Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 322. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is JÓI FEL. MÆLIR MEÐ KORNAX-HVEITI Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is F A B R IK A N „Þú finnur bara ekki betra hveiti.“ BÓNDI UM STUND ÓSKAR ATHAFNASKÁLD OG SÓKNAR- NEFNDARFORMAÐUR Í FLJÓTSHLÍÐINNI >> 28 STUTTMYNDIR FÉLAG KVIKMYNDA- GERÐARMANNA 40 ÁRA FJÖRUTÍU AUGU >> 62 SÍÐARI umferð forsetakosninga í Ekvador fer fram í dag og stendur valið á milli auðkýfingsins Alvaro Noboa og Rafael Correa, fyrrver- andi fjármálaráðherra. Fyrri umferð kosninganna fór fram um miðjan október. Þá hlaut Noboa 26,8% atkvæða en Correa 22,8%. Baráttan fyrir síðari umferðina hefur verið geysilega hörð og ein- kennst af svívirðingum og lyga- brigslum. | 22 Forseta- kosningar í Ekvador Reuters Kosningar Í forsetakosningunum í Ekvador í dag stendur valið á milli Alvaro Noboa og Rafael Correa, fyrrverandi fjármálaráðherra. Sjanghæ. AP. | Fyrsta stefnumótasiglingin í Kína fór fram í gær og komust færri að en vildu en ferðin var hugsuð fyrir vel efnaða Kínverja í leit að lífsförunaut. Vel menntaðir og vinnusamir Kínverjar eiga í auknum mæli í erfiðleikum með að finna tíma til að leita sér að maka. Skipu- leggjandi stefnumótasiglingarinnar bend- ir á að Kína sé fjölmennasta þjóð heims og hjónabandið skipti miklu máli. Það sé hins vegar auðveldara um að tala en í að kom- ast fyrir önnum kafna menn. Til þess að komast í siglinguna þurftu karlmenn að eiga að minnsta kosti sem samsvarar um 17,5 milljónum króna. Kon- urnar urðu að vera háskólamenntaðar og standast ákveðnar, strangar kröfur. Vinsælt ástarfley RÍKISSTJÓRNIR 12 ríkja í Suður- Ameríku hafa gert með sér sam- komulag um að rík- isborgarar landanna geti ferðast á milli þeirra án þess að sýna vegabréf. Samkomulagið var gert í þeim til- gangi að efla ferðaþjónustu og viðskipti landanna auk þess sem stefnt er að aukinni samvinnu á öðrum sviðum. Löndin sem undirrituðu sam- komulagið eru Argentína, Bólivía, Bras- ilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Guyana, Paragvæ, Perú, Surinam, Úrugvæ og Venesúela. Ferðast án vegabréfa Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is JÓN Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins í gær að forsendur fyrir stuðningi Ís- lands við innrásina í Írak hefðu verið rangar og að ákvarðanir ís- lenskra stjórnvalda í málefnum Íraks hefðu verið „rangar eða mis- tök.“ Ákvarðanaferlinu hefði einn- ig verið ábótavant. Orðrétt sagði Jón: „Mikið hefur verið rætt um ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um mál- efni Íraks. Þær byggðust á röngum upplýsingum. Forsendurnar voru rangar og ákvarðanaferlinu ábóta- vant. Þessar ákvarðanir voru því rangar eða mistök. Svonefndur listi um staðfastar þjóðir var einhliða framsetning Bandaríkjastjórnar og hluti af þessari hörmulegu atburðarás. Ákvarðanir um öryggismál og al- þjóðaverkefni ber ævinlega að taka eftir vandaðasta undirbúning og eftir trúnaðarsamráð við lögmætar stofnanir eins og utanríkismála- nefnd Alþingis. Við skulum tala hreinskilnislega um þetta, hvort sem einhver okkar tengdust þessu sjálf eða komu þar hvergi nærri.“ Töluvert var klappað í fundar- salnum eftir að formaðurinn hafði látið þessi orð falla. Jón ræddi mikið um góðan ár- angur ríkisstjórnarinnar og sagði að afl og styrkur Framsóknar- flokksins væru skilyrði þess að hér starfaði áfram ríkisstjórn í anda frjálslyndrar og þjóðlegrar um- bótastefnu. „Á tímum hraðra um- brota og mikilla breytinga varðar það þjóðina miklu að samvinnuafl og umbótaafl á miðju stjórnmál- anna, Framsóknarflokkurinn, hafi styrk til að vinna að stöðugleika og festu, ábyrgð og þjóðhollustu allri þjóðinni til heilla,“ sagði Jón. Tækifæri til sóknar Í ræðu sinni stappaði Jón stálinu í framsóknarmenn og sagði þá geta gengið bjartsýna til kosningabar- áttunnar fyrir alþingiskosningarn- ar. Fylgi hefði mælst lítið í skoð- anakönnunum en það væri á hinn bóginn eftirtektarvert að um þriðj- ungur kjósenda gæfi ekki upp af- stöðu sína. Þar að auki segðust um 40% í skoðanakönnunum telja að það væri heppilegt ef framsóknar- menn væru í ríkisstjórn. Fram- sóknarflokkurinn hefði því tæki- færi til útrásar og sóknar. Í kosningabaráttunni yrðu fjöl- skyldumálin efst á baugi, málefni barna og barnafjölskyldna og mál- efni aldraðra og öryrkja myndu ráða úrslitum. Þá skipti það meg- inmáli á næstu mánuðum og í kosn- ingunum að framsóknarmenn „nái þeim mikilvæga árangri að mynda þjóðarsátt um umhverfisstefnuna þannig að allir nái samstöðu nema þá hörðustu ofstækismenn,“ sagði Jón Sigurðsson. | 4 Ákvarðanir um Írak „rangar eða mistök“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hreinskilni „Við skulum tala hreinskilnislega um þetta, hvort sem einhver okkar tengdust þessu sjálf eða komu þar hvergi nærri,“ sagði Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, um ákvarðanir í Íraksmálinu. Ákvarðanaferli ábótavant vegna málefna Íraks  Hafa ber sam- ráð við utanrík- ismálanefnd Í HNOTSKURN » Um 150 manns sitja í mið-stjórn Framsóknarflokks- ins, þ.á m. allir þingmenn og ráðherrar. Einnig fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokks- ins enda séu þeir félagsmenn. » Þetta var fyrsta ræðaJóns Sigurðssonar á mið- stjórnarfundi sem formaður. » Jón sagði ákvarðanirstjórnvalda í málefnum Íraks hafa verið teknar á röngum forsendum og ákvarð- anaferlinu verið ábótavant. Ákvarðanirnar hefðu því verið rangar eða mistök. BANASLYS varð á Fljótsdalsheiði skammt frá aðgöngum 1 fyrir ofan stöðv- arhús Kárahnjúkavirkjunar í gærmorgun. Hundrað kílóa þungur einangrari féll á starfsmann undirverktaka Landsnets þar sem unnið er að færslu Kröflulínu. Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Eg- ilsstöðum, varð slysið á ellefta tímanum í gærmorgun. Maðurinn var Króati og hafði starfað um tíma hjá undirverktakanum við Kárahnjúka. Þetta er fjórða banaslysið sem verður við framkvæmdir vegna Kára- hnjúkavirkjunar og það þriðja á þessu ári. Banaslys við Kárahnjúka ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.