Morgunblaðið - 11.11.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 59
✝ Jón Björnssonfæddist í Svína-
dal í Skaftártungu
19. ágúst 1912.
Hann lést á Klaust-
urhólum á Kirkju-
bæjarklaustri 20.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Björn Eiríks-
son, f. í Hlíð í
Grafarsókn í V-
Skaft. 21. janúar
1861, d. 26. desem-
ber 1922 og Vigdís
Sæmundsdóttir, f. á
Borgarfelli í Skaftártungu 22.
ágúst 1872, d. 21. júlí 1955. Systk-
ini Jóns eru: Valmundur, f. 2.
nóvember 1897, d. 30. júlí 1898,
Valmundur, f. í Svínadal 4. des-
ember 1898, d. 19. júlí 1973, Eirík-
ur, f. í Svínadal, 5. desember
1900, d. 18. september 1998,
Kjartan, f. í Svínadal 11. desem-
ber 1901, d. 30. júní 1997, Kristín,
f. í Svínadal, 13. janúar 1903, d.
29. mars 1981, Sumarliði, f. í
Svínadal, 7. febrúar
1906, d. 9. maí 1996,
Sæmundur, f. í
Svínadal, 21. febrú-
ar 1907, d. 2. apríl
1999, Sveinn, f. í
Svínadal 28. júní
1908, d. 24. ágúst
1993, Sigurjón, f. í
Svínadal 9. septem-
ber 1909, d. 26. apríl
1995, Þórunn, f. í
Svínadal 15. ágúst
1911, Jón, f. í Svína-
dal, 29. júní 1914,
Sigurlaug, f. í
Svínadal 11. maí 1919 og sam-
feðra er Björn, f. í Svínadal 6. des-
ember 1887, d. 14. maí 1984.
Nonni bjó allan sinn aldur í
Svínadal og stóð þar fyrir búi
ásamt Eiríki bróður sínum. Síð-
ustu tvö árin dvaldist hann á
Klausturhólum á Kirkjubæjar-
klaustri.
Útför Jóns verður gerð frá
Grafarkirkju í Skaftártungu í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Nú er vinnudeginum lokið hjá
Nonna afabróður. Hann var langur
og sleitulaus frá blautu barnsbeini.
Mig langar að minnast örlítið þess
tíma er ég átti ásamt Nonna.
Nonni sá um allt sem sneri að dag-
legu amstri við búskapinn og skepn-
urnar í Svínadal. Þar var næmur
maður á ferð sem umgekkst skepn-
urnar af virðingu og áratuga langri
reynslu. Í fyrstu skildi maður ekki
allt verklag Nonna og hafði ekki þol-
inmæði né þroska til þess. En með
tímanum lærðist að allt hafði sinn til-
gang. Þar gætti Nonni sérstaklega
uppá að ekkert skorti. Hvorki skjól,
vatn, haga né hey, eftir því sem við
átti. Öll verk unnin af mikilli trú-
mennsku og óeigingirni. Hann hafði
gaman af öllum dýrum, jafnt húsdýr-
um sem villtum. Hestarnir voru í
uppáhaldi og aldrei voru þeir látnir
standa úti í kalsaveðri eða rigningu í
marga klukkutíma í senn. Svo var
líka lagt á sig að heyja handa þeim
með gamla laginu, elftingu. Slá með
orfi og ljá inní lækjum, binda bagga
með fléttuðum hrosshársreipum til
að eiga konfekt handa hestunum fyr-
ir veturinn. Þessi vinna hafði líka
annan tilgang en sá var að sýna okk-
ur krökkunum hvernig hlutirnir
voru gerðir þegar hann var ungur.
Með þessu lærðist manni að meta
betur hlutina sem maður hafði og
líka skilja betur hið endalausa
brauðstrit á árum áður. Við alla
þessa vinnu hafði Nonni stælst og
þegar maður var lítill og sá hann af-
klæðast ullarskyrtunni á heitustu
dögum sumarsins þá átti maður þá
ósk heitasta að verða einhvern tím-
ann vöðvastæltur eins og Nonni. Ég
á ekki von á því aftur að sjá sextugan
mann klifra upp í 3–4 metra hæð í
kaðli, snúa sér við hangandi á fót-
unum og afklæðast yfirhöfninni. Það
segir ýmislegt um atgervið.
Aldrei líkaði honum misklíð
manna á milli og tók á sig margan
krókinn til að forðast slíkt. Eins
mátti hann aldrei neitt aumt sjá og
reyndi að gæta jafnræðis í alla staði.
Nonna verður aldrei fullþakkað
fyrir allt, t.d. erfiðu vetrarferðirnar í
veg fyrir skólabílinn eða úr honum á
árum áður og þannig mætti lengi
telja. Eins allan áhugann á okkar
högum þótt langt væri orðið á milli
þess sem við hittumst. En það kom
lítið að sök því ávallt tók hann upp
þráðinn aftur þar sem frá var horfið
síðast. Ég reikna með að þannig
verði það líka þegar við hittumst
næst.
Takk fyrir allt og allt. Hvíl í friði.
Eiríkur Indriði og fjölskylda
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Mig langar til þess að minnast
prúðmennisins Jóns Björnssonar,
föðurbróður míns, sem var sístarf-
andi myrkranna á milli.Með enda-
lausa fyrirhyggju fyrir öllu, smáu og
stóru. Létt virtist honum að tileinka
sér tæknina. Hann flutti sig auðveld-
lega af hestasláttuvélinni yfir á trak-
torana, einn af öðrum, með tilheyr-
andi flóknari tækjum. Þar, sem
annars staðar, var sama útsjónar-
semi og gætni í umgengni við allar
vélar. Kann ég honum eilífa þökk
fyrir að kenna sonum mínum að um-
gangast tækin. Gæfan fylgdi honum
þar því aldrei varð slys þótt margir
ungir væru í kringum hann um ára-
bil. Þegar traktor kom á bæinn sat
hann langtímum saman á gamla Far-
mal A og plægði nýjar sléttur, sem
urðu síðan stór og góð tún, enda varð
aldrei heylaust á bænum. Hann var
Bóndi með stórum staf. Einn af þeim
sem kölluðust bústólpi áður fyrr og
var árrisull mjög. Hann vann jörð
móður sinnar og síðar föður míns en
hann sá alla tíð um búið og voru af-
köst hans og þrek með ólíkindum.
Allt lék í höndum hans. Var hann
smiður góður bæði á járn og tré.
Hann var akkerið á heimilinu sem
alltaf var treyst á og lengi var Svína-
dalur skjól kynslóðanna. Hann átti
góða hesta. Ber þar hæst í hugum
okkar öðlingurinn Bleikur, ættaður
frá Hemlu. Hagaspakan skeiðgamm
sem var ljúfur við son minn ungan,
hlýddi honum í einu og öllu og valdi
færa leið fyrir þá en átti til að strjúka
tauma úr höndum okkar fullorðinna
þegar honum leiddist hófataðið frá
hinum. Þá tók hann ógleymanlega
skeiðroku og þýddi hinum þar ekki
að etja kappi. En yfirferðarmestur
hesta hans var Brúnn, geysilegur
brokkari, sem virtist geta þanið sig
endalaust enda voru þeir fljótir í för-
um. Margir verðlaunahrútar urðu til
í hjörðinni undir umsjá hans, einnig
átti hann keppnisskeiðhest og
prýddu verðlaunapeningarnir her-
bergi hans. Hann fór vel með hest-
ana og sá um að þeir stæðu ekki úti í
hausthrökum heldur launaði þeim
smalasprettina með húsaskjóli og
góðri tuggu í stallinn. Hann sá um að
allar skepnur hefðu það sem þær
þurftu og að allt gengi vel fram að
vori.
Á besta aldri var hann glæsilega
vaxinn og litu yngri sveinar upp til
hans með aðdáun og áttu þá ósk heit-
asta að öðlast slíkan „Tarsanvöxt“.
Hann hafði fallega rithönd og þíða
söngrödd sem hann sparaði svo að
fáir vissu um. Hann var einstakt
prúðmenni, kurteis og orðvar og
vildi öllum vel en fastur fyrir svo að
enginn óð ofan í hann með skóna.
Ein meitluð setning dugði flestum.
Eftir að foreldrar mínir féllu frá bjó
hann einn áfram á bænum nokkur ár
og naut aðstoðar góðra vina og
frænda. En aldur og lúi sögðu til sín,
skepnum fækkaði og er hann hafði
látið þær allar flutti hann fljótlega að
Klausturhólum. Þar undi hann sér
vel enda er þar frábært starfsfólk
sem fær alúðarþakkir fyrir hlýju og
góða umönnun. Ég bið þess að eilíft
ljós lýsi honum gegnum móðuna
miklu og kveð hann með virðingu og
þökk með orðum Bubba Morthens:
„Svo vöknum við með sól að morgni“.
Sigurdís Erla Eiríksdóttir.
Jón Björnsson eða Nonni eins og
hann var alltaf kallaður, frændi minn
frá Svínadal, er látinn og mig langar
að minnast hans með nokkrum orð-
um.
Annar eins dugnaðarforkur og þú,
frændi minn, var held ég vandfund-
inn og ekki vafðist fyrir þér verk-
lagnin en það var eins og það væri al-
veg sjálfsagt að smíða hvað sem var.
Hvort heldur var úr járni eða tré en
það vissu ekki margir hvað þú varst
góður járnsmiður líka. Ég sem smá
snáði, um 5 ára aldur, elti þig um allt
eins og heimalningur og fékk að
fylgja með í ýmsum verkum alveg
þar til að ég fór að heiman, þá 15 ára.
Alla tíð síðan hef ég búið að því sem
ég lærði hjá þér og þú innrættir mér
og fyrir það vil ég þakka að leiðarlok-
um. Fyrirhyggja þín og umhyggja
var einstök, bæði fyrir mönnum og
málleysingjum, en þú sást um búið
fyrir bróður þinn Eirík Björnsson,
afa minn, áratugum saman af ein-
stakri natni og dugnaði. Þótt þú
eignaðist aldrei eigin börn eða fjöl-
skyldu varstu fóstri og afi svo
margra barna sem komu til sumar-
dvalar, eða meðan skóli var í Svína-
dal, svo ekki sé nú talað um okkur
sem vorum misserum og árum sam-
an á heimilinu í Svínadal. Dreng-
skapur, vinnusemi og heiðarleiki var
það sem einkenndi allt þitt líf og ekk-
ert aumt máttir þú sjá. Þegar árin
færðust yfir og þrekið minnkaði
hélstu samt áfram að hafa skepnur
og stunda búskap á fæðingarstað
þínum, með aðstoð frændfólks þíns í
Múla, sem er næsti bær, og hafðir þú
mikið yndi af öllu þessu fjár- og
bústússi eða eins og þú sagðir einu
sinni við mig „ég get ekki hugsað
mér að setjast bara inn og bíða“. Nei,
það var ekki þinn stíll að bíða. Þú
varst alveg einstakur að hafa allt
undirbúið og á réttum tíma þannig
að allt gengi sem best og á sem styst-
um tíma. Andleg heilsa þín var góð
alveg til hins síðasta og hugsunin
einkar skörp en þú gast fylgst með
þínu fólki og hvað allir höfðu fyrir
stafni án þess að rugla nokkru sam-
an en þetta reynist nú mörgum þeim
sem yngri eru alveg ómögulegt.
Drottinn hefur nú kallað þig til sín
eftir langan og strangan starfsdag
og það er alveg víst að hafi hann
vantað góðan fjár- og verkmann þá
getur hann ekki fengið hann öllu
betri. Ég vil þakka þér umhyggjuna
og samfylgdina sem var mér alveg
ómetanleg á þessum uppvaxtar- og
mótunarárum mínum og ég á eftir að
sakna þess að geta ekki komið við
hjá þér lengur eða hringt í þig til að
spjalla um alla skapaða hluti.
Drottinn blessi minningu þína.
Óskar Vignir.
Sem afbragðs dreng við þekktum þig,
og þökk og lotning vor
og miklu fleiri, fjær og nær,
þér fylgja hinstu spor.
Þig faðmi liðinn friður guðs,
og fái verðug laun
þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti.)
Takk frændi fyrir allt.
Emil og fjölskylda.
Jón Björnsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Undirskrift | | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR,
Lækjarsmára 6,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á deild
14G á Landspítalanum og Rósu Kristjánsdóttur
djákna fyrir ómetanlegan stuðning og hlýju.
Sigurður Pálsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Knútsson,
Páll Sigurðsson, Aldís Aðalbjarnardóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Tómas Erling Lindberg,
Ásgeir Sigurðsson, Jóhanna G. Guðjónsdóttir,
Guðný Sigurðardóttir, Halldór Ág. Morthens,
Hildur Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
FRIÐRIK SIGTRYGGSON,
Kríuhólum 2,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
9. nóvember.
Útförin auglýst síðar.
Valgerður,
Þorbjörg,
Helga,
Kolbeinn,
tengdafólk, systkinabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
BJARNEY RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Þrúðvangi,
Vestmannaeyjum,
lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmanna-
eyjum fimmtudaginn 9. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Örn Aanes,
Hólmfríður Sigurðardóttir, Ragnar Jóhannesson,
Gerður Guðríður Sigurðardóttir,
Ragnheiður Anna Georgsdóttir, Einar Þ. Waldorff,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, sambýlismaður, sonur og
bróðir,
EGILL SIGURÐUR ÞORKELSSON,
lést fimmtudaginn 9. nóvember.
Jarðarför auglýst síðar.
Elinóra Inga Egilsdóttir,
Pétur Laxdal Egilsson,
Kristín Pétursdóttir,
Þorkell Snævar Árnason, Rakel Egilsdóttir,
Georg Þorkelsson, Elísabet I. Einarsdóttir,
Árni Þorkelsson,
Sigurður Þorkelsson
og aðrir vandamenn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR BALDVINSSON
veitingamaður í Mokka Kaffi,
andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
9. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðný Guðjónsdóttir,
Oddný Guðmundsdóttir, Gunnar R. Kristinsson,
Sesselja Guðmundsdóttir, Hannes Sigurðsson,
Örn Guðmundarson, Rafael Varona,
Stefán Arnar, Guðný, Hildur og Hugrún.