Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 44
44 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í DAG leggjum við þingmenn
Samfylkingarinnar í Reykjavík
störf okkar í dóm félaga og stuðn-
ingsmanna flokksins. Prófkjör er
haldið í Þróttarheim-
ilinu í dag, laugardag,
frá kl. 10.00 til 18.00.
Þar geta þeir kosið
sem eru skráðir fé-
lagar eða undirrita á
kjörstað stuðnings-
yfirlýsingu við Sam-
fylkinguna.
Framlag mitt
Alþingismenn verða
auk almennra þing-
starfa að velja sér
málaflokka sem þeir
þekkja ítarlega og
starfa að. Í störfum
mínum sem þingmaður hef ég
einkum lagt mig eftir hinum
flókna heimi almannatrygginga,
velferðar- og heilbrigðiskerfis. Þau
mál eru ein lykilstoða í stefnu
jafnaðarmannaflokka og mikilvægt
að þar sé staðinn vörður um hags-
muni almennings. Flókin löggjöf
er um þessa málaflokka, oft svo
flókin að starfsfólk í kerfinu, hvað
þá venjulegt fólk sem þarf á því að
halda, á erfitt með að hafa yfirsýn
og rata um völundarhús þess.
Ég hef kappkostað að starfa að
þessum málum á fjóra vegu: Á Al-
þingi þar sem lögin eru sett, um-
ræða fer fram um framkvæmd
þeirra og miklu varðar að gæta
þar hagsmuna not-
enda kerfisins jafnt
sem ríkisins. Í sam-
ráði og fræðslu fyrir
mikinn fjölda hags-
munasamtaka not-
enda. Í ráðgjöf við
fólk sem ekki hefur
getað fótað sig í kerf-
inu af eigin rammleik
og síðast en ekki síst
með ötulli þátttöku í
opinberri umræðu. Í
öllu þessu byggi ég á
langri reynslu sem
segja má að sé nauð-
synleg til að fá botn í
þessa málaflokka, en ekki síður
einlægri samúð með þeim fjöl-
mörgu sem þurfa á aðstoð sam-
félagsins að halda hvað þetta varð-
ar.
Setjum saman
sigurstranglegan lista
Kosningarnar í vor verða að
leiða til ríkisstjórnarskipta. Sam-
fylkingin gegnir þar lykilhlutverki.
Ég vil biðja þá sem telja störf mín
mikilvæg fyrir flokk eins og Sam-
fylkinguna og það fólk sem hún
vill standa vörð um að hugleiða
hvort ekki skipti máli að áfram sé
unnið ötullega og af þekkingu í
þessum málaflokkum. Ég er tilbú-
in til þess og sækist eftir því að
halda áfram sæti mínu, 4. sæti á
þinglista Samfylkingarinnar. Ef þú
ert stuðningsmaður eða félagi í
Samfylkingunni í Reykjavík hvet
ég þig til að taka þátt í prófkjör-
inu í dag og leggja þitt af mörkum
til að setja saman sigurstrangleg-
an lista fyrir Alþingiskosningarnar
í vor.
Störf í dóm kjósenda
Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar
um prófkjör og stefnumál »Ef þú ert stuðnings-maður eða félagi í
Samfylkingunni í
Reykjavík hvet ég þig til
að taka þátt í prófkjör-
inu í dag og leggja þitt
af mörkum til að setja
saman sigurstranglegan
lista fyrir Alþingiskosn-
ingarnar í vor.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Höfundur er þingmaður Reykvíkinga.
INNFLYTJENDUM hefur
fjölgað ört á Íslandi á und-
anförnum árum í kjölfar vaxandi
hnattvæðingar og staðbundinna
vandamála víða í heiminum. Ís-
lenskt samfélag hefur líkast til
aldrei verið eins fjölbreytt í fé-
lags- og menningarlegu tilliti en
einmitt í dag. Margir
hafa þær áhyggjur að
vaxandi straumur út-
lendinga til Íslands
muni fyrr eða síðar
leiða til aukinna af-
brota. Vanda vegna
afbrota, sem tengist
hinum nýju íbúum,
hefur þó enn ekki
orðið vart nema að
litlu leyti hér á landi.
Hver er reynsla ann-
arra þjóða sem hafa
lengri sögu af
straumi innflytjenda
en við Íslendingar?
Afbrot og minnihlutahópar
Ef taka ætti saman reynslu ann-
arra vestrænna þjóða og lýsa
henni í stuttu máli er niðurstaðan
skýr. Minnihlutahópar, hvort sem
er eftir þjóðerni eða kynþætti, eru
víðast hvar handteknir, dæmdir og
fangelsaðir í ríkari mæli en aðrir
hópar. Þetta er þó ekki algilt. Ind-
verskir og pakistanskir innflytj-
endur hafa t.d.verið með lægri
tíðni glæpa í Englandi en hvítir
íbúar landsins. Sömuleiðis hafa
íbúar af asískum uppruna verið
með lægri tíðni en aðrir í Banda-
ríkjunum. Jafnframt hefur komið í
ljós að minnihlutahópar hljóta að
jafnaði þyngri dóma en aðrir fyrir
sams konar brot. Margvísleg úr-
ræði til að draga úr þyngd dóma
hafa heldur ekki verið nýtt á sama
hátt í málum innflytjenda og ger-
ist með aðra í samfélaginu. Ýmsar
vísbendingar sýna að fyrsta kyn-
slóð innflytjenda hefur stundum
ekki hærri tíðni
glæpa en aðrir en
áhættan vex með ann-
arri kynslóð. Hvers
vegna hefur þróunin
verið svona óhagstæð
innflytjendum?
Minnihlutahópar
með háa tíðni glæpa
og fangelsana á Vest-
urlöndum eru yfir
höfuð lakar settir fé-
lags- og efnahagslega
en aðrir, ekki síst
ólöglegir innflytj-
endur. Rannsóknir
sýna að eftir því sem staða fólks
er bágbornari aukast líkurnar á
margvíslegum afbrotum. Þegar
samfélög ganga í gegnum kreppu
eða efnahagslega lægð hefur það
iðulega komið harðar niður á inn-
flytjendum en öðrum. Hærri tíðni
glæpa hjá annari kynslóð innflytj-
enda hefur verið rakin til þess að
sá hópur er stundum í hálfgerðu
tómarúmi milli tveggja menning-
arheima. Eiga hvorki heilt bak-
land í menningu foreldranna né
hins nýja lands og lenda því á
milli og oft í kasti við lögin. Hérna
er þó ekki um algilt samband að
ræða. Varðandi mismunun í rétt-
arkerfinu hefur því verið haldið
fram að fordómar og staðalmyndir
um atferli minnihlutahópa standi
þeim stundum fyrir þrifum í sam-
skiptum sínum við réttarvörslu-
kerfið og aðra í samfélaginu. Er
hærri tíðni afbrota innflytjenda
náttúrulögmál? Er hægt að gera
eitthvað til að draga úr afbrotum
þeirra?
Stefnumótun í málefnum inn-
flytjenda
Ýmislegt er hægt að gera til að
draga úr vanda vegna afbrota inn-
flytjenda. Dæmi eru um lönd sem
markvisst hafa gert sér far um að
opna leiðir fyrir innflytjendur sem
í kjölfarið sýna lægri tíðni glæpa
en gerist í öðrum löndum. Brýnt
er að samfélagið allt sé tilbúið að
opna dyr sínar um leið og veittur
er nægilegur stuðningur til að að-
lögun geti verið sem farsælust.
Ekki bara fyrir fyrstu kynslóðina,
heldur einnig þá næstu. Ef svo er
aukast líkur á lægri tíðni glæpa.
Einnig skiptir máli hver tilgangur
flutningsins er, hvort um nauð-
arflutninga er að ræða eða frjálst
vinnuafl í leit að betri kjörum.
Eftir því sem nauðungin er meiri
og fyrri reynsla bitrari aukast lík-
urnar á vandamálum í nýja sam-
félaginu.
Stefnumótun í málefnum inn-
flytjenda verður að vera næm á
ólíkan bakgrunn og tilgang þeirra
með búsetu í nýja landinu. Mik-
ilvægt er að forðast alhæfingar og
staðalmyndir um minnihlutahópa
og kynþætti, undantekningar eru
fjölmargar og einstaklingar ólíkir.
Reynsla annarra þjóða á hiklaust
að vera vegvísir okkar Íslendinga
í framtíðinni, í samfélagi sem
örugglega verður menningarlega
fjölbreyttara en það er í dag. Inn-
flytjendur á Íslandi eru mann-
auður en ekki byrði.
Afbrot og innflytjendur á Íslandi
Helgi Gunnlaugsson skrifar um
innflytjendamál » Stefnumótun í mál-efnum innflytjenda
verður að vera næm á
ólíkan bakgrunn og til-
gang þeirra með búsetu
í nýja landinu.
Helgi Gunnlaugsson
Höfundur er prófessor
í félagsfræði við Háskóla Íslands.
FÖSTUDAGINN 27. október
birtist í Fréttablaðinu grein þar
sem 10 frambjóð-
endur til fjögurra
efstu sæta í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
voru spurðir álits á
ýmsum pólitískum
málum. Hljómaði
fyrsta spurningin svo:
Var stuðningur ís-
lenskra stjórnvalda
við innrásina í Írak
mistök?
Allir frambjóðend-
urnir svöruðu spurn-
ingunni neitandi.
Flestir þeirra, allir
nema einn, rökstuddu
afstöðu sína með því
að skýla sér á bak við
afsökun sem dregur
réttlætingu sína af fá-
fræði: að samkvæmt
upplýsingunum sem
lágu fyrir á þeim
tíma hafi verið rétt
að styðja innrásina.
Stuðningsyfirlýsingin
var því, í þeirra huga, aðeins
óheppilegur misskilningur en ekki
mistök.
Séu orðin sett í samhengi við
undirbúninginn á Írakstríðinu,
byggist afsökunin á að á þeim tíma
sem ákvörðunin var tekin hafi þótt
réttlætanlegt að svipta Saddam
Hússein völdum því upplýsingar
staðfestu að einráðurinn hefði
brotið íraskar reglur um vopna-
eign sem settar voru af alþjóða-
samfélagi háðu framfylgingar-
skyldu refsingar reglubrota. Þetta
voru þær forsendur sem notaðar
voru til að réttlæta innrásina í
Írak. Þrátt fyrir að samþykkt fyrir
sviptingu fullveldis Íraks hafi ekki
legið fyrir á öryggisráði SÞ.
Afsökun þessi væri fullkomlega
lögmæt byggðist hún ekki á hálf-
sannleika. Upplýsingarnar sem
lágu fyrir, áður en ráðist var á
Írak, gáfu nefnilega ekki allar til
kynna að íraska Baath-stjórnin
byggi enn yfir efnavopn árið 2003.
T.d. staðfesti eftirlitsstofnun SÞ
með vopnaeign Íraka árið 2003,
UNMOVIC, að Írak byggi ekki yf-
ir gjöreyðingarvopnum lengur.
Í framhaldi af afstöðu sjálfstæð-
ismanna til stríðsþátttökunnar,
ætti spurningin því að vera þessi:
Hvers vegna kusu ráðamenn Ís-
lands, sem ekki bjuggu yfir nein-
um upplýsingum sjálfir, að sækja
sér upplýsingar til Bandaríkja-
stjórnar í vígahug, frekar en til
hlutlausrar stofnunar sem var sér-
fróð um vopnaeign Íraka? Voru
það ekki mistök að treysta á rang-
ar upplýsingar, í ljósi þess að rétt-
ar og trúverðurgar upplýsingar um
vopnaeign Íraka árið 2003 voru til
staðar?
Eini frambjóðandinn sem ekki
huldi afstöðu sína á bak við rangar
upplýsingar var Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra. Vil ég byrja á
því að þakka honum fyrir hrein-
skilnina. Afstöðu sína til stríðs-
hvatningarinnar í Írak rökstuddi
Björn með því að segja að „með
aðild sinni að þeim ákvörðunum,
sem teknar voru, skipuðu íslensk
stjórnvöld sér í sveit með þeim
ríkjum innan Nato, sem hafa verið
nánustu samvinnuríki Íslands.
Önnur afstaða hefði þýtt stefnu-
breytingu og ekki er unnt að
dæma hana frá stöðu mála um
þessar mundir“.
Skil ég ekki alveg hvers vegna
Birni finnst ekki hægt að meta
ákvörðun eftir afleiðingum hennar.
Stefnubreyting, í ljósi
mála um þessar
mundir (óöld í Írak og
vandræðalegur varn-
arsamningur) hefði
augljóslega verið
skynsamleg ákvörðun.
En hver er stefnan
sem Björn vill byggja
milliríkjasamskipti
okkar á? Samkvæmt
orðum dóms-
málaráðherra ætti ut-
anríkisstefna Íslands í
mikilvægum alþjóð-
legum deilumálum, á
borð við stríðsyfirlýs-
ingar, að vera sú að
Ísland eigi umhugs-
unarlaust að skipa sér
í sveit með þeim ríkj-
um, sem í gegnum ár-
in hafa verið helstu
samvinnuríki þess inn-
an Nato. Bandaríkin,
helsta samvinnuríki
Íslands innan Nato,
stjórnar því sem sagt hvenær Ís-
land lýsir yfir stríði gegn öðru ríki
og hvenær ekki. Gildir einu á
hvaða forsendum efnt er til stríðs
og sama þótt að ríkið sem farið er
í stríð gegn, ógni með engum
hætti öryggi Íslands.
Hvaða afleiðingar hefur þessi
árásargjarna ósjálfstæðisstefna?
Hún er ófriðarskapandi. Ekki að-
eins gefur hún ljótum hryðju-
verkamönnum ástæðu til að ráðast
á landið. Heldur veikir hún á sama
tíma fullveldi Íslands því öryggi
okkar, vegna ofangreindrar hættu,
þarf ávallt að vera háð því að er-
lendar stríðsþotur vakti lofthelgi
Íslands. Að auki getur ósjálfstæði
Íslands í framtíðar deilumálum
hvatt árásargjörn samvinnuríki
okkar til að hefja nýjar styrjaldir,
sem gætu sett heimsefnahaginn í
enn meiri háska en hann er kom-
inn í, eftir Íraksstríðið.
Í ljósi þeirrar stefnu sem Björn
Bjarnason lýsir og boðar er rétt
að hann svari tveimur spurn-
ingum. Hefur orðið stefnubreyting
núna hjá íslenskum stjórnvöldum í
ljósi þess að nánasta sam-
vinnuríkið okkar hefur slitið ást-
arsambandi við okkur og engar
orrustuþotur eru hér lengur til að
passa upp á okkur? Ef rökrétt
stefna hefur verið mótuð hefur ís-
lenska þjóðin þá ekki rétt á að vita
hver opinber utanríkisstefna rík-
isstjórnar sinnar sé þegar að
hættulegum alþjóðlegum deilu-
málum kemur? Með tilliti til þess
að ákvarðanir sem hafa verið tekn-
ar í leynimakki hafa aðeins reynst
okkur óskynsamlegar.
Að lokum vil ég varpa fram
spurningu til allra sem ekki vilja
viðurkenna að stuðningurinn við
Íraksstríðið hafi verið mistök. Gef-
um okkur að ákvörðun sé mistök
ef afleiðingar hennar eru verri en
hefði hún ekki verið tekin. Hvern-
ig getur þá helsta afleiðing
ákvörðunarinnar um að ráðast á
Íraks, sem samkvæmt nýjustu töl-
um óháðra fræðimanna er dauði
um 655.000 einstaklinga, ekki ver-
ið mistök?
Mistök
sjálfstæðismanna
Ingólfur Shahin fjallar
um afstöðu sjálfstæðismanna
til Íraksstríðsins
Ingólfur Shahin
»Hvaða afleið-ingar hefur
þessi árás-
argjarna ósjálf-
stæðisstefna?
Hún er ófrið-
arskapandi.
Höfundur er blaða- og
heimildamyndagerðarmaður.
SAMKVÆMT nýrri skoð-
anakönnun Fréttablaðsins hafa
stjórnarflokkarnir aðeins 45,3%
fylgi og myndu því missa meiri-
hluta sinn ef kosið væri í dag.
Samfylkingin er nærri kjörfylgi
sínu með rúm 30%. En það eru
ekki kannanir heldur kosningar
sem úrslitum ráða og í dag
leggjum við grunninn að 12. maí
í vor.
Í Þróttaraheimilinu gegnt
Laugardalshöllinni geta í dag
allir sem lýsa stuðningi við
Samfylkinguna á staðnum tekið
þátt í að velja framboðslista
okkar í maí. Ég hvet þig til að
taka þátt í sókn okkar, um leið
og ég bið um stuðning þinn í 4.
sæti. Saman skulum við leiða
jöfnuð, stöðugleika og umhverf-
isvernd til öndvegis við stjórn
landsins.
Helgi Hjörvar
12. maí
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingarinnar.
Sagt var: Ísraelsmenn réðust á Palestínumenn og varð mannfall í liði
beggja.
RÉTT VÆRI: . . . í liði hvorratveggju.
(Ath.: báðir er aðeins sagt um tvo, ekki tvenna.)
Gætum tungunnar