Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 6
6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÉG TEL þetta
vera byggt á
misskilningi,“
segir Siv Frið-
leifsdóttir heil-
brigðisráðherra
um gagnrýni þá
sem fram kom í
máli aðstand-
enda aldraðra á
blaðamannafundi
í fyrradag.
Aðspurð vísar Siv því á bug að
hún hafi ekki umboð til þess að
tryggja fjármagn upp á 1,3 millj-
arða króna til uppbyggingar hjúkr-
unarheimila á næstu fjórum árum
og bendir máli sínu til stuðnings á
samkomulag sem ríkisvaldið gerði
við Landssamband eldri borgara
(LEB) nú í sumar. „Það er ljóst að
það er sameiginlegur skilningur
stjórnvalda og LEB að tillögurnar
nái fram að ganga á næstu fjórum
árum,“ segir Siv og vísar þar ann-
ars vegar til uppbyggingar á þjón-
ustu og hins vegar aukins lífeyris
til ellilífeyrisþega.
Sérstök áhersla á
heimaþjónustu
Segir Siv ljóst að byggð verði
um 400 ný hjúkrunarrými á næstu
fjórum árum og að allar líkur séu
til þess að þörfin fyrir hjúkrunar-
rými verði uppfyllt að fjórum árum
liðnum, ekki síst þar sem mark-
miðið sé að efla samhliða heima-
þjónustu. Aðspurð vísar Siv því á
bug að ekki sé verið að setja nægi-
legt fjármagn í heimaþjónustu og
umönnun og segir hún að einmitt
sé lögð sérstök áhersla á þann
málaflokk nú um stundir með stór-
auknum framlögum. „Aðalatriðið
er að það er verið að taka stórkost-
legt skref í uppbyggingu á öldr-
unarþjónustunni, bæði varðandi
hjúkrunarrými, endurbyggingu
gamalla rýma og stóraukna heima-
hjúkrun, sem er sá þáttur sem ég
legg langmesta áherslu á,“ segir
Sif.
Stjórnendur spítalans hafa
með starfsmannamál að gera
„Mál einstakra starfsmanna á
spítalanum eru mál sem stjórnend-
ur spítalans hafa með að gera og
svara fyrir,“ sagði Siv þegar leitað
var viðbragða hennar við ályktun
sem Læknafélag Íslands sendi frá
sér fyrr í vikunni vegna málefna
Stefáns E. Matthíassonar, fyrrum
yfirlæknis æðaskurðdeildar LSH. Í
ályktuninni var ráðherra gagn-
rýndur harðlega fyrir tómlæti sitt
gagnvart lögbrotum undirmanna
sinna, þ.e. stjórnenda spítalans.
Vísar
gagnrýn-
inni á bug
Siv Friðleifsdóttir
„ÉG GERI mér vonir um að sett
verði aukið fjármagn til Landspítala
– háskólasjúkrahúss (LSH) í fjár-
aukalögum yfirstandandi árs og fjár-
lögum næsta árs,“ segir Siv Frið-
leifsdóttir heilbrigðisráðherra,
þegar leitað var viðbragða hennar
vegna tæplega 600 milljóna króna
gjaldfallinna vanskila LSH við heild-
sala á sviði lyfja og hjúkrunarvara.
Aðspurð sagðist hún ekki geta upp-
lýst hversu háa upphæð yrði um að
ræða, en önnur umræða um fjár-
aukalögin fer fram í næstu viku og
þá ættu tölur að skýrast.
Aðspurð segir Siv ljóst að bregð-
ast þurfi við þeirri stöðu sem upp er
komin í rekstri spítalans, enda sé
það ávallt stefna stjórnenda LSH að
rekstur spítalans sé í sem mestu
jafnvægi. Tók hún fram að vel hefði
tekist sl. ár að halda rekstri LSH
samkvæmt áætlun, en að erfiðleikar
í rekstri vegna utanaðkomandi þátta
hefðu komið fram snemma á þessu
ári. Benti Siv á að sú erfiða staða
sem LSH væri nú í skýrðist t.d. af
gengisbreytingum og þenslu á
vinnumarkaði sem leitt hefði til meiri
yfirvinnu og vakta starfsmanna.
Aðspurð hvort það væri ekki slæm
nýting á fjármunum að greiða allt að
50 milljónir króna á ársgrundvelli í
dráttarvexti svaraði Siv því til að
LSH stefndi að því að hafa ávallt
sem minnst af útistandandi skuldum
og því þyrfti á þessum tímapunkti að
skoða skuldastöðuna.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra
Skoða skulda-
stöðuna
ÖSSUR Skarphéðinsson, þing-
flokksformaður Samfylkingarinnar,
lýsti því yfir á opnum stjórnmála-
fundi í gær, að kæmist flokkur sinn
í ríkisstjórn yrði umhverfisráðu-
neytið eitt aðalráðuneyti ríkis-
stjórnar flokksins. Sagðist Össur
myndu leggja til að umhverfisráð-
herra gerði sáttmála um orkusparn-
að, aðgerðir til þess að draga úr los-
un gróðurhúslofttegunda, og um
umhverfisbætur við alla helstu at-
vinnuvegi Íslendinga og stórfyrir-
tæki. Þessir sáttmálar yrðu opin-
berir og með mælanlegum
markmiðum sem fylgst yrði vel með
að fyrirtækin stæðu við.
Össur sagðist í ræðu sinni sann-
færður um, á grundvelli ýmissa
rannsókna, að
einungis um-
hverfisvænir at-
vinnuvegir yrðu
samkeppnishæfir
innan nokkurra
ára og því væri
öllum fyrir bestu
að hefjast handa
strax í dag.
Össur sagði
ennfremur að
málefni virkjana og stóriðju hefðu
verið í brennidepli og klofið þjóðina
og ekkert mál hefði verið eins erfitt
í Samfylkingunni. Sagðist hann ekki
styðja þá skoðun að Kárahnjúka-
virkjun yrði látin standa ónýtt sem
minnismerki um „heimsku manns-
ins“ en sagðist á hinn bóginn styðja
að menn tækju mið af nýjum við-
horfum og nýrri þekkingu og hættu
við frekari áform á meðan ekki væri
búið að ganga vísindalega úr
skugga um verndargildi allra þeirra
náttúrusvæða sem menn ásældust í
dag.
Sagði hann að stærsta verkefni
næstu ríkisstjórnar í atvinnumálum
ætti ekki að felast í áframhaldandi
uppbyggingu stóriðju, heldur að
tryggja að næstu tíu árin yrði ára-
tugur hátækni, hugbúnaðar og
mannauðs í atvinnulífinu. Í þessu
efni hefði Samfylkingin staðið fyrir
umfangsmikilli stefnumótun með
leiðarvísi fyrir næstu ríkisstjórn um
uppbyggingu hátækni.
Vill umhverfissáttmála
um orkusparnað
Aðgerðirnar stuðli að minni losun gróðurhúsalofttegunda
Össur
Skarphéðinsson
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
STEFNT er að því að Vatnajök-
ulsþjóðgarður verði stofnaður seint
á árinu 2007 eða snemma árs 2008,
að því er fram kom í máli Jónínu
Bjartmarz umhverfisráðherra á
blaðamannafundi í gær. Ríkis-
stjórnin samþykkti, fyrr um morg-
uninn, tillögu hennar að stjórnar-
frumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð.
Þjóðgarðurinn mun, skv. frum-
varpinu, þekja um fimmtán þúsund
ferkílómetra svæði, sem samsvarar
um 15% af yfirborði Íslands. Hann
verður sá stærsti í Evrópu. Frum-
varpið um þjóðgarðinn verður lagt
fram á Alþingi á næstunni, að sögn
ráðherra, og vonast hún til þess að
það verði samþykkt fyrir vorið.
Tilurð frumvarpsins má rekja allt
aftur til ársins 1999, þegar Alþingi
samþykkti þingsályktunartillögu
um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Síðan hafa nefndir og hópar starfað
að undirbúningi málsins, þar á með-
al þingmannanefnd, skipuð fulltrú-
um allra þingflokka. Ríkisstjórnin
samþykkti í ársbyrjun 2005 að
vinna að málinu áfram og síðar
sama ár var skipuð ráðgjafarnefnd
umhverfisráðuneytisins um stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs. Sú nefnd
skilaði tillögum sínum í byrjun
þessa mánaðar og er frumvarp ráð-
herra byggt á þeim.
Gert er ráð fyrir því að Vatnajök-
ulsþjóðgarðurinn nái í fyrstu til alls
jökulsins og helstu áhrifasvæða
hans, þ.m.t. Jökulsár á Fjöllum.
Nákvæm mörk þjóðgarðsins ráðast
þó ekki fyrr en samið hefur verið
við landeigendur á svæðinu og
handhafa nytjaréttar. Að sögn ráð-
herra er óumdeilt að 80% af fyr-
irhuguðum þjóðgarði sé í eigu rík-
isins.
Vatnajökulsþjóðgarður á skv.
frumvarpinu að vera ríkisstofnun
sem lýtur sérstakri sjö manna
stjórn, skipuð af umhverfisráð-
herra. Þjóðgarðinum verður skipt í
fjögur rekstrarsvæði undir stjórn
þjóðgarðsvarða, sem bera ábyrgð á
daglegum rekstri svæðanna.
Að sögn ráðherra er stofnkostn-
aður talinn vera um 1,2 milljarðar
og viðbótarrekstrarkostnaður á ári
um 250 milljónir.
Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp um Vatnajökulsþjóðgarð
Verður sá
stærsti í Evrópu
!
"
! !
#$
!
%
& '
& '
!
"
ORÐSTÍR roksins á Keflavíkurflugvelli
berst víða og flugvélaframleiðendur sem
eru að reynslufljúga nýjum tegundum
eru einstaklega ánægðir með Keflavík-
urflugvöll vegna brautarlegu hans, en
þar eru tvær 3 km langar flugbrautir sem
snúa þvert á hvor aðra. Einnig er ekki
mjög mikil umferð um flugvöllinn nema á
tilteknum álagstímum. Það er samt ekki á
hverjum degi sem stærsta farþegaflugvél
í heimi lendir á Keflavíkurflugvelli, en í
gær kom Airbus A380-vél hingað til lands
til þess að æfa mætti aðflug í hliðarvindi.
Miðað er við að A380-flugvélarnar geti
flutt 500–600 farþega og er farþegarýmið
á tveimur hæðum, en enn er þess beðið að
þær fari í almenna framleiðslu og sölu.
Airbus A380-vélin er svo stór að ytri
hreyflar hennar ná út á brún flugbraut-
anna og sópa þar upp ryki og grjóti, sem
síðan þarf að sópa burt. Var brautin sóp-
uð a.m.k. fjórum sinnum í gær.
Á myndinni má sjá hve mjög vélinni er
beint upp í vindinn í lendingu allt þar til
hún snertir flugbrautina.
Stærsta
farþegavél
heims
Ljósmynd/Baldur Sveinsson