Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 22

Morgunblaðið - 11.11.2006, Side 22
22 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Hjónarúm Barnarúm RÚM Í ÚRVALI OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Unglingarúm Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 ALLAR deildir Listaháskóla Íslands taka þátt í opnum degi skólans í dag milli klukkan 11 og 15. Leiklistardeildin kynnir leikaranám, dansnám og fræði og framkvæmd. Í tónlist- ardeildinni verða opnir tón- leikar og opnar æfingar. Í myndlistardeildinni verður leiðsögn um deildina og fjöl- breytt verk nemenda til sýnis. Hönnunar- og arkitektúrdeild verður einnig með leiðsögn um deildina, en þar er að finna fatahönnun, vöruhönnun, grafíska hönn- un og arkitektúr. Í öllum deildum verða nem- endur og kennarar til viðtals og upplýsingagjafar. Kynning Opinn dagur í Listaháskólanum Listaháskóli Íslands. KOMIN er út bókin Jón Ara- son – ljóðmæli, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem öll ljóð- mæli þessa fyrrum Hólabisk- ups koma saman út í einni bók. Ásgeir Jónsson ritstýrði verkinu og ritaði jafnframt inn- gang þar sem kvæðin eru sett í samhengi við tíðaranda og lífs- hlaup Jóns. Jón biskup var mjög þekktur sem skáld í lifanda lífi og nutu ljóð hans áfram mikilla vinsælda eftir siðaskiptin. Útgáfudagur bókarinnar, 7. nóvember, var hreint ekki tilviljun en Jón var hálshöggvinn þann 7. nóvember árið 1550. Bókaútgáfa Öll ljóð Jóns Ara- sonar saman á bók Hólar í Hjaltadal. Í KVÖLD fara fram styrkt- artónleikar í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðnings- miðstöðvar fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra. Á tónleikunum koma fram Unglingakór Snælandsskóla, Léttsveit Kvennakórsins og Selkórinn auk ein- söngvara. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Neskirkju. Miðasala fer fram við innganginn og er miða- verð 2.500 krónur. Styrktartónleikar Sungið til styrktar Ljósinu Neskirkja. ÁHUGI á verkum Arnaldar Indr- iðasonar fer enn vaxandi erlendis og viðurkenningum honum til handa fjölgar. Publishers Weekly var að birta lista sinn yfir bestu útgefnu bækurnar í flokki glæpasagna í Bandaríkjunum og er Grafarþögn ein 6 bóka sem tilnefndar eru. Sama bók hlaut einnig glimrandi dóma í New York Times. Kleifarvatn hefur ennfremur verið tilnefnd til hinna sænsku Martin Beck verðlauna sem besta erlenda glæpasagan sem kom út í Svíþjóð í ár og er það í fjórða sinn sem bók eftir Arnald hlýtur til- nefningu til þeirra verðlauna. Saga hans Röddin hlaut verðlaun- in í fyrra. Publishers Weekly var að birta lista sinn yfir bestu bækur ársins í Bandaríkjunum 2006 og er Graf- arþögn tilnefnd í flokki glæpasagna. Þess má geta að einungis eru til- nefndar 6 bækur alls staðar að úr heiminum. Mýrin sem kom út í Bandaríkj- unum 2005 undir heitinu Jar City hlaut einróma lof gagnrýnenda og Grafarþögn, Silence of the Grave sem út kom á þessu ári hefur fengið mjög góða dóma. Forleggjarar Arnaldar í Banda- ríkjunum hafa einnig keypt réttinn að Röddinni og Kleifarvatni og munu þær koma út á næsta ári. „Þetta er endanleg staðfesting á því að hann er kominn í hóp með stærstu höfundunum á þessu sviði,“ sagði Páll Valsson útgáfustjóri hjá Eddu – útgáfu í samtali við Morg- unblaðið í gær. Vegur Arn- aldar vex Tilnefndur til tveggja viðurkenninga sjá: http://www.nyti- mes.com/2006/10/22/books/ review/Crime. Sigurför Arnaldur Indriðason HLJÓMLEIKAR und- ir yfirskriftinni „Give Peace a Chance“ verða haldnir til heiðurs bítl- inum John Lennon í Háskólabíói föstudag- inn 1. desember nk. Um viðamikið verkefni er að ræða þar sem fjörutíu hljóðfæraleik- arar úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands koma fram auk rokk- hljómsveitar og tólf söngvara. Það er fram- kvæmdamaðurinn Sig- urður Kaiser sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu tónleikanna og telur hann að um einstakan við- burð sé að ræða. „Maður er hissa á því að engin sin- fóníuhljómsveit úti í heimi hafi ráðist í þetta verkefni áður,“ segir Sigurður og fullyrðir að lagasmíðar Lennons séu vel til þess fallnar að klæða þær í búning af þessu tagi en það er Haraldur Vignir Svein- björnsson sem hefur útsett lögin fyrir tón- leikana. Jón Ólafsson annast tónlistarstjórn og hef- ur verið Sigurði innan handar með valið á þeim rúmlega tuttugu lögum sem eru á efnisskránni auk þess sem hann valdi söngvarana sem munu spreyta sig á verkum Len- nons. „Ætli það ráði ekki miklu hvað maður fílar sjálfur á hverjum tíma,“ segir Jón um valið á söngvurunum. „Mér fannst líka atriði að draga inn á svið með Sinfóníunni fólk sem maður er óvanur að sjá í því um- hverfi,“ heldur hann áfram og á þar einkum við Jens Ólafsson úr hljóm- sveitinni Brain Police og Hauk Heið- ar Hauksson úr hljómsveitinni Dikta. „Þeir voru báðir himinlifandi. Enda tel ég að flestum finnist gaman að fá tækifæri til að standa uppi á sviði með allt þetta lið í kringum sig. Það er ákveðið „kikk“ sem fylgir því.“ Auk Jens og Hauks eru söngvarar kvöldsins Björn Jörundur, Hildur Vala, KK, Páll Rósinkrans, Magnús Þór Sigmundsson, Jón Ólafsson, Sigurjón Brink, Pétur Örn Guð- mundsson og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir. Tónlist | Hljómleikar til heiðurs John Lennon í Háskólabíói Tólf söngvarar spreyta sig með Sinfóníuhljómsveitinni John Lennon Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is GULLNA ljónið, aðalverðlaun Feneyjatvíæringsins um bygging- arlist og borgarskipulag, voru af- hent við hátíðlega athöfn í Teatro Malibren-leikhúsinu í Feneyjum sl. miðvikudag. Að auki hlutu þrír sýningarskálar sérstakar við- urkenningar og var sá íslenski í þeim hópi. Það er fyrir „framúrskarandi framsetningu og samspil lista- manns og arkitektastofu“ sem við- urkenningin fellur íslenska sýn- ingarskálanum í skaut. Í íslenska skálanum er tónlistar- og ráð- stefnuhús við Austurhöfn í Reykjavík kynnt ásamt tilheyr- andi borgarskipulagi og uppbygg- ingu í miðborginni, en hönnun tón- listarhússins er verk dönsku arkítektastofunnar Hennings Lar- sen Tegnestue, í samvinnu við Batteríið arkitekta, og listamanns- ins Ólafs Elíassonar. Þetta er í fyrsta sinn sem Ís- land tekur þátt í sýningunni og er sýningarskálinn staðsettur utan sjálfs sýningarsvæðisins, nálægt Markúsartorgi, á bak við Santa Maria della Pieta-kirkjuna. Tekist vonum framar Þórhallur Vilhjálmsson er sýn- ingarstjóri skálans jafnframt því að vera markaðsstjóri Eign- arhaldsfélagsins Portusar hf., sem mun byggja og reka tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Að sögn Þórhalls geta þeir sem standa að verkefn- inu ekki annað en verið ánægðir með viðurkenninguna. Hann bend- ir á að Feneyjatvíæringurinn í ár samanstandi af 145 sýning- arskálum og að það sé mikið afrek Byggingarlist | Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum hlýtur viðurkenningu Hefur fengið mikla athygli að vera sérstaklega valinn úr þeim stóra hópi. Hann segir jafnframt að íslenska framlagið hafi vakið athygli vonum framar og þakkar það ekki síst nafni Ólafar Elías- sonar sem sé „stórveldi í Evrópu“. Þá segir hann aðkomu Dorrit Mo- ussaieff forsetafrúar hafa reynst vel, en Dorrit opnaði skálann fyrir hönd menntamálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík 8. september sl. Íslenski skálinn Ólafur Elíasson flytur tölu við athöfn í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.