Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 24

Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 24
GARÐABÆR mun taka við rekstri og stjórn Hönn- unarsafns Íslands. Samningur þess efnis var undirrit- aður í gær af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar. Menntamálaráðuneytið mun greiða árlegt framlag að fjárhæð 9,3 milljónir króna til Garðabæjar til að styrkja rekstur safnsins. Jafnframt er miðað við að rekstr- arframlag Garðabæjar verði eigi lægra en sem nemur 14 milljónum króna á ári á samningstímanum. Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2007 og gildir út árið 2010. Samkvæmt samningnum mun Garðabær í samvinnu við Arkitektafélag Íslands standa að opinni samkeppni um hönnun byggingar fyrir safnið. Samkeppnin verður haldin á næsta ári og miðað er við að reist verði safn- bygging sem verði að lágmarki 1.000 fermetrar að stærð. Framlag menntamálaráðuneytisins til byggingarinnar verður 125 milljónir króna auk þess sem Garðabær legg- ur fram jafnháa fjárhæð og lóð undir safnið. Miðstöð safnastarfsemi Hönnunarsafnið hefur verið starfrækt frá árinu 1998 með sérstökum samningi á milli menntamálaráðuneytis, Þjóðminjasafnsins og Garðabæjar. Safnið hefur verið með vinnuaðstöðu hjá Þjóðminjasafninu og sýningarsal á Garðatorgi í Garðabæ. Hönnunarsafnið verður miðstöð safnastarfsemi á sviði hönnunar og hlutverk þess verður að bera ábyrgð á söfn- un, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim þætti menningarsögu Íslendinga sem lýtur að hönnun. Undirskrift Árni M. Mathiesen, Gunnar Einarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir undirrituðu samning um uppbyggingu Hönnunarsafns Íslands. Garðabær tekur við Hönnunarsafni Íslands Morgunblaðið/RAX 24 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Á DÖGUNUM var opnuð ný vefgátt, devo- ted.net, þar sem ný kynslóð kvik- myndaleik- stjóra, framleið- enda og handritshöfunda fær tækifæri til að sækja ráð og leiðsögn til reyndra starfsbræðra og systra í faginu. Frumkvæði að devoted átti Norræna ráðherranefndin í sam- starfi við kvikmyndastofnanirnar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi auk Kvikmynda- miðstöðvar Íslands. Markmið vefgáttarinnar er að bjóða ungum kvikmyndagerð- armönnum til samstarfs og við- ræðna við marga af virtustu kvik- myndagerðarmenn samtímans. Ungum kvikmyndagerð- armönnum gefst á devoted.net tækifæri til að birta myndir sínar auk þess að skoða og ræða verk annarra. Jafnframt verður þar hægt að nálgast upplýsingar um kvikmyndagerð, meðal annars um menntun í faginu, umsókn- arfresti, fjölmiðlasmiðjur og ábendingar um kvikmyndahá- tíðir. Nýr vefur um kvik- myndagerð Auðveldar ungum að koma sér á framfæri Alfred Hitchcock LEIKSTJÓRINN Dagur Kári Pét- ursson er tilnefndur til Sundance/ NHK verðlaunanna fyrir árið 2007. Verðlaunin eru veitt árlega á Sundance kvikmyndahátíðinni, sem fram fer í janúar. Hátíðin, sem leikarinn Robert Redford setti á fót, er ætluð upprennandi kvikmyndagerðarmönnum. Dagur Kári er tilnefndur auk 12 kollega sinna en hann hlýtur til- nefninguna fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Good Heart, sem nú er í undirbúningi. Verðlaunin nema 10 þúsund dollurum (eða um 700 þúsund ís- lenskum krónum) auk þess sem japanska sjónvarpsstöðin NHK kaupir verk vinningshafans til sýninga. Frá þessu greinir á vef Lands og sona. Dagur Kári á Sundance HEFÐ hefur skapast fyrir því að höfundar lesi úr nýjum bók- um í stofunni á Gljúfrasteini í desember. Alls verða upplestr- arnir þrír eða alla sunnudaga á aðventunni en dagskrána í heild má nálgast á heimasíðu Gljúfrasteins. Nú á sunnudag les Einar Már Guðmundsson upp úr ljóðabókinni Ég stytti mér leið framhjá dauðanum, Kristín Steinsdóttir úr skáld- sögunni Á eigin vegum, Sölvi Björn Sigurðsson úr skáldsögunni Fljótandi heimur og Steinar Bragi les úr skáldsögu sinni Hið stórfenglega leynd- armál heimsins. Upplestur Aðventuupplestur á Gljúfrasteini Einar Már Guðmundsson BUBBI Morthens og SÁÁ bjóða öllum á tónleika í nýju húsi samtakanna í Efstaleiti 7 í kvöld klukkan 21. Tónleik- arnir eru öllum opnir og er aðgangur ókeypis. Von, hús SÁÁ í Efstaleiti 7, er 1.500 fm nýbygging sem er sérhönnuð utan um hið fjölþætta göngu- deildar-, rannsóknar- og fé- lagsstarf samtakanna. Á göngudeildina eru 15–20.000 komur árlega. Á staðnum er kaffihús sem rekið verður af Súfistanum. Súfistinn mun bjóða gest- um upp á kaffi og konfekt til að kynna opnun kaffihúss í byrjun janúar. Tónleikar Bubbi leikur við opnun Vonar Bubbi Morthens FAGURFRÆÐIN þverfag- leg, er yfirskrift málþings sem fram fer í dag í Lögbergi stofu 101 í Háskóla Íslands. Málþingið er þverfaglegt innlit í fagurfræðina og koma fyrirlesarar úr ýmsum áttum að viðfangsefninu sem tekur til skynjunar okkar á umheim- inum. Á meðal framsögu- manna eru: Soffía Bjarnadótt- ir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Guðrún Dröfn Whitehead, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Krist- inn Már Ársælsson, Þórdís Björnsdóttir og Bene- dikt Hjartarson. Málþing Fagurfræðin rædd í Háskóla Íslands Fæðing Venusar eftir Botticelli. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.i TILNEFNINGAR til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs voru til- kynntar í gær. Þeir Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndir fyrir Íslands hönd að þessu sinni. Tilnefningarnar hljóta þeir fyrir bækur sínar Rokland og Sumarljós, og svo kemur nóttin. Jón Kalman hefur tvisvar áður verið tilnefndur til verðlaunanna, ár- ið 2001 fyrir bók sína Sumarið bak við brekkuna og 2004 fyrir Ýmislegt um risafurur og tímann. Hallgrímur var tilnefndur árið 1999 fyrir 101 Reykjavík. Íslensku dómnefndina skipuðu þau Soffía Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson rithöfundur, auk varamannsins Jóns Yngva Jóhann- essonar bókmenntafræðings. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Soffía Auður að það hvað bæk- ur Jóns Kalmans og Hallgríms eru ólíkar hafi haft talsvert með valið að gera. „Þetta eru hvort tveggja frá- bærar bækur þó ólíkar séu en það er gaman að tilnefna bækur sína úr hvorri áttinni. Jón Kalman hlaut auðvitað Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir bókina og Hallgrímur er að vanda með puttann á samtím- anum. Við völdum bækur sem við teljum einfaldlega í hæsta gæða- flokki,“ sagði Soffía. Dómnefndir frá hinum Norð- urlöndunum skiluðu jafnframt sín- um tilnefningum í gær en alls eru 12 bækur tilnefndar. Í ár eru tilnefnd verk frá Færeyjum og málsvæði Sama en engar tilnefningar bárust frá Grænlandi. Ljóðabók Mortens Søndergaard, Et skridt i den rigtige retning og skáldsaga Kirsten Thorup, Før- krigstid eru tilnefndar fyrir hönd Danmerkur. Finnland tilnefnir ljóðabækurnar Älvdrottningen eftir Eva-Stina Byggmästar og Lauluja mereen uponneista kaupungeista eftir Markku Paasonen. Frá Noregi eru tilnefndar Gå. Eller kunsten å leve et vilt og poetiskt liv eftir Tom- as Espedal og Von Aschenbachs fristelse eftir Jan Jakob Tønseth. Ljóðasafnið I en cylinder i vattnet av vattengråt eftir Ann Jäderlund og skáldsagan Drömfakulteten eftir Söru Stridsberg eru tilnefndar fyrir hönd Svíþjóðar. Þá eru skáldsagan Ó – søgur um djevulsskap eftir Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum og ljóðasafnið Skuovvadeddjiid gona- gas eftir Sigbjørn Skåden frá Sam- íska málsvæðinu einnig tilnefndar. Handhafi Bókmenntaverð- launanna 2007 verður valinn á fundi dómnefndarinnar á Íslandi í byrjun mars og verðlaunin svo afhent á 59. þingi Norðurlandaráðs í Ósló síðar það ár. Verðlaunaupphæðin í ár er 350 þúsund danskar krónur, eða um 4,3 milljónir íslenskra króna. Bókmenntir | Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kunngjörðar Hallgrímur og Jón Kalman tilnefndir Í HNOTSKURN »Sex Íslendingar hafa hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: »Ólafur Jóhann Sigurðsson ár-ið 1976 fyrir Að brunnum. »Snorri Hjartarson árið 1981 fyrir Hauströkkrið yfir mér. »Thor Vilhjálmsson árið 1988fyrir Grámosinn glóir. »Fríða Á. Sigurðardóttir árið 1992 fyrir Meðan nóttin líður. »Einar Már Guðmundsson árið1995 fyrir Engla alheimsins. »Sjón árið 2005 fyrir Skugga-Baldur.Morgunblaðið/Ásdís ÁsgeirsdóttirRithöfundarnir Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson eru til-nefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Hallgrímur í annað sinn en Jón Kalman í þriðja sinn. FJÖLSKYLDUR eru sérstaklega boðnar velkomnar í Þjóðmenning- arhúsið í dag. Þar verður hægt að kynnast skrifaraiðn miðalda af eigin raun í tengslum við sýninguna Handritin sem Árnastofnun stendur að. Börn og fullorðnir fá að með- höndla það sem til þarf; fjaðurstafi gerða úr flugfjöðrum álfta, gæsa og arna, bókfell úr kálfskinni og blek soðið af sortulyngi, mó og víðileggj- um. Þeir sem vilja geta æft sig í rúnaletri því sýnt er hvernig staf- rófið okkar er skráð með rúnum. Þess ber að geta að á sýningunni gefur að líta margar þjóð- argersemar. Til sýnis eru ýmis merkustu skinnhandrit þjóðarinnar frá miðöldum er geyma einstæðar sögur, kvæði og frásagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúarbrögð og hugarheim norrænna þjóða í gegnum mikið umbreyting- artímabil. Safnkennari til staðar Safnkennari Árnastofnunar verð- ur til staðar í skrifarastofu hand- ritasýningarinnar frá kl. 14-17 og veitir þeim sem áhuga hafa aðstoð og fræðslu, sem alla jafn býðst skólahópum á virkum dögum. Tekið er fram í fréttatilkynningu frá Þjóð- menningarhúsinu að enginn sé „of ungur eða of gamall til að hafa gaman af að kynnast þessari fornu iðn“. Auk handritasýningar Árnastofn- unar eru í Þjóðmenningarhúsinu sýningarnar Íslensk tískuhönnun, Fyrirheitna landið og Berlin Exc- ursion. Kynni af skrif- araiðn miðalda Ókeypis aðgangur á fjölskyldudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.