Morgunblaðið - 11.11.2006, Page 58
58 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Brynleifur Sig-mar Tobíasson
fæddist í Geldinga-
holti í Skagafirði 20.
janúar 1937. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Skaga-
fjarðar 2. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Tobías Sigurjónsson
bóndi í Geldinga-
holti, f. 10. október
1897, d. 23. ágúst
1973 og Kristín
Gunnlaugsdóttir frá
Ytri-Kotum í Norðurárdal, f. 7.
september 1912, d. 9. febrúar
2002. Systkini Brynleifs eru Guð-
mann, f. 29. apríl 1935, Jófríður, f.
4. september 1939, Sigurjón, f. 8.
desember 1944, Gunnlaugur, f.
29. janúar 1950 og Hjördís Jón-
ína, f. 10. desember 1956.
Haustið 1973 hóf Brynleifur
sambúð með eftirlifandi sambýlis-
konu sinni Jónu Guðrúnu Gísla-
dóttur, f. 18. september 1944 og
bjuggu þau alltaf í Úthlíð í
Varmahlíð. Börn þeirra er Edda,
f. 22. júlí 1974, sambýlismaður
Þorsteinn Hafþórsson, f. 29.
september 1970 og
Tobías Þórður, f.
25. júní 1979.
Brynleifur nam
bifvélavirkjun við
Iðnskólann á Sauð-
árkróki og lauk
meistaraprófi það-
an árið 1973. Hann
starfaði hjá Bif-
reiðaverkstæði
Kaupfélags Skag-
firðinga á Sauð-
árkróki en árið
1970 flutti hann í
Varmahlíð og vann
þar við bifreiðaviðgerðir til ársins
1982. Eftir það vann hann hjá
Hitaveitu Varmahlíðar og síðar
hjá Skagafjarðarveitum. Hann
var einn af stofnendum Flug-
björgunarsveitarinnar í Varma-
hlíð og starfaði með henni alla tíð.
Brynleifur var með einkaflug-
mannspróf og var mikill áhuga-
maður um flug og stóð meðal ann-
ars að því að koma upp og
viðhalda flugvallaraðstöðu í
Varmahlíð.
Útför Brynleifs verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Með þessum orðum langar mig að
kveðja Binna föðurbróður minn. Það
tekur mig sárt að kveðja þig, kæri
frændi, og vita til þess að nú eru það
einungis minningarnar um þig sem
ég á, en þær eru margar og góðar og
þær einar geta hjálpað til að lækna
sorgina sem kemur upp þegar ást-
vinur hverfur á braut. Það var stór
biti að kyngja að fá þær fréttir að þú
hefðir greinst með þann hræðilega
sjúkdóm, krabbamein, og það væri
ekkert hægt að gera fyrir þig. Svo
gerðist allt mjög hratt og aðeins um
tveimur vikum seinna fékk ég símtal
frá Íslandi um að þú hefðir fengið
hvíldina.
Þar sem ég bý erlendis gafst mér
ekki tækifæri til að kveðja þig nema
með að senda þér kveðju í gegnum
fjölskylduna og maður finnur fyrir
því á svona stundu hvað það er erfitt
að vera langt í burtu frá fólkinu sínu.
Það er margt sem kemur upp í
hugann þegar hugurinn leitar til
baka. Það er alltaf gott að koma í
heimsókn í Úthlíðina og þegar maður
kom þá varst þú oftar en ekki að
brasa eitthvað í bílskúrnum. Ég
minnist þess að mér þótti alltaf svo-
lítið spennandi að koma í bílskúrinn
þar sem oft var þar eitthvað spenn-
andi að skoða og bílarnir sem þú áttir
voru margir skemmtilega spes, ef
svo má að orði komast. Svo varstu oft
með smábúskap, til að mynda kan-
ínur, hænur og kisur, sem gaman var
að kíkja á. Það var líka oft glatt á
hjalla þegar þið komuð í Holtið, og
ekki má gleyma flugbjörgunarsveit-
arferðalögunum eða þegar við hitt-
umst í sundlauginni í Varmahlíð en
þá urðu umræðurnar í heita pottin-
um oft ansi fjörlegar. Á seinni árum
hitti ég þig sjaldnar þar sem ég flutt-
ist burtu, en oft rakst ég á þig í KS
Varmó og náttúrlega í Holtinu og Út-
hlíðinni. Maður minnist einnig
skondinna atvika eins og til dæmis
þegar ég rakst á þig einhverju sinni
þar sem þú varst á rúntinum í hvíta
bílnum þínum og Kristínu Björgu,
dóttur minni, fannst þetta heldur
betur spennandi bíll. Hún klifraði inn
um gluggann til þín og var ekkert á
því að koma til baka. Einnig rakst
maður oft á þig í KS Varmahlíð þeg-
ar maður var að fara í „Central park-
ið“ (Miðgarð) á ball. Oftar en ekki sá
maður þig glotta út í annað, til að
mynda um eina verslunarmanna-
helgina þegar við frænkurnar hittum
þig klæddar regnslám og með kú-
rekahatt. Og hugsandi um verslunar-
mannahelgina þá áttum við nú marg-
ar góðar stundir á Holtstock-hátíð-
um, sem ég mun varðveita í hjarta
mér ásamt öðrum minningum. Alltaf
var líka gott að leita til þín og oftar
en ekki bjargaðir þú mér, til dæmis
er ég þér mjög þákklát fyrir skutlið
þegar ég var strandaglópur á Krókn-
um einhverju sinni þegar barnapían
hringdi í mig vegna þess að Kristín
var orðin veik. Þá taldir þú ekki eftir
þér að koma framanað í hundleiðin-
legu veðri og bjarga okkur. Að lokum
vil ég þakka þér allar stundirnar sem
við áttum saman, minningin um góð-
an frænda lifir. Mun ég meðal annars
hugsa til þín á nýju ári þegar við eig-
um aldarafmæli saman.
Elsku Jóna, Edda, Steini, Tobías
og aðrir aðstandendur, við fjölskyld-
an sendum ykkur innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi guð styrkja ykk-
ur í þessari sorg.
Sigurlaug Dóra.
Elsku Binni minn. Við kveðjum
þig með trega. Ekki datt okkur í hug
að þú færir svona fljótt frá okkur.
Siggi keyrði þig til Akureyrar þar
sem þú varst að fara í rannsóknir á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þann 19. október og þið áttuð svo
gott spjall um lífsins gagn og nauð-
synjar eins og svo oft áður við eld-
húsborðið á Birkimelnum. Gamlir
bílar voru oft umræðuefnið, þar lágu
ykkar sameiginlegu áhugamál og
margt var rætt yfir kaffibollanum
sem allir fjölskyldumeðlimir gátu
tekið þátt í.
Þegar þú hringdir í mig á föstu-
dagskvöldið fengum við fjölskyldan
hnút í magann þegar kom í ljós að þú
varst með æxli bæði í lungum og lif-
ur. En trúin á að þú gætir unnið á
þessum vágesti var enn til staðar þá.
Við Siggi heimsóttum ykkur hjón-
in á sjúkrahúsið á Sauðárkróki dag-
inn áður en þú kvaddir þennan heim.
Það er ómetanlegt að hafa fengið að
hitta ykkur þennan dag og ekki spill-
ir stórt bros sem við fengum frá þér.
Þannig sjáum við þig í minningunni
alla tíð.
Kynni okkar hófust þegar Krist-
ján fór að vinna hjá þér í unglinga-
vinnunni 1998. Þið Kristján urðuð
strax góðir vinir. Ég var nýflutt í
Varmahlíð með börnin mín. Ef eitt-
hvað kom upp á sem við gátum ekki
leyst þá sagði Kristján: „Hringjum í
Binna.“ Það hélst allar götur síðan.
Við nutum oft aðstoðar þinnar, hvort
heldur var að koma bílnum í gang
eða við sátum föst í snjóskafli eða
bara hvað sem við þurftum hjálp
með.
Þú varst líka góður áheyrandi og
oft einskonar sálfræðingur á erfiðum
stundum. Það var fastur liður þegar
strákarnir komu í heimsókn norður
að fara á rúntinn með þér til að
spjalla í næði, oft var svo komið í
kaffi til okkar á eftir í fjölskyldu-
spjall.
Við þökkum þér samfylgdina í
gegnum súrt og sætt. Þú munt alltaf
lifa í minningu fjölskyldunnar.
Elsku Jóna, Edda og Tobías, við
samhryggjumst ykkur innilega og
biðjum Guð að vera með ykkur á
þessari erfiðu stundu.
Halldóra og Sigurður,
Kristján og Bergný,
Lilja og Elvar.
Það er ekki langt síðan mamma
hringdi í mig og sagði mér að Binni í
Úthlíð hefði greinst með krabbamein
og ætti ekki langt eftir, mér krossbrá
að svona ungur maðurinn skyldi fá
þennan úrskurð en fór svo að hugsa
aðeins, Binni var eldri en mér fannst
þó að hann væri alltof ungur til að
fara strax. Í minni minningu var
Binni alltaf eins, eltist aldrei. Hann
var bara hluti af Varmahlíð, búinn að
vera það síðan ég man eftir mér.
Þegar maður hugsar til baka og velt-
ir fyrir sér hvenær ég fór að upplifa
Binna sem vin eins og hann var mér,
þá kemst ég ekki til enda. Binni var
alltaf vinur manns, sama hvort mað-
ur var barn, unglingur eða fullorð-
inn. Þegar ég var lítill og við Edda
lékum okkur saman umgekkst ég
Binna oft og alltaf spjallaði hann við
mann eins og vitiborna manneskju,
ekki barn. Þegar ég fór að nálgast
unglingsárin vann ég oft fyrir Seylu-
hrepp við hin ýmsu störf en Binni var
allrahandamaður hjá Hreppnum í
mörg ár. Við unnum því saman að
sumum verkefnum og hann sá um að
keyra mig um þorpið með sláttuorfið
og sláttuvélar og þann búnað sem ég
þurfti við mín verk. Eitt af þeim
sumrum sem ég vann fyrir Hreppinn
kom forseti Íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, í heimsókn í Skagafjörð
og bjó í Varmahlíð á meðan. Við
Binni vorum þann tíma fyrstir Varm-
hlíðinga á fætur á hverjum morgni til
að flagga fyrir henni á alla ljósa-
staurana og seinastir í rúmið á kvöld-
in því við tókum fánana líka niður.
Ég man hvað mér fannst þetta mikið
ævintýri á hverjum degi, að rúnta
með Binna á gulu gröfunni hans og
flagga. Binni var mjög handlaginn
maður og ef eitthvað bilaði þá lagaði
hann það, það var í raun sama hvað
bilaði, Binni gat lagað allt, sama
hvort það var segulbandstækið sem
ég fékk í fermingargjöf og var farið
að suða, sláttuorfið sem ég vann með
í nokkur sumur eða Prikið hans.
Prikið og Binni eru minning mín frá
öllum 17. júní hátíðum í Varmahlíð,
Binni kom fljúgandi og dreifði kara-
mellum yfir svæðið og börnin hlupu á
fullu að fanga þær.
Eftir að ég flutti að heiman hitti ég
Binna sjaldnar en ég held ég hafi
aldrei komið norður án þess að hitta
hann aðeins, annaðhvort stoppaði
hann fyrir utan og spurði mann hvað
væri að frétta eða að maður hitti
hann niðri í Kaupfélagi og átti við
hann stutt spjall um daginn og veg-
inn og alltaf fylgdist hann með hvað
ég var að bralla.
Elsku Jóna, Edda og Tobías, ég
sendi mínar bestu kveðjur og megi
minningin um Binna milda sorgina
og sefa söknuðinn.
Rúnar Birgir Gíslason.
Elsku Binni. Ég trúi varla að þú
sért farinn. Finnst þetta svo óraun-
verulegt og ósanngjarnt. Þú áttir að
eiga mörg góð ár eftir og njóta efri
áranna í að grúska í hinum furðuleg-
ustu farartækjum sem þú kæmir
höndum yfir. Við áttum líka eftir að
fljúga meira saman þar sem þú varst
búinn að endurnýja skírteinið þitt og
báðir höfðum við yndi af öllu sem
tengdist flugi. Það var okkar sameig-
inlega áhugamál sem yfirleitt bar á
góma í hvert skipti sem við spjöll-
uðum saman. Það er sorgleg tilhugs-
un að geta heldur aldrei hringt í þig
aftur og sagt þér öll mín helstu
vandamál sem mig langaði ekki að
segja öðrum. Þú varst trúnaðarvinur
minn, hlutlaus, jákvæður og traustur
sem ég gat alltaf leitað til hvenær
sem var ef mér leið illa. Ég var
svekktur að hafa ekkert náð að hitta
þig í haust og var farinn að hlakka til
að sjá þig um jólin. En það verður
víst ekki af því, kæri vinur. Það verð-
ur skrítið að koma til mömmu um jól-
in og hitta þig ekki. Held að ég muni
ekki átta mig almennilega á því að þú
sért farinn fyrr en þá og það er ekki
gleðileg tilhugsun. Þú hefur gert svo
ótal margt fyrir mig að ég stend í
ævarandi þakkarskuld.
Ég bið góðan Guð að geyma sál
þína, og fjölskyldu þinni, sem þú
elskaðir svo heitt, votta ég mína
dýpstu samúð á þessari miklu sorg-
arstundu.
Gísli Sigurðsson.
Fimmtudaginn 2. nóvember barst
okkur sú sorgarfregn að vinnufélagi
okkar hann Binni væri látinn. Þessi
fregn kom eins og reiðarslag, það átti
enginn von á því að veikindin tækju
hann svo fljótt sem raun varð á.
Binni var frábær vinnufélagi, hann
vildi alltaf hafa reglu á öllu og þá sér-
staklega í kringum vinnuborðið sitt
og verkfærin áttu alltaf að vera á sín-
um stað. Binni var okkar tryggasti
maður í Varmahlíð, við gátum alltaf
leitað til hans ef eitthvað var að
heita- eða kaldavatninu þar.
Húmorinn var til staðar hjá Binna
og hafði hann oft á orði: „Það er best
að við gömlu sjáum um þetta“. Þarna
átti hann við sjálfan sig og góðan
vinnufélaga.
Við kveðjum Binna með miklum
söknuði og þökkum honum allar
góðu stundirnar.
Megi Guð styrkja Jónu og fjöl-
skyldu í sorginni.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(M.Jak.)
Þínir,
Vinnufélagar hjá
Skagafjarðarveitum.
Jæja Brynleifur minn, þá hefur þú
yfirgefið okkur og við hugsum til þín
með söknuð í hjarta. Við fréttum það
um kvöldið að þú værir farinn og
fundum strax til saknaðar. Það er
erfitt að sætta sig við þetta um leið
og það er auðvelt að minnast góðra
stunda, því þær voru margar og á
hverju strái. Í hvert skipti sem við
hittum þig varstu hress og alltaf var
stutt í húmorinn hjá þér til að kæta
aðra. Þú varst stór partur af þessu
frábæra andrúmslofti sem var í veit-
unum þar sem við unnum saman og
sjáum við nú eftir því að hafa ekki
unnið þar lengur. Við vildum óska að
við gætum hitt þig einu sinni enn til
þess að þakka þér fyrir allt sem þú
gafst frá þér, vinskap, hlýhug, velvild
og svo margt margt fleira. Við vitum
að þú ert kominn á betri stað núna og
þú átt það svo sannarlega skilið, en
samt er svo erfitt að sætta sig við
veruleikann. Þú ert farinn og kemur
ekki aftur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Kolbeinn Helgi Gíslason,
Ingvar Gýgjar Sigurðarson,
Gunnar Davíð Jóhannesson.
Kveðja frá Flugbjörgunar-
sveitinni í Varmahlíð
Í fámennri björgunarsveit er hver
maður dýrmætur og þegar félagi
hverfur frá er skarð fyrir skildi.
Brynleifur Tobíasson var einn stofn-
félaga Flugbjörgunarsveitarinnar í
Varmahlíð árið 1973 og starfaði með
henni óslitið til dánardags. Áhuga
hans á björgunarsveitarmálum má
efalaust rekja til óbilandi áhuga hans
á öllu sem tengdist flugi. Binni hafði
þegar nokkra reynslu við stofnun
sveitarinnar, því hann var fyrsti
starfsmaður Brunavarna Skaga-
fjarðar í Varmahlíð og umsjónar-
maður tækja. Þrátt fyrir að hafa ver-
ið í stjórn björgunarsveitarinnar í
upphafi vildi hann miklu frekar
stússa í vélum og tækjum enda lék
flest í höndunum á honum. Hann tók
að sér umsjón fjarskipta og þegar
sveitinni óx fiskur um hrygg þá sá
hann um snjóbíl sveitarinnar.
Fátæk björgunarsveit á mikið
undir því að félagarnir geti gert flest
sjálfir og ekki þurfi að kaupa þjón-
ustuna. Þar kom dugnaður og færni
Binna sér vel því hann gat gert við
betur en flestir aðrir, til marks um
það má geta þess að vélsleði hans ár-
gerð 1971 er enn við hestaheilsu þó
að hann hafi ekki verið notaður við
björgunarstörf um nokkra hríð.
Binni var vakinn og sofinn yfir sveit-
inni, allt frá því á fyrstu starfsárum
hennar að selja samlokur til fjáröfl-
unar fyrir hana til þess að semja við
viðeigandi ráðuneyti og stofnanir um
lítinn flugvöll í Vallhólmalandi sem
nýtast mætti sveitinni. Hann var síð-
an umsjónarmaður flugvallarins.
Um næstu áramót hafði Binni áætlað
að hætta störfum hjá sveitarfélaginu
og njóta „stubbsins“ að loknum
löngum vinnudegi. hann hafði nýver-
ið endurnýjað gírókoptann sinn og
ætlaði að gera flugvélina klára fyrir
næsta vor. Það fer stundum öðruvísi
en ætlað er „stubburinn“ varð eng-
inn og brottförin ekki samkvæmt
áætlun. Við félagar hans í Flugbjörg-
unarsveitinni í Varmahlíð söknum
góðs félaga hvers skarð verður ekki
fyllt. Jónu, Tobíasi og Eddu sendum
við okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Félagar í Flugbjörgunar-
sveitinni í Varmahlíð.
Binni, ég man þegar við kynnt-
umst í gegnum vinnuna, þá var ég
gutti, svo þegar ég byrjaði í Flug-
björgunarsveitinni í Varmahlíð urð-
um við fljótlega mjög góðir vinir og
minnist ég margra ánægjulegra
stunda sem við áttum saman, þess
hversu góður þú varst mér og
traustsins sem myndaðist á milli
okkar. Ég man þegar þú sýndir mér
prikið og gömlu græjurnar í skúrn-
um upp frá og hversu stoltur þú
varst af þessum tækjum þínum. Í
sumar fórum við saman í ferð sem er
ógleymanleg og þá töluðum við um
allt milli himins og jarðar. Mér finnst
sárt að þurfa að kveðja þig, vinur
minn, en síðast þegar ég talaði við
þig í síma sagðist þú hafa þurft að
fara til Akureyrar, það hefði komið
svolítið uppá. Ég heyrði svo ekkert
meira frá þér, en þú kvaddir þessa
jörð nokkrum dögum seinna. Það er
sárt til þess að hugsa að þú sem varst
búinn að minnka mikið við þig vinn-
una og áttir enn svo mörg áhugamál,
sem þú ætlaðir að fara að sinna fyrir
alvöru, skyldir ekki fá meiri tíma til
þess.
Ég sendi fjölskyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur.
Þinn vinur,
Helgi Sævar.
Brynleifur Sigmar
Tobíasson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF JÓNSDÓTTIR
(Olla),
Löngubrekku 17,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu-
daginn 6. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
14. nóvember kl. 13.00.
Björn Bjarnason,
Jón Bjarnason, Hólmfríður Hafberg,
Heiðrún Ólöf,
Elín Björk,
Sigríður Erla, Atli Þór,
Alexandra Líf,
Theodór Steinar.