Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 4
ENGAN sakaði þegar snjóflóð féll á veginn um Súðavíkurhlíð um kl. 14 í gær. Flóðið féll úr Fjárgili og að sögn Vegagerðarinnar var spýjan um einn og hálfur metri á þykkt og um 30 metra breið. Flóðið lokaði veginum um stund en starfsmenn Vegagerðarinnar hreinsuðu veginn á um klukkustund. Snjóflóðið féll fjarri byggð og þá var enginn ökumaður á ferð þegar það féll. Tveir bílar óku þó beint í snjóflóðið og festu sig skömmu eftir að það féll enda skyggni lélegt sök- um nokkurrar muggu. Lítill snjór er í hlíðunum en hita- stigið á svæðinu hefur verið afar misjafnt að undanförnu sem gerir snjóinn blautan og þungan. Vega- gerðin varaði við snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum í gær og hvatti fólk til þess að fara ekki um Óshlíð, Eyrarhlíð eða Súðavík- urhlíð að nauðsynjalausu. Snjóflóð féll og lokaði veginum 4 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PÓLITÍSK samstaða virðist ríkja um það markmið Há- skóla Íslands að komast í hóp 100 bestu háskóla í heimi, ef marka má umræður á málþingi sem Stúdentaráð Há- skóla Íslands stóð að í tilefni af fullveldisdeginum í gær. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður stúdentaráðs, segir að flokkarnir virðist sammála um markmiðin, en þá greini e.t.v. á um leiðirnar. Á endanum snúist málið um peninga, og þrjár leiðir til að afla þeirra; fjárframlög frá ríkinu, skólagjöld og styrki frá einkaaðilum. Eftir málþingið gengu stúdentar fylktu liði út í kirkju- garðinn við Suðurgötu og lögðu blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Sigurður Örn segir að u.þ.b. 20 stúdentar hafi verið í kirkjugarðinum, enda undirbúningur fyrir prófatímabilið að ná hámarki. Morgunblaðið/ÞÖK Pólitísk samstaða um markmið HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo rúmenska karlmenn í 12 og 8 mánaða fangelsi fyrir hraðbankasvindl í þremur hraðbönkum á höfuð- borgarsvæðinu í haust. Þeim tókst að afrita a.m.k. 20 reikningsnúmer með því að setja upp leynilegan afritunarbúnað, falskt lyklaborð og skynjara fyrir segulrönd bankakorta til að komast yfir númer á banka- og greiðslukortareikningum fólks og að- gangsnúmer að bankareikningum. Þannig tókst öðrum mannanna að svíkja út vörur og þjónustu fyrir 310 þúsund krónur sem hann lét skuldfæra á greiðslukortareikning annars fólks með framvísun korta, stíluðum á sig sjálfan. Var honum gefið að sök að hafa vitað að kortin væru fölsuð með því að reikningsnúmerum á segulrönd þeirra hafði verið breytt. Var því hér um að ræða greiðslukort sem útbúin voru með svindli eftir að maðurinn komst yfir nauðsynleg númer með afrit- uninni við hraðbankana. Hann keypti m.a. fartölvu á156 þúsund krónur og farsíma á 77 þúsund krónur auk þess sem hann verslaði í matvörubúðum og greiddi allt saman með kortunum. Frásögn mannanna eftir handtöku var á þá leið að annar þeirra hefði komið til landsins með svindl- búnaðinn og komið honum fyrir. Ætlunin hafi verið að koma upplýsingum um banka- og greiðslukort- areikningsnúmer og aðgangsnúmer að reikningum í hendur erlendra aðila sem myndu í kjölfarið koma þessum upplýsingum fyrir í greiðslukortum sem þeir myndu gefa út á nafn annarra einstaklinga. Fyrir þessar upplýsingar átti annar mannanna að fá borgað, þ.e. ákveðna þóknun á hvert númer. Fé- lagi hans var til aðstoðar og stóð á verði þegar hinn kom búnaðinum fyrir á hraðbönkunum. Aðstoðar- maðurinn átti að njóta afrakstursins með því að meðákærði myndi greiða honum skuld eftir að hann fengi borgað fyrir sölu á númerum. Taldi dómurinn að báðir mennirnir væru aðalmenn í brotinu. Að mati dómsins voru brot mannanna mjög al- varleg og þaulskipulögð með fullkomnum tækjum. Taldi dómurinn að háttsemi þeirra hefði getað leitt til gríðarlega umfangsmikils fjártjóns ef þeim hefði tekist að komast yfir mikinn fjölda númera. Hefði það fyrst og fremst verið glöggum viðskiptavini eins hraðbankans að þakka að upp komst um menn- ina. Sá sem þyngri dóminn hlaut er fæddur árið 1975 og félagi hans árið 1973. Ekki voru lögð fram saka- vottorð mannanna við réttarhöldin í héraðsdómi. Þetta mun vera fyrsti dómur sem gengur hér- lendis fyrir auðgunarbrot af þessu tagi. Símon Sigvaldason héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi þess er þyngri dóminn hlaut var Hilmar Ingimundarson hrl. og verjandi meðákærða var Jón Höskuldsson hdl. Saksóknari var Guðjón Magnússon, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Fangelsi í 12 og 8 mánuði  Tveir menn dæmdir fyrir að reyna að stela kortanúmerum í gegnum hrað- banka  20 númer náðust og svindlkorti beitt hérlendis til að kaupa dýra hluti Í HNOTSKURN » Mennirnir voru á ferðinni í október ognóvember. Þeir komu gagngert til að afrita kortanúmar í hraðbönkum og átti að selja númerin erlendis. Borga átti fyrir hvert númer sem næðist. » Héraðsdómur telur að tjón vegna brotamannanna hefðu getað orðið gríð- arlega umfangsmikil ef þeir hefðu komist yfir mikið af númerum. Glöggur borgari mun hafa afstýrt því og brá lögregla skjótt við og handtók mennina. UMFANG reykinga er á hægri en stöðugri niðurleið samkvæmt sam- antekt Capacent Gallup sem unnin var fyrir Lýðheilsustöð. Árið 2006 virðast 18,8% fólks á aldrinum 15– 89 ára reykja daglega miðað við um 30% árið 1991. 21% karla reykir daglega miðað við 17% kvenna. Í frétt á vef Lýðheilsustöðvar kemur fram að eins og fyrri ár er töluverður munur á reykingum eftir aldri og nú sem fyrr eru reykingar algengastar hjá fólki á aldrinum 20– 29 ára. Þar á eftir kemur aldurshóp- urinn 50–59 ára. Nú sem endranær eru reykingar einnig langminnstar í elsta hópnum (80–89 ára). Þegar tölur um umfang reykinga eru skoðaðar kemur í ljós að há- skólamenntað fólk reykir minnst allra (8,3%) en þeir reykja mest (29,5%) sem eru einungis með grunnskólamenntun og viðbótar- menntun sem er minni en stúdents- próf. Einnig vekur athygli að í hópi háskólamenntaðra eru líka lang- flestir sem hafa aldrei reykt (57,7%). Tæplega 19% fullorð- inna reykja Háskólamenntað fólk reykir minnst HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í lyfja- verslun í Kópavogi í vor. Ógnaði hann starfsmönnum vopnaður öxi og rændi lyfjum fyrir um 172 þús- und kr. Nokkrum dögum eftir ránið var hann handtekinn og játaði í kjölfar- ið að hafa verið að verki. Sagði hann ránið hafa verið skyndi- ákvörðun í miklu morfínfráhvarfi. Hann sagðist hafa ætlað að ná sér í morfínlyf fyrst og fremst, contalgin eða rítalin, og kvaðst hafa notað hluta lyfjanna sjálfur og mundi ekki hvort hann hefði selt eitthvað af þeim. Að mati dómsins var brotið alvar- legt en tekið var tillit til játningar ákærða og viðleitni hans til ná tök- um á fíkniefnavanda sínum. Finnbogi H. Alexandersson hér- aðsdómari dæmdi málið. Verjandi var Sigmundur Hannesson hrl. og sækjandi Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. 15 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán MEÐ því að lækka vikmörk við hraðamælingar vegna beitingar við- urlaga við hraðakstursbrotum er verið að færa viðmiðun nær raun- verulegum hámarkshraða að sögn Jóhannesar Tómassonar, upplýs- ingafulltrúa samgönguráðuneytis- ins. Lögreglan á Blönduósi, sem mjög hefur lagt áherslu á hraðaeft- irlit á Þjóðvegi 1 segir að ný sekt- arreglugerð ráðuneytisins muni að líkindum merkja að ökumenn á hringveginum verði nú kærðir ef radarmælir lögreglu sýni 99 km. Það þýðir að ökumaður er þá sannanlega á 96 km hraða samkvæmt hraðamæli bílsins og hefur þar með unnið sér til sektar miðað við hin 5 km vikmörk frá leyfilegum 90 km hámarkshraða að viðbættum 3 km vikmörkum í lög- regluradarnum. Áður var byrjað að kæra þegar hraðatala á radar sýndi 105. Að sögn Jóhannesar hefur orðið að gefa nokkurt svigrúm við hraða- mælingar þar sem segja megi að ökumenn hafi fengið að njóta vafans. Með sífellt bættum tækjabúnaði til hraðamælinga sé hins vegar minni þörf fyrir slíkt svigrúm. Ökumaður á vegi þar sem 90 km hámarkshraði gildir megi því búast við sekt sé hann tekinn á 96 km hraða. Með þessu sé ætlunin að herða á því að hraðamörkin verði virt og ímynda megi sér að þróunin verði sú að leyfa lítið sem ekkert svigrúm eins og tíðkast víða erlend- is. Í Noregi eru til dæmis aðeins þriggja km vikmörk. Með þessu sé þá verið að leggja áherslu á hin raun- verulegu hraðamörk. Vikmörk hraða- mælinga 8 km Þjóðvegasektir byrja við 96 km hraða EITUREFNASLYS varð í fisk- vinnsluhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær þegar um 50 lítrar af ammoníaki láku út eftir að tækjabúnaður gaf sig. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var engin hætta á ferðum en eit- urefnakafarar voru sendir á stað- inn og stöðvuðu lekann. Starfsmenn fiskvinnslunnar urðu lekans varir og gerðu slökkviliði aðvart. Tilkynningin barst slökkviliðinu um klukkan 17 og tók hreinsunin tæpan klukku- tíma. Að sögn slökkviliðsins var amm- oníakið geymt í sérútbúnum geymi þar sem það var í fljótandi formi. Þegar efnið, sem er mjög kalt, kemst í snertingu við and- rúmsloftið breytist það í loftteg- und. Lyktin af því er afar sterk og voru menn því fljótir að átta sig á því hvað hafði gerst. Slökkviliðið sló efnið niður með því að sprauta sérstökum úða á það. Efninu var síðan safnað sam- an í sérstök ílát og fargað á við- eigandi hátt. Ammoníaksleki í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.