Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 45 ljóðum eftir tilfinningaskáldið frá Fagraskógi. Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt, og undarleg var gangan heim í hlaðið, því fjallið hans og bærinn og allt var orðið breytt, þó auðnin væri mest, þar sem kistan hafði staðið. Þó ennþá blöktu í stjökunum örfá kertaljós, var alstaðar í húsinu döpur rökkurmóða. Á miðju stofugólfi lá föl og fannhvít rós, sem fallið hafði af kistu drengsins góða. Ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. Svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hætti að slá, en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. Í silfurvasa lét ég mína sumarbjörtu rós, en samt var henni þrotið líf og styrkur. Svo brunnu þau að stjökum hin bleiku kertaljós, og blómið hvarf mér – inn í þögn og myrkur. (Davíð Stefánsson) Þótt sorgin og myrkrið sé allá- gengt núna þá er léttir að rifja upp allar stundirnar sem við áttum sam- an. Þótt við hefðum ólíkar skoðanir á ýmsum málum og héldum hvor við sína, þá breytti það ekki okkar vin- áttu. Við virtum hvor annars skoð- anir og það styrkti hana. Allavega rifumst við aldrei enda var þinn hátt- ur ekki að nota stóryrði og hávaða þótt þú héldir fast við þitt. Nú úti næðir nóttin dimm með nöprum gný. Ég veit það fyrir víst það kemur vor á ný. En haustið sínum höndum fer um huga minn. Frá lífi þínu ljósið bjart að lokum finn. (Á.G.) Ég þakka þér fyrir yndislega sam- veru allt þitt líf elsku drengurinn minn, sem því miður var allt, allt of stutt. Pabbi. Bróðir minn ljónshjarta. Ég sá þig sofna og sumarið hverfa inn í veturinn (ÞJG). Þegar við vorum krakkar var tím- inn allur annar. Dagarnir komu og fóru með öðrum áherslum en þeir gera núna. Allt var leikur, sama hver árstíðin var. Stillt vorkvöld með hafnabolta á hlaðinu og þú leyfðir mér að hafa breiðu kylfuna af því ég hitti aldrei með þeirri mjóu. Kaldir vetrardagar þegar við stukkum af hlöðuþakinu í skaflana og þú kenndir okkur Þorbjörgu að hafa tunguna aldrei milli tannanna í stökkunum því þá gætum við bitið í hana og meitt okkur þegar við lentum. Hey- skapur og þú veifaðir mér í hverjum hring þegar við mættumst. Þú sast með okkur systurnar sína á hvora hönd og last Emil í Kattholti fyrir okkur. Þannig finnst mér ég hafa lært að lesa. Sólin skein á okkur og lífið var einfalt og gott, við vorum börn. Núna finnst mér eins og það sé svo óralangt síðan, að allar þessar minningar séu eins og bútar úr fal- legri sögu. Svo urðum við eldri og fórum meira og meira úr dalnum. Í skóla í Reykjavík og bjuggum saman í Fellsmúlanum. Þú hélst alltaf áfram að passa upp á litlu systur, keyrðir mig í skólann þegar veðrið var leið- inlegt og kvartaðir aldrei þótt krók- urinn væri býsna langur á umferð- arþungum, dimmum morgnum. Varst örugglega ansi oft of seinn í tíma sjálfur fyrir vikið. Og tónlistin. Minn smekkur á tón- list hefur litast svo lengi af þínum að hann er miklu meira þinn en minn. Smashing Pumpkins, Bob Dylan, Dr. Spock, Nick Cave... Þú að pikka á gítarinn: ,,Þekkirðu þetta lag, Magga?“ Allar bíóferðirnar okkar, allir brandararnir og allar stundirn- ar sem við kjöftuðum saman. Hver á nú að skilja húmorinn minn? Svo kynntist ég Þorvaldi og ég man að þú sagðir mér að fyrra bragði að þér lit- ist bara ágætlega á hann, hefðir bú- ist við að ég myndi ná mér í miklu meiri brúnkutöffara. Og við hlógum að því. Þú varst aldrei margyrtur um hlutina en hugsaðir þá þeim mun betur. Tala minna, segja meira. Og það sem þú sagðir og gerðir, það var það sem þú meintir algerlega. Fal- legur að utan og innan. Eitt klapp á bakið frá þér var meira virði en margra blaðsíðna lofræða. Þú varst svo ungur þegar krabba- meinið greindist fyrst. Bara 15 ára. Og svo kom það aftur. Eins og hræði- legur óvinur lá það í leyni. Þegar við vorum öll farin að leyfa okkur að vona að nú væri þetta örugglega að baki, þegar þú varst sjálfur rétt að byrja lífið læddist það aftur fram og eyðilagði allar fallegar framtíðarvon- ir. Hvernig þú tókst á veikindunum og vonbrigðunum sem urðu alltaf meiri og þyngri eftir því sem á leið, ég kemst ekki nálægt því að skilja það æðruleysi. Man þegar þú hringd- ir í mig og sagðir mér að æxlið hefði vaxið einu sinni enn og aðgerð væri fyrirhuguð. Svo pollrólegur og sagð- ist bara ekki nenna í eina aðgerðina enn. Ég varð orðlaus að heyra þig tala um þetta eins og það væri eitt- hvað léttvægt leiðindaverk sem mað- ur nennir ekki en þarf samt að ganga í. En þannig var þín aðferð, yfirveg- uð og róleg. Ég ætla að segja nafna þínum frá þér, svo margt sem ég ætla að segja honum. Get samt ekki útskýrt það sem ég skil ekki sjálf, af hverju þetta þurfti að enda svona. Mér finnst lífið ekki lengur einfalt og gott. Og það verður aldrei samt án þín. Tímann sem við fengum að hafa þig hjá okkur þakka ég endalaust mikið og geymi. Ég sakna þín svo mikið, elsku fallegi Örn bróðir. Þitt hjarta er ljónshjarta. Innra með sér eiga sumir strengi sem allra dýpst og fegurst hljóma. Þeirra tónlist þýð mun óma með þökk hjá okkur hinum lengi. (M.G.Á.) Kveðja frá Þorvaldi og Þorvaldi Erni. Þín litla systir Margrét (Pagga). Elsku Örn minn. Það er erfitt að finna réttu orðin þegar mig langar til að segja svo margt. Við eigum okkur ótal fallegar minningar saman og þær eru ljósið sem lýsir mér núna. Þú stóri bróðir minn passaðir alltaf upp á litlu syst- ur, góður og traustur vinur, banda- maður í áætlunum og skemmtilegur félagi í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf tilbúinn að hjálpa og aðstoða við allt sem þurfti að gera. Við vitum bæði hvað við eigum mikið hvort í öðru og munum alltaf eiga saman. Elsku hjartans Örninn minn yndislegi bróðir, mun ég ætíð minnast þín, mætast aftur slóðir. (Þ.I.Á.) Ég hélt alltaf í þá von að eitthvað yrði sem myndi bjarga þér. Við átt- um að verða gömul systkini saman og halda áfram að hlæja og spjalla saman um allt og ekkert eins og við gerðum svo oft. Ég trúði því ekki að öll þín barátta og styrkur myndi ekki duga. Af ótrú- legu æðruleysi og ró barðist þú við hræðilegan sjúkdóm, tókst öllum þeim áföllum sem þú mættir, horfðir samt alltaf fram á veginn og til fram- tíðar. Ég veit engan sterkari en þig, þú sýndir það og sannaðir í gegnum allan þennan erfiða tíma og þótt krabbameinið yrði of sterkt fyrir lík- ama þinn þá náði það aldrei til þín sjálfs inni í þér. Þú hélst alltaf þínum persónuleika og húmor, gafst ekki upp og stefndir áfram. Hvernig fór verður víst aldrei okkar að skilja. Tár í augum, tóm að vakna, tregi’ í mínum huga er. Þig ég elska, þín ég sakna þú átt stað í hjarta mér. (Þ.I.Á.) Elsku Örn bróðir, takk fyrir allt og þann tíma sem við áttum, það sem við áttum ógert saman bíður síns tíma. Hver veit nema við höldum seinna okkar eigin tónleika eins og við ætluðum – fáum kannski Nick Cave í lið með okkur þá! Þú átt og munt alltaf eiga stóran hlut í mínu hjarta, ég elska þig kallinn minn. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. Þær eru það eina, sem ég á í þessum heimi. Uppi í háu hömrunum er hugurinn á sveimi. Gott var uppi í hömrunum í hreiðrinu mjúka. Þangað leitar hugurinn, er hríð og stormar fjúka. Þangað leitar hugurinn, er þöglar stjörnur skína. Þær eru einu vinirnir, sem vita um gleði mína. Þær eru einu vinir hins þreytta og vegamóða. Aldrei, aldrei gleymi ég erninum minum góða. (Davíð Stefánsson) Kveðja frá strákunum mínum þremur. Þín systir Þorbjörg Inga. Þú mannkyns læknir, mildi og blíði herra. Ég mér af hjarta snúa vil til þín, og biðja þig mitt böl að láta þverra, og balsam lífsins dreypa’ á sárin mín. Þannig orti langafi Arnar, Valdi- mar Tryggvi Baldvinsson, á sínum banabeði þegar hann beið þess eins að hverfa frá ungri eiginkonu og dóttur á þriðja ári. Það þarf mikið æðruleysi til að nota orð eins og mildur og blíður þegar svo grimm ör- lög ráða skapadægri. Þetta erindi kemur upp í hugann nú þegar bróðursonur minn, Örn Steinar, hefur kvatt, aðeins 28 ára að aldri. Mér finnst ég greina í því sam- bærilegt æðruleysi og það sem Örn sýndi ávallt í sinni baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. – Enginn flýr sín ör- lög, en það er hægt að hafa nokkurt vald á hvernig við þeim er brugðist. Það tókst Erni á aðdáunarverðan hátt. Hann var alltaf sjálfum sér lík- ur hvað sem á dundi. Yfirvegaður og hlýr, hugsaði margt og lét sér um- hugað um þá sem næstir honum stóðu. Þótt flest væri frá honum tek- ið undir lokin fékk hann að halda skýrri hugsun til hinstu stundar. Hann stóð meðan stætt var og tók því sem ekki varð umflúið af rósemi og æðruleysi. Örn var sérlega vel gerður og gef- inn drengur að öllu leyti. Glaður strákur með frjótt ímyndunarafl og síkvikan huga og hafði gaman af að segja frá ýmsu sem honum datt í hug. Það sýndi sig fljótt að hann var mikill námsmaður og mjög efnilegur píanóleikari. – En brautin reyndist hvorki bein né greið. – Hann greind- ist með krabbamein 15 ára gamall og var ljóst frá upphafi að tvísýnt var um bata. Með erfiðri aðgerð og með- ferð tókst að tefja útbreiðslu meins- ins. Þótt hann yrði ekki samur eftir áfallið gáfust honum dýrmæt ár sem honum nýttust vel til náms og starfa. Eftir því sem lengri tími leið jókst vonin um að varanlegur bati hefði náðst og hann var farinn að huga að framhaldsnámi í háskóla. Þeir feðg- arnir ákváðu líka að reisa sér saman nýtt hús heima á Þorgrímsstöðum en þeim stað var hann tengdur sterkum böndum. En því miður, hléið sem gafst voru stundargrið. Meinið tók sig upp fyrir tæplega tveimur árum og eftir það varð ekki við neitt ráðið. Dóttursonur minn, Hjörtur Már, skrifaði eftirfarandi á heimasíðu sína daginn sem honum barst andláts- fregn Arnar: „Kveðja til Arnar Steinars frænda míns og hetju. Þú heyrir hjarta mitt hvísla af sorg.“ Þessi fáu orð tjá hug margra. Það er mikil sorg þegar þessi ljúfi og góði drengur fellur frá í blóma lífsins. Sárastur er söknuðurinn foreldrum hans og systrum sem alltaf hafa um- vafið hann umhyggju sinni og kær- leika og í lokabaráttunni ekki vikið frá hans sjúkrabeði fyrr en yfir lauk. Megi það, ásamt öllum góðu minn- ingunum um Örn, verða ykkur hugg- un í harmi. Við Hólmgeir og fjöl- skylda vottum ykkur dýpstu samúð. Ég kveð kæran frænda minn með fararósk Jónasar Hallgrímssonar sem ég veit einna fegursta eftir- mæla: Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Blessuð sé minning Arnar Stein- ars Ásbjarnarsonar. Jónína Guðmundsdóttir. Mörg eru þau spursmál í þessum heimi sem ekki fást svo auðveldlega svör við. Eins verða þeir atburðir sem örðugt er að útskýra og oft á tíð- um sætta sig við. Eitt af því sem erf- itt er að höndla er þegar börn og kornungt fólk er hrifið í burtu, oft fyrirvaralaust en stundum með ákveðnum aðdraganda. Örn Steinar bróðursonur minn, sem í dag er til moldar borinn, náði tuttugu og átta ára aldri. Á sinni stuttu ævi þurfti hann frá unglingsárum að berjast við þann illvíga sjúkdóm, sem oftast ber hærri hlut fyrr eða síðar í samskipt- um við mennina. Í þeirri baráttu sýndi hann alltaf einstakt þrek og æðruleysi. Hann var dulur maður, einstaklega óáreitinn og mátti ekki vamm sitt vita á neinn hátt. Ekki var hann allra viðhlæjandi og fljótur að greina hvort hugur fylgdi máli eða um skrum og skjall var að ræða. Veit ég að það var fátt sem hann var ekki tilbúinn að leggja á sig fyrir mig og mína fjölskyldu og taldi það ekki eft- ir. Öll þau störf sem hann tók að sér lagði hann sig allan í og vann þau af stakri nákvæmni og skilaði þeim oft- ast óaðfinnanlega. Ég var svo lánsamur að kynnast Erni allnáið, þó einkum á seinni ár- um. Fyrir utan almenn þjóðmál var þá oft skeggrætt um ýmislegt svo sem bíla, fótbolta, formúluna eða vél- sleða og vélsleðaferðir. Held ég að vetrarferðir á vélsleðum hafi verið eitt af hans aðaláhugamálum og toppurinn á mótorsporti hjá honum. En bestu stundir okkar saman voru við lax- og silungsveiðar í dalnum, þar sem rætur okkar beggja liggja. Það voru ljúfar og stresslausar stundir, þar sem veiðin var ekki allt- af aðalmálið, heldur útivera og spjall í fallegu og friðsælu umhverfi. Ljóst er að þar verður skarð fyrir skildi í hópnum á komandi árum. Með þess- um fáu orðum vil ég kveðja vin minn og frænda Örn Steinar Ásbjarnarson og þakka honum samfylgdina sem því miður varð allt of stutt. Megi Guð geyma vandaðan og góðan dreng. Foreldrum, systrum og öðrum ást- vinum votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Guðmundsson. Elsku Örn minn. Ég sakna þín svo mikið, þú sagðir mér svo mikið sem ég átti að gera í Nintendo-tölvunni og við fórum oft í gönguferðir upp í fjall og líka á jörð- inni. Ég veit að þú saknar mín líka mikið og þú skemmtir þér líka vel uppi í himni. Og þú fylgist með mér hérna. Við áttum að verða gamlir frændur og ég vissi ekki að ég ætlaði að skrifa minningargrein um þig. En svo gerði ég það. Þú varst uppá- haldsfrændi minn og ert það enn. Takk fyrir pc-leikinn sem þú gafst mér og takk fyrir öll Andrésblöðin. Minningarnar sem við áttum saman voru góðar, við hittumst einhvern tímann aftur. Þinn litli Ásbjörn. Haustið á sér margar hliðar. Aldr- ei er litadýrð náttúrunnar meiri, loft- ið er tært og fjöllin blasa við í sinni skýrustu mynd. Haustið ber einnig með sér tregablandnar tilfinningar, sumarið er liðið og veturinn á næsta leiti. Laufið sölnar og fellur, en jafn- framt ber það með sér vissu um að aftur blómstrar gróður og hringrás lífsins heldur áfram. Nú að liðnum haustdögum kveðj- um við Örn Steinar sem féll fyrir vægðarlausu krabbameini eftir langa og hetjulega baráttu. Það eru 13 ár síðan hann greindist fyrst með þetta mein. Um tíma leit út fyrir að sigur hefði unnist, hann lauk há- skólanámi og vann eftir það á Hvammstanga þar sem hann undi sér vel, en Örn var afar heimakær og hélt mikilli tryggð við æskustöðv- arnar. Örn Steinar var hæglátur, ein- staklega samviskusamur og næmur og hafði góðan húmor sem hann beitti af hófsemi. Hann var varkár í ályktunum og hrapaði ekki að ákvörðunum eða viðbrögðum, held- ur tók sér þann tíma sem hann þurfti, til að komast að þeirri nið- urstöðu sem hann taldi réttasta. Í baráttu sinni við veikindin sýndi Örn einstakt æðruleysi og hetju- lund. Hann fékk líka takmarkalausa aðstoð og umhyggju fjölskyldunnar. Allan tímann var móðir hans vakin og sofin að gæta þess að syni hennar liði eins vel og mögulegt var. Hún var hjá honum hverja stund og veitti honum alla þá ástúð og umhyggju sem móðir getur veitt barni sínu. Faðir hans og systur voru líka við hlið hans síðustu vikurnar. Barátta þeirra allra og umhyggja er aðdáun- arverð. Við biðjum þann sem öllu ræður að styrkja þau í þeirra miklu sorg og leiða þau sér við hönd, því lífið heldur áfram. Við þökkum fyrir að hafa átt Örn Steinar og þann tíma sem við feng- um að vera honum samferða. Við þökkum fyrir samverustundirnar með honum, ekki síst notalegu kvöldstundirnar sem við áttum með þeim mæðginum við spil og spjall síðastliðið vor og sumar. Þær gleymast ekki og það veitir okkur gleði og huggun að rifja þær upp. Við erum þess fullviss að nú þegar lífsblómið hans er sölnað og fallið hér á jörðu, þá hafi hann verið kall- aður til starfa á æðra sviði þar sem hann blómstrar og hæfileikar hans og mannkostir fá notið sín. Guð geymi Örn Steinar og blessi minn- ingu hans. Steina og Eiríkur. Kæra fjölskylda. Um leið og ég votta ykkur mína dýpstu samúð bið ég Guð og góða vætti að vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk á þessum sorgartímum. Hér með læt ég fylgja eitt af uppá- haldserindum mínum sem vonandi mun veita ykkur einhverja huggun á þessum erfiðu tímum. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymd- ir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (Þýð. Helgi Hálfdánarson) Eyrún Unnur Guðmundsdóttir. Elsku Örn Steinar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði elsku frændi. Elsku Addi, Stína, Þorbjörg og Margrét, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Inga Rós, Bertha og Guðmundur Bjarni.  Fleiri minningargreinar um Örn Steinar Ásbjarnarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðrún Guð- jónsdóttir, Bekkjarsyskinin úr Laug-arbakkaskóla, Hlíf og Agnar, Guðrún Björg Guðmundsdóttir, Gyða Sigríður Tryggvadóttir, Garð- ar Jónsson, Kristín Árnadóttir, Loft- ur Sveinn Guðjónsson og fjölskylda, Karl Sigurgeirsson, Guðný Margrét og fjölskylda,Gunnar Halldór Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Forsvars ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.