Morgunblaðið - 02.12.2006, Page 36
36 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
STJÓRNMÁLAMENN grípa
gjarnan til þess ráðs að snúa út úr
orðum gagnrýnenda sinna, segja
þau byggð á misskilningi eða jafn-
vel að gagnrýnandinn hafi ekki
næga þekkingu til að bera til að tjá
sig um málið. Allt þetta einkennir
viðbrögð Friðriks
Sophussonar í
Morgunblaðinu
þann 29. nóvember
við athugasemdum
mínum 25. nóv-
ember við ummæli
sem eftir honum
voru höfð í Morg-
unblaðinu þann 23.
nóvember sl.
Í frétt Morg-
unblaðsins veltir
forstjóri Lands-
virkjunar, Friðrik
Sophusson, því fyr-
ir sér hvers vegna
almenningur
treystir betur upp-
lýsingum frá frjáls-
um félagasam-
tökum en
ríkisstofnunum á
borð við Lands-
virkjun. Vísar hann
þar til skoð-
anakönnunar sem
leiðir þetta í ljós.
Sú skýring sem
Morgunblaðið hafði
eftir honum var að
„Ástæðurnar [fyrir
trúverðugleika
frjálsra félagasamtaka] eru þær að
það veit enginn hver kýs þá, það
veit enginn hver fjármagnar þá, …“
Ég verð því miður að ítreka að
þessi skýring Friðriks Sophussonar
er ódýrt áróðursbragð hans sjálfs
sem fremur helgast af fjandskap
hans í garð náttúruverndarsamtaka
en nokkru öðru.
Í grein sinni hangir Friðrik Soph-
usson á því roði að umhverfisvernd-
arsamtökin WWF hafi fælt sænsku
byggingarfyrirtækin NCC og
Skanska frá þátttöku í byggingu
Kárahnjúkavirkjunar. Þetta er
eymdarleg túlkun Friðriks á þeirri
staðreynd að fyrirtæki á borð við
Norsk Hydro, NCC og Skanska sáu
sér ekki fært að taka þátt í Kára-
hnjúkaverkefninu vegna þess að
það hefði skaðað ímynd þeirra. Eina
fyrirtækið sem vildi vinna með
Landsvirkjun er Impregilo. Ekki
mikill heiður að því fyrir Lands-
virkjun.
Fjandsamleg afstaða til nátt-
úruverndarsamtaka
Nauðsynlegt er einnig að árétta
að bæði NCC og Skanska hafa furð-
að sig á fornri og fjandsamlegri af-
stöðu Landsvirkjunar til nátt-
úruverndarsamtaka. Það gerði
Norsk Hydro einnig á sínum tíma
og síðar Alcoa.
Dæmi um vinnubrögð Lands-
virkjunar gagnvart náttúruvernd-
arsamtökum er að Landsvirkjun
lagðist eindregið gegn því að Norsk
Hydro ætti nokkurt samráð eða
samneyti við slík samtök á meðan
Noral verkefnið var í undirbúningi
árin 1998 – 2002.
Annað dæmi eru eftirfarandi um-
mæli forstjóra Landsvirkjunar í við-
tali við Morgunblaðið þann 28. júlí
2002: „Á undanförnum mánuðum
hafa Náttúruvernd-
arsamtök Íslands og
WWF því miður sent frá
sér rangar fullyrðingar
um þessi mál. Ég tel að
þarna sé um ófræging-
arherferð að ræða. Til-
gangurinn helgar meðalið
og ekki skiptir máli hvort
menn séu að segja satt og
rétt frá.“ Í september
sama ár á fundi með
Náttúruverndarsam-
tökum Íslands og WWF
neyddist umhverfisstjóri
Landsvirkjunar, Ragn-
heiður Ólafsdóttir, til að
viðurkenna að yfirmaður
hennar hefði ekki átt að
taka svona til orða enda
gefur auga leið að Lands-
virkjun getur ekki átt
samskipti við samtök sem
láta sig engu skipta hvort
sagt sé satt og rétt frá.
Ragnheiður vildi einmitt
reyna að koma á slíkum
samskiptum en skiljanlega
með takmörkuðum ár-
angri.
Versta dæmið er þó að-
koma Landsvirkjunar og
iðnðarráðuneytisins að
vefsíðunni star.is þar sem iðulega
var ráðist að talsmönnum nátt-
úruverndar á Íslandi með ófyr-
irleitnum hætti.
Ummæli forstjóra Landsvirkj-
unar um frjáls félagasamtök sem
vinna að náttúruvernd hafa skaðað
Landsvirkjun. Því miður hefur
stjórn fyrirtækisins ekki verið þess
umkomin að taka á vandanum enda
fylgdi f.v. iðnaðarráðherra, Val-
gerður Sverrisdóttir, sömu stefnu
og forstjórinn og stjórnarformaður
Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson, vann í umboði hennar.
Nú hefur stjórn fyrirtækisins hins
vegar tækifæri til að taka á vand-
anum því fyrir liggur uppkast að
nýrri umhverfisstefnu Landsvirkj-
unar. Líkt og við mátti búast er þar
ekkert að finna um samskipti
Landsvirkjunar við almenning og
náttúruverndarsamtök líkt og fyr-
irtæki á borð við Alcoa, Alcan,
Norsk Hydro, NCC, Skanska og
Orkuveita Reykjavíkur stæra sig af
og vinna eftir. Spennandi verður að
fylgjast með hvort stjórninni tekst
að vinna úr málinu á næsta stjórn-
arfundi Landsvirkjunar nú í desem-
ber. Sennilega næst þó ekki fullur
árangur fyrr en Friðrik Sophusson
hefur fundið sér annan starfa.
Athugasemd við um-
mæli forstjóra Lands-
virkjunar ítrekuð
Árni Finnsson skrifar at-
hugasemd við ummæli
Friðriks Sophussonar
» ...þessi skýr-ing Friðriks
Sophussonar er
ódýrt áróð-
ursbragð hans
sjálfs sem frem-
ur helgast af
fjandskap hans í
garð nátt-
úruvernd-
arsamtaka...
Höfundur er formaður
Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson
KUNNINGJAKONA mín sagði
mér um daginn að pabbi sinn um átt-
rætt hefði nær orðið fyrir hjarta-
áfalli. Fréttir um að nú ætti að eyði-
leggja jökulsárnar hans í
Skagafirði hefðu gert
hann veikan, hann hefði
misst máttinn og varla
komist á fætur. Önnur
vinkona hefur sagt mér
frá frænku sinni á tíræð-
isaldri, fyrrverandi
bónda, sem lifað hefur
allt sitt líf í Gnúpverja-
hreppi. Á sinni lífsleið
hefur hún eignast vini í
Heklu, Tindfjallajökli,
Eyjafjallajökli, Bjólfelli,
Selsundsfjalli, Þríhyrn-
ing, Hagafjalli, Búða,
Haga, Gálgaklettum –
og fjölmörgum öðrum náttúruperlum
við Þjórsá. Þessi merka kona á tíræð-
isaldri í Gnúpverjahreppi á það nú
undir Samfylkingunni í Hafnarfirði
hver framtíðin verður. Ef álverið
stækkar í Straumsvík hverfa nátt-
úrugersemar sem hafa fylgt henni
frá því hún man eftir sér. Með ugg í
brjósti skrifar hún greinar til varnar
landinu sínu. Hún vill ekki þurfa að
sjá á eftir fleiri vinum. Nóg er komið.
Það kemur mér alltaf jafn mikið á
óvart hversu lítil virðing er borin fyr-
ir svona sögum. Af hverju er því ekki
slegið upp þegar áttræður Íslend-
ingur veikist hastarlega vegna yf-
irvofandi umhverfisspjalla? Af hverju
er því ekki slegið upp þegar íslensk
bóndakona á tíræðisaldri biður landi
sínu griða? Sum orð
eiga að vega þyngra en
önnur.
Það væri hægt að
skrifa bækur, margar
bækur, um öll þau ít-
arlegu og margþættu
rök sem liggja að baki
viljanum til að vernda
náttúru Íslands – og
umhverfið almennt.
Einn kaflinn í þeirri
löngu bókaröð ætti að
fjalla um tilfinningalíf
okkar Íslendinga, og
hvernig náttúra lands-
ins okkar tengist okk-
ar innra landslagi. Það er nefnilega
staðreynd að fjöldi Íslendinga á öll-
um aldri hefur verið særður djúpum
sárum. Við höfum orðið fyrir mann-
skemmandi tjóni vegna þeirrar
hömlulausu eyðileggingar á náttúru
Íslands sem átt hefur sér stað und-
anfarin ár. Landslagið hið ytra sem
hið innra hefur orðið fyrir áfalli.
Þeir sem finna slík rök léttvæg tala
háðslega um „tilfinningarök“. Tilfinn-
ingarök? Það eru einmitt rök sem ég
vil taka mark á. Við viljum að börn-
unum okkar líði vel. Við viljum að for-
eldrar okkar búi við góða heilsu og að
þeim sé tryggt áhyggjulaust ævi-
kvöld. Við viljum lifa í samfélagi þar
sem hægt er að gleðjast, staldra við
og njóta þess sem mestu skiptir máli í
lífinu. Allt eru þetta „tilfinningarök“
því að allir okkar stærstu draumar
tengjast tilfinningalífinu. Allar okkar
mikilvægustu ákvarðanir eru byggð-
ar á tilfinningarökum – rökum eins
og væntumþykju og von um ham-
ingju.
Saga um áttræðan mann sem
leggst í rúmið vegna þess að jökuls-
árnar sem hann hefur alist upp með
eiga það á hættu að vera eyðilagðar –
það er saga sem á að heyrast. Saga
um bóndakonu á tíræðisaldri sem
berst fyrir því að útsýni landnáms-
jarðar fái að lifa – það er saga sem á
að heyrast. Þær sögur eiga að heyr-
ast því að þar er Ísland að kalla.
Ísland kallar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
skrifar um umhverfismál »… fjöldi Íslendinga áöllum aldri hefur
verið særður djúpum
sárum.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í
sameiginleg forvali Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs í Reykja-
vík og Suðvesturkjördæmi.
Fleirtöluorð
Sum nafnorð í íslensku eru ein-
ungis til í fleirtölu, t.d. buxur, dyr
og tónleikar. Með þeim eru notuð
sérstök töluorð, t.d.: einar buxur,
tvennar dyr og þrennir tónleikar. Í
nútímamáli ber stundum við að
þessa sé ekki gætt, t.d.: Þó gerðum
við tvö [þ.e. tvenn] mistök og þeir
[Lettar] nýta sér það til fullnustu
[þ.e. fulls] (8.10.06); Sótt var að rík-
isstjórn Blair á þremur [þrennum]
vígstöðvum (28.4.06) og þarna eru
tveir [tvenns konar, tvennar] öfgar.
Annars vegar Ísland þar sem má
bókstaflega allt. Það má selja allar
jarðir, búta þær upp [þ.e. niður] og
gera hvað sem er á sama tíma og í
Noregi ... (19.10.06). — Af síðasta
dæminu má sjá að fleirtöluorðið
öfgar (öfgarnar þær) er túlkað sem
kk.flt. (þ.e. einn öfgi, tveir öfgar,
líkt og einn penni, tveir pennar). Í
ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
er að vísu að finna tvö dæmi af þess-
um toga frá fyrri hluta 20. aldar en
jafnframt er ljóst að kk.-myndirnar
hafa ekki náð að festa rætur.
Enn annað dæmi varðar notkun
nafnorðsins pynting, -ar, -ar, kvk.
Það er jafnan notað í fleirtölu, t.d.:
sæta pyntingum, verða fyrir pynt-
ingum og þola pyntingar. Því er ein-
kennilegt að skrifa: Pyntingar [í
Írak] fleiri en áður (22.9.06). Eðli-
legra væri að orða þetta t.d. svo:
Pyntingar [í Írak] eru orðnar al-
gengari en áður eða Meira er um
pyntingar [í Írak] en áður.
Nafnorðahröngl
Á þessum vettvangi hefur áður
verið vikið að því að sagn-
arsambandið koma að e-u ‘eiga að-
ild að e-u, tengjast e-u’ og afleidda
nafnorðið aðkoma ‘aðild’ virðist
njóta mikillar hylli um þessar
mundir. Lausleg leit í heimildum
bendir til þess að sagnarsambandið
hafi fram til þessa aðeins verið not-
að í beinni merkingu (koma að hús-
inu, koma að landi) og sama er að
segja um nafnorðið (aðkoman var
hræðileg/ljót; aðkomumaður).
Óbein merking (koma að málinu,
koma að skipulagningu e-s) felur
því í sér nýmæli. Vitaskuld er ekk-
ert rangt við það enda er það mynd-
að í samræmi við reglur málsins.
Umsjónarmanni finnst þó gæta of-
notkunar, sbr. eftirfarandi dæmi:
við höfum enga aðkomu að þessum
málum [styrjöldinni í Írak] í dag
(13.10.06); við höfum enga aðkomu
að málinu í rauninni (20.7.06) og á
einhverjum tímapunkti þurfi ríkið
að kanna aðkomu sína varðandi
samgöngur (15.6.06).
Önnur dæmi um ofnotkun nafn-
orða (nafnorðahröngl): eiga aðild að
ákvarðanatöku (14.10.05); koma að
ákvarðanatöku (14.10.05); meðalhóf
við töku stjórnvaldsákvörðunar
(9.12.05); reglur um beitingu sér-
stakra rannsóknarúrræða (30.6.06);
lagaskyldur um birtingarfrum-
kvæði (29.8.06) og útvega börnum
meðferðarúrræði (8.9.06). — Ekki
má gleyma garminum honum Katli,
tískuorðunum auðgunarásetningur
(13.8.05); þókn-
anatekjur
[banka]
(29.7.05); inn-
grip (6.8.05) og
kostnaðarþátt-
taka [sjúklinga]
(19.9.05).
Sögnin slá e-
n/e-ð af merkir
‘drepa e-n/e-ð’
og andlagið
(fórnarlambið)
stendur ávallt í þolfalli. Eftirfarandi
dæmi samræmist ekki málvenju:
formaður nefndarinnar, segir að
ekki sé verið að slá framkvæmdum
af, þeim sé frestað (6.7.06). Hér er
það merkingin ‘fresta e-u’ sem hef-
ur áhrif á fallstjórnina.
Ef umsjónarmann misminnir
ekki hafa hnefaleikar verið leyfðir
hér á landi. Þar er markmiðið að slá
andstæðinginn niður en hæpið er að
yfirfæra þennan verknað á huglæga
hluti eins og verðbólgu: sýni raun-
veruleg viðbrögð við efnahags-
ástandinu og að við sláum verðbólg-
una niður (15.6.06). Vel má hins
vegar hugsa sér að unnt sé að slá á
verðbólguna með svipuðum hætti
og lyf getur slegið á sótthita.
Það þótti íþrótt og þykir kannski
enn að vekja upp draug og margir
óttast verðbólgudrauginn, vilja
hvorki raska ró hans né vekja hann
upp. Notkun atviksorðsins upp er
hér eðlileg og helguð málvenju,
draugar rísa upp úr gröf sinni. Í
ýmsum öðrum orðasamböndum er
því hins vegar ofaukið, t.d. getur e-ð
vakið efasemdir eða athygli. Um-
sjónarmanni virðist myndin skýr og
fullkomlega gagnsæ en eitthvað
virðist farið að fenna yfir hana, sbr.:
sú þróun vekur upp margar spurn-
ingar um matarvenjur landsmanna
(16.8.06); Viðtalið vakti upp fleiri
spurningar en það svaraði (27.8.06)
og Mikill kostnaður við prófkjörin
getur einnig vakið upp spurningar
af þessu tagi (23.9.06).
Orðasambandið vera upp á sitt
besta merkir ‘vera á besta aldri;
vera á hátindi ferils síns’ vísar til
hreyfingar, til þess er menn eru
komnir upp á sitt besta aldursskeið,
t.d.: NN var liðtækur íþróttamaður
þegar hann var upp á sitt besta og
NN tefldi mjög vel þegar hann var
upp á sitt besta. Umsjónarmaður
þekkir engin dæmi þess að það geti
vísað til annars en manns og því
virðast honum eftirfarandi dæmi
hæpin: Lánamöguleikar eru tak-
markaðir því þegar þeir voru upp á
sitt besta var hægt að fá 70% lán
(27.8.06); tímasetningin er ekki al-
veg upp á það besta (18.9.06) og
völlurinn var ekki upp á sitt besta
og í raun eins og malbik (8.10.06).
Orð eru dýr
Lýsingarorðið dýr er margbrotið
að merkingu og orðasambandið dýr
orð er einnig margþætt og merking
þess flókin. Í kvæði sínu Davíð kon-
ungur segir Einar Benediktsson:
Orð eru dýr, þessi andans fræ, /
útsáin, dreifð fyrir himinblæ. Um-
sjónarmaður eftirlætur lesendum
að ráða hér í merkinguna. Í
Brekkukotsannál segir: Í Brekku-
koti voru orðin of dýr til þess að
nota þau og í Guðbrandsbiblíu
stendur: Hyggnir menn vega sín
orð með gullvikt. Þessi dæmi og
fjölmörg önnur sýna að Íslend-
ingum hefur ávallt verið annt um
móðurmálið og í gömlum texta seg-
ir að menn eigi að leggja alla stund
á sitt mál að hreinsa.
Þótt Íslendingar hafi löngum
borið gæfu til að vera samstiga og
einhuga í afstöðu sinni til íslensku
er auðvelt að finna ágalla í nánast
hvaða verki sem er. Því er hins veg-
ar ekki að neita að misfellurnar
virðast vera fleiri í nútímamáli en á
öðrum tíma í sögu íslensku. Þetta
má e.t.v. rekja til hraða nútímans
en jafnframt ber að hafa í huga að
nú tjá sig fleiri í rituðu máli en
nokkurn tíma áður.
Það þótti íþrótt
og þykir
kannski enn að
vekja upp
draug og marg-
ir óttast verð-
bólgudrauginn,
vilja hvorki
raska ró hans
né vekja hann
upp.
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 91. þáttur.
VIÐ Kristján Davíðsson erum
elstu starfandi myndlistarmenn í
landinu. Það vita allir sem til
þekkja, að myndlistarmenn eru
flestir aldrei frjórri en í elli sinni
og gæti ég nefnt mýmörg dæmi
þar um, en læt að sinni kyrrt
liggja. Nú er ég senn tilbúinn
með sýningu, trúlega þá sein-
ustu, þar sem ég er nú á 86. ald-
ursári, en það er alkunna að ég
og mínir líkar stöndum and-
spænis hornóttum virkisvegg
manna sem kenna sig við list-
fræði og hafa með orðskrúði og
lævísi náð hreðjataki á öllum
helstu sýningarsölum landsins.
Þessir menn eru flestir mynd-
blindari en kötturinn. Mál er að
linni.
Kjartan Guðjónsson
Myndblindir menn
Höfundur er listmálari.