Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 38
Sófinn „Hér sit ég á morgnana með blaðið og kaffisopa,“ segir Elín.
Hlíðarfjallið blasir við íallri sinni dýrð út umstofugluggann eins ogrisastórt málverk,
punkturinn yfir i-ið í rými sem
býður gesti opinn faðminn þegar
gengið er inn. Svartur, hvítur og
brúnir jarðarlitir blandast saman
við hlyninn í innréttingunum og
gefur heimilinu notalegt og stíl-
hreint yfirbragð. Naumhyggja
undanfarinna ára hefur ekki náð
að skjóta rótum í húsi þeirra El-
ínar og Gunnars því fallegir smá-
munir fá að njóta sín á ýmsa vegu.
Þó er engu ofaukið því hver hlutur
er vandlega valinn.
Húsið er hannað af Ágústi Haf-
steinssyni hjá Teiknistofunni Form
á Akureyri en þau hjón höfðu þó
hönd í bagga, ekki síst hvað varð-
ar múrverkið í húsinu. „Gunnar
hlóð alla innveggi úr hleðslusteini
sem framleiddur er í Mývatnssveit
og múraði síðan yfir,“ upplýsir El-
ín um leið og hún leiðir blaðamann
og ljósmyndara um híbýlin. „Húsið
er allt grófpússað að innan enda
erum við mjög hrifin af þessari
grófu áferð.“
Listaverk úr eigin smiðju
Innréttingar á snyrtingunum
tveimur eru einnig að miklu leyti
múraðar sem og frítt standandi
veggur sem skilur að eldhús og
stofu. Kamína í stofunni er inn-
múruð þannig að eldstæðið minnir
meira á arin en viðarofn og sömu-
leiðis eru allar gluggakistur í hús-
inu steyptar. „Gluggarnir þykja
svolítið sérstakir því utan frá er
ekki hægt að sjá hvort fagið sé
opnanlegt eða ekki,“ heldur Elín
áfram. „Oftast eru þykkari póstar
á gluggum sem eru opnanlegir en
það er ekki hér.“
Íbúðin er í öll hvítmáluð en
dökkgráar flísar á gólfum og svört
húsgögn í stofunni mynda mótvægi
við hvíta litinn. Engu að síður eru
vistarverurnar hlýlegar enda eru
skápar og innréttingar úr hlyni.
Við þetta bætast svo hlýir jarð-
arlitir í kókosmottum á gólfi sem
og púðum og listaverkum sem
mörg hver eru sprottin úr smiðju
Elínar sjálfrar.
„Ég hef óskaplega gaman að fal-
legum munum og að leyfa þeim að
njóta sín,“ segir hún en yfir tutt-
ugu ár eru síðan hún tók að sér að
sjá um útstillingar í Amaró-húsinu
í göngugötunni. „Ég lenti nú í því
fyrir hálfgerða tilviljun því ég fór
á „Interrail“ þegar ég útskrifaðist
sem stúdent og þegar ég kom til
baka var búið að redda mér þess-
ari vinnu. Það var svo gaman að
ég dreif mig til Danmerkur í nám í
gluggaútstillingum veturinn 1986–
1987. Síðan hef ég meira og minna
unnið við þær.“ Fyrir þremur ár-
um bætti hún svo við sig námi á
listnámsbraut Verkmenntaskólans
á Akureyri og afrakstur þess er
víða að sjá á heimilinu. M.a. má
sjá lampa, áklæði, púða og inn-
römmuð listaverk úr efnum, sem
Elín hefur ýmist þrykkt á eða ofið.
Um síðustu áramót keyptu Elín og
Gunnar verslunina Sirku í Skipa-
götu en þar selur Elín fjölbreytta
nytja- og gjafavöru fyrir heimilið, í
bland við íslenska textílhönnun.
Margir munanna heima hjá Elínu
eiga því eðlilega uppruna sinn þar.
Gluggar felldir inn í vegg
Sjónvarpsherbergið er milli
svefnherbergisálmunnar og stofu-
rýmisins og er lokað á milli með
rennihurð. „Arkitektinn sá fyrir
sér lágan vegg og opið á milli en
ég vildi geta lokað sjónvarpið al-
veg frá stofunni. Í staðinn settum
við mjóa og lárétta glugga upp
undir loft í sjónvarpsherberginu til
að hleypa birtunni úr stofunni þar
inn.“ Póstarnir í gluggunum fylgja
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stofan Hátt er til lofts og vítt til veggja. „Litavalið í húsinu réðst svolítið af húsgögnunum sem við áttum þegar við vorum að byggja,“ segir Elín. Borð-
stofuborðið lét hún smíða eftir eigin hugmyndum og er hægt að stækka það fyrir allt að 14 manns. Sófaborðið er yfir 20 ára gamalt frá þeim tíma sem
króm og gler var allsráðandi. „Meðan ég finn ekkert annað sem ég fell fyrir læt ég það duga enda hef ég gaman af því að blanda þessu svolítið saman.“
Múrverk og fallegir munir
Fimm ár eru síðan hjónin Elín Björg Ingólfsdóttir útstillingahönnuður og Gunnar Berg Gunnarsson múrari fluttu inn í nýtt einbýlis-
hús ásamt börnum sínum, Ingólfi og Katrínu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir leit í heimsókn og þáði kaffibolla í hlýlegu umhverfi.
Persónulegt „Við ætluðum að mála vegginn í eldhúsinu grænan og ég var búin að kaupa
margar málningardósir til að prófa litinn en ekkert passaði. Að lokum múraði Gunnar yfir
vegginn aftur en ég notaði málningarprufurnar í þetta verk.“ Lampinn er eftir Elínu.
Hjónaherbergið Við létum sérsmíða höfuðgaflinn fyrir okkur og spónleggja úr hlyn í stíl við
innréttingarnar í húsinu. Hann er skrúfaður á vegginn þannig að ef við fáum okkur hærra rúm
er einfalt að skrúfa hann af og hækka.“ Lamparnir og púðar eru úr Sirku.
lifun
38 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ