Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kraftur og reynsla til forystu! Opnun kosningamiðstöðvar á Akureyri Arnbjörgu í 1. sætið www.arnbjorgsveins.is Verið velkomin í opnun kosningamiðstöðvar aðGlerárgötu 20 (2. hæð fyrir ofanGreifann) í dag, laugardaginn 11. nóvember kl. 15 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 25. nóvember Neskaupstaður | Stóra lyftan á skíðasvæðinu í Oddsskarði í Fjarða- byggð hefur verið opnuð. Aldrei áður hefur verið opnað á svæðinu jafn- snemma vetrar. Að sögn Dagfinns Smára Ómars- sonar, forstöðumanns Skíðamið- stöðvarinnar í Oddsskarði, eru það fyrst og fremst umfangsmiklar jarð- vegsframkvæmdir við stóru lyftuna sem hafa bætt aðstæður til skíðaiðk- unar í litlum snjó til muna. Fyrir breytingar þurfti um 1,5 metra lag af snjó til að hylja skíðaleiðir í gilinu svokallaða en á laugardaginn fyrir viku dugði um 30 cm snjór. Auk þessa hafa hagstæðar verðuraðstæð- ur undanfarið hjálpað til. „Þetta var kannski bara heppni,“ sagði Dagfinnur kampakátur. „Það snjóaði passlega blautu sem hægt var að troða út og svo hlýnaði ekki eins mikið og hafði verið spáð.“ Steinar Ingi Hafsteinsson frá Eski- firði mætti og var meðal fyrstu manna í lyftuna á þessum vetri. „Færið er algjör snilld, þótt það líti ekki út fyrir það. Það er bara verst að litla systir mín getur ekki líka ver- ið á skíðum af því að litla lyftan er lokuð. Hún er bara fimm ára,“ sagði Steinar Ingi þar sem hann stóð og beið eftir að komast heim eftir vel heppnaðan skíðadag. Byrjendalyft- an var lokuð af því þar vantar snjó, en það er óvananlegt að stóra lyftan sé opnuð á undan þeirri litlu. „Vana- lega hefur sú litla glamrað í 30 daga áður en hægt hefur verið að taka þá stóru í notkun,“ sagði Dagfinnur. Ókeypis var í lyftuna og mættu um 30–40 manns til að skíða. Spurður um framhaldið sagði Dagfinnur að hann sæi bara frost og flott veður á næstunni þannig að vonandi væri hægt að hafa opið um næstu helgi, en til að byrja með yrði lyftan bara opin um helgar. Stutt er síðan ákveðið var í bæjarráði Fjarðabyggðar að fjár- festa í snjóframleiðslukerfi fyrir skíðamiðstöðina þannig að það eru spennandi tímar framundan hjá skíðaiðkendum á svæðinu. Skíðafærið í Oddsskarði hefur verið hrein snilld Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Skíðafæri Steinar Ingi Hafsteinsson frá Eskifirði var meðal fyrstu manna í lyftuna og var þrælánægður með fyrsta skíðadag vetrarins í Oddsskarði. TILLÖGUR um uppbyggingarreiti í miðbæ Akureyrar eru nú til sýnis í Amtsbókasafninu. Tillögurnar voru kynntar bæjarráði í vikunni en nú gefst almenningi tækifæri til þess að virða fyrir sér þessar nýju hug- myndir um framtíð miðbæjarins. Snemma árs samþykkti bæjarráð að auglýsa eftir áhugasömun fjár- festum og byggingaraðilum til að byggja upp fimm skilgreinda reiti á svæðinu. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, Pétur Bolli Jóhann- esson, deildarstjóri umhverfisdeild- ar, og Dan Jens Brynjarsson, sviðs- stjóri stjórnsýslusviðs, voru skipuð í valnefnd til að meta tillögurnar og þau hafa nú lokið störfum. Margar tillögur Nefndinni þóttu álitlegastar til- lögur frá PA byggingaverktökum vegna Drottningarbrautarreits, sunnan við Bautann og hvíta húsið þar sem Ríkisútvarpið er til húsa og ritstjórn Morgunblaðsins var til skamms tíma, og frá Njarðarnesi ehf. – sem er að fullu í eigu Spari- sjóðs Norðlendinga – vegna Glerár- götureits nyrðri. Það er svæðið þar sem nú er bílastæði austan Spari- sjóðsins. Alls bárust upplýsingar frá þrett- án aðilum. Eftir yfirferð valnefndar var ákveðið að gefa ákveðnum aðil- um kost á að koma með tillögur að reitum, átta skiluðu þá tillögum og tveir áðurnefndir reitir verða nú skoðaðir nánar. Sigrún Björk Jakobsdóttir leggur áherslu á það, í samtali við Morgun- blaðið, að ekki sé verið að úthluta reitunum til framkvæmda heldur verði gengið til viðræðna við þessa aðila um deiliskipulag og það síðan auglýst skv. venju. Ákveðið var að bíða með að ráð- stafa öðrum reitum. Reyndar bárust ekki tillögur um tvo af fimm, Sjall- areit svokallaðan og blett við Torf- unefið, en reitur númer tvö – bíla- stæðið austan við Pedromyndir og Alþýðuhúsið – bíður betri tíma. Ánægð með viðtökurnar „Niðurstaðan varð sú að ekki væri gott að fara í framkvæmdir á öllum reitunum á sama tíma og þess vegna ákváðum við að bíða með þennan reit,“ sagði Sigrún Björk. „Ég er mjög ánægð með viðtökurnar; bæði fjárfestar og byggingaverktakar, alls átta aðilar, sýndu þessu áhuga. Við renndum blint í sjóinn en ég er ánægð með áhugann sem þessir að- ilar sýndu á því að byggja upp í miðbæ Akureyrar, bæði aðilar hér á svæðinu og að sunnan.“ Sigrún segir erfitt að segja til um hve langan tíma skipulagsvinnan taki en hún geri sér þó vonir um að framkvæmdir geti hafist eftir um það til eitt og hálft ár. Við mat nefndarinnar vó þyngst fjárhagslegur og faglegur styrkur til að ljúka uppbyggingu án óþarfra tafa og að fyrirhuguð uppbygging væri í samræmi við þá sýn sem fram kemur í tillögu um endurskoðað að- alskipulag, þ.e. eflingu miðbæjarins. Tillögur að nýjum miðbæ Í HNOTSKURN »Tillögur bárust um upp-byggingu þriggja reita af fimm í miðbæ Akureyrar, frá alls þrettán aðilum. »Framkvæmdir í mið-bænum gætu hafist eftir um það bil eitt og hálft ár, að mati formanns valnefndar- innar. Síkið Hugmynd Njarðarness um svæðið austan við Sparisjóðinn. Ný byggð Séð yfir svokallaðan Glerárgötureit syðri, bílastæðið við Drottningarbrautina, undir brekkunni neðan við Sigurhæðir og Akureyrarkirkju. FJÖLBREYTT dagskrá verður á morgun, sunnu- dag, um Matt- hías Jochumsson á vegum Akur- eyrarkirkju og Amtsbókasafns- ins. Annars veg- ar verður mál- þing á bóka- safninu kl. 14.00 og hins vegar Matthíasarvaka í kirkjunni kl. 20.30. Á málþinginu fjallar Helga Kress um Matthías og skáldkon- urnar, Jón Hjaltason fjallar um blaðamanninn Matthías og Þórunn Valdimarsdóttir kveður Matthías að lokinni ritun ævisögunnar Upp á Sigurhæðir.    Á Matthíasarvökunni í Akureyrar- kirkju verða flutt lög og sálmar, lesnar sögur Matthíasar og leikin brot úr leikverkum hans. Meðal þeirra sem koma fram eru Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Megas, skáld og söngvari.    Búseti Benedikt Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Bú- seta hsf. á Akureyri frá 1. janúar nk. Hann tekur við starfinu af Heimi Ingimarssyni.    Skjaladagur Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum kynna starfsemi sína annan hvern laugardag í nóvember. Af því tilefni verða í dag opnaðar sýningar bæði í anddyri ráðhússins og í Héraðsskjalasafn- inu.    KFUM & K Á morgun, kristniboðs- daginn, verður Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri með kaffisölu í húsakynnum KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Kaffisalan er til styrktar kristniboðsstarfinu í Afríku og stendur hún frá kl. 14.30 til 17.00.    Eldsneyti Akureyrarbær og Olíufé- lagið ehf. hafa samið um framleng- ingu á samningi um eldsneytiskaup til tveggja ára. Jónas, Megas og Matthías Megas AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.