Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
SKÚLI Lorenzson, miðill á Akur-
eyri, fagnar um þessar mundir hálfr-
ar aldar starfsafmæli. Reyndar ekki
sem miðill heldur afleysingajóla-
sveinn, ef svo má að orði komast.
Hann hefur nefnilega allan þennan
tíma hlaupið í skarðið ef alvöru Kjöt-
krókur hefur verið vant við látinn og
óhætt er að segja að Skúli hafi ekki
brugðist í hlutverkinu.
Ingvar Sigurðsson, markaðsstjóri
Norðlenska, færði þeim Skúla og
Kjötkróki hangikjötslæri að gjöf í
gær í tilefni tímamótanna en þeir
vinirnir eru frægir, að minnsta kosti
í Eyjafirði, fyrir að gefa fólki að
smakka hangikjet í tíma og ótíma í
desember og Kjötiðnaðarstöð KEA,
nú Norðlenska, ku hafa gaukað að
þeim einu og einu læri í gegnum ár-
in; að minnsta kosti öðrum þeirra.
Kveikt á jólatrénu
Skúli og Kjötkrókur halda m.a.
upp á afmælið um helgina með því að
mæta á Ráðhústorgið í dag þar sem
kveikt verður á jólatrénu sem Rand-
ers, vinabær Akureyrar í Danmörku,
gefur. Athöfnin hefst kl. 16.
Skemmtun verður í Landsbank-
anum við torgið kl. 14–15.30, áður en
kveikt verður á jólatrénu.
Sýningum Kristins G. Jóhanns-
sonar, sem nú standa yfir í Ketilhúsi
og Jónas Viðar Gallery, lýkur um
helgina. Annars vegar er Málverk
um Búðargil og brekkurnar og hins
vegar Svart á hvítu, gamlar dúkrist-
ur, sem eru tilbrigði við gamalt
handverk. Sýningarnar hafa fengið
fádæma góðar undirtektir en þeim
lýkur á morgun, sunnudag.
Á alþjóðadegi fatlaðra á morgun,
3. desember, vilja Sjálfsbjörg á Ak-
ureyri og Þroskahjálp á Norðurlandi
eystra lýsa upp umhverfi sitt með
markmiðið samfélag fyrir alla að
leiðarljósi. Félögum, vinum og vel-
unnurum er boðið í tilefni dagsins
upp á ljósahátíð, kakó og piparkökur
á Ráðhústorginu á Akureyri kl. 16.
Stefan Boulter opnar í dag sýn-
inguna Ósagðar sögur í Café Karól-
ínu á Akureyri. Á sýningunni mun
Stefán sýna teikningar sem eiga sér
þann möguleika að verða mynda-
saga. Sýningin hefst kl. 14.
Tvífari Kjöt-
króks í hálfa öld
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ket Ingvar Gíslason, markaðsstjóri
Norðlenska, og Kjötkrókur eða
Skúli Lorenzson með lærið í gær.
Í HNOTSKURN
»Samkoman á Ráðhústorgihefst kl. 16. Konsúll Dana og
bæjarstjórinn á Akureyri flytja
ávörp, Lúðrasveit Akureyrar
leikur, stúlkur úr kór Akur-
eyrarkirkju syngja svo og Óskar
Pétursson. Jólasveinar mæta og
taka nokkur lög. Ljósin verða
kveikt á trénu kl. 16.40.
GUÐRÚN Elfa Skírnisdóttir hannaði verðlaunamerki
fyrir eyfirska matvælaframleiðslu og matarmenningu
eins og fram kom í blaðinu í gær. Hún er fyrir miðri
mynd. Til vinstri er Brynhildur Kristinsdóttir sem fékk
þriðju verðlaun í samkeppninni um merkið og til hægri
Hulda Ólafsdóttir sem hlaut önnur verðlaun.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Verðlaunahafar Matar úr héraði
GÚMMÍVINNSLAN á Akureyri
keypti í haust Höfðadekk ehf. í
Reykjavík af Sævari Magnússyni
og tók við rekstri fyrirtækisins í
gær, 1. desember.
Höfðadekk stofnaði Tómas
Kristjánsson árið 1977 og hefur
það verið rekið alla tíð síðan á
Tangarhöfða 15 í Reykjavík.
Höfðadekk þjónustar jafnt við-
skiptavini með litla og stóra hjól-
barða en fyrirtækið hefur mikla
reynslu af þjónustu á hjólbörðum
fyrir stórar vinnuvélar og vörubíla,
segir í fréttatilkynningu.
Gúmmívinnslan hf. var stofnuð
1982 og var upphaflegur tilgangur
endurvinnsla á gúmmíi og sólning á
vörubílahjólbörðum, ásamt rekstri
á hjólbarðaverkstæði. Gúmmí-
vinnslan hf. er í dag eina fyrirtækið
á Íslandi sem sólar vörubílahjól-
barða en auk þess rekur hún sex
hjólbarða- og bifreiðaverkstæði
ásamt endurvinnslu- og stáldeild.
Markmiðið með kaupunum er að
styrkja enn frekar starfsemi félag-
anna og munu viðskiptavinir
Höfðadekks nú hafa beinan aðgang
að vörulager Gúmmívinnslunnar hf.
Gúmmívinnslan stækkar
Keypti Höfðadekk í Reykjavík og tók við rekstrinum í gær
Eftir Sigurð Jónsson
Stokkseyri | „Ég sakna þess þegar ég er hérna
á Stokkseyri að heyra báta koma inn. Maður
þekkti hljóðin í bátunum hverjum fyrir sig og
þetta var merki um lífæð plássins. Þessi hljóð
voru stór þáttur í allri minni æsku og uppvexti,“
sagði Margrét Frímannsdóttir alþingismaður
sem mun lesa upp úr bókinni Stelpan frá
Stokkseyri á menningarsamkomu í Menningar-
og listaverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri í
dag kl. 16. Stjúpdóttir hennar, Auður Jónsdótt-
ir, les einnig úr sinni bók, Tryggðarpantinum,
Hlín Pétursdóttir syngur og Össur Skarphéð-
insson ávarpar gesti. Einnig les Rúna Einars-
dóttir ljóð móður sinnar, Rutar Gunnarsdóttur,
en bókin geymir safn ljóða sem gefið var út eftir
að Rut lést.
„Svo gleymir maður aldrei því þegar frysti-
húsið brann 1979, það situr í öllum og svo auð-
vitað sjóslysin sem urðu hér. Það voru mín for-
réttindi að fá að alast hér upp,“ segir Margrét.
Gert upp við strákana
„Það kom mér á óvart hvað það var gaman að
rifja upp æskuna og tína saman minningabrotin.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar bókina
og hún er góður penni. Ég talaði mikið og mér
leiðist það ekki eins og fólk veit. Þarna koma
saman æskuminningar, atvinnuþátttakan,
sveitarstjórnarpólitíkin á Stokkseyri og lands-
málapólitíkin. Auðvitað er í henni líka uppgjör
við Alþýðubandalagið og aðdragandinn að
stofnun Samfylkingarinnar og starf mitt sem
talsmaður hennar,“ sagði Margrét þegar rætt
er um bókina.
„Þarna geri ég upp við strákastjórnmálin og
mér fannst ekkert erfitt að tala um þetta en
maður verður að vera einlægur í þessu annars
er þetta ekki hægt. Ég segi frá þessu eins og ég
upplifði það. Við konur í stjórnmálum tölum oft
um það hvernig gangi og mér fannst kominn
tími til að segja frá minni reynslu í þessu efni.
Svo blandast auðvitað inn í þetta stærri mál eins
og Mógilsármálið sem snertir Jón Gunnar,
manninn minn, og Steingrím Sigfússon. Það
fylgir engin biturð svona frásögn því maður hef-
ur lært að nota jákvæða og neikvæða reynslu til
að þroskast. Mér finnst skynsamlegt að finna út
hvað ég get lært af eigin mistökum og fram-
komu annarra í minn garð. Þetta gefur manni
breiðari sýn á mannfólkið og sjálfan sig. Ég er
mikil tilfinningavera og það er ekki um neitt
annað að ræða en að láta lífið þroska sig. Það er
alltaf þannig að jákvæðu þættirnir eru stærri og
sterkari en hinir og það er hættulegt hverri
manneskju að festast í neikvæðum hugsunum
og missa þannig frá sér dýrmæta orku.
Fyrir utan það að ala upp börnin mín voru
veikindin sem ég lenti í mitt stærsta verkefni.
Þegar þau komu upp ákváðum við Jón Gunnar
að þetta væri stórt verkefni sem ég myndi ljúka
og takast á við það af krafti. Það var aldrei efi í
mínum huga að ég gæti það. Veikindin dýpkuðu
skilning minn á því hvað langvarandi veikindi
eru erfið fyrir fólk. Þótt það sé erfitt þá er nauð-
synlegt að líta á veikindin sem jákvætt verkefni
sem maður getur skilað áfram. Mér fannst
hrikalegt að liggja í meðferð með ungum konum
og körlum, sem varð ofviða að takast á við þetta,
og missa þau. Þá leyfði ég mér að verða
öskrandi reið og varð auðvitað kolvitlaus á köfl-
um og æf út í þessar aðstæður og leyfði mér að
láta það í ljós en það er alveg nauðsynlegt. Það
er ekki gott að vera að sýnast og bæla niður til-
finningar og skapa einhverja ímynd sem ekki
stenst. Best er að gefa tilfinningunum lausan
tauminn og leyfa þeim að flæða frá sér, það gef-
ur betri líðan og kemur í veg fyrir að þær grafi
um sig innra með manni og komi öfugar út á
öðrum tíma,“ sagði Margrét sem er óþreytandi
að stappa stálinu í fólk í veikindum og var ein af
forsvarsmönnum þess að koma á fót samtök-
unum Ljósinu, til stuðnings fólki með krabba-
mein. Ein þeirra sem eru þar í forsvari er Sunn-
lendingur, Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi.
„Ég er alveg sátt við mín störf á Alþingi og
held að hópurinn sem ég hef unnið fyrir sé það
líka. Nú er kominn tími til að hætta og ég hef
ekki fengið neitt bakslag út af þeirri ákvörðun.
Ég treysti vel þeim sem taka við,“ sagði Mar-
grét sem segist munu fylgjast vel með mannlífi
og svo stjórnmálunum með öðru eyranu, það sé
henni eðlislægt og í blóðinu eins og sagt er.
Margrét Frímannsdóttir alþingismaður rifjar upp starfsævi sína og veikindi
Ekki bæla niður tilfinningar
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Heima Margrét Frímannsdóttir alþingismað-
ur í borðstofunni í Sandprýði á Stokkseyri.
Í HNOTSKURN
»Margrét Frímannsdóttir gerir upp við„strákastjórnmálin“ í bókinni Stelpan
frá Stokkseyri.
»Á menningarsamkomu í Hólmaröst ídag les Margrét upp úr bókinni, Auður
Jónsdóttir les upp úr Tryggðarpantinum og
lesið er upp úr ljóðabók Rutar Gunn-
arsdóttur.
Selfoss | „Það hefur
verið gott að geta haft
þetta til að grípa í og
fást við í þessari glímu
allri,“ sagði Gylfi Þ
Gíslason, fyrrum kenn-
ari, knattspyrnuþjálfari
og söngmaður á Sel-
fossi, sem bauð til út-
gáfusamkomu á Hótel
Selfoss á fimmtudags-
kvöld í tilefni af útgáfu
geisladisksins og mál-
verkasýningar.
Gylfi glímir við Park-
insonsjúkdóminn og hefur með þrautseigju
sett kraft í hugðarefni sín sem hafa lengi
verið söngurinn og síðan málaralistin.
Á nýja diskinum sem ber heitið Með
mínu lagi, eru 10 lög sem Gylfi hefur hald-
ið upp á. Af þeim má nefna Í fjarlægð,
Draumalandið, nokkur Prestley-lög og tvo
sálma, Ave María og Faðir vor. Gylfi syng-
ur sjálfur lögin á diskinum við undirleik
hljómsveitarinnar Lótus frá Selfossi. Disk-
urinn var tekinn upp hjá Gunnari Árnasyni
í Upptekið stúdíói sem gaf sína vinnu eins
og Lótusmenn. Á málverkasýningunni eru
18 myndir, flestar akrílmyndir frá síðast-
liðnu sumri.
Það voru um 100 manns sem mættu á
samkomuna á fimmtudagskvöldið, vinir og
velunnarar Gylfa. Karlakór Selfoss söng
nokkur lög og Leikfélag Selfoss var með
leikkafla en Gylfi söng áður með Karla-
kórnum og hefur tekið þátt í starfi og sýn-
ingum Leikfélagsins. Það var líf og fjör á
samkomunni og líflega boðið í sum mál-
verkin á sýningunni. „Ég er að sjálfsögðu
mjög glaður yfir þessu kvöldi, þetta var
mér mikils virði,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason
um samkomuna.
Hægt er að nálgast hljómdiskinn hjá
Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi
og hjá Gunnari Árnasyni í Upptekið
stúdíói.
Gott að hafa
þetta til að fást við
í allri glímunni
Gylfi Þ. Gíslason
ÁRBORGARSVÆÐIÐ