ritverk Halldórs og annarra höfunda, en
einnig sótt heimildir í óútgefin verk Halldórs
og bréf hans til þriðju aðila. Var því haldið fram
að ekki hefði legið fyrir samþykki erfingja
Halldórs fyrir notkun á óútgefnu efni og að
bókin hefði verið rituð án samráðs.
Bók Hannesar hefði verið til þess fallin að
draga úr sölu á ýmsum bókum og ritverkum
Halldórs og raska með öðrum hætti þeim gríð-
arlegu fjárhaglegu hagsmunum sem bundnir
séu við höfundarrétt skáldsins.
Ekki sannað að tjón hefði hlotist af
Stefnandi sagði umfang brotanna og málsins
í heild hafa verið slíkt að ekki hefði reynst
mögulegt að höfða málið fyrr en 23. nóvember
2004, tæpu ári eftir að bókin kom út, en ein að-
alkrafa Hannesar var, eins áður er greint frá,
sú að heimild til að höfða einkamál til refsingar
falli niður sé mál ekki höfðað áður en sex mán-
Héraðsdómur féllst á að Hannes Hólmsteinn hefði brotið gegn höfundarrétti á
verkum Halldórs Laxness – frestur til málshöfðunar var hins vegar liðinn
Sýkn af kröfum Auðar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 37 ára karlmann í átta
mánaða fangelsi en frestað fulln-
ustu sex mánaða af refsivistinni
fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni.
Hann þarf auk þess að greiða rúm-
ar 200 þúsund krónur í sakar-
kostnað.
Ákærði játaði brot sitt skýlaust
en við leit lögreglu á heimili hans
fundust fundust rúm 100 grömm af
amfetamíni og tæp 142 grömm af
kókaíni í júní sl.
Hefur leitað sér aðstoðar
vegna fíkniefnavanda
Við ákvörðun refsingar leit dóm-
urinn til þess að maðurinn á ekki
að baki sakarferil auk þess sem
hann hefur leitað sér aðstoðar
vegna fíkniefnavanda síns og verið
í fastri atvinnu undanfarið ár.
Ingveldur Einarsdóttir héraðs-
dómari kvað upp dóminn. Daði
Kristjánsson fulltrúi lögreglustjór-
ans í Reykjavík flutti málið af
hálfu ákæruvaldsins og Sveinn
Andri Sveinsson hrl. varði mann-
inn.
Fangelsi
fyrir
fíkniefni
Á HLUTHAFAFUNDI Árvakurs
hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í
gær, voru eftirtalin kjörin í stjórn:
Stefán P. Eggertsson, Ragnhildur
Geirsdóttir, Kristinn Björnsson,
Skúli Valberg Ólafsson og Steingrím-
ur Pétursson. Eftir stjórnarkjör
skipti stjórnin með sér verkum og
verður Stefán P. Eggertsson formað-
ur og Ragnhildur Geirsdóttir varafor-
maður. Í varastjórn félagsins eru:
Hallgrímur Geirsson, Helga Gunn-
arsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson,
Óttar Pálsson og Þór Kristjánsson.
Ný stjórn Árvakurs
Stefán P.
Eggertsson
Ragnhildur
Geirsdóttir
„Í ÞESSU máli voru gerðar ákveðnar kröfur
á hendur Hannesi og málið snerist um þessar
kröfur. Niðurstaða dómsins er alveg afdrátt-
arlaus um að hann er sýknaður af þeim og það
skiptir mestu máli fyrir hann,“ segir Heimir
Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar.
Spurður út í orð dómsins varðandi brot á
höfundarrétti segir Heimir kveða við nýjan
tón í viðhorfi til þess hvernig haga skuli tilvís-
unum í ritum af þessu tagi. „Það má lengi
deila um hvenær tilvísanir til rita annarra eru
innan eða utan einhverra marka sem eðlileg
þykja.“
Lengi má deila
„FRESTURINN var ekki liðinn, það tók hins
vegar næstum sex mánuði að skoða fimmtíu
bækur Halldórs og sex hundruð síðna bók
Hannesar til að átta sig á umfanginu á þess-
um þjófnaði,“ segir Halldór Þorgeirsson,
eiginmaður Guðnýjar Halldórsdóttur, dóttur
Halldórs Laxness. „Um leið og það lá fyrir
liðu fjórar vikur þar til hann var ákærður.
Það sem ég held að gerist í þessu máli er
að þessu ákvæði verði áfrýjað vegna þess að
Hannes getur ekki alltaf sloppið, hann verð-
ur einhvern tíma að svara til saka.“
Verður áfrýjað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt 22 ára karlmann til sex
mánaða fangelsisvistar fyrir stór-
fellda líkamsárás, en skilorðsbundið
refsinguna til þriggja ára. Honum
var gert að greiða fórnarlambi sínu
um 430 þúsund kr. í miskabætur og
um 150 þúsund kr. í sakarkostnað.
Maðurinn játaði brot sitt en hann
sló karlmann í andlitið með glasi.
Fórnarlambið hlaut skurði í andliti
og líklegt að hann þurfi að fara í lýta-
aðgerð. Varanlegur miski er 5%.
Fyrir dómi sagði ákærði að hann
hefði misskilið orð þriðja aðila í mál-
inu og talið að fórnarlambið hefði
misboðið honum. Í kjölfarið réðst
hann á fórnarlambið með fyrr-
greindum afleiðingum. Í dómsniður-
stöðu kemur fram að ákærði eigi
ekki að baki sakarferil sem máli
skipti við ákvörðun refsingar.
Sandra Baldvinsdóttir, settur hér-
aðsdómari, kvað upp dóminn. Sigríð-
ur Elsa Kjartansdóttir saksóknari
sótti málið af hálfu ákæruvaldsins og
Sveinn Andri Sveinsson hrl. varði
manninn.
Skilorð fyrir líkamsárás