Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 37

Morgunblaðið - 02.12.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 37 ÞAU sem eiga nóg finnst sjálf- sagt að þau búi við raunveruleg lífsgæði og líklegt er að þau sem minna eiga finnist þau ekki búa við raunveruleg lífsgæði. En er þetta svona einfalt? Er það eingöngu fjárhagurinn eða efnisleg velferð í efnishyggju- og neysluþjóðfélagi okk- ar sem skiptir máli? Nei, við búum ekki við raunveruleg lífsgæði á meðan heilbrigðis- og menntakerfið er rekið eins og það er gert í dag. Lífsgæði aldraðra Það eru ekki raun- veruleg lífsgæði að aldraðir og öryrkjar þurfi að lepja dauðann úr skel. Það er hneyksli að ríkið skuli refsa þeim sem treysta sér til að vinna örlítið. Þetta er yfirleitt ekki hátekjuvinna og að öllum líkindum oft frekar vegna félagsskaparins og þarfar hvers og eins til að leggja hönd á plóginn í samfélaginu. Það er til skammar fyrir íslenskt samfélag að aldraðir, fólkið sem færði okkur það samfélag sem við höfum í dag, þurfi að berjast fyrir mannsæm- andi aðbúnaði. Að aðstandendur aldraðra þurfi að grípa til þess ráðs að stofna þrýstihóp og halda ráðstefnur til að berjast fyrir kjör- um og vekja athygli á dapurlegum aðbúnaði og skorti á úrræðum fyr- ir aldraðra. Það er til háborinnar skammar fyrir eina ríkustu þjóð í heimi. Það eru ekki raunveruleg lífsgæði! Þetta er ekki það sem ég óska foreldrum mínum. Hver er ástæðan fyrir þessu? Hver óskar foreldrum sínum þessarar hörm- ungar? Ég bara spyr? Íslenskt samfélag á að hafa stolt til að búa vel að öldruðum og tryggja algjört jafnræði þessa hóps. Tryggja þarf jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu Hvernig búum við að öryrkjum og veiku fólki, hvernig búum við að veikum börnum? Þeir sem annast sjúka gera vissulega sitt besta og meira til, en hvað sköffum við þeim til þess? Hörmu- legar aðstæður og lág laun. Það þarf að snúa af braut stofnanavæð- ingar, stuðla að ein- staklingsmiðaðri þjón- ustu og tryggja jafnan aðgang allra að góðu og skilvirku heilbrigð- iskerfi. Það þarf líka að taka tillit til kostn- aðar vegna lyfja hjá þeim sem þurfa á lyfj- um að halda. Niðurgreiðslur rík- isins á lyfjum eru hlægilegar. Hvers vegna í ósköpunum þurfa Íslendingar að borga svo tugum þúsunda skiptir í tann- og augn- læknaþjónustu fyrir börn? Þetta er ekki jafn aðgangur að heilbrigð- iskerfinu. Hætt er við að þeir sem minna hafa láti reglulegar tann- skoðanir og forvarnir mæta af- gangi. Hvers eiga þau börn að gjalda? Það segir sig sjálft að for- varnarstarf er hagur allra því að það skilar sér í heilbrigðara sam- félagi og þar með raunverulegum lífsgæðum. Lífsgæði fyrir börn Það sama á við um mennta- kerfið. Meðan íþróttir, listir og aðrar uppbyggjandi tómstundir eru ekki innan menntakerfisins er verið að mismuna börnum en sam- kvæmt íslenskum lögum skal öllum börnum tryggt sama aðgengi að menntun því eins og með tann- lækningarnar mætir slíkt starf af- gangi hjá efnalitlu fólki. Hér á það líka við að snúa þarf af braut stofn- anavæðingar og stuðla að ein- staklingsmiðaðri þjónustu. Ekki setja öll börn undir sama hatt og gera þær kröfur að þau komi öll eins undan honum. Börn eru ein- staklingar sem hafa mismunandi þarfir og stuðla skal að því að hvert og eitt fái að blómstra á sín- um eigin forsendum, það eru raun- veruleg lífsgæði! Við þurfum nýja ríkisstjórn í vor Það hefur ekki verið markmið núverandi ríkisstjórnar að tryggja raunveruleg lífsgæði fyrir alla þegna þessa þjóðfélags. Vinstri græn bera hag okkar allra fyrir brjósti og vilja raunveruleg lífs- gæði fyrir alla. Ekki bara fyrir suma! Vinstri græn eru fylgjandi jöfnuði og eru ein um að hafa mót- aða og skýra stefnu í velferð- armálum. VG er líka eini flokk- urinn sem er með skýra stefnu í umhverfismálum, kvenfrels- ismálum og innflytjendamálum. Það er því mikilvægt að VG fái góða kosningu í vor til að tryggja jöfnuð og að þeir sem minna mega sín í íslensku samfélagi eignist öfl- ugan málsvara. Ég hvet alla félaga í VG til að taka þátt í forvali flokksins í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi á laugardaginn og leggja þannig sitt af mörkum til að skapa öfluga for- ystusveit fyrir komandi kosningar. Búa Íslendingar við raunveruleg lífsgæði í dag? Mireya Samper skrifar um stefnumál sín » Vinstri græn bera hag okkar allra fyrir brjósti og vilja raunveruleg lífsgæði fyrir alla. Mireya Samper Höfundur er formaður VG í Kópa- vogi, hún er myndlistarkona og gefur kost á sér í forvali VG í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. Í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær, föstudag, er sagt orðið „tíma- bært og nauðsynlegt að læknar skeri á öll hagsmunatengsl við lyfjafyrirtæki“. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja eru vandmeðfarin en sú leið sem Morgunblaðið leggur til er með öllu óraunsæ og sýnir í engu skilning á hversu mikilvægt er að eðli- legt samband sé á milli lyfjaframleiðenda og lækna. Lengi vel hafa verið í gildi samskipta- reglur milli lækna og lyfjafyrirtækja en enn frekar var hnykkt á þessum samskipta- reglum með samningi milli samtaka framleið- enda frumlyfja og Læknafélags Íslands sem undirritaður var 29. september sl. Samningurinn og samskiptaregl- urnar eru aðgengilegar á vef Lækna- félagsins og vef Frumtaka, www.frumtok.is. Nauðsyn þess að lyfjafyrirtæki hafi tækifæri til samskipta við lækna er augljós. Það er í því ljósi sem sam- komulag um hvernig samskiptum skuli háttað er gert. Ábyrg og sið- ferðileg samskipti við heilbrigð- isstarfsfólk ráða úrslitum varðandi það markmið að hjálpa sjúklingum og að þróa og bæta meðferð. Samskiptin verða líka að virða væntingar sam- félagsins og tryggja sjálfstæði beggja aðila í störfum þeirra. Mikilvægur þáttur í þessu starfi er að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólk hafi sem nýj- astar og réttastar upplýsingar um lyf. Árangursrík markaðssetning lyfja tryggir aðgengi sjúklinga að þeim meðferðarúrræðum sem þeir þarfnast og rétta notkun lyfjanna. Árang- ursrík samskipti lyfjafyr- irtækja við heilbrigð- isstarfsfólk gera því kleift að:  upplýsa heilbrigð- isstarfsfólk um ávinn- ing og áhættu við notkun lyfja  koma á framfæri nið- urstöðum rannsókna og öðrum upplýs- ingum sem hafa vís- inda- og fræðslugildi styðja við bakið á rannsóknum og kennslu í læknavís- indum, og  fá endurgjöf og ábendingar varðandi lyfin frá sérfræð- ingum í læknastétt. Þetta er í hnotskurn það sem skiptir máli í samskiptum lyfjafyrirtækja og lækna. Mikilvægt er að Morg- unblaðið, líkt og allur almenningur, hafi skilning á mikilvægi þessara samskipta. Ekki síður er mikilvægt að aðilar samkomulags lækna og lyfjafyrirtækja virði í einu og öllu það samkomulag sem í gildi er og starfi samkvæmt þeim anda sem sam- komulagið byggist á. Læknar og lyfjafyrirtæki Jakob Falur Garðarsson svarar leiðara Morgunblaðsins Jakob Falur Garðarsson »… sú leiðsem Morg- unblaðið leggur til er með öllu óraunsæ … Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja. Í DAG kjósum við, Vinstri-græn, þingmannsefni okkar á suðvest- urhorninu fyrir alþingiskosning- arnar í vor. Undirrituð gefur þar kost á sér í 2. sæti. Um margt er þetta forval okkar Vinstri-grænna ein- stakt, ný tíðindi í ís- lenskum stjórnmálum. Í fyrsta skipti eru þrjú kjördæmi undir og með því er sleginn nýr tónn. Fjöldinn allur af afar hæfu fólki hefur gefið kost á sér og ljóst að hvernig sem fer munum við, Vinstri- græn, bjóða fram öfl- uga og flotta lista í vor. Vinstri-græn hafa allt frá stofnun verið leiðandi afl í íslenskum stjórn- málum. Við höfum talað röddu skyn- seminnar meðal annars í umhverf- ismálum, utanríkismálum og hagstjórn. Stjórnarherrarnir hafa hins vegar sjaldnast borið gæfu til þess að hlusta og nú er svo komið að flestar þær spár sem við settum fram hafa því miður gengið eftir. Vinstri-græn tala röddu skyn- seminnar Við vöruðum við stríðsbrölti Bandaríkjamanna, bæði í Afganist- an og í Írak. Nú er svo komið að borgarastríð ríkir í báðum löndum, tortryggni og bil milli menningar- heima eykst dag frá degi og engin lausn virðist í sjónmáli. Þessu vör- uðum við Vinstri-græn við en stjórn- arherrarnir skelltu skollaeyrum við og settu Ísland á lista hinna viljugu þjóða í trássi við lög og vilja almenn- ings. Við vöruðum við ofhitnun efna- hagskerfisins sem stóriðjubrjálæðið myndi hafa í för með sér og nú er svo komið að Seðlabankinn sér sig knúinn til að hækka stýrivexti á hverjum vaxtaákvörðunardegi til að koma í veg fyrir óðaverðbólgu. Við vöruðum við því að um óafturkræf nátt- úruspjöll væri að ræða við byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og þrátt fyrir að þau spjöll verði ekki aftur tekin er gleðilegt að sjá að meirihluti þjóðarinnar virðist kominn á okkar skoðun. Vinstri-græn hafa mótað stjórn- málaumræðu í þjóðfélaginu. Við höf- um komið málum á dagskrá sem nú þykja sjálfsögð og eðlileg en hefði verið óhugsandi að fengju hljóm- grunn fyrir átta árum eða svo. Um- ræða um kvenfrelsi, kynbundið of- beldi og kynbundinn launamun hafa ratað inn í sali Alþingis fyrir tilstilli þingmanna okkar. Málefni náttúru og umhverfis eru nú í einhverri mynd hluti af stefnu allra flokka á landinu, þrátt fyrir að í skötulíki sé hjá ýmsum. Vinstri-græn standa við orð sín Ég vil leggja mitt af mörkum til að rödd okkar Vinstri-grænna hljómi áfram háum rómi úti í samfélaginu. Ég vil leggja mitt af mörkum til að Vinstri-græn nái þeim styrk sem þarf til að koma á róttækum breyt- ingum, íslensku þjóðfélagi til fram- dráttar. Við munum standa vörð um vel- ferðarkerfið og rétta hlut þeirra sem hafa orðið undir í samfélagi sem ein- kennist af einstaklingshyggju og of- urtrú á vald peninganna. Við ætlum að byggja upp öflugt atvinnulíf sem hvílir á fjölbreyttum stoðum og höfnum einhæfum skyndilausnum sem komandi kynslóðir munu líða fyrir. Við látum náttúruna njóta vaf- ans í öllum okkar aðgerðum og um- göngumst landið okkar af virðingu en gleymum því ekki að við erum hluti af stærra samhengi, heiminum öllum. Vinstri-græn munu aldrei leiða þjóðina út í stríðsrekstur á er- lendri grund heldur munum við gera okkar besta til að gera Ísland að leiðandi afli í friðvænlegri heimi. Ég stend fyrir öll þessi mál og meira til. Mestu skiptir þó að við Vinstri-græn munum ekki bregðast kjósendum okkar. Við stöndum keik og erum stolt af okkar málflutningi. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að færa íslenskt þjóðfélag fram á veginn. Ég er Vinstri-græn. Vinstri græn, kjósum í dag Auður Lilja Erlingsdóttir kynnir stefnumál sín og vinstri grænna » Við höfum talaðröddu skynseminnar meðal annars í umhverf- ismálum, utanrík- ismálum og hagstjórn. Auður Lilja Erlingsdóttir Höfundur er formaður UVG og fram- bjóðandi í forvali VG á höfuðborg- arsvæðinu. FYRIR þinginu liggur nú frum- varp menntamálaráðherra um einka- væðingu Ríkisútvarpsins. Ef frum- varpið verður að lögum verður þar með ákveðið að einkavæða starfsemi Ríkisútvarpsins. Í þessu varðar öngvu hver eignaraðild hins nýja félags verður heldur hitt að starfsem- in verður eftir að Rík- isútvarpið ohf. tekur við henni ekki framar op- inbersréttar eðlis held- ur einkaréttar eðlis. Þannig færist starfsem- in af sviði opinbers rekstrar yfir á svið einkarekstrar. Í því kerfi tvískipts vinnu- markaðar sem í gildi er á Íslandi hefur þessi formbreyting úr- slitaáhrif að því er varðar alla réttarstöðu starfseminnar. Þetta er höfuðmálið en ekki það hvernig eignarhaldi hins nýja hlutafélags er háttað. Í þessari einka- væðingu felst m.a. að lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna gilda ekki framar um starfsemina og marka því ekki lengur réttarstöðu starfsmann- anna. Lögin um kjarasamninga op- inberra starfsmanna taka ekki fram- ar til starfseminnar og stjórnendur hins nýja hlutafélags verða ekki fremur en aðrir stjórnendur hluta- félaga bundir af ákvæðum stjórn- sýslulaga í sýslan sinni. Starfsemin hefur þá verið einkavædd, flutt á svið einkaréttar og réttarstaðan sú sama og gildir um aðra starfsemi á almenn- um markaði. Af einhverjum ástæðum hafa flutn- ingsmenn tillagna um einkavæðingu Ríkisútvarpsins kosið að nefna til- lögur sínar ekki réttum nöfnum. Reynt er að færa einkavæðinguna í búning sem er til þess fallinn að villa um fyrir þjóðinni. Þannig er talað um hlutafélagavæðingu (einsog það sé ekki einkavæðing) og mikið úr því gert að óheimilt verði að selja fyr- irtækið. Það atriði skipt- ir þó harla litlu máli þegar grannt er skoðað. Meginatriðið er það að verði frumvarpið að lög- um mun Ríkisútvarpið færast yfir á svið einka- réttar. Starfsmenn þess munu ekki framar njóta þeirrar ráðningarfestu sem þeir hafa notið sem opinberir starfsmenn og stofnunin mun starfa eftir sömu leikreglum og aðrir einkaaðilar. Vandséð er hvernig Ríkisútvarpið getur til langframa varið sig gagnvart kröfum keppi- nauta um takmörkun eða afnám ríkisstyrkja sem því er ætlað að njóta í formi nefskatts. Við blasir að ákaflega erfitt verður að rök- styðja ríkisframlag sem ætlað er að standa undir svo stórum hluta rekstarútgjalda fyr- irtækisins sem hér virðist gert ráð fyrir. Að slíku framlagi sé aðeins varið til þess hluta starfseminnar sem fellur undir almannaþjónustuhlutverk þess. Þetta munu keppinautar Rík- isútvarpsins fyrr eða síðar láta reyna á fyrir samkeppnisyfirvöldum og dómstólum. Ég óttast því að með frumvarpi menntamálaráðherra sé enn ekki fundinn réttur farvegur til framtíðar fyrir Ríkisútvarpið. Einkavæðing Ríkisútvarpsins Ástráður Haraldsson skrifar um Ríkisútvarpið »Reynt er aðfæra einka- væðinguna í búning sem er til þess fallinn að villa um fyrir þjóðinni. Ástráður Haraldsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.