Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 56
56 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórður MatthíasSigurjónsson
fæddist á Foss-
hólum í Holtum í
Rangárvallasýslu
27. október 1941.
Hann lést 3. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Arndís Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hús-
freyja á Fosshólum,
f. 28.2. 1906, d. 22.8.
1993 og Sigurjón
Jónsson, bóndi á
Fosshólum, f. 14.8.
1899, d. 9.10. 1960. Systkini Þórð-
ar Matthíasar eru: María, f. 24.9.
1928, Sigurleif, f. 15.12. 1930,
Eiríkur, f. 16.9 1934, d. 14.9. 1999,
Tryggvi, f. 6.10. 1935, d. 16.12.
1969, Sigríður, f. 27.2. 1937, d.
29.7. 1986 og Sigrún, f. 1.4. 1943.
Hinn 29. október 1966 kvæntist
Þórður Matthías Vilborgu Gísla-
dóttur frá Vindási í Landsveit, f.
26.6. 1947. Foreldrar hennar eru
Guðmunda Anna Valmundsdóttir
húsfreyja á Vindási, f. 6.10. 1925,
nú búsett á Hellu, og Gísli Krist-
jánsson bóndi á Vindási, f. 14.5.
1902, d. 15.9. 1973. Börn Þórðar
Matthíasar og Vilborgar eru: 1)
Jón blaðamaður, f.
14.7. 1966; 2) Guð-
munda Anna
þroskaþjálfi, f. 3.12.
1969, sambýlis-
maður Sæmundur
Kristinn Egilsson
rafeindavirki f.
1962; og 3) Sigríður
Arndís kennara-
nemi, f. 3.12. 1977,
gift Sigurði Sigurð-
arsyni tamninga-
manni f. 1969, sonur
þeirra Sigurður
Matthías, f. 2004.
Dóttir Sigríðar frá fyrra sam-
bandi er Vilborg María Ísleifs-
dóttir, f. 1999. Börn Sigurðar frá
fyrra sambandi eru Róbert, f.
1992 og Rakel Dóra, f. 1998.
Þórður Matthías bjó alla tíð á
Fosshólum. Árið 1966 tók hann
ásamt eiginkonu sinni við búi for-
eldra sinna en þau höfðu byggt
nýbýlið Fosshóla úr Lýtingsstaða-
landi. Hann vann ýmis störf með-
fram búskapnum svo sem við
sauðfjárslátrun og skólaakstur.
Útför Þórðar Matthíasar verður
gerð frá Marteinstungukirkju í
Holtum í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku hjartans pabbi minn. Síð-
ustu dagar hafa verið þeir erfiðustu
í lífi mínu. Ég trúi því varla ennþá
að þú sért farinn, finnst eins og ég
geti bráðum hringt í þig og spjallað,
fengið góð ráð eða beðið þig að taka
Vilborgu Maríu með heim úr skól-
anum. En raunveruleikinn er
ískaldur og það ert ekki þú sem ert
að koma þegar heyrist í traktor úti
eða útidyrnar opnast. Ég er samt
svo óendanlega þakklát fyrir að
hafa átt þig í tæp 29 ár. Besti pabbi
í heimi. Þú varst kletturinn í lífi
mínu, alltaf hægt að leita til þín
hvar og hvenær sem var og vildir
allt fyrir mig gera.
Hjartað þitt var úr gulli þótt þú
gætir stundum verið beittur og
hefðir sterkar skoðanir á mönnum
og málefnum og værir ekkert að
liggja á þeim. Þú varst prakkari í
þér, við höfðum svipaðan húmor og
gátum hlegið saman að svo mörgu.
Þú kenndir mér svo margt, það er
gott veganesti út í lífið að hafa feng-
ið að stússast með þér í búskapnum
og öllu sem honum fylgdi alveg frá
því ég var smástelpa. Þú vildir hafa
öll tæki í topplagi og lagðir á það
mikla áherslu að fara gætilega í
kringum þau. Það var svo gaman að
fylgjast með þér þegar þú varst
kominn á fullt í heyskapnum, þar
naust þú þín í botn þótt dagarnir
væru oft langir og strangir. Þú tal-
aðir stundum um að þú hlytir að
vera orðinn þúsund ára, værir bú-
inn að upplifa alla heyskapartækni
sem til hafi verið; slóst með orfi og
ljá þegar þú varst ungur drengur,
upplifðir allar tækniframfarirnar og
varst svo kominn með flottustu nú-
tímagræjur sem hægt var að fá – og
fannst það hreint ekki leiðinlegt!
Veiðivatnaferðirnar eru líka
ógleymanlegar, þar varstu eins og
kóngur í ríki þínu enda voru vötnin
einn af þínum uppáhaldsstöðum.
Dýravinur varstu mikill, sérstak-
lega hélstu mikið upp á ketti og
hunda og tókst þér rækilega að
smita mig og börnin mín af þeim
áhuga. Já, elsku börnin. Hvað þú
hélst upp á þau og naust þess að
hafa þau hjá ykkur mömmu. Þú tal-
aðir svo oft um hvað ég væri rík að
eiga þau. Ýmislegt var brallað, enda
voru þau svo oft hjá ykkur í Foss-
hólum.
Stóru bláu augun hennar Vil-
borgar Maríu eru núna full af sorg.
Hún á erfitt með að skilja óréttlæti
heimsins, að hún fái aldrei að sjá
þig aftur. Vilborg var síðasta skóla-
barnið sem þú keyrðir, þú tókst
hana með þér heim á föstudaginn
og talaðir sérstaklega um hvað þér
fannst notalegt að hafa hana með.
Sigurður Matthías skynjar þetta á
sinn hátt. John Deere var með
fyrstu orðunum sem hann lærði, þú
kenndir honum þau og hafðir svo
gaman af óbilandi áhuga hans á
traktorum og tækjum. Pabbi. Það
er óvenjulega kalt og nöturlegt í
haustveðrinu.
Tómleikinn og söknuðurinn nísta
merg og bein. Ég veit að þú fylgist
með okkur og veit líka að við hitt-
umst aftur þegar sá tími kemur. En
þangað til ætla ég að gera eins og
þú gerðir; lifa lífinu lifandi með fjöl-
skyldunni minni og öllu góða fólk-
inu sem við eigum að og njóta þess í
botn. Guð geymi þig elsku pabbi
minn. Ég kveð þig eins og þú
kvaddir alltaf í símann: Allt í lagi
bless.
Þín elskandi dóttir,
Sigríður Arndís (Sigga).
Sorg, söknuður og tómleiki hafa
verið ríkjandi tilfinningar í hjarta
mér síðan mamma hringdi í mig og
sagði mér að þú værir dáinn elsku
hjartans pabbi minn. Ég trúi því
varla ennþá. Síðast þegar ég hitti
þig varstu glaður og kátur og við
vorum að halda upp á sextíu og
fimm ára afmælið þitt og fjörutíu
ára brúðkaupsafmælið ykkar
mömmu. Það hvarflaði ekki að mér
að þetta væru okkar síðustu sam-
verustundir. Sem betur fer höfum
við átt saman óteljandi góðar stund-
ir sem gott er að minnast þegar þú
ert horfinn. Þú lifðir lífinu lifandi og
það var alltaf stutt í gráglettna
húmorinn þinn og prakkaraskapinn.
Þú varst óskaplega góður pabbi,
góður vinur, ástríkur, traustur,
ráðagóður og hjálpsamur. Hjartað
var úr gulli og þú máttir ekkert
aumt sjá. Þú varst stríðinn en gerð-
ir samt líka manna mest grín að
sjálfum þér – taldir að það væri
betra að vera fyrri til þegar maður
gerir einhver axarsköft sem hægt
er að nota til að stríða manni. Ég
man þegar þú varst að kenna mér
að keyra traktor – þú kenndir mér
að fara varlega og fara vel með tæk-
in. Það voru bara gamlir karlar sem
rykktu af stað – og auðvitað varð
það til þess að maður reyndi eins og
maður gat að taka mjúklega af stað
– ekki vildi maður láta kalla sig
gamlan karl! Við áttum líka margar
góðar stundir saman við að vasast í
kringum féð – það þurfti að girða,
smala, rýja og alltaf varstu með það
á hreinu hvernig þú vildir gera hlut-
ina. Þú varst svo drífandi og vildir
klára alla hluti – alveg sama hvað
tautaði og raulaði. Ef eitthvað var
bilað – sérstaklega vélar, traktorar
og bílar – þá var það lagað strax
enda hafðir þú öryggismálin alltaf á
hreinu. Ef þú vissir af mér á léleg-
um dekkjum og það var að koma
vetur þá hættir þú ekki fyrr en ég
var komin á nagladekkin.
Eitt helsta áhugamál þitt alla tíð
voru Veiðivötn. Þú varst óþreytandi
við að stuðla að uppbyggingu þar.
Það var þér mikið hjartans mál að
aðstaðan í Veiðivötnum yrði sem
allra best og klakveiðin á haustin og
fiskiræktin tækjust vel. Og þú tald-
ir ekki eftir þér að keyra óteljandi
ferðir með seiði til að sleppa í vötn-
in. Þér leiddist heldur ekki að veiða
stóra urriða í Litla sjó eða Hraun-
vötnum og best var ef þeir komu á
stöng þó að netaveiðin væri
skemmtileg líka. Þú varst kominn
af stað með að kanna hvort hægt
væri að koma þeirri hugmynd þinni
í framkvæmd að virkja fossinn úr
Fossvatninu til þess að fá ljós og
hita í húsin, þannig að ekki þyrfti
lengur að notast við gas og kerta-
ljós.
Elsku hjartans pabbi minn. Þú
kvaddir þennan heim á svipaðan
hátt og þú varst vanur að kveðja
þegar þú varst að flýta þér, stutt og
laggott: allt í lagi bless. Ég kveð þig
með ljóðlínum úr ljóði Davíðs Stef-
ánssonar.
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.
Ég sakna þín alveg óskaplega
mikið.
Þín dóttir,
Anna.
Knús og kossar voru ekki hluti af
daglegum samskiptum okkar
pabba. Hvorugur okkar er þannig
gerður. Þau mörkuðust samt af
mikilli vináttu og trausti sem fór
vaxandi með árunum. Og þegar ég
veiktist af „mínum“ MS sjúkdómi
árið 1992 fann ég hvað gott er að
eiga pabba eins og hann. Mann sem
alltaf var til staðar, hvetjandi,
traustur og hjálpsamur í alla staði.
Við hittumst nokkrum sinnum í
viku og töluðum enn oftar saman í
síma – um alls konar málefni, oftast
bara örstutt, eða þar til kom „allt í
lagi, bless“ eins og systur mínar
hafa lýst í greinum sínum. Og auð-
vitað er það fyrir áhrif af góðu upp-
eldi að ég er sjálfstæðismaður –
eins og pabbi! Hann var sjálfstæð-
ismaður alla tíð og oft í stjórn sjálf-
stæðisfélagsins í héraðinu þótt
langar fundarsetur hafi aldrei átt
við hann, – hann var jú maður sem
vildi drífa hlutina áfram. Og hann
var jafn óþolinmóður og ég að bíða
eftir lyfinu mínu, sem er „alveg að
koma“. Og um það var talað í síð-
asta samtalinu okkar. Ég vildi óska
þess að lækning hefði verið fundin
við hans veikindum, sem höfðu
ágerst síðasta ár. Og að sjá á eftir
góðum vini eins og pabba hverfa á
braut svo snemma þykir mér erfitt.
Erfiðast er það þó fyrir elsku
mömmu sem sér á eftir ævifélag-
anum trausta og góða. Þau voru
samhent hjón sem máttu hvorugt af
öðru sjá. Og hvort sem það orð er
viðurkennt í málinu eður ei, þá
skilja það allir þegar ég segi að við
systkinin höfum átt miklu „for-
eldraláni“ að fagna. Við teljumst
fullmótuð öll, en það áttu samt eftir
að koma svona 30 ár til viðbótar
með þessum góða og skemmtilega
vini.
Takk fyrir allt í þessari törn, við
sjáumst, pabbi minn!
Þinn sonur,
Jón Þórðarson.
Sumarið 1969 lögðum við nokkur
ungmenni úr Hrútafirðinum ásamt
einni ungri stúlku úr Holtunum,
Sigrúnu Ernu Sigurjónsdóttur, er
þá vann á símstöðinni á Brú, í ferða-
lag um Suðurland. Í þessari ferð
var komið við á heimili hennar að
Fosshólum í Holtum. Þarna hitti ég
í fyrsta sinn Þórð Matthías Sigur-
jónsson, Matta, sem síðar varð
mágur minn.
Sumarið eftir kom ég aftur að
Fosshólum og nú til að stoppa og
kynntist þá fólkinu á bænum. Á
þessum sumardögum tókst vinátta
með okkur Matta sem styrktist og
þroskaðist með hverju árinu sem
leið.
Sumarið 1975 fórum við Sigrún
kona mín og faðir minn í ferðalag
suður í Holt og það stóð meira til.
Þarna fórum við pabbi með Matta
inn í Veiðivötn á Landmannaafrétti.
Ekið var á tveimur Landrover-
jeppum og vissulega fannst okkur
norðanmönnum að leiðin væri löng
og mikil eyðimörk yfir að fara. Þeg-
ar komið var inn í vötn blasti við
okkur nýr heimur. Sannkölluð vin.
Veiðin var ekki sérlega mikil en
ekki minnkaði álit mitt á Matta þeg-
ar hann landaði átta punda urriða
úr Arnarpolli eftir snarpa viður-
eign. Mér varð það ljóst að þetta
svæði átti þá þegar mikinn hug
hans.
Vissulega var á þessum árum
langt á milli Hrútatungu og Foss-
hóla og ferðir ekki tíðar en þó
reyndum við að hittast einu sinni
eða tvisvar á ári. Uppbygging var í
fullum gangi. Nýtt og glæsilegt
íbúðarhús var byggt, fjósið stækkað
og endurbætt, mikið ræktað og það
var alveg ljóst að Matti var mikil
heyskapsmaður. En Matti var ekki
einn, kona hans Vilborg Gísladóttir,
stóð við hlið hans og bjó fjölskyld-
unni fagurt og gott heimili, auk
þess sem hún hefur lagt sitt til úti-
verkanna.
Fyrst voru þau með allstórt
kúabú, nokkrar kindur og nautkálfa
til uppeldis. Síðar hættu þau mjólk-
urframleiðslu og sneru sér alfarið
að kjötframleiðslu og þó nú á síð-
ustu árum mest að heyskap og hey-
sölu. Þá hafa þau bæði stundað
nokkuð vinnu utan heimilis.
Ég tók fljótt eftir áhuga Matta á
því að hafa góðan vélakost á búinu.
Hanna var vandlátur en vissulega
taldi hann það sem hann var með á
hverjum tíma það besta.
Þegar við hittumst bar margt á
góma. Rætt var um búskapinn,
vélakostinn og Veiðivötnin og veiði-
skapinn þar.
Matti fór að sinna málum Veiði-
vatna sífellt meira eftir því sem árin
liðu. Hann átti margar ferðir inn
eftir bæði við að veiða fisk í klak og
flytja seiði o.fl. Hann var með hug-
ann við allar endurbætur á svæðinu.
Við Sigrún fórum með Matta og
Vilborgu og fleira fólki í netaveiði
haustið 2004. Þarna var Matti for-
inginn og hrókur alls fagnaðar.
Síðan fórum við Matti tveir sam-
an inn í Veiðivötn snemma sumars
2005. Veður var gott og fiskurinn
var við í Litlasjó um kvöldið. Við
veiddum nokkra fiska, einnig ókum
við um svæðið og nutum fegurð-
arinnar, alsælir. Við vöknuðum
snemma morguns og sáum að í suð-
vesturloftið var farið að draga upp
bliku. Matti átti flatt hey og okkur
kom saman um að halda til byggða.
Í þessari ferð rakti Matti fyrir mér
ýmis áform um endurbætur á hús-
um og allri aðstöðu á svæðinu sem
þó er um margt til fyrirmyndar að
mínum dómi. Sérstaklega ræddi
hann um möguleika á að virkja foss-
inn í kvíslinni sem rennur úr Litla-
Fossvatni. Það væri svo nauðsyn-
legt að fá rafmagn í húsin á svæð-
inu. Verði þessi virkjun að
veruleika þá væri vel til fundið að
hún yrði kennd við hann. Báðir vor-
um við staðráðnir í því að við þyrft-
um að fara aftur saman til veiða, þó
síðar yrði.
Þessi ferð með Matta sem hefur
verið ákaflega ljúf í minningunni er
nú orðin ein af þeim dýrmætu
stundum sem maður hefur átt en
veit að ekki verður endurtekin.
Það hefur alltaf verið einstaklega
gott að koma að Fosshólum og hitta
fjölskylduna, Matta, Vilborgu og
börnin þeirra. Þar tók á móti manni
vinátta, gleði og þó einkum alveg
sérstök hlýja.
Hrútatungufjölskyldan sendir
Fosshólafjölskyldunni samúðar-
kveðjur, megi góður Guð styrkja
ykkur og styðja á þessum erfiðu
dögum og um ókomna tíð.
Gunnar Sæmundsson.
Góður granni er fallinn frá. Matt-
hías í Fosshólum kemur ekki lengur
á hlaðið. Hans er saknað í Holt-
unum. Við reyndum það eins og
fleiri að það var gott að eiga Matt-
hías að nágranna þegar við fluttum
í Holtin. Það voru ekki liðnir nema
fáeinir dagar vorið 2000 frá því að
við tókum að sýsla við bústörf á jörð
okkar að kynni okkar Matthíasar
hófust. Við þurftum að fá aðstoð við
jarðvinnslu og var bent á að tala við
hann. Aðstoðin var auðfengin og
þannig var það æ síðan. Það var
sama hvort það heyskapurinn, að
gefa hrossunum eða plægja. Þar
áttum við Matthías að. Þegar kom
að því að huga að kaupum á drátt-
arvél var það Matthías sem réð
ferðinni. Skilaboðin og leiðbeining-
arnar voru eins og jafnan skýrar og
ákveðnar. Hann hringdi. Var stadd-
ur á Selfossi. Ef það á kaupa trak-
tor þá er þetta vélin. Sú varð líka
niðurstaðan.
Oft var setið að spjalli í eldhúsinu
og oftar en ekki bar Veiðivötn á
góma. Matthías var mikill áhuga-
maður um ræktun og nýtingu veið-
innar þar. Og það var rætt um nýj-
ar og stærri vélar til að sinna
heyskapnum hjá honum. En hann
var líka iðinn við að hvetja aðra til
frekari verka. Þannig var síðasta
samtalið við Matthías. Þar voru
lögð á ráðin um endurræktun túna
hjá okkur að vori. En þau samtöl
verða ekki fleiri. Eftir stöndum við
sem erum í þakkarskuld við hann
og kveðjum hann í dag. Við vottum
Vilborgu og börnum samúð við frá-
fall hans.
Ragnhildur og Tryggvi,
Syðri-Rauðalæk
Hvenær sem kallið kemur
kaupir sig enginn frí,
þar læt ég nótt sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(Hallgrímur Pétursson)
Hlátur og grátur. Þar er stutt á
milli. Það fengum við nokkrir vinir
þínir að upplifa síðast liðið föstu-
dagskvöld. Við ætluðum að eiga
skemmtilegt kvöld saman, starfs-
fólk leikskólans ásamt mökum.
Kvöldið rétt að byrja. Vorum að
borða góðan mat og segja sögur.
Svo ætluðum við að hafa það nota-
legt og gista á hóteli. En þú fékkst
allt annað hótel en þú valdir. Elsku
Matti, það er ótrúlegt að þú skulir
vera farinn frá okkur svona fyrir-
varalaust. Matti var góður og kær
fjölskylduvinur og félagi sem við
munum sárt sakna. Vinátta og
traust einkenndi alla tíð okkar sam-
band. Við nutum þess í ríkum mæli
að ávallt var hægt að reiða sig á
Matta. Hann var úrræðagóður,
snjall og ávallt tilbúinn að rétta
hjálparhönd. Stutt var í glettni og
gamansemi hjá honum og hann sá
tíðum spaugilegar hliðar á hinum
ýmsu dægurmálum.
Sérstaklega viljum við minnast á
okkar stóra sameiginlega áhuga-
mál, en það var uppbygging og
starfsemi Veiðifélags Landmanna-
afréttar. Margar ferðir höfum við
farið saman til að sækja heim Veiði-
vötn, þessa náttúruperlu sem þú
hafðir svo ofarlega í huga. Alltaf að
velta fyrir þér hvað og hvernig
hægt væri að gera betur.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Elsku Matti, við þökkum þér fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við átt-
um með þér. Þín mun verða sárt
saknað. Um leið biðjum við góðan
Guð að styrkja og hugga þína ynd-
islegu fjölskyldu. Guð geymi þig.
Sigrún Björk og Valtýr.
Þórður Matthías
Sigurjónsson
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég mun sakna þín, heimsins
besti afi. Ég mundi gera
hvað sem er til að fá þig aft-
ur. Ég mun aldrei gleyma
þér. Bless.
Vilborg María.
HINSTA KVEÐJA