Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Colombo. AFP. | Gotabaye Rajapakse, varnarmálaráðherra Srí Lanka, slapp í gær naumlega þegar sjálfs- morðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í höfuðborginni, Colombo. Minnst tveir öryggisverðir létu lífið og 14 manns særðust, flestir úr ör- yggisliði ráðherrans, sem er bróðir forsetans, Mahinda Rajapakse. Talið er að árásarmaðurinn hafi verið úr röðum Tamíl-Tígranna, en hann ók þriggja hjóla leigubíl inn í bílalest ráðherrans sem var á leið til forsetabústaðarins í borginni. Þann 25. apríl sl. reyndi kona, sem þóttist vera með barni, að myrða Sarath Fonseka, yfirmann hersins, í sjálfsmorðsárás í Col- ombo. Fonseka komst lífs af en kon- an og ellefu aðrir týndu lífi í spreng- ingunni. Reynt að myrða ráðherra Sjálfsmorðsárás á Srí Lanka AÐ MINNSTA kosti 388 biðu bana og 96 er enn saknað eftir mikil aurflóð í héraðinu Albay á austurhluta Fil- ippseyja, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Rauða krossinum. Flóðin má rekja til fellibyljarins Durian sem náði allt að 150 km hraða á klukkustund og reið yfir Albay aðfaranótt föstudags. Fellibylnum fylgdu miklar rigningar sem leiddu til aurflóða, en þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín af hans völdum. Reuters Hátt í 400 fórust á Filippseyjum London. AFP. | Talsmaður rússneska njósnarans fyrrverandi, Alexanders Lítvínenkos, sem lést af völdum geislavirka efnisins pólons 210, sagði í gær, að hann hefði afhent bresku lögreglunni bréf, sem sýndu fram á tilvist leynilegrar sveitar manna, sem hefðu haft það verkefni að drepa Lítvínenko og fleiri. Alex Goldfarb, talsmaður Lítv- ínenkos, sagði, að bréfin væru frá Míkhaíl Trepashkín, fyrrverandi njósnara Rússa, en hann er nú í fangelsi. Var hann sakaður um að hafa njósnað fyrir Breta og komið leynilegum upplýsingum til Lítv- ínenkos. Í bréfunum segir Trepashkín, að hann hafi þær heimildir innan úr rússnesku leyniþjónustunni, að stofnuð hafi verið sérstök sveit til höfuðs Lítvínenko og auðjöfrinum Borís Berezovskí og fleiri mönnum. Lík Lítvínenkos var skoðað í gær og læknar í sérstökum búningi við verkið vegna ótta við geislun. Sérstök sveit að verki? Stofnuð til að drepa Lítvínenko FLESTIR þekkja hin víðfrægu IKEA-húsgögn og baslið við að setja þau saman með sexkanti heima í stofu. Nú geta breskir aðdáendur húsgagnakeðjunnar gengið skrefinu lengra og keypt stofuna umhverfis sófasettið, eftir að verktakafyrirtæki tilkynnti að það hygðist reisa slíkt íbúðarhúsnæði í Bretlandi. Húsin, sem heita BoKlok, eru úr timbri og sérstaklega ætluð þeim sem hafa takmarkað fé til umráða. Kaupendur þurfa þó ekki að setja húsin saman, þau afhendast full- byggð, og munu raunar eiga þess kost að fá handlaginn í heimsókn til að setja upp hið fullkomna IKEA- heimili, að því er dagblaðið Financial Times skýrði frá í gær. Verðið verður um hundrað þúsund pund fyrir íbúð, eða um 13,3 milljónir króna, og um 20 milljónir króna fyrir þriggja svefnherbergja hús. Íbúðarhús frá IKEA Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is ABDEL Aziz al-Hakim, einn helsti leiðtogi sjíta í Írak, sagði í gær, að brytist út allsherjarborgarastríð í landinu, myndi það bitna á öllum jafnt. Hvatti hann til einingar meðal súnníta og sjíta en margir óttast, að spenna á milli þeirra sé að aukast og ekki bara í Írak, heldur í öllum Mið- Austurlöndum. Hakim sagði þetta í messu, sem hann flutti í stærstu mosku súnníta í Jórdaníu, en á miðvikudag var haft eftir honum að loknum fundi með Abdullah II, konungi Jórdaníu, að borgarastríð myndi koma sér verst fyrir súnníta. Segir hann nú, að um- mælin hafi verið misskilin. Ýmsir fréttaskýrendur segja, að farið sé að gæta vaxandi spennu milli sjíta og súnníta í Mið-Austurlöndum og nefna sem dæmi, að Nuri al-Mal- iki, forsætisráðherra Íraks, hafi frestað fundi með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Amman í Jórd- aníu vegna þess, að hann vildi ekki, að súnnítinn Abdullah yrði viðstadd- ur. Var það haft eftir aðstoðarmönn- um Malikis. Þá var haft eftir öðrum að Maliki hefði óttast að aðrir sjítar litu á það sem veikleikamerki ætti hann fund með Abdullah. Abdullah II er ekki vinsæll meðal sjíta en fyrir tveimur árum varaði hann við „sjítahálfmánanum“, sem teygði sig frá Íran til Líbanons. Súnnítar í öllum arabaríkjunum óttast vaxandi styrk sjíta í Íran og saka þá um að róa undir í Írak, meðal annars með því að útvega sveitum sjíta, til dæmis Mahdi-her klerksins Moqtada al-Sadr, vopn . Sjítar í Írak saka hins vegar súnníta um að ætla sér að koma í veg fyrir það með öll- um ráðum að þeir, sjítar, komist til valda í landinu. Óttast vaxandi spennu milli súnníta og sjíta Óvildin milli trúflokkanna virðist vera að aukast í öllum Mið-Austurlöndum AP Erfitt embætti Nuri al-Maliki, for- sætisráðherra Íraks. Í HNOTSKURN » Sjítar eru um 14% af öll-um þeim, sem játa íslam, en aðrir eru súnnítar að lang- mestu leyti. » Sjíta er að finna í öllumarabaríkjunum en eru þar alls staðar í minnihluta nema í Írak. Þar eru þeir um 60% landsmanna. Í Íran, sem er ekki arabaríki, eru þeir í mikl- um meirihluta. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VÍÐA var efnt til aðgerða til að minna á áhrif HIV-veirunnar á al- þjóðlega alnæmisdeginum í gær. Leiðtogar ýmissa ríkja tjáðu sig um áhrif veirunnar og Alþjóðavinnu- málastofnunin, ILO, gaf út nýja skýrslu þar sem fjallað er um efna- hagsleg áhrif hennar á heimsvísu. Þar kemur fram, að veiran hafi dregið 3,5 milljónir manna á vinnu- aldri til dauða í fyrra. Þá hafi milljón störf til viðbótar glatast, flest á svæð- inu sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í Afríku. Til samanburðar áætlar ILO, að 1,3 milljónir starfa hafi tap- ast árlega á tímabilinu 1992 til 2004 vegna veirunnar. Skýrsla ILO náði til 43 ríkja þar sem áætlað er að 36,3 milljónir manna á vinnualdri lifi með sjúk- dómnum. Er þessi staðreynd sögð hafa víðtæk efnahagsáhrif, með því að draga úr getu þróunarríkja til að lyfta sér upp úr viðjum fátæktar. Þá lýstu stjórnvöld í Suður-Afríku, þar sem 5,4 milljónir manna eru al- næmissmitaðar, því yfir að þau hygð- ust draga úr tíðni nýs smits um helm- ing fyrir árið 2011 með því að stuðla að kynlífsfræðslu og því að unglingar á aldrinum 14 til 17 ára frestuðu því að byrja að stunda kynlíf. Styttir lífslíkur í Suður-Afríku Í nýrri skýrslu sem birt var í gær kemur jafnframt fram, að 950 manns deyi dag hvern af völdum alnæmis í Suður-Afríku. Lífslíkur ungmenna eru litlar, innan við helmingur lands- manna sem er undir 15 ára aldri get- ur vænst þess að verða sextugur, nú þegar talið er að 1.400 smitist dag hvern af alnæmi í landinu. Eins og fyrr segir lýstu ýmsir leið- togar yfir stuðningi við baráttuna gegn faraldrinum. Þeirra á meðal var George W. Bush Bandaríkjaforseti sem sagði skírlífi einu öruggu leiðina til að koma í veg fyrir smit. Robert Mugabe, forseti Zimbabve, lýsti yfir góðum árangri í baráttunni gegn vágestinum en bætti við, að staða efnahagsmála, nú þegar verð- bólga í landinu mælist yfir 1.000 pró- sent, hindraði frekari aðgerðir. Baráttan er ennþá lengra komin í Norður-Kóreu ef marka má yfirlýs- ingu stjórnvalda í gær, þar sem leið- toganum, Kim Jong-Il, var þakkað fyrir þá „staðreynd“ að ekki eitt ein- asta alnæmissmit hefði greinst vegna aðgerða stjórnarinnar. Alnæmisfaraldurinn sagður hafa víðtæk efnahagsáhrif Aftrar þeim fátækustu Reuters Barátta Aðgerðasinni tekur þátt í göngu gegn alnæmi í Berlín í gær. ♦♦♦ PÝRAMÍDARNIR í Egyptalandi hafa í þúsundir ára vakið undrun og aðdáun sökum stærðar sinnar og mikilfengleika, ásamt því að vera uppspretta hinna fjölbreytilegustu kenninga um aðferðirnar við bygg- ingu þeirra. Nú hefur enn ein kenn- ingin aukið á dulúðina að baki hin- um fornu mannvirkjum, eftir að ný rannsókn bendir til að steinsteypa hafi verið notuð við smíði þeirra. Að sögn Michel W. Barsoum, pró- fessors í verkfræði við Drexel- háskóla í Fíladelfíu, sem dagblaðið New York Times ræddi við fyrir helgi, hjálpa hinar steyptu blokkir til að útskýra það hvernig Egyptum tókst að reisa slík mannvirki. Telur hann, að slíkar blokkir hafi verið steyptar þar sem erfitt hafi verið að koma fyrir höggnum blokkum úr sandsteini. Sé þetta rétt voru Egyptarnir 2.500 árum á undan Rómverjum á þessu sviði, en að sögn NYT er almennt álitið að hinir síðarnefndu hafi verið braut- ryðjendur í notkun steypu. Þar kemur einnig fram, að Barsoum hafi, ásamt rannsóknar- hópi sínum, efnagreint steinefni úr nokkrum hlutum Khufu-pýramíd- ans og fundið efnasamsetningu sem er ekki fyrir hendi í venjulegum sandsteini. Eru gæði hennar sögð mjög mikil. Niðurstaðan er þó umdeild líkt og svo margt í þessum fræðum. Morgunblaðið/Ómar Ný kenning um stein- steypu í pýramídunum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.