Morgunblaðið - 26.11.2006, Síða 55

Morgunblaðið - 26.11.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 55 AUÐLESIÐ EFNI Að minnsta kosti 200 manns týndu lífi og vel á þriðja hundrað særðust í mörgum bíl-sprengingum í Sadr-borg, helsta hverfi sjíta í Bagdad, á fimmtu-dag. Dagurinn er þar með sá blóðug-asti í borginni frá því Bandaríkja-menn réðust inn í Írak árið 2003. Þetta virðist taka af allan vafa um að í landinu geisi borgara-styrjöld milli súnníta og sjíta. Á föstu-daginn báru íbúar Sadr-borgar til grafar þá ein-stak-linga sem létust í sprengju-árásunum. Sjítar fjöl-menntu í Bagdad og var kistum komið fyrir á bif-reiðum sem óku lötur-hægt eftir götum borgarinnar í átt að hinni heil-ögu Najaf-borg og gekk fólk á eftir þeim. Írösk stjórn-völd hafa beðið menn að sýna stillingu eftir sprengju-árásirnar, en það hafa aldrei verið meiri líkur á því að trúar-bragða-styrjöld muni brjótast út á milli sjíta, sem eru í meiri-hluta, og súnní-araba, sem öllu réðu í valda-tíð Saddams Hussein. Mikið blóð-bað í Bagdad Reuters Sjítar bera fórnar-lömb til grafar. PIERRE Gemayel, kristinn maroníti og ráð-herra í Líbanons-stjórn, var ráðinn af dögum í Beirút á miðviku-daginn. Óttast er, að morðið auki spennuna í líb-önskum stjórn-málum en Gemayel var and-stæðingur Sýr-lendinga. Gemayel var skotinn í bíl sínum og fluttur á sjúkra-hús þar sem hann lést. Gemayel var sonur Amin Gemayels fyrr-verandi for-seta landsins, sem einnig var and-vígur Sýr-lendingum og af-skiptum þeirra af líb-önskum innan-ríkis-málum. Bróðir Gemayels, Bahir, var kjörinn for-seti landsins árið 1982 en var myrtur nokkrum dögum áður en hann átti að taka við em-bætti. Ráð-herra drepinn í Líbanon Pierre Gemayel Lítvínenko látinn Alexander Lítvínenko, fyrr-verandi rúss-neskur njósnari, lést á sjúkra-húsi í London á fimmtu-dag. Allt bendir til að eitrað hafi verið fyrir hann. Suma grunar, að rúss-nesk stjórn-völd eigi þátt í dauða Lítvínenkos en þau neita því alfarið. Næst-mest lýð-ræði á Íslandi Ísland er í 2. sæti á lista rannsóknar-fyrirtækis breska blaðsins The Economist yfir lönd þar sem lýð-ræðið þykir vera mest. Svíþjóð er í 1. sæti en Hol-land í 3. sæti. Banda-ríkin eru í 17. sæti og Bret-land í 23. sæti. Skortur á vinnu-afli Skortur er nú á vinnu-afli í Póllandi, þar sem um 800.000 Pólverjar hafa flust frá heima-landi sínu síðan það gekk í ESB. Atvinnu-leysi er um 15% en samt geta vinnu-veitendur ekki fundið fólk til starfa í byggingar-iðnaðinum og heilbrigðis-geiranum. Garðar Thór fær lof Garðar Thór Cortes tenór-söngvari er á tón-leikaferð um Bretlands-eyjar með velsku söng-konunni Katherine Jenkins, og hafa gagn-rýnendur fjöl-miðla hlaðið söngvarann lofi. Stutt Sam-tök verslunar og þjón-ustu héldu á miðviku-daginn fund um vega-mál. Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra sagði þar að farið yrði í stór-átak í upp-byggingu á vega-kerfinu á næstu árum. Fjár-magna þarf sérstak-lega tvö-földun þjóð-vegar 1 milli Reykja-víkur og Akur-eyrar og líka frá Reykja-vík að Markar-fljóti austan Hvols-vallar, að mati ráð-herra. Hann vill að undir-búningur að tvö-földun á þessum stóru köflum á þjóð-veginum verði tekinn út úr hinum hefð-bundna far-vegi vega-fram-kvæmda og fjár-magnaður sem átaks-verkefni. Tvö-földun á þjóð-vegi Eignar-halds-félagið West Ham Holding, sem saman-stendur af Eggerti Magnússyni og Björgólfi Guðmundssyni, for-manni banka-ráðs Lands-banka Íslands, keypti á þriðju-dag 83% hlut í enska knattspyrnu-félaginu West Ham. Kaup-verðið er um 11,4 milljarðar króna, auk þess sem West Ham Holding yfir-tekur skuldir upp á 3,1 milljarð. „Enska úrvals-deildin er sennilega stærsta fótbolta-keppni í heiminum og það að vera allt í einu kominn við stjórn-völinn á einu þeirra liða sem skipa þá deild er að sjálf-sögðu mikil og spenn-andi á-skorun,“ segir Eggert sem verður stjórnar-formaður félagsins. Þrír aðrir Ís-lendingar koma líka í stjórn, þeir Þór Kristjánsson, bankaráðs-maður í Lands-banka Íslands, Guðmundur Oddsson, lög-fræðingur í London, og Sighvatur Bjarnason, for-stjóri Fisco. Björgólfur verður heiðurs-forseti West Ham. „Spenn-andi á-skorun“ Reuters Eggert og Andrew Pardew knattspyrnustjóri. Skrekkur, hæfileika-keppni ÍTR fyrir grunn-skóla Reykjavíkur, var haldinn á þriðju-daginn í Borgar-leikhúsinu. Um 1.000 krakkar tóku þátt í keppninni sem var haldin í 17. skiptið. Langholts-skóli vann, í öðru sæti varð Haga-skóli og Álftamýrar-skóli í því þriðja. Langholts-skóli vann Skrekk Morgunblaðið/Golli Verðlauna-hátíð Íslensku kvik-mynda- og sjónvarps-akademíunnar var haldin á Nordica Hotel á sunnudags-kvöldið. Kvik-myndin Mýrin í leik-stjórn Baltasars Kormáks, sem byggist á sam-nefndri bók Arnalds Indriðasonar, fékk flest Eddu-verðlaun, eða 5 alls. Mýrin var valin kvik-mynd ársins og Baltasar leik-stjóri ársins. Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson voru verð-launaðir fyrir leik í aðal- og auka-hlutverki og Mugison fyrir tón-listina. Önnur kvik-mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, hlaut líka tvenn verð-laun. Mugison var einnig verð-launaður fyrir tón-listina í henni en Óttar Guðnason hlaut verð-laun fyrir fyrir kvikmynda-tökuna. Mýrin fékk 5 Eddu-verð-laun Morgunblaðið/Eggert Baltasar Kormákur kvikmynda-leikstjóri. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.