Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 30
tíska 30 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Klassískir gönguskór Gúmmírönd sér til þess að leðrið rispist ekki. Nýja skátabúðin, Esja-gönguskór 17.995 kr. Hlý innanundir Flís- peysur hafa löngu sann- að gildi sitt. Everest, Mountain hardwear- flíspeysa 16.995 kr. Í tískunni Flíspeysur hafa gengið í endurnýj- un lífdaga, orðnar klæðilegar og fal- legar. Cintamani, 8.990 kr. Eins og svefnpoki Fyrir konur og karla, vatnsheld og vindheld úlpa. 66°N, Þórsmörk dún Parka, 38.000 kr. Klár í fjallgönguna Prosport-húfa 3.995 kr., Karrimor-flíspeysa 5.995 kr., Karri- mor-jakki 16.995 kr., Icepeak soft chell- buxur 8.995 kr. Nýja skátabúðin. Nánast sprengjuheldur Jakkinn er límdur saman en ekki saumaður og ver því vel gegn vatni og vindum. Everest, Mountain hardwear- jakki, þriggja laga goretex xcr 54.900 kr. Fyrir eyrun Hlý og mjúk húfa með gerviskinni að innan. Kaldi Arctic hat: 66°N, 5.200 kr.Tískuvitundin á líka heima á fjalli Hlý Það er gott að hugsa til þess að peysan haldi vindi og hrindi jafnvel frá sér vatni. 66°N, 21.500 kr. Gamli góði lopinn Síðastliðin tvö ár hefur þeim fjölgað sem ganga um í stællegum lopa- peysum. Sniðið er líka orðið mun kvenlegra en áður. Cintamani, 16.990 kr. Með grasið í skónum Þótt undarlegir séu í útliti eru þeir flottir og þægilegir að bregða sér í þegar slabbið og drullan tröllríða öllu. Cintamani, 8.990 kr. Höfuð og hendur Ef kalt er á toppstykkinu og höndunum er ekki von á góðu. Everest, Outdoor research-húfa og -vettlingar, 3.495 kr. og 5.995 kr. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is V etur konungur læsti klóm sínum í landsmenn óvenju snemma að þessu sinni. Því var ekki úr vegi að þræða útivistarverslanir og athuga hvað er í tísku fyrir útivistarfólk á þessum vetri, hvað er nýjast og hvað er þægilegast, hvort sem ætlað er til langra göngutúra, spássítúrs á Laugaveginum eða til að vaða slabbið. Á Íslandi þar sem veður eru válynd er nauðsynlegt að vera vel gallaður þegar haldið er af stað til útivistar af öllu tagi og ekki er verra að tískuvitundin sé líka með í för, þannig að áfram sé hægt að aðgreina Íslendinga frá erlendum ferðamönnum sem eru eiginlega alltaf eins klæddir, hvort sem þeir eru gangandi á Laugaveginum, sitja á kaffihúsi í Austurstræti eða ætla sér að klofa yfir Vatnajökul. Það eru ekki mörg ár síðan allur útivistarfatnaður var einhvern veginn með sama sniði, stórskorinn og karlmannlegur. Nú síðustu ár hefur orðið því sem næst bylting í hönnun útivistarfatnaðar, yfirhafnir ætlaðar konum orðnar aðsniðnar og jafnvel klæði- legar. Rauði liturinn virðist nokkuð vinsæll núna, mosagrænan má líka sjá á mörgum flíkum og hvítt er sígilt. Appelsínugult er auðvitað mjög hagkvæmt ef fólk er á ferðinni þar sem hætta er á að villast því viðkomandi er auðfundnari klæddur í skærappelsínugula úlpu. Í versluninni Cintamani eru til allsérkennileg stígvél eða kannski ætti frekar að kalla þau gúmmískó, spurning hvort orðið nær því betur að vera lýsandi fyrir þennan furðu- lega skófatnað, sem vekur áreiðanlega athygli hver sem ber hann á fótum sér. Morgunblaðið/Ásdís
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.