Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 42

Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG veljum við Sjálfstæð- ismenn í Suðvesturkjördæmi þann lista sem við teljum líkleg- astan til sigurs í Alþingiskosning- unum í vor. Sá listi verður að vera sam- ansettur af þeim ein- staklingum sem við teljum hæfasta til að vinna sjálfstæðisstefn- unni brautargengi, bæði með sigri í kosn- ingunum í vor og síð- an með atorku, orðum og stefnu á Alþingi Íslendinga. Baráttumálin eru þau sömu í þessu kjördæmi, sama úr hvaða bæjarfélagi við komum, Hafnfirðinga sem Seltirninga, Kópavogsbúa sem Álftnesinga, Garðbæinga sem Mosfellsbæinga. Það er ekki verið að kjósa á milli bæjarfélaga heldur hæfra einstaklinga sem koma til með að vinna að bættum hag Suðvesturkjördæmis og landsins alls. Það þarf að veljast fólk á þing fyrir kjördæmið sem hefur sýnt áræði og stefnufestu í störfum sínum. Við viljum tryggja aukið fjármagn til samgangna á höfuðborgarsvæðinu og samvinnu sveitarfélaga þar um. Málefni eldri borgara brenna á okkur; það þarf að gera þeim kleift að fara fyrr á eftirlaun eða halda áfram að vinna án þess að eftirlauna- tekjur skerðist. Sjálf- stæðismenn eiga að sameinast um lækk- un skatta á fjöl- skyldur og fyrirtæki, að skattkerfið verði einfaldara og gagn- sætt. Vegna forvarn- argildis íþrótta- og æskulýðsmála þarf að leggja meira í þann málaflokk og tryggja þarf mennt- un fyrir alla með auknu valfrelsi í menntun. Ekkert þessara mála er bundið einu bæjarfélagi; öll eru þau sameiginleg baráttu- mál okkar sjálfstæðismanna og við þurfum öflugan lista fólks sem vinnur að framgangi sjálfstæð- isstefnunnar landinu öllu til heilla. Kjölfestan í sjálfstæðisstefn- unni er að frumkvæði ein- staklinga fái að njóta sín. Það hef ég til grundvallar í stjórnmálum, hvort sem það er á vettvangi bæj- armála eða landsmála. Í dag veljum við Sjálfstæð- ismenn þá einstaklinga sem við teljum líklegasta til að vinna framgangi sjálfstæðisstefnunnar hvað mest gagn. Við þurfum góð- an og kraftmikinn hóp til að ná markmiðum okkar. Prófkjörið er aðeins einn áfangi á leið til sigurs Sjálfstæðisflokksins í kosning- unum í vor. En það er mikilvægur áfangi og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum. Það er hagur landsmanna allra að áfram verði byggt á sjálfstæðisstefnunni í landsmálunum. Sameiginleg baráttumál okkar sjálfstæðismanna Ragnheiður Ríkharðsdóttir fjallar um prófkjör og stefnu- mál » Við þurfum góðan ogkraftmikinn hóp til að ná markmiðum okk- ar. Prófkjörið er aðeins einn áfangi á leið til sig- urs Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor. Ragnheiður Ríkharðsdóttir Höfundur er bæjarstjóri og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Suðvesturkjördæmi. Í DAG laugardag 11. nóvember er árleg- ur norrænn skjaladag- ur þar sem opinber skjalasöfn á Norð- urlöndum kynna starf- semi sína, þjónustu og safnkost. Á Íslandi er þema dagsins sam- göngur í orðsins víð- asta skilningi og hafa söfnin sett upp sér- staka vefsíðu www.skjaladagur.is þar sem sett hefur verið upp skjalasýn- ingin „Á ferð ... “ þar sem þrettán skjala- söfn hafa dregið fram í dagsljósið fróðleg skjöl um samgöngu- mál. Borgarskjala- safn Reykjavíkur sýnir skjöl um hugmyndir um járnbraut og járn- brautarstöð í Reykjavík, hvenær fyrstu götuljósin komu, hugmyndir um flughöfn í Vatns- mýri mörgum árum áð- ur en breski herinn kom til Reykjavíkur, skemmtileg skjöl um umferðaröngþveiti hesta og bíla í Reykja- vík og jafnvel hvernig þurfti að setja reglur um stöður hesta fyrir utan verslunarhús eftir því sem umferðin jókst og um reiðhraða þeirra á götum bæjarins. Þótt sýningin á net- inu sýni einungis lítið brot af þeim skjölum sem söfnin hafa að geyma, gefa þau hug- mynd um safnkost þeirra. Skjalasöfnin hafa nefnilega miklu fjöl- breyttari skjöl að geyma en margan grunar. Opinberu skjalasöfnin varðveita einkum skjöl ríkis og sveitarfélaga en einnig skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Borgarskjalasafn og héraðs- skjalasöfnin um land allt varðveita skjöl viðkomandi sveitarfélaga en Þjóðskjalasafnið varðveitir skjöl rík- Skjalasöfnin eru mikilvægari en þig grunar Svanhildur Boga- dóttir fjallar um skjalasöfn í tilefni af norrænum skjaladegi Svanhildur Bogadóttir » Skjalasöfninhafa að geyma ýtarleg- ar upplýsingar um líf hvers ein- staklings frá vöggu til grafar. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi er haldið í dag, laugardag. Ég hvet alla sjálfstæðismenn í kjördæminu til þess að kjósa í prófkjörinu og taka þannig þátt í því að stilla upp samhentu vinningsliði fyrir kosn- ingarnar í vor. Suð- vesturkjördæmi er sterkt vígi Sjálfstæð- isflokksins og því mik- ilvægt að við fjölmenn- um og sýnum þann kraft sem í okkur býr. Ég býð mig fram í 4. sæti listans og heiti því að vinna vel og af heil- indum að baráttu- málum flokksins okkar og kjördæmisins fái ég til þess brautargengi. Sjálfstæðisstefnan í öndvegi Í prófkjörsbaráttu minni hef ég lagt áherslu á mikilvægi þess að koma sjálf- stæðisstefnunni inn í sem flesta málaflokka. Ég trúi því staðfastlega að þannig tryggjum við best fram- farir og velmegun. Með hugsjón að leiðarljósi og sannfæringu fyrir því hvert við viljum stefna náum við ár- angri. Í starfi mínu sl. 8 ár sem að- stoðarmaður ráðherra hef ég séð margar góðar hugmyndir fæðast og verða að veruleika. Ég hef tekið þátt í að móta stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, ráðherra míns og ríkisstjórnar, komið að framkvæmdinni, fylgt henni eftir og séð hana bera árangur. Það er mjög gefandi. Í starfinu hef ég þannig fengið tækifæri til að taka beinan þátt í að koma hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar í framkvæmd. Skattar hafa verið lækkaðir svo um munar, ríkisreksturinn einfaldaður, samkeppni aukin sem og frelsi á öll- um sviðum þjóðfélagsins. Byggjum á árangri Þarna eru enn næg verkefni. Þess vegna langar mig að taka enn frekari þátt í stjórnmálum og leggja mitt af mörkum. Kjörorð próf- kjörsbaráttu minnar er „Byggjum á árangri“. Ég trúi því að með því að byggja á árangri síðustu ára verði Ísland best í heimi. Við eigum að hugsa í einstaklings- miðuðum lausnum, hvort sem um er að ræða menntamál eða öldrunarmál. Við eig- um að hugsa stórt og byggja til framtíðar, hvort sem um er að ræða samgöngumál eða atvinnumál. Fram- farir byggjast á kjarki og þori og af því hvoru tveggja höfum við sjálfstæðismenn nóg. Stuðningur þinn er mikilvægur Ég vil fá að taka þátt í því að gera gott sam- félag enn betra, enn opnara og enn frjáls- ara – því aðeins þannig fær einstaklingurinn notið sín. Í þessu prófkjöri leita ég eftir umboði ykkar til að nýta þá þekkingu og reynslu sem ég hef afl- að mér sem aðstoðarmaður ráð- herra sl. 8 ár til að vinna að þeim málum sem brenna á kjósendum í þessu kjördæmi. Á síðastliðnum vikum hef ég fundið fyrir afar góð- um stuðningi og hvatningu frá sjálf- stæðismönnum í kjördæminu. Ég er mjög þakklát fyrir það og einnig fyrir aðstoð alls þess góða fólks sem hefur lagt mér lið í baráttunni. Ég vil vera með í sigurliðinu í vor og sækist eftir því að fá að vera í treyju númer 4. Ég óska eftir stuðn- ingi þínum. Samhent lið til sigurs Ragnheiður Elín Árnadóttir hvetur sjálfstæðismenn í Suð- vesturkjördæmi til þess að nýta kosningarétt sinn í prófkjörinu Ragnheiður Elín Árnadóttir » ...og heiti þvíað vinna vel og af heilindum að baráttu- málum flokksins okkar og kjör- dæmisins... Höfundur er aðstoðarmaður forsætis- ráðherra og býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi. NÝTT stefnumál Frjálslynda flokksins er nokkuð á skjön við fyrri samþykktir flokksins og ber keim af því að ætlunin sé að leysa fylgisvanda flokks sem ekki hefur náð að móta sér sérstöðu í stjórn- málum. Því verður þó ekki neitað að með yfirlýsingum varaformanns flokksins hefur pott- lokinu verið lyft af umræðu sem lengi hefur kraumað í ís- lensku samfélagi. Margir kannast við að finna til pirrings vegna þess að starfs- fólk sjúkrahúsa og elliheimila talar iðu- lega ekki íslensku. Og að starfsfólk kaffi- húsa skilur ekki orðið kaffi. Þetta hefur ver- ið birtingarmynd hins svokallaða „innflytj- endavanda“ á Íslandi í augum margra. Ef vilji er til þess að viðhalda ís- lensku tungumáli eru lausnirnar raunar afar handhægar. Til að mynda væri hægt að veita öllum innflytjendum sem hingað koma íslenskukennslu. Og það væri líka hægt að efla umtalsvert móð- urmálskennslu Íslendinga sjálfra sem fá umtalsvert minni kennslu í móðurmáli sínu í grunnskóla en t.d. Danir og Svíar. Af málflutningi þingmanna Frjálslynda flokksins, sem raunar fer illa saman við nafn hans, er hins vegar að skilja að fyrir þeim snúist málið um annað en að hér þurfi að stórefla íslenskukennslu. Þeir tala um „flæði“ innflytjenda, „innstreymi“ eða „innrás“. Með orðavali sínu gefa þeir í skyn að innflytjendur flæði hér yfir allt eins og stjórnlaust haf en sú skoð- un hefur lítinn stuðning af tölfræði þótt innflytjendum til Íslands hafi vissulega fjölgað. Innflytjendur hingað til lands eru ekki einsleitur hópur. Sumir koma hingað til að vinna og staldra stutt við, aðrir setjast hér að. Allir eru þeir hins vegar fólk en ekki aðeins „vinnuafl“, hvað þá vinnuafl sem tekur atvinnu af Ís- lendingum. Slíkar staðhæfingar standast enga skoðun þar sem at- vinnuleysi hefur ekki aukist hér á landi þó að innflytjendum hafi fjölgað. Lág laun eru vandi Hins vegar hlýtur fólk að spyrja sig hvað gerist þegar dregur úr þenslu og hagkerfið kólnar, nú þegar fólki hefur fjölgað. Eðlilega hefur fólk áhyggjur af slíkri kreppu, óháð innflytjendum, Þær áhyggjur eru ná- tengdar launakjörum í landinu. Launakjör innflytjenda eru vandamál sem bitnar auðvitað fyrst og fremst á innflytj- endum eða „vinnuafl- inu“. En hver ber ábyrgðina á þessum launakjörum? Eru það útlendingar eða eru það íslenskir at- vinnurekendur sem bjóða útlend- ingunum miklu lægri laun en ís- lenskum verkamönnum? Því ef svo væri nær að tala um atvinnurek- endavanda og sá vandi er jú ekki nýr af nálinni hér á landi; lengi vel hafa atvinnurekendur borgað kon- um lægri laun en körlum, útlend- ingum lægri laun en Íslendingum og svo framvegis. Sumir telja þetta eðlilegt því að útlendingarnir fái hvort eð er svo lág laun heima hjá sér en það er hreint ekkert eðlilegt við það bjóða fólki á sama vinnumarkaði mishá laun eftir því hvaðan það kemur. Mér finnst eðlilegt að við ræðum um launakjör á íslenskum vinnu- markaði og tryggjum þar öllum góð laun. Það hefur Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð svo sann- arlega gert og verið flokka ötul- astur að ræða hvernig hnattvæðing fjármagnsins hefur orðið til þess að vestræn stórfyr- irtæki hafa níðst á verkafólki um allan heim. Á þessu þarf að taka. Aðstæður og kjör starfsfólks í heilbrigðisgeiranum eru t.d. með þeim hætti að margir sætta sig ekki við vinnuálag og þá eru ráðn- ir innflytjendur sem sökum neyðar heima fyrir sætta sig við lægri laun. Þetta er ábyrgðarhluti ís- lenskra stjórnvalda og atvinnu- rekenda. Hér á að búa vel að öll- um, Íslendingum og innflytjendum, og ekki nýta sér aðstæður fólks annars staðar í heiminum. Sama má segja um íslensku- kennslu fyrir alla þá sem hér búa, af hvaða bergi sem þeir eru brotnir. Hana á að efla og það verður ekki gert með því að skera niður fé til framhaldsskólanna svo dæmi sé tekið, eða með því að láta útlendinga greiða sérstaklega fyr- ir íslenskunám. Hugsum um alla Það er hins vegar skrumskæl- ing á þessum vanda að kalla hann „innflytjendavanda“ og tengja hann við „syni íslam“ eins og Frjálslyndir reyna nú að gera. Þetta eru mál sem við getum leyst í okkar heimabæ með því að efla launakjör, íslenskukennslu og halda umræðunni um þessa hluti vakandi – t.d. með því að ræða á málefnalegan hátt um svokallaða frjálsa för verkafólks um heim all- an sem nýtist einkum stórfyr- irtækjum. Hana þarf að ræða í samhengi við frjálst flæði fjár- magnsins sem er grundvall- aratriði í hnattvæddum heimi og byggist á því að fyrirtæki um all- an heim geta komið sér fyrir þar sem launakjör eru bág og nýtt sér þannig neyð almennings í þeim löndum. Þannig getum við tekið vel á móti öllum og tryggt að allt launafólk á Íslandi búi við góð kjör. Ég lít nefnilega ekki svo á þetta séum „við“ og „hinir“, held- ur við öll. Og svo sannarlega á ég líklega meira sameiginlegt með ýmsum innflytjendum en Frjáls- lynda flokknum eftir þetta síðasta útspil þess flokks. Hvar liggur vandinn? Katrín Jakobsdóttir skrifar um málefni innflytjenda á Íslandi »Hér á að búa vel aðöllum, Íslendingum og innflytjendum, og ekki nýta sér aðstæður fólks annars staðar í heiminum. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.