Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 26.11.2006, Qupperneq 70
70 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Heppnir fá þá eitthvað fallegt... Kalvin & Hobbes HORFÐIR ÞÚ Á MYNDINA Í SJÓNVARPINU Í GÆR? NEI HORFÐIRÐU Á LEIKINN Í GÆR? NEI HORFÐIR ÞÚ EKKI Á NEITT SJÓNVARP? NEI Á HVAÐ HORFÐIR ÞÚ ÞÁ? Kalvin & Hobbes HEFURÐU EINHVERN TÍMANN SPÁÐ Í HEIMSENDI? ÁTTU VIÐ KJARNORKU- STYRJÖLD? NEI... ÉG HELD AÐ MAMMA HAFI ÁTTI VIÐ ÞENNAN SEM KEMUR EF ÉG HLEYPI LOFTINU ÚR BÍLDEKKJUNUM EINU SINNI ENN Kalvin & Hobbes SLYSATRYGGING! EN HEIMSKULEG HUGMYND! AF HVERJU ÆTTI EINHVER AÐ KAUPA SLYSATRYGGINGU AF ÞÉR?! Risaeðlugrín © DARGAUD ÉG NÁÐI EINUM Í VIÐBÓT! ÞAÐ VANTAR BARA EINN. BÍÐIÐ HÉRNA EIGUM VIÐ AÐ SEGJA HONUM AÐ SLEPPA FORDRYKKNUM OG PANTA FREKAR ROMM Kanadíski fræðimaðurinndr. James Barrettheldur fyrirlestur íÞjóðminjasafninu í dag, sunnudag. Fyrirlesturinn er haldinn fyrir tilstuðlan Félags ís- lenskra fornleifafræðinga og Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift er- indis James er Quoygrew: Lífs- viðurværi Orkneyinga á víkinga- og miðöldum. „Í fyrirlestrinum mun ég segja frá lífi fólks í Orkneyjum á vík- ingaöld og miðöldum. Fyrirlest- urinn byggi ég á fornleifarann- sóknum mínum á minjum landnámsbyggðarinnar Quoygrew á eyjunni Westray,“ segir James. „Ég ræði um fjölda atriða í hversdagslífi fólks á þessari smáu eyju og hvaða böndum það tengd- ist félagslegum og efnahagslegum breytingum um gervalla Norður- Evrópu. Til dæmis kem ég til með að fjalla um fólksfjölgun, kristnitöku og vöxt viðskipta og þorpa. Í stað þess að líta á eyja- skeggja sem óvirka einstaklinga sem hrífast með straumi „hnatt- rænna“ breytinga reyni ég að varpa ljósi á gagnvirk samskipti staðbundinna hefða og ut- anaðkomandi áhrifa.“ James Barrett er dósent við fornleifafræðideild háskólans í York á Englandi og á hann að baki 16 ára rannsóknarferil þar sem hann hefur sérhæft sig í lífs- háttum á Skotlandi á víkingaöld og miðöldum. Hann hefur látið frá sér yfir þrjá tugi fræðigreina og bóka um rannsóknarsvið sitt, nú síðast bókina The Norse in Scotland sem Routledge bókaút- gáfan gefur út á næstunni. Dæmigert og ósnortið „Ástæða þess að við ákváðum að beina sjónum okkar að Quoyg- rew var ekki fyrir þær sakir að byggðin þar væri einstök fyrir víkingaöld, heldur einmitt vegna þess að hún var ákaflega dæmi- gerð. Þar var líklega venjulegt býli þar sem sennilega bjuggu leiguliðar eða frjálsir landeig- endur. Quoygrew var ekki kon- unglegt býli, bær eða jafnvel þorp, en líklega voru engar byggðir í Orkneyjum sem kalla mætti með réttu þorp fyrr en á 12. öld,“ segir James. „Mikilvægi Quoygrew felst hins vegar í því hversu lengi var búið þar og hversu vel minjar hafa varðveist. Byggð var í Quoygrew órofið frá 10. öld allt til ársins 1937 og veit- ir það okkur einstakt tækifæri til að greina félagslegar og efna- hagslegar breytingar frá vík- ingaöld yfir til miðalda, og frá lokum miðalda til upphafs nú- tímans. Þar að auki eru þeir einu sem hafa rótað í jarðveginum við Quoygrew nautgripirnir sem þar hafa verið á beit, og eru því allar minjar ósnortnar. Margir sam- bærilegir staðir hafa ýmist verið plægðir upp eða liggja undir stórum býlum sem enn eru í notkun.“ Heimasíða Quoygrew rann- sóknarverkefnisins er á slóðinni http://www.york.ac.uk/depts/arch/ quoygrew og má þar finna frekari upplýsingar sem og á heimasíðu Þjóðminjasafns, www.thjodminja- safn.is. Fyrirlestur sunnudagsins fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminja- safnsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 15 og er hann öllum opinn. Fornleifafræði | Fyrirlestur á sunnudag um fornleifarannsóknir í Quoygrew á Orkneyjum Lífsviðurværi Orkneyinga til forna  James Barrett fæddist í Kanada 1967. Hann lauk B.A. prófi 1989 og M.A. prófi frá háskólanum í To- rontó og dokt- orsgráðu frá há- skólanum í Glasgow 1996. James var gestaprófessor við há- skólann í Cambridge 1996, hafði rannsóknarstöðu við mann- fræðideild háskólans í Torontó 1996–1998, aðstoðarprófessor 1998–1999 við sama skóla, lektor við mannfræðideild háskolans í York 1999–2005 og dósent frá 2005. James er kvæntur dr. Söru King og eiga þau tvö börn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.