Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.11.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 55 AUÐLESIÐ EFNI Að minnsta kosti 200 manns týndu lífi og vel á þriðja hundrað særðust í mörgum bíl-sprengingum í Sadr-borg, helsta hverfi sjíta í Bagdad, á fimmtu-dag. Dagurinn er þar með sá blóðug-asti í borginni frá því Bandaríkja-menn réðust inn í Írak árið 2003. Þetta virðist taka af allan vafa um að í landinu geisi borgara-styrjöld milli súnníta og sjíta. Á föstu-daginn báru íbúar Sadr-borgar til grafar þá ein-stak-linga sem létust í sprengju-árásunum. Sjítar fjöl-menntu í Bagdad og var kistum komið fyrir á bif-reiðum sem óku lötur-hægt eftir götum borgarinnar í átt að hinni heil-ögu Najaf-borg og gekk fólk á eftir þeim. Írösk stjórn-völd hafa beðið menn að sýna stillingu eftir sprengju-árásirnar, en það hafa aldrei verið meiri líkur á því að trúar-bragða-styrjöld muni brjótast út á milli sjíta, sem eru í meiri-hluta, og súnní-araba, sem öllu réðu í valda-tíð Saddams Hussein. Mikið blóð-bað í Bagdad Reuters Sjítar bera fórnar-lömb til grafar. PIERRE Gemayel, kristinn maroníti og ráð-herra í Líbanons-stjórn, var ráðinn af dögum í Beirút á miðviku-daginn. Óttast er, að morðið auki spennuna í líb-önskum stjórn-málum en Gemayel var and-stæðingur Sýr-lendinga. Gemayel var skotinn í bíl sínum og fluttur á sjúkra-hús þar sem hann lést. Gemayel var sonur Amin Gemayels fyrr-verandi for-seta landsins, sem einnig var and-vígur Sýr-lendingum og af-skiptum þeirra af líb-önskum innan-ríkis-málum. Bróðir Gemayels, Bahir, var kjörinn for-seti landsins árið 1982 en var myrtur nokkrum dögum áður en hann átti að taka við em-bætti. Ráð-herra drepinn í Líbanon Pierre Gemayel Lítvínenko látinn Alexander Lítvínenko, fyrr-verandi rúss-neskur njósnari, lést á sjúkra-húsi í London á fimmtu-dag. Allt bendir til að eitrað hafi verið fyrir hann. Suma grunar, að rúss-nesk stjórn-völd eigi þátt í dauða Lítvínenkos en þau neita því alfarið. Næst-mest lýð-ræði á Íslandi Ísland er í 2. sæti á lista rannsóknar-fyrirtækis breska blaðsins The Economist yfir lönd þar sem lýð-ræðið þykir vera mest. Svíþjóð er í 1. sæti en Hol-land í 3. sæti. Banda-ríkin eru í 17. sæti og Bret-land í 23. sæti. Skortur á vinnu-afli Skortur er nú á vinnu-afli í Póllandi, þar sem um 800.000 Pólverjar hafa flust frá heima-landi sínu síðan það gekk í ESB. Atvinnu-leysi er um 15% en samt geta vinnu-veitendur ekki fundið fólk til starfa í byggingar-iðnaðinum og heilbrigðis-geiranum. Garðar Thór fær lof Garðar Thór Cortes tenór-söngvari er á tón-leikaferð um Bretlands-eyjar með velsku söng-konunni Katherine Jenkins, og hafa gagn-rýnendur fjöl-miðla hlaðið söngvarann lofi. Stutt Sam-tök verslunar og þjón-ustu héldu á miðviku-daginn fund um vega-mál. Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra sagði þar að farið yrði í stór-átak í upp-byggingu á vega-kerfinu á næstu árum. Fjár-magna þarf sérstak-lega tvö-földun þjóð-vegar 1 milli Reykja-víkur og Akur-eyrar og líka frá Reykja-vík að Markar-fljóti austan Hvols-vallar, að mati ráð-herra. Hann vill að undir-búningur að tvö-földun á þessum stóru köflum á þjóð-veginum verði tekinn út úr hinum hefð-bundna far-vegi vega-fram-kvæmda og fjár-magnaður sem átaks-verkefni. Tvö-földun á þjóð-vegi Eignar-halds-félagið West Ham Holding, sem saman-stendur af Eggerti Magnússyni og Björgólfi Guðmundssyni, for-manni banka-ráðs Lands-banka Íslands, keypti á þriðju-dag 83% hlut í enska knattspyrnu-félaginu West Ham. Kaup-verðið er um 11,4 milljarðar króna, auk þess sem West Ham Holding yfir-tekur skuldir upp á 3,1 milljarð. „Enska úrvals-deildin er sennilega stærsta fótbolta-keppni í heiminum og það að vera allt í einu kominn við stjórn-völinn á einu þeirra liða sem skipa þá deild er að sjálf-sögðu mikil og spenn-andi á-skorun,“ segir Eggert sem verður stjórnar-formaður félagsins. Þrír aðrir Ís-lendingar koma líka í stjórn, þeir Þór Kristjánsson, bankaráðs-maður í Lands-banka Íslands, Guðmundur Oddsson, lög-fræðingur í London, og Sighvatur Bjarnason, for-stjóri Fisco. Björgólfur verður heiðurs-forseti West Ham. „Spenn-andi á-skorun“ Reuters Eggert og Andrew Pardew knattspyrnustjóri. Skrekkur, hæfileika-keppni ÍTR fyrir grunn-skóla Reykjavíkur, var haldinn á þriðju-daginn í Borgar-leikhúsinu. Um 1.000 krakkar tóku þátt í keppninni sem var haldin í 17. skiptið. Langholts-skóli vann, í öðru sæti varð Haga-skóli og Álftamýrar-skóli í því þriðja. Langholts-skóli vann Skrekk Morgunblaðið/Golli Verðlauna-hátíð Íslensku kvik-mynda- og sjónvarps-akademíunnar var haldin á Nordica Hotel á sunnudags-kvöldið. Kvik-myndin Mýrin í leik-stjórn Baltasars Kormáks, sem byggist á sam-nefndri bók Arnalds Indriðasonar, fékk flest Eddu-verðlaun, eða 5 alls. Mýrin var valin kvik-mynd ársins og Baltasar leik-stjóri ársins. Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson voru verð-launaðir fyrir leik í aðal- og auka-hlutverki og Mugison fyrir tón-listina. Önnur kvik-mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, hlaut líka tvenn verð-laun. Mugison var einnig verð-launaður fyrir tón-listina í henni en Óttar Guðnason hlaut verð-laun fyrir fyrir kvikmynda-tökuna. Mýrin fékk 5 Eddu-verð-laun Morgunblaðið/Eggert Baltasar Kormákur kvikmynda-leikstjóri. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.