Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 70

Morgunblaðið - 26.11.2006, Side 70
70 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Heppnir fá þá eitthvað fallegt... Kalvin & Hobbes HORFÐIR ÞÚ Á MYNDINA Í SJÓNVARPINU Í GÆR? NEI HORFÐIRÐU Á LEIKINN Í GÆR? NEI HORFÐIR ÞÚ EKKI Á NEITT SJÓNVARP? NEI Á HVAÐ HORFÐIR ÞÚ ÞÁ? Kalvin & Hobbes HEFURÐU EINHVERN TÍMANN SPÁÐ Í HEIMSENDI? ÁTTU VIÐ KJARNORKU- STYRJÖLD? NEI... ÉG HELD AÐ MAMMA HAFI ÁTTI VIÐ ÞENNAN SEM KEMUR EF ÉG HLEYPI LOFTINU ÚR BÍLDEKKJUNUM EINU SINNI ENN Kalvin & Hobbes SLYSATRYGGING! EN HEIMSKULEG HUGMYND! AF HVERJU ÆTTI EINHVER AÐ KAUPA SLYSATRYGGINGU AF ÞÉR?! Risaeðlugrín © DARGAUD ÉG NÁÐI EINUM Í VIÐBÓT! ÞAÐ VANTAR BARA EINN. BÍÐIÐ HÉRNA EIGUM VIÐ AÐ SEGJA HONUM AÐ SLEPPA FORDRYKKNUM OG PANTA FREKAR ROMM Kanadíski fræðimaðurinndr. James Barrettheldur fyrirlestur íÞjóðminjasafninu í dag, sunnudag. Fyrirlesturinn er haldinn fyrir tilstuðlan Félags ís- lenskra fornleifafræðinga og Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift er- indis James er Quoygrew: Lífs- viðurværi Orkneyinga á víkinga- og miðöldum. „Í fyrirlestrinum mun ég segja frá lífi fólks í Orkneyjum á vík- ingaöld og miðöldum. Fyrirlest- urinn byggi ég á fornleifarann- sóknum mínum á minjum landnámsbyggðarinnar Quoygrew á eyjunni Westray,“ segir James. „Ég ræði um fjölda atriða í hversdagslífi fólks á þessari smáu eyju og hvaða böndum það tengd- ist félagslegum og efnahagslegum breytingum um gervalla Norður- Evrópu. Til dæmis kem ég til með að fjalla um fólksfjölgun, kristnitöku og vöxt viðskipta og þorpa. Í stað þess að líta á eyja- skeggja sem óvirka einstaklinga sem hrífast með straumi „hnatt- rænna“ breytinga reyni ég að varpa ljósi á gagnvirk samskipti staðbundinna hefða og ut- anaðkomandi áhrifa.“ James Barrett er dósent við fornleifafræðideild háskólans í York á Englandi og á hann að baki 16 ára rannsóknarferil þar sem hann hefur sérhæft sig í lífs- háttum á Skotlandi á víkingaöld og miðöldum. Hann hefur látið frá sér yfir þrjá tugi fræðigreina og bóka um rannsóknarsvið sitt, nú síðast bókina The Norse in Scotland sem Routledge bókaút- gáfan gefur út á næstunni. Dæmigert og ósnortið „Ástæða þess að við ákváðum að beina sjónum okkar að Quoyg- rew var ekki fyrir þær sakir að byggðin þar væri einstök fyrir víkingaöld, heldur einmitt vegna þess að hún var ákaflega dæmi- gerð. Þar var líklega venjulegt býli þar sem sennilega bjuggu leiguliðar eða frjálsir landeig- endur. Quoygrew var ekki kon- unglegt býli, bær eða jafnvel þorp, en líklega voru engar byggðir í Orkneyjum sem kalla mætti með réttu þorp fyrr en á 12. öld,“ segir James. „Mikilvægi Quoygrew felst hins vegar í því hversu lengi var búið þar og hversu vel minjar hafa varðveist. Byggð var í Quoygrew órofið frá 10. öld allt til ársins 1937 og veit- ir það okkur einstakt tækifæri til að greina félagslegar og efna- hagslegar breytingar frá vík- ingaöld yfir til miðalda, og frá lokum miðalda til upphafs nú- tímans. Þar að auki eru þeir einu sem hafa rótað í jarðveginum við Quoygrew nautgripirnir sem þar hafa verið á beit, og eru því allar minjar ósnortnar. Margir sam- bærilegir staðir hafa ýmist verið plægðir upp eða liggja undir stórum býlum sem enn eru í notkun.“ Heimasíða Quoygrew rann- sóknarverkefnisins er á slóðinni http://www.york.ac.uk/depts/arch/ quoygrew og má þar finna frekari upplýsingar sem og á heimasíðu Þjóðminjasafns, www.thjodminja- safn.is. Fyrirlestur sunnudagsins fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 15 og er hann öllum opinn. Fornleifafræði | Fyrirlestur á sunnudag um fornleifarannsóknir í Quoygrew á Orkneyjum Lífsviðurværi Orkneyinga til forna  James Barrett fæddist í Kanada 1967. Hann lauk B.A. prófi 1989 og M.A. prófi frá háskólanum í To- rontó og dokt- orsgráðu frá há- skólanum í Glasgow 1996. James var gestaprófessor við há- skólann í Cambridge 1996, hafði rannsóknarstöðu við mann- fræðideild háskólans í Torontó 1996–1998, aðstoðarprófessor 1998–1999 við sama skóla, lektor við mannfræðideild háskolans í York 1999–2005 og dósent frá 2005. James er kvæntur dr. Söru King og eiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.