Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 1

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 322. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is JÓI FEL. MÆLIR MEÐ KORNAX-HVEITI Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is F A B R IK A N „Þú finnur bara ekki betra hveiti.“ BÓNDI UM STUND ÓSKAR ATHAFNASKÁLD OG SÓKNAR- NEFNDARFORMAÐUR Í FLJÓTSHLÍÐINNI >> 28 STUTTMYNDIR FÉLAG KVIKMYNDA- GERÐARMANNA 40 ÁRA FJÖRUTÍU AUGU >> 62 SÍÐARI umferð forsetakosninga í Ekvador fer fram í dag og stendur valið á milli auðkýfingsins Alvaro Noboa og Rafael Correa, fyrrver- andi fjármálaráðherra. Fyrri umferð kosninganna fór fram um miðjan október. Þá hlaut Noboa 26,8% atkvæða en Correa 22,8%. Baráttan fyrir síðari umferðina hefur verið geysilega hörð og ein- kennst af svívirðingum og lyga- brigslum. | 22 Forseta- kosningar í Ekvador Reuters Kosningar Í forsetakosningunum í Ekvador í dag stendur valið á milli Alvaro Noboa og Rafael Correa, fyrrverandi fjármálaráðherra. Sjanghæ. AP. | Fyrsta stefnumótasiglingin í Kína fór fram í gær og komust færri að en vildu en ferðin var hugsuð fyrir vel efnaða Kínverja í leit að lífsförunaut. Vel menntaðir og vinnusamir Kínverjar eiga í auknum mæli í erfiðleikum með að finna tíma til að leita sér að maka. Skipu- leggjandi stefnumótasiglingarinnar bend- ir á að Kína sé fjölmennasta þjóð heims og hjónabandið skipti miklu máli. Það sé hins vegar auðveldara um að tala en í að kom- ast fyrir önnum kafna menn. Til þess að komast í siglinguna þurftu karlmenn að eiga að minnsta kosti sem samsvarar um 17,5 milljónum króna. Kon- urnar urðu að vera háskólamenntaðar og standast ákveðnar, strangar kröfur. Vinsælt ástarfley RÍKISSTJÓRNIR 12 ríkja í Suður- Ameríku hafa gert með sér sam- komulag um að rík- isborgarar landanna geti ferðast á milli þeirra án þess að sýna vegabréf. Samkomulagið var gert í þeim til- gangi að efla ferðaþjónustu og viðskipti landanna auk þess sem stefnt er að aukinni samvinnu á öðrum sviðum. Löndin sem undirrituðu sam- komulagið eru Argentína, Bólivía, Bras- ilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Guyana, Paragvæ, Perú, Surinam, Úrugvæ og Venesúela. Ferðast án vegabréfa Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is JÓN Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær að forsendur fyrir stuðningi Ís- lands við innrásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvarðanir ís- lenskra stjórnvalda í málefnum Íraks hefðu verið „rangar eða mis- tök.“ Ákvarðanaferlinu hefði einn- ig verið ábótavant. Orðrétt sagði Jón: „Mikið hefur verið rætt um ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um mál- efni Íraks. Þær byggðust á röngum upplýsingum. Forsendurnar voru rangar og ákvarðanaferlinu ábóta- vant. Þessar ákvarðanir voru því rangar eða mistök. Svonefndur listi um staðfastar þjóðir var einhliða framsetning Bandaríkjastjórnar og hluti af þessari hörmulegu atburðarás. Ákvarðanir um öryggismál og al- þjóðaverkefni ber ævinlega að taka eftir vandaðasta undirbúning og eftir trúnaðarsamráð við lögmætar stofnanir eins og utanríkismála- nefnd Alþingis. Við skulum tala hreinskilnislega um þetta, hvort sem einhver okkar tengdust þessu sjálf eða komu þar hvergi nærri.“ Töluvert var klappað í fundar- salnum eftir að formaðurinn hafði látið þessi orð falla. Jón ræddi mikið um góðan ár- angur ríkisstjórnarinnar og sagði að afl og styrkur Framsóknar- flokksins væru skilyrði þess að hér starfaði áfram ríkisstjórn í anda frjálslyndrar og þjóðlegrar um- bótastefnu. „Á tímum hraðra um- brota og mikilla breytinga varðar það þjóðina miklu að samvinnuafl og umbótaafl á miðju stjórnmál- anna, Framsóknarflokkurinn, hafi styrk til að vinna að stöðugleika og festu, ábyrgð og þjóðhollustu allri þjóðinni til heilla,“ sagði Jón. Tækifæri til sóknar Í ræðu sinni stappaði Jón stálinu í framsóknarmenn og sagði þá geta gengið bjartsýna til kosningabar- áttunnar fyrir alþingiskosningarn- ar. Fylgi hefði mælst lítið í skoð- anakönnunum en það væri á hinn bóginn eftirtektarvert að um þriðj- ungur kjósenda gæfi ekki upp af- stöðu sína. Þar að auki segðust um 40% í skoðanakönnunum telja að það væri heppilegt ef framsóknar- menn væru í ríkisstjórn. Fram- sóknarflokkurinn hefði því tæki- færi til útrásar og sóknar. Í kosningabaráttunni yrðu fjöl- skyldumálin efst á baugi, málefni barna og barnafjölskyldna og mál- efni aldraðra og öryrkja myndu ráða úrslitum. Þá skipti það meg- inmáli á næstu mánuðum og í kosn- ingunum að framsóknarmenn „nái þeim mikilvæga árangri að mynda þjóðarsátt um umhverfisstefnuna þannig að allir nái samstöðu nema þá hörðustu ofstækismenn,“ sagði Jón Sigurðsson. | 4 Ákvarðanir um Írak „rangar eða mistök“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hreinskilni „Við skulum tala hreinskilnislega um þetta, hvort sem einhver okkar tengdust þessu sjálf eða komu þar hvergi nærri,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um ákvarðanir í Íraksmálinu. Ákvarðanaferli ábótavant vegna málefna Íraks  Hafa ber sam- ráð við utanrík- ismálanefnd Í HNOTSKURN » Um 150 manns sitja í mið-stjórn Framsóknarflokks- ins, þ.á m. allir þingmenn og ráðherrar. Einnig fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokks- ins enda séu þeir félagsmenn. » Þetta var fyrsta ræðaJóns Sigurðssonar á mið- stjórnarfundi sem formaður. » Jón sagði ákvarðanirstjórnvalda í málefnum Íraks hafa verið teknar á röngum forsendum og ákvarð- anaferlinu verið ábótavant. Ákvarðanirnar hefðu því verið rangar eða mistök. BANASLYS varð á Fljótsdalsheiði skammt frá aðgöngum 1 fyrir ofan stöðv- arhús Kárahnjúkavirkjunar í gærmorgun. Hundrað kílóa þungur einangrari féll á starfsmann undirverktaka Landsnets þar sem unnið er að færslu Kröflulínu. Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Eg- ilsstöðum, varð slysið á ellefta tímanum í gærmorgun. Maðurinn var Króati og hafði starfað um tíma hjá undirverktakanum við Kárahnjúka. Þetta er fjórða banaslysið sem verður við framkvæmdir vegna Kára- hnjúkavirkjunar og það þriðja á þessu ári. Banaslys við Kárahnjúka ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.