Morgunblaðið - 02.12.2006, Síða 34

Morgunblaðið - 02.12.2006, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁTÖK Í FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM Það kemur ekki á óvart að átökhafi brotizt út innan Frjáls-lynda flokksins. Lengi hefur mátt merkja, að þar skorti eitthvað á, að allir gengju í takt. Hins vegar má segja, að átökin hafi brotizt upp á yf- irborðið með einkennilegum hætti. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, hefur lengi verið einn öflugasti for- ystumaður flokksins, þótt hún hafi ekki setið á þingi. Þar að auki hafa margir litið svo á að hún væri fram- arlega í forystusveit þeirra kvenna, sem hafa afskipti af stjórnmálum al- mennt. Alla vega hefur ekki farið á milli mála, að Margrét Sverrisdóttir hefur verið kjölfestan í starfi Frjálslynda flokksins í langan tíma. Það er því lít- ið vit í því fyrir karlana í flokknum að reyna að ýta henni út úr starfi flokks- ins en það eru þeir augljóslega að reyna með því að segja henni nánast fyrirvaralaust upp starfi sem fram- kvæmdastjóra þingflokksins. Ef eitthvað væri hæft í þeim skýr- ingum Guðjóns Arnars Kristjánsson- ar, formanns Frjálslynda flokksins, að henni hafi verið sagt upp vegna þess að hún hyggi á þingframboð er ljóst að þá hefði ekki verið staðið að uppsögn Margrétar með þeim hætti, sem gert var. Frjálslyndi flokkurinn hefur aug- ljóslega verið að reyna að skapa sér framhaldslíf með gamalkunnum hætti, sem ekki er hægt að bera neina virðingu fyrir. Þvert á móti. Í Morgunblaðinu í gær kveðst Mar- grét hafa verið rekin úr stöðu sinni, sem framkvæmdastjóri þingflokks- ins, vegna þess að hún hafi mótmælt rasískum hugmyndum nýrra aðila innan flokksins. Þessi ummæli sýna, að innan Frjálslynda flokksins er fólk með Margréti Sverrisdóttur í farar- broddi, sem ekki vill ganga eins langt í þessum málum og sumir aðrir. Forystumenn Frjálslynda flokks- ins eru að gera grundvallarmistök með aðgerðum sínum gegn Margréti Sverrisdóttur. Takist þeim að hrekja hana úr flokknum, sem hún átti þátt í að stofna, munu margir aðrir fylgja henni úr Frjálslynda flokknum. Þingflokkur Frjálslynda flokksins er veikur ef undan er skilinn formað- ur flokksins, sem höfðar sterkt til grasrótarinnar meðal kjósenda. Klofningur og átök innan flokksins munu veikja hann enn frekar. Í raun má segja, að Frjálslyndi flokkurinn byggist á tveimur einstaklingum, Guðjóni A. Kristjánssyni og Margréti Sverrisdóttur. Það getur enginn stjórnmálaflokk- ur byggt sig upp til framtíðar með því að höfða til þröngsýnna og neikvæðra kennda meðal kjósenda. Það þarf meira til að koma. Þess vegna stend- ur Frjálslyndi flokkurinn nú á kross- götum. KÓKAÍN Í KÍLÓAVÍS Tekinn með 3 kg af kókaíni við kom-una til landsins,“ gat að lesa í feitletraðri fyrirsögn á forsíðu Morg- unblaðsins á miðvikudag. Í fréttinni, sem fylgdi, sagði að efnið hefði fund- ist við ítarlega leit tollvarða. Fram kom að söluverðmæti efnisins gæti verið á bilinu 45 til 145 milljónir króna og væri þetta mesta magn af kókaíni, sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefði gert upptækt hjá einum manni. Fréttir á borð við þessa eru ekki einsdæmi og svo virðist sem magnið færist jafnt og þétt í aukana. Í frétt í Morgunblaðinu á fimmtu- dag kom fram að lögreglan í Reykja- vík teldi að þetta mikla magn kókaíns gæti bent til þess að smyglarar væru farnir að reyna að smygla stærri sendingum til landsins en áður þekkt- ist. Gert hefur verið upptækt amfeta- mín, sem smygla átti til landsins, í svo miklu magni á þessu ári að annað eins þekkist ekki. Hleypur magnið af am- fetamíni í fjórum stærstu málum árs- ins á fleiri tugum kílóa. Samkvæmt upplýsingum frá ríkis- lögreglustjóra hafa það sem af er þessu ári tæp 13 kg af kókaíni verið gerð upptæk. Árið er enn ekki liðið og hefur þegar verið lagt hald á rúmlega helmingi meira magn en árið 2004 þegar hald var lagt á næstmest magn, eða rúm sex kg. Frá 1999 hefur hins vegar að jafnaði verið lagt hald á um eitt kg af kókaíni. Segja má því að sprenging hafi orðið í smygli á kók- aíni á þessu ári. Reyndar verður að hafa þann fyrirvara að á þessu ári hafi fyrir árvekni yfirvalda óvenju hátt hlutfall eitursins verið gert upptækt, en aukningin er slík að það getur vart skýrt alla þessa aukningu kókaíns sem lagt er hald á, þótt vissulega væri óskandi að tollgæslan og lögreglan væru einfaldlega að þurrausa mark- aðinn. Í heimi eiturlyfjanna er óvistlegt um að litast og enginn er öfundsverð- ur af því að dveljast þar. Tilvera fíkni- efnaþrælsins er nöturleg. Yfirvöld þurfa því að leggjast á árar til að reyna að stöðva sem mest af þeim fíkniefnum, sem flæða inn í landið. Eftirlit með flugi er mjög mikil- vægt í þeim efnum, en ekki má gleyma höfnum landsins þar sem leggjast að skip, sem koma frá öllum heimshornum. Það þarf í raun að vera hægt að fylgjast grannt með allri um- ferð inn í landið. Einnig þarf baráttan gegn fíkniefnasmygli að beinast að því að stöðva höfuðpaurana. Raunin er sú að í auknum mæli koma hingað burðardýr með efnið, en þeir, sem eru á bak við smyglið, útvega peningana til að kaupa eitrið og maka krókinn þegar það er selt, eru bak við tjöldin. Það er spurning hvort ekki þurfi að huga að því að búnir verði til hvatar fyrir burðardýrin til að segja til for- sprakkanna, til dæmis með því að veita þeim skjól gegn hefndaraðgerð- um. Það er verulegt áhyggjuefni þegar kókaín og önnur eiturlyf eru gerð upptæk í kílóavís og ljóst að enn þarf að herða aðgerðir. Ýmsir núlifandi Íslendingareiga sárar æskuminningarfrá jólum vegna áfeng-isneyslu foreldra og því miður hefur drykkja aukist og neysla annarra vímuefna. Margt bendir því til að ástæða sé til að fólk staldri við og hugsi sinn gang, það er sorglegt að hafa eytt bæði fé og fyr- irhöfn í að búa sér og sínum gleðileg jól og eyðileggja svo hátíðina með drykkjuskap eða dópneyslu. „Það eiga líka margir fullorðnir sárar minningar um að hafa eyðilagt jólin fyrir börnum sínum og sjálfum sér vegna áfengis- og vímu- efnaneyslu,“ segir Valgerður Rún- arsdóttir, læknir á Vogi. „Margir fíklar hafa lagt metnað sinn í að vera alsgáðir á jólum, en kannski er þetta að breytast með breyttu neyslumynstri Íslendinga á áfengi. Við sjáum í okkar tölum að dagneysla hefur meira en tvöfaldast í sjúklingahópnum undanfarin ár. Og tölur frá ÁTVR sýna að við auk- um áfengisneyslu ár frá ári. Þarna er um að ræða bjór og léttvín sem margir eru að sulla í nokkra daga í viku. Ætla má að jólahaldið á mörg- um heimilum sé breytt vegna þessa. Áfengisvandi er auðvitað líka fyrir hendi fyrir og um jólahátíðina eins og á öllum öðrum tímum. Það eru varla nokkrir einstaklingar sem drekka bara um jólin, en vandinn kemur meira í ljós þegar þessi fjöl- skylduhátíð er, væntingar miklar og vonbrigði því mikil. Stærra vandamál Áfengisvandinn hefur aukist frá því SÁÁ var sett á stofn 1977 en ekki minnkað, hann er viðvarandi. Það sem er nýtt varðandi áfengisvanda er að það eru að koma fleiri nýir í fyrsta sinn í meðferð hjá okkur, eldri en áður, komnir eitthvað yfir fimm- tugt. Svona var þetta ekki, þetta sýna nýjar tölur frá skráningu á inn- lögnum á Vog sl. þrjú ár. Þessir ein- staklingar nota líka lyf frá læknum, róandi ávanalyf og sterk verkjalyf. Þetta eru lyf á borð Sobril, Rivotril, Imovane, Parkodín, Ibucod og mörg önnur lyf – heill bálkur af svefnlyfj- um, róandi lyfjum og kvíðastillandi lyfjum. Um helmingi fleiri konur en karl- ar mynda fíkn í róandi ávanalyf, 36% af konum sem koma á Vog eru lyfja- fíklar á móti 15% karla. Þetta er viss breyting, árið 1984 voru færri konur fíklar, 25%, en þetta hefur hins vegar verið óbreytt hjá körlum. Hvað með fíkniefni svonefnd? „Frá 1995 hefur verið stígandi notkun á ólöglegum vímuefnum, svo sem kannabis og amfetamíni, einnig kókaíni og ecstasy. Þessi vandi er meira áberandi hjá yngra fólki og um helmingur af þeim sem leggjast nú inn á Vog nota þessi efni að staðaldri. Þess ber að geta að áfengisvandinn er í flestum tilvikum meðvirkandi lyfjum og ólöglegum vímuefnum. Það er minni munur í yngsta hópnum á neyslumynstri. S ánetjast sömu efnum og í ál og piltar. Kannabisefni eru alvandmál þessa aldurshóp flestir sem hingað koma og annað borð kannabisefni ge daglega. Í fyrra voru hér 620 einst sem töldust stórneytendur bis.“ Verði þið vör við að fólk l frekar aðstoðar í kringum h „Hátíðar eru ef eitthvað e hindrun í að leita sér aðstoð á ekki síst við um konur. Þa allir vera heima á jólunum, áfengissjúklingur, lyfjafíkla ar sem nota ólögleg efni. Þó meðferðarstöðvar okkar, V og Staðarfell, að jafnaði ver að 2/3 um jólahátíðar. Það eru því alltaf einhver láta meðferðina ganga fyrir sumar fjölskyldur er meðfe besta jólagjöfin.“ Hvað árangri skilar meðf jafnaði? „Meðferðin skilar mjög m árangri og á mörgum sviðum mið meðferðarinnar er mar Ekki drekka eða d Aðstoða vímuefnasjúklinga Frá vinstri Ingunn Hansdóttir, Va Jólin eru hátíð barn- anna. Drykkjuskapur og dópneysla eiga að flestra mati ekki samleið með jólahaldi. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við þær Valgerði Rúnars- dóttur lækni, Ingunni Hansdóttur sálfræðing og Þóru Björnsdóttur hjúkrunarforstjóra, um jól, áfengi og meðferð. Ingunn Hansdóttir sálfræð-ingur hefur sl. tvö ár sinntrannsóknarvinnu hjá SÁÁ. „Ég rannsaka erfðir fíkn- isjúkdóma í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu,“ segir Ingunn. Er vímuefnavandi arfgengur? „Fyrri rannsóknir benda til að ýmsir þættir erfist og þessi gerir það líka. Þessi rannsókn er sér- stök að því leyti að við erum með svo gott genasafn, við getum rakið svo vel genin hér á Íslandi. Þátt- takan í þessari rannsókn hefur verið mjög góð og við erum þakk- lát fyrir það. Rannsóknin hefur m.a. sýnt að það að eiga foreldra sem átt hafa við vímuefnavanda að stríða eykur líkurnar á að afkomendur þrói með sér sama vanda. Þetta virðist vera greinilegur fjölskyldusjúk- dómur. Hann liggur í ættum og er algengur. Segja má að fimmti hver Íslendingur sé vímuefna- sjúklingur, þar af eru áfeng- issjúklingar langfjölmennastir. Í þessari rannsókn eru líka skoðuð tengsl við aðrar geðrask- anir, svo sem kvíða og þunglyndi. Fyrri rannsóknir sýna að sterk tengsl eru þarna á milli en nið- urstöður liggja ekki enn fyrir í þessari rannsókn.“ Hefur drykkja á jólum og hátíð- um mjög skaðleg áhrif á andlegt ástand t.d. barna? „Drykkja hefur mikil áhrif á börn, bæði á jólum og á öðrum tímum. Þessar afleiðingar eru oft- ast slæmar þótt ýmsir ein- staklingar komi ekki illa út úr uppeldi hjá alkóhólistum. Sam- skiptin innan fjölskyldunnar geta orðið brengluð, börnin fara að taka á sig ábyrgð sem er ekki við hæfi og þau hafa kannski ekki eðlilegar fyrirmyndir. Þess vegna eiga börn alkóhólista oft erfitt með að fóta sig í samböndum síðar á lífsleiðinni. Almennt fylgir því mikil streita að hafa alkóhólista inni á heimilinu, kvíði og ó – hvernig verður hann í d Verður hann í lagi á jólun Börnin læra að læðast m veggjum og láta lítið fyrir fara, þetta getur haft áhri sjálfsmyndina og mikil sk getur fylgt þessu líka.“ Verða sálfræðingar mik við kvíða í sambandi við h t.d. jólin? „Þetta er rannsóknaref fyrir sig. Ég tel þó að flest lifi aðventuna og jólin sem an tíma. En ef fólk hefur á kvíðavandamál að stríða þ þessi tími verið mjög erfið Hvað á það að gera? „Það þarf að læra að ta við kvíðann og finna betri að höndla hann. Sálfræðin kennt þetta, – það kallast stjórnun.“ Er ástæða fyrir umhver skipta sér af ef ástand á h skyldmenna eða nágranna Ekki fela vandamálið!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.