Morgunblaðið - 11.11.2006, Qupperneq 66
|laugardagur|11. 11. 2006| mbl.is
Staðurstund
Í listapistli dagsins tekur Þor-
móður Dagsson fyrir nokkra af
þeim nýju rithöfundum sem
gefa út efni fyrir jólin. » 68
af listum
Tvær kvikmyndir voru frum-
sýndar nú um helgina. Annars
vegar kvikmyndin Flyboys og
hins vegar Adrift. » 68
kvikmyndir
Hljómsveitin Bob fær fjórar
stjörnur hjá Helgu Þóreyju
Jónsdóttur fyrir plötuna Dod-
qoqpop. » 73
tónlist
Mikið gengur á þessa dagana í
lífi söngkonunnar Britney
Spears og eiginmanns hennar,
Kevins Federline. » 77
fólk
Undanúrslit í afar spennandi pí-
anókeppni fara fram í dag en
það er Íslandsdeild EPTA sem
stendur fyrir keppninni. » 68
píanó
V
erslunin Liborius er til
húsa á Mýrargötu,
gegnt Slippnum, í
húsnæði er eitt sinn
hýsti netagerð. Það
eru Jón Sæmundur Auðarson, sem
kenndur hefur verið við Dead, og
Hrafnhildur Hómgeirsdóttir sem
sjá um rekstur búðarinnar, en
nafnið vísar til prússnesks ætt-
arnafns sem amma Jóns bar.
Jón lýsti því í viðtali við Morg-
unblaðið í sumar að þegar innviðir
búðarinnar voru hannaðir hefði
verið gert ráð fyrir því að auðvelt
yrði að rýma hana fyrir listrænar
uppákomur, t.a.m. tónleika.
Í dag hefst einmitt ný tónleika-
röð í Liborius, en sérstakt svið var
byggt í búðinni fyrir slíkt. Er það
Daníel Ágúst sem ríður á vaðið
ásamt rokksveit sinni en tónleik-
arnir hefjast klukkan 18. Aðgangur
er ókeypis.
Rokkpúki
„Okkur langaði til að spila fyrir
það fólk sem fjárfesti ekki í Airwa-
ves-armböndum,“ segir Daníel í
samtali við blaðamann. „Nú fá okk-
ar nánustu og fleiri tækifæri til að
berja okkur augum.“ Daníel tróð
nefnilega upp ásamt sveit sinni á
liðinni Airwaves-hátíð í Hafnarhús-
inu en sveitin er annars skipuð
þeim Þorgeiri „Togga“ Guðmunds-
syni, sem leikur á rafgítar; Borgari
Magnasyni bassaleikara, Bjarna
Gríms, sem lemur húðir, og Magn-
úsi Ingibergssyni, sem leikur á
hljómborð/píanó. Tilurð hljóm-
sveitarinnar er tiltölulega einföld.
„Ég var einfaldlega búinn að fá
nóg af efninu á Swallowed a Star,“
útskýrir Daníel. „Mig var farið að
þyrsta í hressilegra umhverfi, tón-
listarlega séð.“ Swallowed a Star,
sólóplata Daníels, kom út hérlendis
síðasta haust en á alþjóðamarkaði
kom hún út í febrúar, undir hatti
One Little Indian. Platan sú inni-
heldur dreymið og strengjabundið
kammerpopp, skreytt raftöktum
og -hljóðum, og fékk hún nánast
undantekningarlaust lofsamlega
dóma.
„En nú er ég semsagt að fá útrás
fyrir rokkpúkann í mér,“ heldur
Daníel áfram en bandið setti hann
saman í sumar.
„Ég hef verið að semja jafnt og
þétt undanfarin misseri, og var að
semja allan þann tíma sem ég var
að bisa við að koma þessari bless-
uðu strengjaplötu á framfæri. Ég á
nóg af lögum og því ákvað ég að
hóa saman rokkbandi. Mig langaði
til að athuga hvernig hljómsveit-
arhljómur færi þessum lögum mín-
um, mig langaði til að leggja þau í
faðmlag heillar hljómsveitar í stað
þess að vera að paufast sjálfur við
að setja saman prufuupptökur.“
Tímanlega
Til stendur að koma lögunum á
plast og gefa út.
„Já já, þetta verður hljóðritað,“
segir Daníel. „Einhvern tíma á
næstunni, ég veit samt ekki ná-
kvæmlega hvenær. En vonandi
bráðlega.
Efnisskráin okkar er enn sem
komið er í styttra lagi, kannski rétt
rúmlega hálftími, þannig að ég
hvet áhugasama til að vera tím-
anlega í því.“
Morgunblaðið/Sverrir
Rokkpúkinn Daníel Ágúst ásamt hljómsveit sinni sem skipuð er þeim Borgari Magnasyni, Magnúsi Ingibergssyni,
Bjarna Gríms og Þorgeiri Guðmundssyni.
Í faðmlagi
hljómsveitar
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ hefði sennilega fáa sam-
tímamenn Franz Liszts grunað að
hann myndi seint á ævinni semja
kaþólska messu. Liszt var á yngri
árum tákn alls þess sem veraldlegt
var. Hann var tónskáld og slíkur
afburða píanóleikari að annað eins
hafði ekki heyrst; vildi öðlast þá
tæknilegu færni sem Paganini bjó
yfir á fiðluna og sumir sögðu ætt-
aða frá djöflinum. Hann lifði í vel-
lystingum, frægur og farsæll og
átti í ástarsamböndum við fagrar
konur og efnaðar. Hann átti meira
að segja í útistöðum við kaþólsku
kirkjuna vegna þess að hann fékk
ekki að kvænast konu sem hann
elskaði vegna fortíðar hennar.
Hafði sjálfur verið kvæntur áður.
Þess konar líf var að baki þegar
Franz Liszt, árið 1878, byrjaði að
semja messuna Missa Choralis.
Dómkórinn flytur þetta fallega
verk í Hallgrímskirkju á loka-
tónleikum Tónlistardaga kirkj-
unnar á morgun kl. 17. Það er vel
við hæfi að auk messunnar syngur
kórinn mótettur eftir Palestrina
og Bruckner. Kórinn er fjölmenn-
ari en vanalega á þessum tón-
leikum, enda þarf stóran kór til að
koma öllum blæbrigðum Franz
Liszts til skila. Auk 80 kórsöngv-
ara verða fimm einsöngvarar:
Marta Guðrún Halldórsdóttir, Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir, Gunnar
Guðbjörnsson, Bergþór Pálsson og
Davíð Ólafsson. Orgelleikari er
Lenka Mátéová og stjórnandi Mar-
teinn H. Friðriksson dómorganisti.
Það verður hins vegar fyr-
irmynd Liszts og um leið aðdá-
andi, Ludwig van Beethoven, sem
verður í sviðsljósinu á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins í Bústaða-
kirkju annað kvöld kl. 20, en líka
ástmögur guðanna, Wolfgang Moz-
art. Cuvilliés-kvartettinn frá
München er gestur klúbbsins að
þessu sinni, auk Sigurðar I.
Snorrasonar klarinettuleikara,
sem leikur með þessum aufúsu-
gestum í klarinettukvintett Moz-
arts. Verk Beethovens er kvartett
opus 127, saminn fyrir rússneska
prinsinn Nikulás Galitzin gegn
þóknun sem Beethoven mátti sjálf-
ur ákveða. Ekki ólíkt Liszt var
Beethoven upptekinn af messu-
skrifum á þeim tíma er hann átti
að vera að ljúka kvartettinum, og
stóð tæpt að hann næði að ljúka
honum fyrir tilgreindan frumflutn-
ingsdag. Það var Missa solemnis
sem tafði, en einnig níunda sin-
fónían.
Samvinna Cuvilliés-kvartettsins,
sem áður hét Sinnhofer-kvart-
ettinn, og Kammermúsíkklúbbsins
stendur á gömlum merg, og eru
þetta 17. tónleikar hans með
klúbbnum frá 1977.
Liszt, Beethoven og messurnar
Aufúsugestir Cuvilliés hefur áður leikið Klarinettukvintett Mozart með
Sigurði I. Snorrasyni og leikur nú í 17. sinn í Kammermúsíkklúbbnum.