Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur nú ýtt úr vör þarfri umræðu um erlent vinnuafl á Íslandi. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, skrifaði um það pistil á heimasíðu sína 3. nóvember sl. sem vakti athygli fjölmiðla. Magn- ús Þór telur að málefni innflytj- enda verði kosningamál í vor, vilji fólk það, og segir að íslenskt al- þýðufólk hafi áhyggjur af málinu skv. viðtali við hann í fréttum Sjónvarpsins 5. nóvember. Magnús fer mikinn í umræðu sinni um frjálst flæði vinnuafls sem hann finnur flest til foráttu. Meðal annars segir hann að erlent vinnuafl hafi neikvæð áhrif á at- vinnumöguleika Íslendinga. Sömu- leiðis segir hann að erlent vinnu- afl geti haft neikvæð áhrif á launaþróun. Hann gengur jafnvel svo langt að halda því fram að ríkisstjórnin noti frjálst flæði vinnuafls sem hagstjórnartæki til að halda niðri verðbólgu. Hann blandar einnig í málið umræðu um tekjutengingar bóta öryrkja þó að tengslin milli þess og frjáls flæðis vinnuafls séu hreint ekki skýr. Þessi umræða er óneitanlega sérstök í ljósi þess ástands sem er í þjóðfélaginu. Atvinnuleysi á landinu öllu mældist einungis 1% í september síðastliðnum skv. töl- um Vinnumálastofnunar. Það var 1,4% í sama mánuði í fyrra og því má ljóst vera að aukið frjálst flæði vinnuafls hefur ekki aukið at- vinnuleysi Íslendinga. Að sama skapi verður að teljast undarlegt að halda fram að Íslendingar séu að missa vinnuna á kostnað út- lendinga þegar skortur er á starfsfólki í landinu. Samkvæmt könnun Gallup frá því í september telja 54% fyrirtækja að þau skorti starfsfólk og er þörfin mest í verslun, iðnaði og framleiðslu. Ennfremur má benda á að launa- vísitala skv. mælingum Hagstof- unnar hækkaði um 4,4% frá byrj- un maí til loka september á þessu ári. Á þessu sama tímabili í fyrra hækkaði hún um 2,1%. Það stenst því ekki heldur skoðun að aukið frjálst flæði vinnuafls hafi rýrt kjörin í landinu. Það er hins vegar áhyggjuefni að erlendu verkafólki virðast oft vera borguð lægri laun en samn- ingar kveða á um. En það þýðir ekki að kenna frjálsu flæði vinnu- afls um það. Við ættum frekar að líta í eigin barm. Verkalýðshreyf- ingin og stjórnvöld verða að standa saman að því að útrýma slíku úr íslensku samfélagi. Við þurfum að koma fram við alla sem hingað koma til starfa af þeirri virðingu sem við ætlumst til að okkur sjálf- um sé sýnd. Það er ekki svo að við fögnum ekki umræðu um málefni erlends verkafólks á Íslandi. Slík umræða verður hins vegar að byggjast á staðreyndum. Magnús Þór telur að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn- arflokkur, Vinstri-græn og Sam- fylking hafi „klikkað“ þegar lög um aukið frjálst flæði vinnuafls voru samþykkt á Alþingi síðastliðið vor. Tölur um atvinnuleysi, launahækk- anir og áframhaldandi skort á vinnuafli benda ekki til þess að lagasetn- ingin hafi haft slæmar af- leiðingar hérlendis. Því má spyrja á hverju klikk- uðu flokkarnir? Sjónarmið eins og Magnús Þór heldur fram eru vel þekkt úr stjórn- málaumræðunni í mörg- um Evrópulöndum. Flokksforingjar eins og Mogens Glistrup í Dan- mörku, Jörg Haider í Austurríki og Pim Fortu- yn í Hollandi koma upp í hugann í því sambandi. Sumir þessara flokka hafa stundum notið talsverðs stuðnings. Þeir hafa gjarnan byggt á einföldum málflutningi sem oft kennir innflytjendum um öll helstu vandamál viðkomandi samfélaga og reynir að gera úr þeim óvini. Ekki ætlum við að halda því fram að Magnús Þór sé orðinn svo langt leiddur þótt okk- ur sýnist að hann sé að stíga spor í þá átt. En eitt viljum við benda honum á að lokum. Sjónarmið áð- urnefndra flokka hafa verið kölluð ýmsum nöfnum sem ekki verða talin upp hér. Eitt er þó víst: Þau eru sannarlega ekki frjálslynd á neinn hátt. SIGURÐUR EYÞÓRSSON, SIGRÍÐUR ZOËGA Berjavöllum 2, Hafnarfirði. Ógn að utan? Frá Sigurði Eyþórssyni og Sigríði Zoëga: Sigurður Eyþórsson og Sigríður Zoëga Íslendingar leyfðu veiðar á örfáum hvölum eftir 20 ára hlé að und- angengnum vísindalegum rann- sóknum og talningu á hvölum um árabil. Rannsóknir staðfesta að hvöl- um fer ört fjölgandi, þeir taka ískyggilega stóran toll af hrörnandi fiskistofnum og eiga ríkan þátt í því, ásamt manninum, að útrýma öllu lífi úr sjónum samkvæmt nýjustu frétt- um af rannsóknum viðurkenndra vísindamanna í öðrum löndum. Íslendingar vita að fenginni reynslu að fiskveiðistjórnun ber ár- angur og fara eftir því. Þeir vita líka að jafnvægi í lífkeðjunni er lífs- nauðsyn öllu kviku, bæði á sjó og landi, og strandríki sem Ísland hafa bæði réttindi og skyldur til að stuðla að slíkri þróun. Veiði fárra hvala er þáttur í því ferli sem stjórnað verður samkvæmt vísindalegum útreikn- ingum. Þessi rök ættu að vera öllum ljós, ef ekki þá þarf að kynna það betur meðal þjóða. Stóra-Bretland, Ameríka og fleiri stórveldi mótmæla veiðum, með hót- unum, hávaða og látum. Þjóðir, sem um áraraðir hafa og eru að murka lífið úr börnum og sak- lausum borgurum í hundraða- og þúsundatali í Írak og Afganistan og hreyfa hvorki legg né lið þótt Ísrael- ar séu að fremja þjóðarmorð á Pal- estínumönnum á hrottafenginn og viðbjóðslegan hátt. Selja þeim jafn- vel morðtólin til að fremja verkn- aðinn. Það kemur því úr hörðustu átt að þessar sömu þjóðir skuli gráta kró- kódílatárum yfir hvaladrápi Íslend- inga og mega ekki vatni halda af meðaumkun vegna mannúðlegrar aflífunar villtra dýra, í jafn smáum en fullkomlega löglegum og eðlileg- um tilgangi. Ég vil því segja við þetta ofur brjóstgóða fólk: „Beindu geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er.“ GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR húsmóðir, Austurhlíð. Hvalveiðar og barnadráp Frá Guðríði B. Helgadóttur: Fyrir eitthvað um tveimur vikum birti ég í Morgunblaðinu grein- arkorn þar sem ég lýsti ofsaakstri á Amtmannsstígnum. Í framhaldi af því skrifaði ég borgaryf- irvöldum og bað um að hraða- hindranir yrðu settar á Amt- mannsstíginn til að gera hann öruggan yfirferðar fyrir bæði lítið fólk og stærra. Ég fékk strax góð viðbrögð frá borgarfulltrúum flestallra flokka og nú hafa um- ræddar hindranir verið settar upp. Og ég er ekki í vafa um að um- ferðaröryggi í Þingholtunum mun aukast. Alla vega þakka ég snör hand- tök! ILLUGI JÖKULSSON Ég þakka kærlega! Frá Illuga Jökulssyni: Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættumati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættumati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábóta- vant. www.mbl.is/profkjor Gylfi Dalmann Aðalsteinsson: „Betra, opnara og frjálsara samfélag.“ Stuðningsgrein við framboð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bergur Ólafsson: „Steinunn er auðlind“. Stuðningsgrein vegna fram- boðs Steinunnar Guðnadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi. Guðmundur Guðmundsson styður Steinunni Guðnadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Ingibjörg Hinriksdóttir styður Kristrúnu Heimisdóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. María Kristín Gylfadóttir: Kjósum hugrakka konu á þing! Stuðnings- yfirlýsing við Steinunni Guðnadóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suð- vesturkjördæmi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÉG undirritaður skrifaði grein um stækkun álversins í Straumsvík fyr- ir u.þ.b. tveimur mánuðum síðan sem ég kallaði „Manst þú eftir 30 ára afmæli álversins í Straumsvík“. Til- efnið var að Alcan í Straumsvík hafði þá boðið bæjarbúum á stórtónleika Björgvins Halldórssonar. Greinina sendi ég til Morgunblaðsins og síðar til bæjarblaðanna í Hafnarfirði þar sem hún var birt. Í framhaldi skrif- uðu bæði upplýsingafulltrúi Alcan og undirritaður greinar um málið í Fjarðarpóstinn þar sem frekari upp- lýsingar um stækkunarmálið og þau mál sem ég hafði fjallað um komu fram. Meðal annars leiðrétti fjöl- miðlafulltrúi upplýsingar mínar um tekjur bæjarins af höfninni og kynnti þá staðreynd að Alcan dælir iðnaðarvatni upp úr borholum á eig- in eignalóð og því er eðlilegt að þeir greiði ekki Hafnarfjarðarbæ fyrir það. Þann 23. október sl. var stofn- fundur Sólar í Straumi, þverpólitísks áhugahóps um stækkunarmálið í Straumsvík, og má segja að málið hafi þá verið sett endanlega á dag- skrá í bænum. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar í þessari umræðu í Hafn- arfirði síðan greinin var skrifuð og nýjar upplýsingar hafa komið fram. Það kom mér því óþægilega á óvart að sjá þessa gömlu grein birtast í Morgunblaðinu 9. nóvember. Það skrifast á minn reikning að hafa ekki dregið greinina til baka hjá Morg- unblaðinu, en það verður ekki aftur tekið. Ég hvet alla þá sem áhuga hafa á stækkunarmálinu í Straumsvík til þess að kynna sér málið á heimasíðu Sólar í Straumi, www.solistraumi- .org, en þar er að finna ítarlegar og málefnalegar upplýsingar um málið. Næsti fundur Sólar í Straumi um stækkunarmálið verður þann 21. nóvember nk. PÉTUR ÓSKARSSON rekstrarhagfræðingur og íbúi í Áslandshverfi Vegna greinar um stækkun álvers í Straumsvík Frá Pétri Óskarssyni: MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og net- fangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og þá verður notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nán- ari upplýsingar eru gefnar í síma 569 1210. Nýtt móttökukerfi aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.