Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 55

Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 55 færa ykkur birtu og yl og auðvelda ykkur að lifa með þyngstu sorginni. Við vottum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Ólafur Jónsson og Auður Ingimarsdóttir. Kveðja frá Árbæjarskóla Það ríkir sorg í Árbæjarskóla. Góður drengur er fallinn frá og hans er sárt saknað af nemendum og starfsfólki skólans. Við sviplegt fráfall vakna spurningar sem við fáum aldrei svör við. Ólafur Sverrir Sölvason hóf nám við Árbæjarskóla í haust. Hann var vinsæll og kátur drengur sem naut sín í skólastarfinu í hópi bekkjar- félaga. Samheldni og kærleikur fólks síðustu daga hefur hjálpað okkur í sorginni sem er ómetanlegt á slíkum stundum. Nemendur og starfsfólk Árbæjarskóla sendir foreldrum Ólafs Sverris, systrum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hans. Skólastjórnendur, starfsfólk og nemendur Árbæjarskóla. Lítill drengur, ljós og fagur, labbaði inn í kennslustofuna mína haustið 1999 ásamt 18 öðrum bekkj- arsystkinum sínum. Þau voru að ganga sín fyrstu skref í skólagöngu sinni í Selásskóla. Þessi börn bund- ust strax miklum vinaböndum og voru hvort öðru góð og styðjandi. Ólafur Sverrir var einn af þessum nemendum. Hann var góður náms- maður og lærði fljótt að lesa og var fljótt farinn að skrifa frá eigin brjósti. Hann hafði frá upphafi fjörugt ímyndunarafl og átti auð- velt með að setja sig inn í ævintýri og sögur. Einkum er mér minnis- stætt ævintýrið, sem ég sagði börn- unum, um Þyrnirós. Þá teiknaði Óli og skrifaði um prinsinn í aðalhlut- verki, enda bjargaði hann prinsess- unni. Þannig mun ég geyma minn- ingu hans í hjarta mér. Þessi fjögur ár sem ég fékk að njóta samvista við Ólaf Sverri og bekkjarfélaga hans, sem umsjónarkennari, verða mér ætíð minnisstæð. Elsku Ingibjörg, Sölvi og systur. Megi almættið veita ykkur styrk í þeirri miklu sorg sem missir Óla Sverris er. Soffía Jóna Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu, vina og annarra aðstand- enda. Hvíldu í friði vinur okkar og fé- lagi. Kári Jónasson og Ólafur Hlynur Guðmarsson, þjálfarar 4. flokks Fylkis. Þegar maður er langt í burtu og heyrir sorglegar fréttir trúir maður þeim ekki í fyrstu, því að þær hljóma svo óraunverulega. Það er ekki fyrr en heim er komið að hægt er að trúa þeim. Þetta upplifðum við systkinin þegar við fengum fréttirnar af andláti Óla. Við trúð- um þeim ekki í fyrstu. Það var eins og okkur hefði verið sagt að sólin hefði horfið af himnum og kæmi aldrei aftur. Við höfðum þekkt Óla síðan hann fæddist, við bjuggum öll í sama stigahúsi, gengum í sama skóla og í sama bekk í barnaskóla. Óli var drengur sem fannst gaman að lifa lífinu, hann var líka mikill prakkari og framkvæmdi ýmis uppátæki sem okkur þótti gaman að. Eitt sinni fórum við í veiðiferð saman og þeg- ar við vorum komin að árbakkanum sagðist Óli ætla að veiða fisk með berum önglinum og eftir nokkur köst tókst honum það. Svona lagað datt Óla einum í hug að gera. Óla þótti gaman að spila á gítar og stundum þegar við vorum í heim- sókn hjá honum spilaði hann lög fyrir okkur sem hann hafði annað hvort samið sjálfur eða gripið upp af Netinu eða einhverjum disk og þetta gerði hann alltaf með svo miklum tilþrifum að það var eins og hann væri staddur á sviði á tón- leikum. Stundum var Óli bara alveg eins og sólin, hann var nefnilega alltaf svo glaður þegar við töluðum saman að það geislaði af andliti hans og hári sem var ljóst eins og sólargeislarnir. Það er svo undarlegt, finnst manni þegar maður er ungur, að sólin skuli hverfa af himninum bak við fjarlæg fjöll. Það er eins og framandi hönd hafi hrifsað frá manni leikföng manns. (Steinn Steinarr.) Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar. Björgvin og Erla Hrönn Mér finnst það rosalega óraun- verulegt að hann Óli skuli vera dá- inn. Hann sem var alltaf brosandi og glaður og segjandi brandara og önnur skemmtilegheit. Ég mun allt- af muna eftir Óla því að hann var vinur minn frá þriggja ára aldri. Ég á margar minningar um Óla. Ég man til dæmis eftir því að þegar við vorum litlir á leikskóla vorum við alltaf að leika einhver dýr eða íþróttaálfinn. Óli átti körfu fulla af búningum og það var eitt það skemmtilegasta sem við gerðum að grúska í henni og finna okkur bún- inga sem við síðan klæddum okkur í. Óli átti til dæmis Dalmatíuhunda- búning sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Svo man ég líka að hann var alltaf vaknaður mjög snemma um helgar eins og ég, var oft kominn niður til mín fyrir klukk- an átta að spyrja hvort ég vildi leika. Svo byrjuðum við báðir í Sel- ásskóla. Það var þannig að við vor- um í eftir-hádegisbekk þannig að skólinn hjá okkur byrjaði oftast ekki fyrr en klukkan ellefu. Frá klukkan átta á morgnana vorum við í gæslu í Víðiseli þangað til við byrj- uðum í skólanum. Ein af mínum skemmtilegri minningum um Óla er þegar við vorum í 3. bekk og allur bekkurinn fór að Rauðavatni að vaða. Þá gerði Óli sér nú bara lítið fyrir og fór úr öllu nema nærbux- unum og tók sér góðan sundsprett. Það var nú ekki vel liðið af kenn- aranum okkar. Í 4. bekk man ég eft- ir því að við ætluðum að stofna svaka njósnafélag og reyna að njósna eitthvað um fólk. En svo átt- uðum við okkur á því að það var erf- iðara en við héldum. Svo eftir 5. bekk töluðum við minna saman því að ég flutti í annað hverfi. En ég hitti hann samt alltaf á fótboltaæf- ingum og þar töluðum við saman. Ég man eins og þau hefðu verið í gær þessi tvö ESSO-mót sem við fórum á til Akureyrar. Á seinna ESSO-mótinu okkar voru öllum gefnar peysur sem á stóð ESSO- mót Akureyri 2005 og þær voru í al- veg skærbláum rosalega áberandi lit. Okkar lið var fyrsta liðið til þess að fá þessar peysur. Þá fengum við Óli snilldarhugmynd; við vorum þeir einu þarna á svæðinu í þessum áberandi peysum merktum ESSO mótinu 2005, af hverju þá ekki að fara og þykjast vera starfsmenn? Og við gerðum það og fórum að segja fólki að færa sig til og frá, ekki standa of nálægt vellinum og ekki trufla leikmennina. Svo á ein- um staðnum var fólk að kalla hvatn- ingarhróp til sona sinna, sem er auðvitað fullkomlega eðlilegt, en við Óli löbbuðum upp að þeim og sögð- um þeim að hafa ekki svona hátt. Ég held að ég hafi bara aldrei áður séð fólk með jafn mikinn hneyksl- unarsvip. Svona var hann Óli, alltaf tilbúinn í einhver skemmtileg uppá- tæki eða brandara. Ég mun aldrei gleyma honum, hann var góður vin- ur og frábær strákur. Ég vil votta foreldrum hans og systrum alla mína samúð. Steinn Hermann Sigurðarson (Steini). Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Þú vakir faðir vor ó, vernda börnin þín svo víð sem veröld er og vonarstjarnan skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú, í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú, á jörð sem átt og elskar þú. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og leggðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjörn Einarsson) Ég kynntist Óla fyrir 10 árum þegar við urðum nágrannar í Rey- kásnum og þeim Steina mínum varð strax vel til vina. Óli var einstakur strákur, glaður en oft djúpt þenkj- andi, sem gaman var að spjalla við og margar góðar minningar á ég um þá félagana í leik og alvöru. Óli tilheyrði fjölskyldu sem var áber- andi samheldin og sterk og vonandi verða þeir eiginleikar styrkur nú í þeim sára harmi að sjá á eftir barni sínu og bróður. Elsku Sölvi, Ingi- björg og systurnar, Guð gefi ykkur styrk til að horfa fram á veg og byggja tilveruna upp á ný. Áslaug Björt Guðmundardóttir. Þegar ég heyrði að vinur minn, hann Óli, hefði orðið fyrir slysi varð ég hræddur og hugsaði: „Hann nær sér“, en sú von varð að engu því hann lést þann 3. nóvember. Ég á erfitt með að hugsa til þess að hann labbi ekki inn um dyrnar heima hjá mér, þar sem við eyddum mörgum stundum saman. Síðasta skiptið sem Óli kom til mín lágum við uppi í rúmi og horfðum á „Prison Break“ í tölvunni. Við vorum mjög góðir vin- ir, vorum saman í Selásskóla frá því í 4. bekk, sátum saman og bröll- uðum heilan helling. Við vorum báðir frekar miklir grallarar og taldir miklir ærslabelgir. Við æfð- um saman fótbolta hjá Fylki, og það voru ófáar ferðirnar sem pabbi Óla, hann Sölvi, var í för með okkur, það var alltaf fjör hjá okkur og var ekki leiðinlegt að hafa Sölva með. Við fórum líka í körfubolta, því við þurftum að hafa nóg að gera, við ræddum um að stofna hljómsveit, því Óli var mjög góður á gítar. Óla gekk mjög vel í skóla og skil- aði hann 7. bekkjar einkunnum með stæl. Hann var klár strákur, vinsæll meðal okkar vinanna, alltaf glaður. Ferðin á Reyki var frábær, við vor- um saman í herbergi og deildum okkar leyndarmálum, hvort sem það varðaði stelpur eða eitthvað annað. Leið okkar lá í Árbæjar- skóla þar sem við vorum að fara í 8.bekk. Við lentum ekki saman í bekk en áttum okkar tíma í frímín- útum. Ég á mjög erfitt með að trúa og sætta mig við að hann Óli vinur minn sé farinn, en ég vil trúa því að við munum hittast aftur. Óli var einn besti vinur minn. Ég mun aldr- ei gleyma þér, vinur. Ég og fjöl- skylda mín biðjum góðan guð að styrkja fjölskyldu Óla á þessari erf- iðu stundu. Þinn vinur, Daníel Guðmundsson. Það stefnir í dimman vetur í Ár- bæjarhverfi. Skyndilegt brotthvarf unglingsdrengs skilur okkur eftir með sorg í hjarta. Unglingur, æska og þor. Hamingjan blikar í blámóðu fjarskans. Á bak við hin ógengnu spor. (Ingi Steinar Gunnlaugsson) Hvernig má það vera? Einu sinni var sagt að þeir deyi ungir sem guð- irnir elska. Og það var ekki hægt annað en að elska hann Óla. Allt frá því að Bergdís dóttir okkar byrjaði í 6 ára bekk voru hún og Óli bekkj- arsystkini og vinir. Óli var þeirrar gerðar að maður komst ekki hjá því að taka eftir honum; kröftugur, skemmtilegur fjörkálfur – miðdepill athyglinnar, ef hann fékk nokkru ráðið. Í afmælum Bergdísar, um- vafinn stelpunum, var hann í essinu sínu. Bláeygur dagur með ljósgult hár að leik í garði mínum og blómin syngja en slysin gera ekki boð á undan sér og sólarlagið hljómar dapurlega Og það er klökkvi í lit blómanna undir kvöld (Ingi Steinar Gunnlaugsson) Svo er það í miðjum hversdags- leikanum að það gerast atburðir sem er erfitt að skilja. Og nú er Óli farinn, væntanlega byrjaður að lífga upp á himnaríki á sinn ein- staka hátt. Hver veit nema hann sé farinn að leggja drög að nýrri hljómsveit í himnaríki? Himnaríki verður aldrei hið sama aftur, en við í Árbænum sitjum eftir og söknum góðs drengs sem fór allt af fljótt en skildi eftir sig margar góðar minn- ingar. Viðar stoppaði hann í sumar þar sem hann var að hjóla með pabba sínum – á fleygiferð að sjálf- sögðu, Viðar tók utan um hann og bað hann að fara varlega í umferð- inni. Það hefði þurft að ræða fleira, hefði nokkurn grunað að ekki gæf- ust frekari færi til. Við getum grátið yfir dauða hans eða við getum glaðst yfir lífi hans. Við getum lokað augunum og beðið bæn um að fá að sjá hann aftur eða við getum opnað augun og séð það sem hann skildi eftir. Elsku Sölvi, Ingibjörg, Anna Lísa, Ragnheiður Vera, Guðrún og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill. Bergdís og Teddi biðja fyrir kærar kveðjur til ykkar allra, góður Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar og blessi minninguna um Óla. Viðar Helgason og Sigríður Hjartardóttir. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugustu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti) Lífið er ekki alltaf réttlátt og erf- itt er að skilja þegar ungur drengur er hrifinn burt frá okkur. Ólafur Sverrir kvaddi þennan heim föstu- daginn 3. nóvember, aðeins þrettán ára. Minningar hrannast upp og spurningar vakna. En engin svör er að fá. Eftir sitja ættingjar og vinir í djúpri sorg. Ólafur Sverrir hóf skólagögnu sína í Selásskóla haustið 1999. Fal- legur og bjartur lítill hnokki. Í sjö ár skokkaði hann hér um ganga og skólalóð með félögum sínum og vin- um. Það fór ekki fram hjá neinum að hér var lífsglaður og kátur hópur þar sem Ólafur var framarlega í flokki. Ólafur Sverrir var góður náms- maður. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og spilaði hann á gítar og var í hljómsveitinni sem kom fram á 20 ára afmæli skólans síðastliðið vor. Fótboltinn var líka spilaður bæði í Fylki og á skólalóðinni. Allt sem hann hafði áhuga á gekk vel. Ólafur Sverrir framkvæmdi oft án þess að hugsa um afleiðingarnar og áttum við því margar stundir saman þar sem við ræddum um lífið og tilveruna. Nú hefur Ólafur kvatt þennan heim og kominn í æðri heima. Hans er sárt saknað. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Foreldrum, systrum og fjölskyld- unni allri sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Megi guð styðja ykk- ur í þessari miklu sorg. Fyrir hönd Selásskóla Anna Guðrún og Örn. Dauðinn er lækur, en lífið er strá skjálfandi starir það straumfallið á. Okkur koma í hug þessar ljóð- línur úr þekktu kvæði Mattíasar Jochumssonar er við hugsum um fráfall Ólafs Sverris Sölvasonar sem við með miklum trega kveðjum í dag. Í hinu verndaða umhverfi sem við teljum okkur öll búa við eru óhöpp og óvænt slys sífellt að valda fólki ómældri sorg og þjáningu. Við umvefjum okkar nánustu ástúð og hlýju og búum þeim öruggt skjól en samt verða hinir sorglegu atburðir sem eru hluti af mannanna lífi og þótt við spyrjum: hvers vegna, hvers vegna? er vanmáttur okkar til skilnings á orðnum hlut eina svarið. Við ætlum að leyfa okkur að birta hluta ljóðsins Lítill drengur eftir Jón úr Vör til að tjá söknuð okkar og vanmátt. Kvæðabrotið finnst okkur lýsa þeirri sorg sem við upp- lifum við fráfall Óla vinar okkar og einnig þeirri gleði sem við munum eiga með sjálfum okkur fyrir að hafa verið samvistum við hann um skeið. Börnin fæðast litlum systkinum sínum eins og ljós sé kveikt, eins og fyrstu blóm vorsins vakni einn morgun. Ef þau deyja, hverfa þau til guðs, eins og draumur, sem aldrei gleymist. Í sorginni mætast foreldrar og börn og verða ekki síðan viðskila. Lítill drengur liggur í vöggu sinni og hlær, þegar við grúfum okkur niður í ullarflókann á brjósti hans. Þegar mamma situr með hann í fanginu og gefur honum brjóst, horfum við hugfangin á, hve hann er öruggur og sæll. Svo einn morgun er hann dáinn. Elsku Sölvi, Ingibjörg og fjöl- skylda. Við eigum ekki til þau orð sem megna að sefa harm ykkar á þessari stundu. Megi minningin um fallega drenginn ykkar og sú gleði ykkar að hafa átt hann Óla reynast sorginni sterkari er fram líða stundir. Hvíldu í friði litli vinur. Ólafur Jónasson, Jóna Sigrún Hjartardóttir og fjölskylda. Ég trúi því varla ennþá að þú sért dáinn Óli minn, að þú sért farinn frá okkur þessi hressi, frábæri strákur. Ég man á REY-CUP þegar við vorum saman á ballinu og þú vildir taka mig með þér að tala við sætu stelpuna, hvað sem hún hét, og ég sagði þér að fara bara sjálfur og segja hæ og eftir það urðuð þið góð- ir vinir. Æi, elsku Óli minn, þú snertir hjörtu okkar allra og munt aldrei fara frá okkur. ALDREI! Ég mun sakna þín til æviloka. Við vorum ekki bestu vinir en aldrei óvinir, manstu rennilásalagið okkar? Manstu þegar við tókum loftið úr dýnunni hans Óla þjálfara og kenndum öðrum um? Ég vil votta foreldrum, systrum og fjöl- skyldu Óla samúð mína, ég sam- hryggist ykkur innilega. Friðrik Örn Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.