Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 12

Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 12
12 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UPPSÖGN Margrétar Sverrisdótt- ur, sem framkvæmdastjóra þing- flokks Frjálslynda flokksins í fyrra- kvöld, á sér líklega dýpri rætur en í fyrstu mætti telja. Viðmælendur blaðamanns úr röðum Frjálslyndra telja margir hverjir að uppsögnina megi rekja til valdabaráttu, persónu- legra deilna og ágreinings um inn- göngu fulltrúa Nýs afls í flokkinn. Sjálf sagði Margrét í samtali við Morgunblaðið í gær að uppsögnin stafaði af því að hún hefði mótmælt rasískum hugmyndum Jóns Magnús- sonar. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, vísaði því hins vegar á bug í fjölmiðlum í gær; uppsögnin tengdist á engan hátt gagnrýni hennar á Jón Magnússon. Henni hefði verið sagt upp störfum þar sem hún þyrfti tíma til að vinna að framboðsmálum í aðdraganda kosninga. Ekki færi vel á því að hún væri í framboði samhliða því sem hún gegndi störfum framkvæmdastjóra. Orð standa því gegn orði milli tveggja helstu forystumanna Frjáls- lynda flokksins. Viðmælendur blaða- manns eru þó ekki endilega á því að þetta sé vísbending um klofning inn- an flokksins; þeir vona að minnsta kosti ekki. Þetta sé ólga sem vænt- anlega verði hægt að leysa. Tíminn einn á þó eftir að leiða það í ljós. Margrét hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra og ritara Frjálslynda flokksins í tæpan áratug, auk starfs framkvæmdastjóra þingflokksins. Hún hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því að vera í efsta sæti lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkur- kjördæminu fyrir komandi þingkosn- ingar. Fékk fimm tíma til að svara En lítum nánar á aðdraganda upp- sagnarinnar á fimmtudag. Guðjón A. Kristjánsson gekk á fund Margrétar um miðjan dag og afhenti henni bréf með vitneskju og samþykki þing- flokks Frjálslyndra, þ.e. Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Sigurjóns Þórðarsonar, auk Guðjóns. Í bréfinu spyr Guðjón hvort Margrét hyggist bjóða sig fram til að leiða lista flokks- ins í Reykjavík fyrir komandi þing- kosningar. Jafnframt vísar formað- urinn til samtals þeirra frá liðnu sumri þar sem hann segist hafa sagt henni að hún gæti ekki verið fram- kvæmdastjóri þingflokksins og fram- bjóðandi á sama tíma. „Tel ég eðlilegt ef þú sækist eftir því að leiða lista að það liggi fyrir að störfum þínum ljúki sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins í síðasta lagi 1. mars nk.“ Er síðan óskað eftir því að hún svari erindinu fyrir kl. 20 það sama kvöld. Margrét gerir það rétt fyrir kl. átta þar sem hún segir m.a. að sér þyki það kaldar kveðjur að fá aðeins fimm klukkustunda umhugsunar- frest eftir tæpan áratug í starfi sem framkvæmdastjóri. Hún hafi auk þess áður gegnt framkvæmdastjóra- starfinu samhliða framboði. Hún sjái ekki hvað hafi breyst síðan þá og hyggist leggja erindið fyrir miðstjórn flokksins sem sé æðsta vald flokksins milli landsþinga enda telji hún hann vera að vísa til stöðu sinnar sem framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Síðar um kvöldið fékk Margrét svarbréf frá Guðjóni þar sem formaðurinn segir hana þegar hafa haft marga mánuði til að hug- leiða samtal þeirra frá liðnu sumri. Í lok bréfsins segir: „Uppsagnarfrest- ur þinn hefst frá og með 1. desember 2006 […].“ Er þar vísað til stöðu hennar sem framkvæmdastjóra þingflokksins. Ummæli vekja úlfúð Heimildarmenn blaðamanns telja að uppsögnin eigi sér flóknari skýr- ingar en formaður flokksins gefi til kynna. Ástæðuna megi m.a. rekja til samkomulags forystumanna Frjáls- lynda flokksins og Nýs afls um að flokkarnir stæðu saman í kosningun- um framundan. Tilkynnt var um samkomulagið í lok september sl. og hvöttu forystumenn Nýs afls í fram- haldinu sína félagsmenn til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Samkomulagið var runnið undan rifjum Guðjóns, Magnúsar Þórs, Sig- urjóns og Jóns Magnússonar, for- ystumanns Nýs afls. Ekki voru þó allir á eitt sáttir innan Frjálslynda flokksins og myndaðist m.a. ólga inn- an miðstjórnar hans. Aðilum þar inn- anborðs þótti heldur bratt að sam- eina þessa tvo flokka. Frjálslyndir hefðu ekkert til Nýs afls að sækja enda hefði síðarnefnda stjórnmála- aflið verið stofnað til höfuðs Frjáls- lyndum fyrir síðustu þingkosningar. Miðstjórnin ákvað þó að láta kyrrt liggja. Margrét Sverrisdóttir var ein þeirra sem líkaði ekki hugmyndin um sameiningu og var því treg í taumi. Hún þráaðist m.a. við að hitta Jón Magnússon og ræða við hann um flokksstarfið. Talið er að hún hafi ekki, frekar en margur annar, fyr- irgefið honum aðförina að Frjáls- lynda flokknum í síðustu kosningum. Auk þess væri Jón ekki löggildur flokksfélagi þar sem hann væri enn skráður félagi í Nýju afli. Grein Jóns í Blaðinu, sem bar fyr- irsögnina: „Ísland fyrir Íslendinga?“ hafi heldur ekki orðið til að auka ánægju hennar. Þar taldi hún hann tala á „rasískum nótum“ um málefni innflytjenda og dró hún ekki fjöður yfir það í fjölmiðlum. Viðmælendum blaðamanns ber ekki saman um hvers vegna formað- ur og varaformaður Frjálslyndra vildu ganga til liðs við Nýtt afl. Sumir segja ástæðuna einfalda: til að styrkja flokkinn og ná til sín auknu fylgi. Aðrir segja að tilgangur for- ystumanna Frjálslyndra hafi ekki síst verið sá að styrkja sinn eigin sess í flokknum. Margrét sé þar til að mynda talin ógna stöðu Magnúsar Þórs sem varaformanns en lengi hafi verið ljóst að hún stefndi að frekari metorðum innan flokksins. Viðmælendur blaðamanns telja að rót uppsagnarinnar megi þó ekki ein- asta rekja til sterkrar stöðu hennar innan flokksins, heldur líka til stöðu hennar út á við. Hún komi reglulega fram opinberlega sem talsmaður flokksins, í krafti starfa sinna sem ritari og framkvæmdastjóri. Það gefi henni ákveðið forskot fram yfir aðra þá flokksmenn sem keppa um fjöl- miðlaathygli og völd. Með því að setja hana af sem framkvæmdastjóra þingflokks eða flokks megi draga úr þeim áhrifum. En fleira kemur til sem aukið hef- ur á sundrungu innan forystunnar síðustu daga. Er þar átt við ummæli Sverris Hermannssonar, fyrrverandi formanns flokksins og föður Mar- grétar, í Silfri Egils á Stöð 2 um síð- ustu helgi. Þar kvað hann m.a. að Jón Magnússon og Magnús Þór hefðu í umræðunum um málefni innflytj- enda gengið of langt og komið vond- um stimpli á flokkinn. Hann sagði að Guðjón væri aukinheldur góðhjartað- ar maður sem vildi gjarnan skjóta skjólshúsi yfir pólitíska umrenninga. Þessi ummæli fóru fyrir brjóstið á þeim Magnúsi Þór og Guðjóni. Þeir neita því þó að Margrét sé látin gjalda þeirra. Hvað sem því líður er ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu máli. Deilt um völd og persónur Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ánægð á landsþingi Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins og Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri flokksins, á landsþingi flokksins árið 2003. Næsta landsþing verður haldið í janúar næstkomandi. Í HNOTSKURN » Margréti Sverrisdótturvar sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslyndra í fyrrakvöld. » Margrét telur að upp-sögnin stafi af gagnrýni hennar á Jón Magnússon. » Guðjón A. Kristjánssonsegir eðlilegt að henni hafi verið sagt upp því hún þurfi tíma til að vinna að framboðs- málum í aðdraganda kosn- inga. SVERRIR Her- mannsson, stofn- andi Frjálslynda flokksins, er ekki í vafa um að upp- sögnin sé tilraun til þess að bola Margréti frá störfum fyrir flokkinn. Hann er jafnframt sann- færður um að Jón Magnússon standi að baki aðförinni: „Guðjón A. Kristjánsson virðist vera að skipta um skipshöfn á skipinu sínu og hefur Jón Magnússon sem ráðningarstjóra,“ sagði Sverrir í samtali við blaðamann í gær. „Ég hef áður sagt að ef innviðir Frjálslynda flokksins eru svo fún- ir að þeir þoli ekki atlögu Jóns Magnússonar, þá má flokkurinn fara Guði á vald í grátt brók- arhald eins og séra Snorri á Húsafelli sagði við Jón Hregg- viðsson.“ Vilja bola Margréti frá Það kom mörgum í opna skjöldu er Margréti Sverrisdóttur, ritara og framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins sem og framkvæmda- stjóra þingflokks Frjálslyndra, var sagt upp störfum hjá þingflokknum í fyrradag. Í grein Örnu Schram kemur fram að uppsögnin sé vísbending um miklar væringar innan flokksins. Orð standa gegn orði milli tveggja helstu forystumanna Frjálslynda flokksins. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is STÓR hluti þeirra flugumferðar- stjóra, sem ekki hafa sótt um stöður hjá Flugstoðum ohf., nýju opinberu hlutafélagi sem tekur til starfa um áramótin, fer á biðlaun ef málið leys- ist ekki, að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra. Hann segir að biðlaunaréttur þeirra sé frá 6 og upp í 12 mánuði. „Þeir sem ekki hafa biðlaunarétt fá sín laun 1. janúar. Félagið okkar mun síðan borga þeim laun allan janúar ef með þarf, 1. febrúar,“ segir Loftur. Á þeim tíma verði framhaldið skoðað „en auðvitað erum við að vona að þetta leysist.“ Loftur segist bjart- sýnni á lausn málsins nú en áður, en félagið hafi verið í viðræðum við Flug- stoðir síðan í haust. „Ég tel að stjórn Flugstoða vilji leysa þetta mál og ég treysti því að þeir muni gera það sem í þeirra valdi stendur til þess,“ segir Loftur. Hann hafi verið samskiptum við stjórnar- formann Flugstoða frá því snemma í haust og „það hefur alltaf komið fram hjá honum að hann hefur viljað gera eitthvað til þess að leysa þessi mál þótt okkur hafi kannski hingað til þótt heldur hægt ganga.“ Eftir síðasta fund félagsins með Flugstoðum á miðvikudag megi segja að þar hafi orðið upphaf að framhaldi til að leita lendingar í málinu. Loftur bendir á að þau mál sem snúa að lífeyrisréttindum flugumferð- arstjóra sé afar mikilvægt að leysa svo þau réttindi verði tryggð. Það sé verkefni löggjafans að skoða lífeyris- málin og segir Loftur að til sé einföld lausn á því máli. Í lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna sé kveðið á um skylduaðild þeirra að Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins. Störf í boði í útlöndum „Ef þeim lögum væri breytt þannig að opinber hlutafélög væru þar inni væru öll lífeyrissjóðsmál okkar leyst.“ Spurður um hvort hugsanlegt sé að flugumferðarstjórar muni taka sig upp og fara til starfa í útlöndum segir Loftur að sjálfsagt muni menn gera það ef málið leysist ekki. Flugumferðarstjórar á biðlaun leysist mál ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.