Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hægt og bjart veður vestan til, en lægir smám saman og rofar til austanlands. Suðaustan 5–8 m/s og þykknar upp vest- anlands í kvöld.» 8 Heitast Kaldast -1°C -5°C ÁHUGAFÓLK um að Gröndalshúsið svokallaða verði áfram á sínum stað, á Vesturgötu 16, fór í gær blys- för að húsinu en lagt var upp frá Gröndalshúsi í Þingholtsstræti. Nokkur hópur fólks tók þátt í blysförinni en þegar á leiðarenda var komið var lesin upp yfirlýsing og einnig ljóð eftir skáldið, Benedikt Gröndal, sem bjó í húsinu. Vildu aðstandendur blysfararinnar með þessu mótmæla fyrirhuguðum flutningi hússins á Árbæj- arsafn. Morgunblaðið/Sverrir Blysför að Gröndalshúsi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FORSTJÓRI Sjóvár hefur ritað sam- gönguráðherra og lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins bréf og óskað eftir því að þeir skoði hugmyndir fyrirtækisins um að tryggingafélög fái einhvers konar aðgang að upplýsingum um umferðarlagabrot. Til- gangurinn er sá að gera félögunum kleift að láta þá einstaklinga, sem fremja alvar- leg umferðarlagabrot, greiða hærri iðgjöld en iðgjöld þeirra sem virða umferðarlögin myndu að sama skapi lækka. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, viðraði þessar hugmyndir fyrir skemmstu en með bréfunum hefur félagið komið þeim form- lega á framfæri við stjórnvöld. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þór að nauðsynlegt væri að huga að þeim sem höguðu sér glæfralega í umferðinni enda væru þeir valdir að mörgum slysum og dýrum tjónum. „Þegar ég heyri af ein- staklingi sem keyrir á 170 kílómetra hraða á Sæbraut hlýt ég að hugsa með mér hvort hann sé nokkuð tryggður hjá mér,“ umferðarlög fimm til tíu sinnum á ári greiða sama iðgjald og sá sem hefur aldrei brotið umferðarlög?“ spurði Þór. Það væri einnig ljóst að það hefði verulegt forvarn- argildi ef umferðarlagabrot gætu leitt til hærri iðgjalda. Í bréfinu leggur Þór til þrjár mismun- andi útfærslur á upplýsingagjöf stjórnvalda til tryggingafélaganna. Samkvæmt þeirri fyrstu væri upplýsingagjöfin einskorðuð við aðgang að upplýsingum um glæfraakstur, s.s. ölvunarakstur, hraðakstur, akstur án ökuréttinda eða önnur brot sem jafngiltu 3–4 punktum í ökuferilsskrá. Þá fengju fé- lögin upplýsingar um ökuleyfissviptingar. Önnur útfærsla gerir ráð fyrir að félögin fengju aðgang að ökuferilsskrá allra öku- manna. Þá væri einnig hægt að verðlauna þá ökumenn sem væru punktalausir. Þriðja útfærslan gengur út á að vátrygg- ingafélögin fengju upplýsingar úr ökufer- ilsskrá um skráningarnúmer og fastanúmer ökutækja sem notuð hafa verið við alvarleg umferðarlagabrot og er vísað til þess að ökutækjatryggingar eru tengdar ákveðnu ökutæki, óháð því hver ökumaðurinn er. sagði hann. Ökumenn sem höguðu sér svona í umferðinni væru klárlega í áhættuhópi hjá vátryggingafélögum og því væri eðlilegt að velta því fyrir sér hvort félögin gætu fengið upplýsingar um hverj- ir það væru sem stofnuðu sér og öðrum í stórkostlega hættu með aksturslagi sínu. Þór benti á að vátryggingafélög í Bret- landi, Þýskalandi og víðar hefðu aðgang að aksturssögu einstaklinga og þar hækk- uðu iðgjöldin sjálfkrafa ef viðkomandi næði ákveðnum punktafjölda. Við ítrekuð og alvarleg brot gætu tryggingafélögin jafnvel sagt tryggingum þeirra upp. „Hvers vegna skyldi sá sem brotið hefur Vilja fá upplýsingar um umferðarlagabrot Í HNOTSKURN »Tryggingafélögin vilja að þeim ségert kleift að láta þá einstaklinga sem fremja alvarleg umferðarlagabrot greiða hærri iðgjöld. »Víða erlendis hafa vátrygginga-félög aðgang að aksturssögu fólks. FIMMTÍU og tvö banaslys hafa orðið á veginum milli Reykjavíkur og Selfoss frá árinu 1973, umferð- aróhöppin síðustu sextán árin eru orðin 2.576. Ráða- menn og nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands og Gagnfræðaskóla Hveragerðis héldu athöfn við Kög- unarhól í Ölfusi í gær til að vekja athygli á þessum staðreyndum og voru reistir 52 krossar á staðnum til að minnast þeirra sem látist hafa í bílslysum. | 28 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Krossar reistir við Kögunarhól ALLS eru um 490 nemendur á al- mennum námskeiðum í íslensku hjá Mími-símenntun nú á haustönn og eru þeir frá 58 þjóðlöndum. Þessar upplýsingar fengust hjá Mími-sí- menntun í gær. Langflestir koma frá Póllandi en einnig er nokkur fjöldi frá Litháen, Þýskalandi, Filippseyj- um og Taílandi. Á þessu ári hafa um 1.500 nemendur sótt íslenskunám- skeið hjá Mími-símenntun. Mímir-símenntun hefur í mörg ár haldið námskeið fyrir útlendinga sem óska eftir að læra íslensku. Haustið 2005 gerðu Mímir-símennt- un og Námsflokkar Reykjavíkur með sér þjónustusamning um ís- lenskukennslu fyrir allt að 700 út- lendinga með aðsetur í Reykjavík. 100 milljónir til íslensku- kennslu fyrir útlendinga Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að verja 100 milljónum króna á næsta ári til sérstaks verkefnis sem ráðist verður í um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Markmið verkefn- isins á að verða að koma íslensku- kennslu fyrir útlendinga í það horf sem vel verði við unað, að sögn Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. | 14 Íslensku- nemar frá 58 þjóð- löndum ÞAÐ er ekki algengt að þeir semskipuleggja hlaupakeppni á Íslandi vonist eftir sem mestu roki á keppn- isdag en sú er þó raunin með Fríska Flóamenn sem í dag standa fyrir „Hlaupið undan vindi“ sem er 10 km götuhlaup. Engu skiptir hvort blæs af norðri eða suðri, vindurinn verður alltaf í bakið þar sem vindáttin ræð- ur því hvort hlaupið verður upp eða niður Gaulverjabæjarveg í Flóanum. Brautin er nánast flöt, eins og Flóinn mestallur, og verði hlauparar svo heppnir að lenda í norðan- eða sunn- anroki geta þeir búist við að koma í mark á frábærum tíma. Þetta er í fjórða sinn sem hlaupið er haldið og aðeins einu sinni hefur tekist svo illa til að hlaupið bar upp á lygnan dag. „Það er afskaplega hressandi að þurfa aldrei að kvíða mótvindinum,“ sagði Jón Frantzson, einn Frískra Flóamanna, í samtali við Morg- unblaðið. Hlaupið sé frábært tæki- færi fyrir hlaupara til að nýta sér ís- lenska veðráttu. Skráning fer fram milli 9.30 og 10.30 við sundlaugina á Selfossi og á www.hlaup.is. Rúta fer frá sundlaug- inni um kl. 10.40 og ekur öllum að rásmarki og skutlar einnig til baka. Innifalið í 1.000 kr. þátttökugjaldi er rútuferðin og miði í sundlaugina. Ræst verður kl. 11, hvort sem hlaup- ið verður til suðurs eða norðurs. Þurfa aldrei að kvíða mótvindi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.