Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 43 Síra Garðar Þorsteinsson var fæddur 2. des 1906 á Akureyri, d. 14. apríl 1979 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jón Sigurðsson og Aðalbjörg Albertsdóttir. Hann varð stúdent frá MR 1927 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1931. Stundaði framhaldsnám í Austurríki, Þýskalandi og Svíþjóð, aðallega í helgisiðafræði og kirkjutónlist. Hon- um var veitt Garðaprestakall á Álfta- nesi sem síðar nefndist Hafnarfjarð- arprestakall 18. júní 1932 og vígður 23. s.m. Hann var skipaður prófastur í Kjalarnesprestakalli 14. maí 1954. Lausn frá embætti frá 1. jan 1977 en settur til að þjóna áfram til 1. maí s.á. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og þá ekki hvað síst söngmálum og var heiðursfélagi karlakórsins Þrasta. Hann var sæmdur heiðurs- merki Þjóðhátíðarinnar 1930 og varð riddari Fálkaorðunnar 1968 og stór- riddari 1976 og riddari St. Olavs orð- unnar. Auk þess var hann sæmdur heiðursmerki Sambands íslenskra karlakóra og Karlakórsins Fóst- bræðra. Fyrri kona hans var Sigríður Björg Árnadóttir og síðari kona hans Sveinbjörg Helgadóttir. Börn þeirra eru Aðalbjörg, Þorsteinn og Friðrik. Garðar hitti ég fyrst 1968 er ég tal- aði á samkomu í Hafnarfjarðar- kirkju. Mér hafði verið sagt að hann væri kyrkingslegur nýguðfræðingur. En þannig kom hann mér nú ekki fyrir sjónir, heldur var hann einkar alúðlegur og hjálpsamur. Leiðir okk- ar lágu svo ekki saman fyrr en 1977 er ég tók við embætti sóknarprests í nýstofnuðu Víðistaðaprestakalli í Hafnarfirði. Garðar var þá að láta af störfum svo ég varð að nokkru eft- irmaður hans. Hann hafði þá um langa tíð verið sóknarprestur í stórum útgerðarbæ. Skipstapar urðu allmargir í embættistíð hans og fljót- lega varð ég þess áskynja að Hafn- firðingar báru hlýjan hug til hans fyr- ir framgöngu hans við þau tækifæri. Öllum bar saman um hve natinn og hlýr hann hefði verið við ættingja þeirra sem fórust. En það var hann líka í öðrum tilvikum þegar hann heimsótti sorgarhús. Þessum þáttum kynntist ég að sjálfsögðu ekki af eig- in raun en ég fékk að kynnast mann- inum á því nær tveggja ára tímabili sem leiðir okkar lágu saman og þótti mikið til hans koma. Trúmanninum kynntist ég hins vegar ekki fyrr en hann lá banaleguna á Landspítalan- um. Það varð mér ekki síður dýrmæt reynsla sem ég met afar mikils. Ég kom nokkuð oft á hið glæsilega heim- ili þeirra síra Garðars og frú Svein- Garðar Þorsteinsson bjargar og átti þar góðar stundir. Í minningunni rís minning síra Garð- ars hátt og ég tel það gæfu að hafa fengið að kynnast honum þó sam- fylgdin væri ekki löng. Guð blessi minningu hans. Sigurður Helgi Guðmundsson. Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni öll lönd. Syngið Drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða. (Davíðssálmur 96:1-4.) Söngur er nýr á hverri tíð, sem færir með sér vitnisburðinn um lif- anda Guð og hjálpráð hans í tímans hverfula heimi, því hann endurómar dýrð Guðs og dásemdarverk, en því meir hrífur hann sem betur er sung- ið. Sr. Garðar Þorsteinsson söng sig inn í hjörtu Hafnfirðinga, þegar hann sótti um sóknarprestsstöðu við Hafn- arfjarðarkirkju þá aðeins 25 ára að aldri og var valinn úr fjölda umsækj- enda ekki síst vegna raddfegurðar sinnar og gjörvileika. Hann hafði stundað söngnám hjá Sigurði Birkis söngmálastjóra og einnig numið söng í Berlín og þá þegar komið fram sem einsöngvari með kórum og vakið hrifningu með flosmjúkri og tærri barítónsöngrödd sinni sem féll afar vel að röddum upprennandi tenór- söngvara þjóðarinnar eins og Stefáns Íslandi. Sr. Garðar söng með karla- kór KFUM sem varð að Fóstbræðr- um og einnig með Karlakórnum Þröstum. Hann stjórnaði Þröstum síðustu kreppuár og fram yfir stríð og varð heiðursfélagi beggja kór- anna. Sr. Garðar var efni í stórsöngv- ara en kaus fremur að helga sig þjón- ustu í kirkju Krists, en hún bar ávallt merki söngs hans og listfengis. Eftir embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands lagði sr. Garðar fyr- ir sig framhaldsnám í Vínarborg, Leipzig og Stokkhólmi í helgisiða- fræðum, kirkjutónlist og trúar- bragðasögu. Altarisþjónusta og framganga sr. Garðars í guðshúsi bar þess enda augljós merki að hann var fag- og smekkmaður, sem færði með vitnisburði sínum í tónum og tali áhrif Guðs ríkis inn í hjörtu og helgan stað. Organistarnir sem sr. Garðar starfaði með, Friðrik Bjarnason og Páll Kr. Pálsson voru samstilltir hon- um og settu varanlegan svip á ís- lenskt kirkju- og tónlistarlíf. Sr. Garðar var barnfæddur Akur- eyringur og alinn upp í Reykjavík þar sem foreldrar hans Aðalbjörg Al- bertsdóttir og Þorsteinn Jón Sigur- geirsson verslunarmaður og banka- gjaldkeri settust að. En það var í Hafnarfirði sem hann haslaði sér völl í víðfeðmri prestsþjónustu sinni sem teygði sig allt frá Álftanesi og út á Vatnsleysuströnd. Auk Hafnarfjarð- arkirkju þjónaði sr. Garðar Bessa- staðakirkju og Kálfatjarnarkirkju og starfsferill hans náði yfir mikil um- skiptaskeið í sögu þjóðarinnar. Ljós- mynd tekin í Hafnarfjarðarkirkju á kreppuárum sýnir stofublóm í kór og teppabúta á gólfi og vottar að reynt var vel að gera í efnaleysinu. Sókn- arpresturinn ungi uppörvaði atvinnu- lausa Gaflara sem hímdu undir hús- göflum og glæddi samstöðu og samhjálp sóknarbarna sinna. Fátæk- ir og umkomulausir menn voru hon- um hjartfólgnir jafnframt því sem hann treysti á athafnafrelsi til fram- fara. Ógnir stríðsára komu hér á landi gleggst fram í skiptöpum og sjóslysum. Hafnarfjörður fór ekki varhluta af þeim og sóknarprestur- inn fann þunga sorgarinnar á herðum sér, því að hann tilkynnti tíðindin. Sjósókn fylgdu hættur þótt hildar- leikur stríðsára væri á enda. Ís sem hlóðst á skip og reiða á Nýfundna- landsmiðum minnti á það. Oft hef ég hugleitt hvernig hafi verið fyrir sr. Garðar að ganga hús úr húsi í Hafn- arfirði og segja frá því að togarinn Júlí hafði farist með allri áhöfn. Hann reyndist kletturinn sem ekki brást í þeim ólgusjóum fremur en endra- nær, styrktur Guðsvitund og öruggri upprisutrú. Og karlmannlegur, traustur og hjartahlýr miðlaði hann styrkri röddu Guðs blessun á helgum kveðjustundum. Sr. Garðar þekkti mátt úthafs og brimöldu og söng öðrum betur um gjafir hafs og háska. Mér er það minnisstætt, þegar ég hugfanginn hlýddi eftir andlát sr. Garðars á ein- söng hans af hljómplötu með Fóst- bræðrum, ásamt Sveinbjörgu Helga- dóttur eiginkonu hans á heimili þeirra á Brekkugötu. Sönglagið ,,Bára blá“ hef ég aldrei heyrt jafnvel sungið. Sveinbjörg ástrík og glæsileg var aflgjafi sr. Garðars til góðra verka og saman hlúðu þau vel að börnum sínum, Aðalbjörgu, Þorsteini og Friðriki og Hrafnhildi dóttur Sveinbjargar sem sr. Garðar reynd- ist umhyggjusamur faðir. Sr. Garðar tók við af sr. Hálfdáni Helgasyni sem prófastur Kjalarness- prófastsdæmis. Hann gegndi pró- fastsstörfunum af miklum myndug- leika sem vandvirkur embættis- maður og árvökull vörður og boðberi kristinna lífsgilda. Til þess var tekið hve sr. Garðar stjórnaði héraðsfund- um vel og skörulega. Með fumlausri festu lagði hann framfaramálum lið, glöggur á kjarna og aðalatriði og greiddi farsællega úr álitamálum. Prestar prófastsdæmisins komu iðu- lega saman á heimili prófasts eftir héraðsfundi og nutu alúðar og um- hyggju prófastshjónanna. Þeir áttu þangað oft erindi í annan tíma og sóttu sér uppörvun og holl ráð. Sr. Garðar var í senn gleði- og alvöru- maður. Hann var oft glaðastur allra þegar við átti og ríkuleg frásagnar- gáfa hans naut sín þá vel. Hann leit svo á að þjóð og kirkja yrðu að eiga sem besta samleið, gaf sig að fjöl- þættum menningar- og félagsmálum og bjó að slíku atgervi að hann valdist víða til forystu. Hann var svo nokkuð sé nefnt formaður Slysavarnafélags- ins Fiskakletts og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Einnig var hann for- stöðumaður Vetrarhjálparinnar í Hafnarfirði og formaður Barnaheim- ilissjóðs Þjóðkirkjunnar. Hann kenndi við Flensborgarskóla og Iðn- skólann í Hafnarfirði og stýrði Námsflokkum Hafnarfjarðar um skeið. Hvarvetna hafði hann frum- kvæði að mannræktarmálum og kom góðu til leiðar. Sr. Garðar lagði sig fram um að græða upp land og hlúa að uppvaxtarskilyrðum og velfarnaði mannlífs. Þegar 50 og 60 ára afmæl- isárgangar fermingarbarna Hafnar- fjarðarkirkju hafa komið saman til messu í kirkjunni eftir fermingar að vori hef ég iðulega getað vitnað í orð sr. Garðars úr fermingarprédikunum sem hann talaði til þeirra á vor- morgni lífs. Þau eru látlaus en gagn- takandi, snerta hjörtu og vísa á frels- arann, orð hans og verk sem leiðarmerkin bestu á vegum lífs og gildi þess að fylgja honum og láta gott af sér leiða í krafti hans. Sr. Garðar var einarður og skapríkur og gat verið beinskeyttur og hvassyrtur en átti hlýtt hjarta og einlæga trú á Guð í Jesú nafni. Sr. Garðar var prestur við forseta- kirkjuna á Bessastöðum og maklega sæmdur innlendum og erlendum heiðursmerkjum fyrir verk sín. Hann stóð vaktina lengi í brúnni á veiði- skipum Drottins og lagði sig fram um að afla vel. Þegar hann hætti störfum virtist hann þrotinn heilsu og kröft- um. Sr. Garðar lést laugardag fyrir páska, 14. apríl 1979, en svo vildi til að sr. Árni Björnsson prófastur, fyrsti sóknarprestur Hafnarfjarðar- kirkju, andaðist líka laugardag fyrir páska. Og annað var sérstakt; sr. Garðar jarðsöng sr. Hálfdán Helga- son, forvera sinn í prófastsembætti laugardag fyrir páska, 14. apríl, 23 árum fyrr. Sem eftirmaður sr. Garð- ars og sóknarprestur Hafnarfjarðar- kirkju flutti ég á páskadagsmorgni söfnuði hans tíðindin af andláti hans úr prédikunarstóli kirkjunnar. Þar hafði sr. Garðar svo oft boðað fagn- andi sigur lífs á dauða fyrir upprisu- undur frelsarans. Og ávallt mun ég minnast andartakanna djúpu og inni- haldsríku, þegar staðið var upp af kirkjubekkjum og höfði lotið í þögulli þakkarbæn. Sr. Garðar Þorsteinsson markaði djúp spor í sögu Hafnarfjarðar og Kjalarnessprófastsdæmis og hafði ómæld áhrif til heilla með dugandi verkum en einkum fyrir það, að hann leiddi hjörð sína í Jesú nafni að ríki Guðs með djúpri trúar rödd og fögr- um söng. Á aldarafmæli hans, laugardaginn 2. des. 2006, verður stofa í Strand- bergi, safnaðarheimili Hafnarfjarð- arkirkju, helguð minningu hans og fyrri tíðar sögu kirkjunnar og nefnd Garðarsstofa. Stuttu síðar hefjast kórtónleikar eldri Fóstbræðra og eldri og yngri Þrasta í Hafnarfjarð- arkirkju, sem votta í söng heiðurs- félaga sínum þökk og virðingu. Og með fagnandi lofsöng og trúarvitn- isburði fyrsta sunnudags í aðventu verður Guði þakkað líf og þjónusta sr. Garðars í hátíðarguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju. Fyrir það er þakkað á aldarminningu sr. Garðars Þorsteinssonar, að hljómfagur söng- ur hans og 45 ára prestsþjónusta boðuðu komu Guðs ríkis og hjálpráð hans dag eftir dag. Soli Deo Gloria. Gunnþór Þ. Ingason. ✝ Guðrún JóhannaÞorsteinsdóttir, eða Lóa eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Tunghaga á Völlum á Héraði, 25. október 1930. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi, 24. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Lóu voru Kristrún Jó- hannesdóttir, f. í Sigluvík á Sval- barðsströnd 22. september 1898, d. 27. mars 1990 og Þorsteinn Guðjónsson, f. á Upp- sölum á Héraði 23. maí 1903, d. 6. ágúst 1991. Lóa var elst þriggja systra, yngri eru Anna, fv. ljós- móðir í Hafnarfirði, ekkja Óskars Guðjónssonar og Ásta Sigurjóna, fv. kaupmaður á Seyðisfirði, gift Ara Bogasyni. Fjölskyldan flutti til föður sínum 1952 en seldi þá aftur, sennilega 1958. Þá fluttu þau smá tíma að Oddagötu 4b til foreldra Lóu, á meðan þau kláruðu að byggja húsið Garðarsveg 4, þar sem þau bjuggu eftir það allan sinn búskap. Lóa og Eiríkur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Þorsteinn Rúnar, f. 1952, kvæntur Sólveigu Sigurð- ardóttur, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Sigríður Þrúður, f. 1954., d. 1987, gift Kristni V. Svein- björnssyni, þau eiga einn son og tvö barnabörn. 3) Elínrós, f. 1958, gift Árna E. Albertssyni, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Eyrún Harpa, f. 1959, var gift Gunnari H. Arnarsyni, þau eiga þrjú börn. 5) Þröstur, f. 1966, í sambúð með Birnu Hauksdóttur, þau eiga einn son og Birna á tvö börn af fyrra hjóna- bandi. Samtals eru afkomendur 21. Þær systur Ásta og Lóa áttu saman og ráku ásamt mönnum sín- um bókaverslun A. Bogasonar og E. Sigurðssonar frá 1968 til sept- emberloka 2005, en þá var Eiríkur látinn og Lóa flutt til Reykjavíkur. Guðrún Jóhanna verður jarð- sungin frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Seyðisfjarðar haustið 1933. Þau bjuggu fyrstu árin m.a. inni í Þórsmörk og á efri hæð hússins við Vest- urveg 4. Síðar keyptu þau Oddagötu 4b eða Steinhúsið eins og það var oft nefnt og bjuggu þar æ síðan. Lóa giftist 27. sept- ember 1952 Eiríki Sig- urðssyni, f. í Mið- húsaseli í Fellum á Héraði, 30. október 1924, d. 17. des. 1992. Foreldrar hans voru Sigþrúður Gísladóttir, f. 5. mars 1890, d. 17. júlí 1956 og Sigurður Jóhannsson, f. 22. jan. 1887, d. 15. sept. 1958. Það var séra Erlendur Sigmundsson sem gifti þau heima hjá foreldrum Lóu. Fyrst bjuggu þau á Bóndastöðum á Seyðisfirði hjá foreldrum Eiríks. Síðan keypti Eiríkur Bóndastaði af Þegar kemur að því að kveðja ein- hvern sem er nákominn og kær verða orðin oft fátæklegri en þær fallegu hugsanir sem fylgja þeim sem lagt hefur upp í sína hinstu för. Þannig er það núna þegar Lóa tengdamóðir mín hefur runnið sitt æviskeið á enda. Ég átti því láni að fagna að kynnast dóttur Lóu fyrir bráðum 30 árum og kom skömmu síðar í mína fyrstu heimsókn með henni til Seyðisfjarðar. Þar kynntist ég í fyrsta skipti verð- andi tengdamóður minni. Það var ekki laust við að drengstaulinn sem dóttirin kom með heim væri hálffeim- inn og hlédrægur, en hlýjan sem mætti mér frá þeim hjónum var ekki lengi að svipta þeim tilfinningum á braut og láta mér líða eins og ég hefði alltaf átt þar heima. Lóa var glaðvær og skemmtileg kona sem hafði yndi af því að segja sög- ur. Hún hafi skemmtilegan frásagnar- stíl og var óþreytandi að segja gam- ansögur, jöfnum höndum frá liðinni tíð og af samferðafólki, en sérstaka áherslu lagði hún þó á að koma vel til skila sögum af skemmtilegum uppá- komum sem hún sjálf átti hlut að. Aldr- ei heyrði ég hana þó halla máli nokkurs eða tala illa um nokkurn mann. Þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn hvert af öðru kynntist ég hjartahlýju hennar í nýju ljósi. Allt vildi hún gera til að gleðja þau, hvort heldur var með því að hekla eða prjóna þeim klæði, segja sögur eða hafa ofan af fyrir þeim með einhverju sem líklegt væri til að létta lund hjá barnabörn- unum. Eitt slíkt tilvik rennur mér aldr- ei úr minni og ósjaldan sagði Lóa sög- una af því og táraðist af hlátri í hvert skipti. Þá hafði hún ætlað að hressa tvo eldri syni okkar hjóna við skömmu eft- ir áramótin, en veður var slæmt og þeir máttu ekki fara út. Lóa sótti því lítil blys inn í bílskúr og kveikti á þeim í eldhúsdyrunum, en hafði til vonar og vara opið bakdyramegin. Þá vildi ekki betur til en svo að um var að ræða skot- blys, eða Jókerblys, sem skutu logandi púðurkúlum um allt eldhúsið. Enginn skaði varð af þessu annar en sorti af púðrinu sem hvarf við eina umferð af málningu, en sýningin hjá Lóu ömmu bjargaði þarna algjörlega deginum fyr- ir drengina og hefur bjargað mörgum deginum eftir það við frásögn hennar. Lóa fluttist til Reykjavíkur árið 2001 og keypti íbúð á Rauðalæk 23, sem hún gerði strax að sama vina- lega heimilinu og fyrir austan. Hún varð fljótt virk í félagslífi eldri borg- ara í hverfinu og þó svo að heita ætti að hún væri komin á eftirlaun gat reynst erfitt að hitta á hana heima fyrir. „Nei, hafið ekki áhyggjur af mér“ var viðkvæðið þegar við nefnd- um eitthvað um áhyggjur af því að henni leiddist. Þá var líka viðkvæðið ef til stóð að liðsinna henni við við- hald á íbúðinni, „Farið nú ekki að vera með neitt vesen.“ Því það var með því versta sem hún gat hugsað til að vera öðrum fyrirhöfn eða áhyggjuefni. Nú, þegar Lóa er horfin á braut eftir skamma sjúkdómslegu, sækir að tóm- leiki og sorg en við getum hlýjað okkur við minningu um styrka, glaðværa og hjartahlýja konu sem aldrei gleymist. Lóa mín, ég kveð þig með sárum söknuði og þökk fyrir allt og allt. Árni E. Albertsson. Guðrún Jóhanna (Lóa) Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.