Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 30
|laugardagur|11. 11. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Stólar eru að stækka og form
þeirra að mýkjast samkvæmt
línunum sem lagðar voru á hús-
gagnasýningunni í Mílanó. » 36
hönnun
Það verður spænskur svipur yf-
ir brúðarkjólatískunni næsta ár-
ið. Tjull, sjiffon og blúndur taka
við af naumhyggjunni. » 34
tíska
Stofubrúðkaup voru ákaflega
íslenskt fyrirbæri og brúð-
kaupsfagnaði fyrr á
tímum stillt í hóf. » 36
sýning
Það er notalegt um að litast í
einbýlishúsi hjónanna Elínar
Bjargar Ingólfsdóttur og Gunn-
ars Berg Gunnarssonar. » 38
innlit
Eva Hrönn Guðnadóttir tók
svörtu bókina sína með sér
hvert sem hún fór þegar hún
dvaldi í Finnlandi. » 32
daglegt
segja að á vissan hátt hafi þetta verið um-
hverfisvænt en plast og ál þekktist ekki í þá
daga.“
Egill Skallagrímsson hætti afgreiðslu hví-
töls með þessum hætti ári eftir að fyrirtækið
flutti höfuðstöðvar sínar upp á Grjótháls. „Við
gátum ekki ábyrgst hreinlæti umbúðanna og
létum því af þessari þjónustu að kröfu heil-
brigðisyfirvalda. Nú höfum við hins vegar
brugðist við kalli tímans og höfum hafið fram-
leiðslu á hvítöli í 1,25 l plastflöskum. Fólk vill
bæði minni pakkningar í dag, enda hafa fjöl-
skyldur minnkað, og varan verður að vera
fersk, sem hún verður ekki ef hún er geymd í
marga daga í stórum ílátum.“
– En hver er munurinn á hvítöli, jólaöli og
malti?
Maltið er matarmest og sætast af þessum
þremur drykkjum. Það er meira ölbragð af
jólaölinu sem hefur verið á markaðnum und-
anfarin tuttugu ár. Hvítölið, sem leysir jólaöl-
ið nú af hólmi, er hins vegar er líkara maltinu
en ekki eins sætt og seðjandi og mörgum
finnst betra að drekka það með mat. Það er
kælivara og hefur styttra geymsluþol en
maltið. En svo hefur hver sitt bragðskyn og
smekk,“ segir Lárus brosandi og vonar að
hvítölið eigi eftir að vekja góðar minningar
hjá eldri kynslóðum Íslendinga og búa til nýj-
ar hjá þeim yngri.
Ölið sopið Lárus Berg Sigurbergsson með glas af hvítölinu.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hvítölsafgreiðsla Það er ótrúlegt að það séu ekki nema 30 ár síðan þessu mynd var tekin af Íslendingum sem biðu í langri röð með
brúsa og fötur fyrir framan hvítölsafgreiðslu Egils Skallagrímssonar. Allt kapp var lagt á að fá hvítöl fyrir jólin.
Í biðröðum eftir hvítöli
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Ígegnum lúguna á Ölgerð Egils Skalla-grímssonar á Rauðarárstíg afgreiddi„Jói í kuldanum“ hvern krókloppinnÍslendinginn á fætur öðrum á sjöunda
og áttunda áratug síðustu aldar. Þeir höfðu
þá oft staðið klukkustundum saman í röð sem
náði út á götu. Daníel stóð við dæluna og
fyllti alls kyns ílát, kúta, brúsa og fötur –
jafnvel bensínbrúsa Voru þetta krepputímar?
Já og nei. Jólin voru á næsta leiti og eftir-
spurn íslenskra heimila eftir hvítöli gífurleg!
Lárus Berg Sigurbergsson, fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs, brosir margoft við
upprifjunina, en hann hefur unnið í 28 ár hjá
fyrirtækinu. „Ég man reyndar enn lengra aft-
ur, þegar ég var strákur og ölið var afgreitt
og selt á Frakkastígnum, í portinu á Frakka-
stíg og Njálsgötu. Hvítölið var reyndar á
þessum tíma framleitt allt árið en svona bið-
raðir mynduðust ekki nema um jól og að litlu
leyti fyrir páska.“
Lárus segir að yfirleitt hafi einn fjölskyldu-
meðlimur verið sendur í leiðangurinn en ef
röðin var mjög löng hafi þeir stundum skipst
á að standa. „Og þótt maður væri króklopp-
inn og krumpaður lét maður sig hafa það því
annars yrðu jól án hvítölsins og það gat mað-
ur ekki hugsað sér. Það gat samt komið fyrir,
eftir að fólk var búið að standa í röð í tvö til
þrjá tíma, að það fór tómhent heim. Ölið var
þá einfaldlega búið því framleiðslugetan var
takmörkuð. Þá hófst afgreiðslan ekki aftur
fyrr en daginn eftir eða þann næsta og þá
varð fólk bara að koma aftur.“
Umhverfisvænt en hreinlæti skorti
Lárus segir að fólk hafi dregið fram alls
kyns brúsa og ílát, sum misjafnlega hrein,
enda hafi umræðan og þekkingin um mik-
ilvægi hreinlætis ekki verið eins mikil þá og
nú. ,,Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi
komið með bensínbrúsa,“ segir hann og hlær.
„Á mörgum heimilum voru þó til sérstakir
glerkútar eða glerflöskur sem voru í sér-
stökum bastkörfum, sem eingöngu voru not-
aðar undir hvítöl og ekkert annað. Það má
Morgunblaðið/Eyþór
Ölkarl Lárus Berg man tímanna tvenna.
Lúguafreiðsla Jóhann og Daníel stóðu í
ströngu í áfyllingunni.
Margir með klósettfælni
Nú hafa Bretar ákveðið að snúa vörn ísókn gegn því sem þeir kalla klósett-fælni og telst vera angi af sjúklegrikvíðaröskun. Talið er að í það minnsta
fjórar milljónir Breta eigi við vandamálið að stríða
og birtist klósettfælnin helst í ótta við að þurfa að
hætta heilsunni ef skyndilega þarf að notast við al-
menningssalerni. Forðast sumir þannig jafnvel að
yfirgefa heimili sín af ótta við þetta.
Sérstök samtök, sem stofnuð hafa verið til að
taka á þessu vandamáli fólks, hafa gefið út sjálfs-
hjálparbók og DVD-disk. Vægustu tilfelli klósett-
fóbíu eru hræðsla við almenningssalerni, en þegar
þessi þráhyggja er orðin áköf geta þolendur tekið
upp á því að harðneita bráðnauðsynlegum læknis-
fræðilegum prófunum svo sem eins og að láta af
hendi þvagsýni.
Sérfræðingar telja að mikill meirihluti þolenda
viðurkenni ekki vandann, en fyrrnefnd samtök,
National Phobics Society, gera sér vonir um að nýja
herferðin nái að hreyfa við vandamálinu til að auð-
velda þolendum að koma úr felum og leita hjálpar.
heilsa