Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 32
hlutur með sögu
32 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Skissa frá Laugavegi
Toppurinn á Laugavegi
Vandaðar 2ja og 3ja herb. íbúðir í þessu nýja og glæsilega húsi
við Laugaveg 86-94. SÖLUSÝNING Í DAG OG SUNNUDAG
Íbúðirnar eru nú þegar fullbúnar og afhendast þær við kaupsamning. Svalir eru út af hverri íbúð
og bílastæði fylgja hverri íbúð.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Íbúðirnar verða til sýnis í dag,
laugardag, frá kl. 13-15 og sunnudag frá kl. 14-16
Verið velkomin.
Kaffi og konfekt á staðnum.
TRAUSTUR VERKTAKI
SALVÖR EHF.
S. 864 8082
864 8083
Traustur byggingaraðili: Ístak hf.
Eftir Lailu Pétursdóttur
Eva Hrönn Guðnadóttirgrafískur hönnuður segirað uppáhaldshluturinnsinn sé skissubók sem
hún bjó til þegar hún bjó í Finnlandi.
Og fyrir utan kærastann og mynda-
albúm myndi hún pottþétt reyna að
bjarga skissubókinni úr eldsvoða ef
svo bæri undir.
Þegar Eva Hrönn var á öðru ári í
grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands ákvað hún að fara í hálft ár
til Finnlands sem Erasmus-
styrkþegi. „Í raun ætlaði ég aldrei til
Finnlands. Ég ætlaði til heitu land-
anna og verða brún – en nei – konan
á alþjóðaskrifstofunni sagði mér að
það væri ekki sniðugt. Ég ætti frek-
ar að fara til Finnlands þar sem ég
fengi miklu betri kennslu – og ég sé
alls ekki eftir því,“ segir Eva Hrönn.
Fljótlega eftir komuna til Finnlands
keypti hún svarta skissubók og ætl-
aði að nota undir glósur, en úr varð
„bókin“ eins og Eva kallar hana.
Bókina tók Eva með sér allt sem hún
fór, límdi inn í hana fjöldann allan af
miðum frá listasýningum, ferðalög-
um og fleiru, teiknaði þar skissur af
fólki sem hún fylgdist með í lestum
og öðrum almenningssamgöngum,
auk þess að hripa þar niður glósur
úr skólanum og hugmyndir að hönn-
un.
„Ég dröslaðist með hana út um
allt og var meira að segja með lím-
stifti í töskunni til geta límt strax inn
í hana allt það sem mér fannst þess
vert að eiga. Í henni eru líka skissur
sem ég notaði eftir að ég kom aftur
heim til Íslands og fullt af hug-
myndum að verkefni sem ég hef ekki
enn komið í framkvæmd.“
Dansað uppi á dekki
Ýmislegt blasir við þegar flett er í
gegnum bókina og eiga teikning-
arnar jafnt sem miðarnir skemmti-
lega sögu á bak við sig. Þegar Eva
flettir í gegnum bókina stoppar hún
m.a. við skissu af bátsþilfari og fullt
af vínflöskum sem eru teiknaðar þar
hjá.
„Ég skissaði þessa upp þegar
mamma og pabbi komu í heimsókn
til mín og við fórum með bát yfir til
Tallinn. Við lögðum af stað klukkan
hálfátta um morgun. Allir Finnarnir
sem voru um borð þustu strax á bar-
inn og helltu í sig og svo var farið að
dansa gömlu dansana. Okkur fannst
þetta hins vegar aðeins of snemmt,
en þegar við tókum bátinn til baka
ákváðum við að taka þátt í fjörinu og
hver flaskan á fætur annarri var
opnuð.“
Eva geymir líka eistneska pen-
inga frá ferðinni í bókinni, sem og
rússneskar rúblur og vegabréfsárit-
un frá því hún heimsótti vini í Rúss-
landi.
„Áður en ég fór til Rússlands
þurfti ég að redda mér vegabréfs-
áritun og mér var sagt að það tæki
rosalega langan tíma að fara í gegn-
um rússneska sendiráðið. Í staðinn
fór ég fjallabaksleið og á skelfilega
skuggalegan bar til að nálgast árit-
unina. Ég verð að viðurkenna að
mér stóð ekki alveg á sama um að
skilja peningana mína þar eftir en
það reddaðist allt og ég náði að
heimsækja vini minna.“
Eva tínir líka fram bréf sem hún
ætlaði alltaf að senda ömmu sinni og
snepil sem á að vera skólaskírteinið
hennar. „Þetta er náttúrulega ég í
hnotskurn; gleyma að senda bréf og
ná aldrei að fara með miðann og
gera hann að alvöru skólaskírteini,“
segir Eva skellihlæjandi.
Minningar um góða dvöl
Bókin endaði líka á að verða
gestabók þar sem fjöldi fólks skrif-
aði í hana í kveðjupartíi Evu, auk
þess sem þar er að finna netföng og
aðrar upplýsingar. Eva segist þá oft
fletta í gegnum bókina góðu enda
geymi hún skemmtilega hluti og við-
haldi yndislegum minningum um
frábæra dvöl. „Ég tók hana líka með
til Barcelona en ég er tillögulega ný-
flutt heim eftir tæplega eins og hálfs
árs dvöl þar. Raunar ætlaði ég að
búa til svona bók þar og keypti eina,
en einhvern veginn komst það ekki
lengra en það. Þetta er í raun og
veru fyrsta og eina svokallaða dag-
bókin sem mér hefur tekist að halda
– mér tókst meira að segja aldrei að
halda skóladagbók,“ segir Eva, sem
bloggaði reyndar þegar hún var úti í
Barcelona. Hún telur sig þó hafa bú-
ið við bestu skilyrðin úti í Finnlandi
til að búa til svona allsherjar bók.
„Ég var ein þarna úti, á eigin vegum
og hafði allan tímann fyrir sjálfan
mig og bókina mína, en það er þó
alltaf á stefnuskránni að gera svona
bók aftur.“
Skissubókin
í uppáhaldi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bókin Margar hugmyndir hafa verið hripaðar niður í svörtu bókina henn-
ar Evu Hrannar Guðnadótturr og komist yfir á framkvæmdastigið.
Þetta er í raun og
veru fyrsta og eina
svokallaða dagbókin
sem mér hefur
tekist að halda