Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Aldarminning sr.
Garðars í
Hafnarfjarðarkirkju
ÖLD er liðin í dag, laugardaginn 2.
desember, frá fæðingu sr. Garðars
Þorsteinssonar prófasts, er þjónaði
Hafnarfjarðarkirkju sem sókn-
arprestur hennar frá árinu 1932–
1977 eða í full 45 ár.
Sr. Garðar fæddist á Akureyri 2.
desember 1906 og lést laugardag-
inn fyrir páska, 14. apríl 1979.
Sr. Garðar stjórnaði Karlakórn-
um Þröstum um árabil og söng líka
einsöng með kórnum. Jafnframt
var hann lengi í Karlakórnum Fóst-
bræðrum og var þá einn helsti ein-
söngvari hans. En fyrr söng hann í
Karlakór KFUM, sem var und-
anfari Fóstbræðra. Hann var heið-
ursfélagi bæði Fóstbræðra og
Þrasta.
Hátíðarhöld vegna aldarminn-
ingar sr. Garðars munu fara fram í
Hafnarfjarðarkirkju á afmælisdegi
hans laugardaginn 2. desember og
sunnudaginn 3. desember, sem er 1.
sunnudagur í aðventu.
Í dag, laugardag, kl. 15 hefjast
kórtónleikar og samsöngur eldri
Fóstbræðra og yngri og eldri
Þrasta í Hafnarfjarðarkirkju.
Stjórnendur verða Guðjón Halldór
Óskarsson, Jónas Ingimundarson
og Jón Kristinn Cortes.
Á sunnudeginum kl. 11 hefst há-
tíðarmessa í Hafnarfjarðarkirkju.
Prestar verða sr. Gunnar Krist-
jánsson prófastur, sr. Gunnþór Þ.
Ingason sóknarprestur, sr. Þórhall-
ur Heimisson prestur og sr. Þór-
hildur Ólafs, sem þjónaði við kirkj-
una til margra ára. Söngkonurnar
Jóhanna Linnet, Ingveldur G.
Ólafsdóttir, Margrét Pálmadóttir,
Guðný Árnadóttir, Ragnheiður Lin-
net og Hanna Björk Guðjónsdóttir,
sem fyrr sungu í Kór Hafnarfjarð-
arkirkju munu syngja í messunni
ásamt Kór Hafnarfjarðarkirkju
undir stjórn Antoníu Hevesi org-
anista og unglingakór undir stjórn
Helgu Loftsdóttur við undirleik
Önnu Magnúsdóttur. Ingibjörg
Kristjánsdóttir, nemandi við Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar, mun
leika á víólu. Söngkonurnar syngja
líka í móttöku og samsæti í Hásöl-
um Strandbergs eftir messuna.
Þar mun sr. Björn Jónsson, fyrr-
um prófastur og sóknarprestur í
Keflavík og á Akranesi, flytja Svip-
myndir af samleið.
Upphaf aðventu í
Garðaprestakalli.
HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð-
ur í Vídalínskirkju á forsendum
allrar fjölskyldunnar sunnudaginn
3. desember kl. 11. Sr. Friðrik J.
Hjartar þjónar ásamt Jóhönnu Guð-
rúnu Ólafsdóttur djákna og Hjör-
dísi Rós Jónsdóttur. Jóhann Bald-
vinsson organisti og kór
Vídalínskirkju leiða lofgjörðina.
Suzuki-nemendur úr Tónlistarskól-
anum í Kópavogi leika á fiðlur.
Í lok guðsþjónustunnar verður
opnuð sýning í kirkjunni á verkum
Birgis Snæbjörns Birgisson. Þema
sýningarinnar er sótt í Gal. 3:28
„Hér er enginn Gyðingur né grísk-
ur, þræll né frjáls maður, karl né
kona. Þér eruð allir eitt í Kristi
Jesú.“ Það er listanefnd Vídal-
ínskirkju sem hefur veg og vanda
af undirbúningi sýningarinnar. Eft-
ir guðsþjónustuna munu Lions-
félagar sjá um léttar veitingar í
safnaðarheimilinu.
Kl. 14 verður aðventuguðsþjón-
usta í Garðakirkju með þátttöku
kvenfélags Garðabæjar. Sr. Friðrik
J. Hjartar þjónar fyrir altari og
Dröfn Farestveit flytur hugleið-
ingu. Kvenfélagskonur halda uppi
heiðri íslenska þjóðbúningsins
þennan dag og mæta „uppá-
klæddar“.
Kl. 15.30 verður kyrrðar- og
íhugunarstund í Garðakirkju þar
sem látinna verður minnst. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir þjónar ásamt
hjónunum Jóhanni Baldvinssyni
organista og Guðrúnu Þórarins-
dóttur víóluleikara. Strax að lok-
inni stundinni eða kl. 16 verða ljós-
in tendruð á leiðunum í
Garðakirkjugarði.
Kl. 17 verður aðventusamkoma í
Bessastaðakirkju. Þar munu Álft-
aneskórinn og eldri barnakór Álfta-
nesskóla verða í stóru hlutverki, en
það er Bjartur Logi Guðnason org-
anisti sem leiðir kórana í lofgjörð-
inni. Sr. Bolli Pétur Bollason pré-
dikar og þjónar ásamt sr. Jónu
Hrönn Bolladóttur og Grétu Kon-
ráðsdóttur djákna.
Jólin og sorgin
Fimmtudagskvöldið 7. desember kl.
19.30 verður ungu fólki í Garða-
prestakalli, sem hefur farið í gegn-
um missi, boðið til samveru í safn-
aðarheimili Vídalínskirkju. Sr.
Hans Guðberg Alfreðsson verður
með innleiðingu, en guðfræðing-
arnir Sigríður Tryggvadóttir og
Ármann Hákon Gunnarsson munu
halda utan um starfið í vetur.
Þetta sama kvöld kl. 20 verður
boðið upp á fyrirlestur í safn-
aðarheimilinu með yfirskriftinni
„Jólin og sorgin“. Fyrirlesari er sr.
Gunnar Matthíasson, starfandi
sjúkrahúsprestur. Kl. 21 verður svo
kyrrðarstund í Vídalínskirkju í
umsjá sr. Jónu Hrannar Bolladóttur
og Jóhanns Baldvinssonar org-
anista.
Aðventukvöld í
Digraneskirkju
til styrktar Hjálp-
arstarfi kirkjunnar
Á aðventukvöldi sunnudaginn 3.
desember kl. 20 í Digraneskirkju í
Kópavogi beinum við huga okkar í
hæðir um leið og við styrkjum þau
sem hungrar og þyrstir. Kór Digra-
neskirkju, undir stjórn Kjartans
Sigurjónssonar organista, syngur
falleg kirkjuleg kórverk. Fram
koma Guðrún Lóa Jónsdóttir, Matt-
hildur Matthíasdóttir, Vilborg
Helgadóttir, Þórunn Freyja Stef-
ánsdóttir og syngja einsöng. Ræðu-
maður kvöldsins er Hjörtur Pálsson
cand.mag. Í upphafi stundarinnar
munu Dróttskátar úr Kópavogi
bera í kirkju friðarljós,sem kveikt
var í Betlehem. Því ljósi hefur verið
haldið lifandi í mörg ár. Eftir dag-
skrá aðventukvöldsins er kirkju-
gestum boðið að þiggja veitingar í
Safnaðarsal Digraneskirkju og
styrkja um leið Hjálparstarf kirkj-
unnar með fjárframlagi. Vonumst
við til að Kópavogsbúar njóti ynd-
islegrar samveru í Digraneskirkju
sunnudagskvöldið kl. 20. Nánari
upplýsingar um safnaðarstarf má
finna á www.digraneskirkja.is .
Aðventusamkoma í
Kópavogskirkju
HIN árlega aðventusamvera Kópa-
vogskirkju verður sunnudaginn 3.
desember kl. 17, fyrsta sunnudag í
jólaföstu. Að venju verður efnis-
skráin fjölbreytt og lögð verður
áhersla á helgi og nærandi sam-
veru. Kór Kópavogskirkju syngur
aðventu- og jólalög og leiðir al-
mennan söng undir stjórn Sigrúnar
Steingrímsdóttur organista. Dr.
Pétur Pétursson flytur aðvent-
uræðu. Sigríður Stefánsdóttir les
jólasögu og Guðrún S. Birgisdóttir
leikur á flautu. Skólakór Kársness
syngur undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur kórstjóra. Sr. Ægir
Fr. Sigurgeirsson annast ritning-
arlestur, bæn og blessun. Samver-
unni lýkur með almennum söng og
samleik á orgel og flautu. Verið þið
hjartanlega velkomin.
Regnbogamessa
í Fríkirkjunni
í Reykjavík
FJÖLSKYLDU- og Regnboga-
messa kl 14. Þessi messa er sam-
starf Fríkirkjunnar í Reykjavík og
ÁST, trúarhóps Samtakanna 7́8.
Eru meðlimir samtakanna virkir
þátttakendur í messunni, með lestr-
um, bænum og aðstoð við útdeil-
ingu. Anna Sigga og Carl Möller
leiða tónlistina. Kveikt verður á
fyrsta aðventukertinu með viðeig-
andi söng og jólatréð skreytt. Alt-
arisganga. Messuna leiðir sr. Ása
Björk Ólafsdóttir.
Aðventukvöld
á Akranesi
AKRANESSÖFNUÐUR heldur að-
ventuhátíð í Safnaðarheimilinu
Vinaminni í dag, sunnudag, kl. 20.
Fjölbreytt dagskrá verður í tali og
tónum. Kammerkór Akraness syng-
ur jólalög og sálma. Stjórnandi
kórsins er Sveinn Arnar Sæmunds-
son organisti. Ræðumaður kvölds-
ins verður Sigríður Kr. Valdimars-
dóttir. Dóttir hennar, Guðrún
Valdís Jónsdóttir, leikur tónverk á
píanó. Stúlknakór Akraneskirkju
flytur helgileikinn Hljóðu jóla-
klukkurnar. Viðar Guðmundsson
leikur með á píanó en sögumaður
er Ólína Jónsdóttir. Í lok samver-
unnar verður kveikt á kertum og
sunginn sálmur.
Akurnesingar eru hvattir til þess
að fjölmenna á aðventuhátíðina og
njóta þess sem þar verður flutt.
Jólafundur
Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju
JÓLAFUNDUR verður haldinn
mánudaginn 4. desember kl. 20.
Dagskrá: Bryndís Schram fjallar
um jólahald í ýmsum löndum og
segir frá heimkomu sinni eftir
langa fjarveru. Þorvaldur Hall-
dórsson söngvari flytur jólalög.
Jólalegar veitingar, súkkulaði og
smákökur.
Stjórnin.
Aðventuhátíð í
Grafarvogskirkju
– borgarstjóri flytur
hátíðarræðu
FYRSTI sunnudagur í aðventu
verður hátíðlegur í Grafarvogs-
kirkju. Hefst hann með sameig-
inlegri barna- og fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Barnakór
Grafarvogskirkju flytur helgileik.
Stjórnandi: Svava Kristín Ingólfs-
dóttir. Organisti: Gróa Hreinsdóttir
Barnaguðsþjónusta verður einn-
ig í Borgarholtsskóla kl. 11. Prest-
ur séra Anna Sigríður Pálsdóttir.
Gunnar Einar Steingrímsson æsku-
lýðsfulltrúi spilar á gítar, Díana og
Dagný Guðmundsdætur hafa um-
sjón. Kveikt verður á fyrsta að-
ventukertinu sem heitir spádóms-
kerti, óvæntur gestur kemur í
heimsókn og það verður glens og
gaman. Undirleikari er Guðlaugur
Viktorsson.
Aðventuhátíð kl. 20. Harm-
ónikkusveit spilar frá kl. 19.30.
Ræðumaður er Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóri. Einar Már
Guðmundsson, rithöfundur les úr
nýrri ljóðabók sinni. Unglingakór
Grafarvogskirkju og Kór Graf-
arvogskirkju syngja. Stjórnandi er
Svava Kr. Ingólfsdóttir, organisti
er Gróa Hreinsdóttir. Ferming-
arbörn flytja helgileik. Jólalaga-
sveitin spilar á fiðlur. Ellen Krist-
jánsdóttir syngur einsöng og Eyþór
Gunnarsson spilar undir á píanó.
Prestar safnaðarins flytja bæn-
arorð.
Aðventan í
Hallgrímskirkju
FJÖLBREYTT dagskrá helgihalds
og tónleika hefst á fyrsta sunnudag
í aðventu í Hallgrímskirkju. Hátíð-
armessa sunnudagsins hefst kl. 11
og verður haldin í samvinnu við
Hjálparstarf kirkjunnar, en aðvent-
an er aðal söfnunartími Hjálp-
arstarfsins um allt land. Í Hall-
grímskirkju verður safnað til
Hjálparstarfsins í öllum messum
aðventunnar.
Biskup Íslands Karl Sigurbjörns-
son prédikar í messunni og þjónar
fyrir altari ásamt prestum Hall-
grímskirkju og messuþjónum sem
koma úr röðum sjálfboðaliða Hall-
grímskirkju og Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Formaður stjórnar Hjálp-
arstarfsins Þorsteinn Pálsson
ritstjóri, les ritningargrein. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Harðar Áskelssonar og
organisti verður Björn Steinar Sól-
bergsson.
Barnastarfið verður á sama tíma
með hefðbundnum hætti og eftir
messu verður boðið upp á ávaxta-
safa og kaffi.
Síðdegis kl. 17 verða jóla-
tónleikar Mótettukórsins, en þeir
verða svo endurteknir mánudag kl.
20. Hluti af ágóða tónleikanna
rennur til Hjálparstarfs kirkj-
unnar.
Fyrsti sunnudagur
í aðventu í
Breiðholtskirkju
TVÆR athafnir verða í Breiðholts-
kirkju í Mjódd fyrsta sunnudag í að-
ventu: Kl. 11 verður fjölskyldu-
guðsþjónusta. Kór Snælandsskóla
syngur undir stjórn Heiðrúnar Há-
konardóttur. Við tendrum fyrsta
kertið á aðventukransinum, heyr-
um fallega sögu og fáum brúður í
heimsókn.
Hin árlega aðventuhátíð Breið-
holtssafnaðar verður síðan haldin
kl. 20. Að venju verður fjölbreytt
dagskrá, sem miðuð er við alla fjöl-
skylduna: Börn tendra ljós á fyrsta
kertinu á aðventukransinum. Söng-
sveitin Fílharmónía og Barnakórar
Breiðholtskirkju flytja aðventu- og
jólasöngva undir stjórn organist-
ans, Magnúsar Ragnarssonar, og
Ástu B. Schram. Börn úr 6. bekk
Breiðholtsskóla færa kirkjunni
fjárhúsið í Betlehem. Ferming-
arbörn sjá um upplestur og helgi-
leik, og Stefán Einar Stefánsson,
formaður félags guðfræðinema,
flytur aðventuhugleiðingu. Hátíð-
inni lýkur með helgistund við
kertaljós.
Síðan verður boðið upp á heitt
súkkulaði og smákökur, sem seldar
verða til styrktar Hjálparstarfi
kirkjunnar. Einnig munu ferming-
arbörn selja friðarkerti til styrktar
hjálparstarfinu.Sr. Gísli Jónasson.
Aðventukvöld
Laugarneskirkju
HIÐ árlega aðventukvöld í Laug-
arneskirkju verður á sunnudag kl.
20. Ræðumaður að þessu sinni er
Laugarnesbúinn Hörður Jóhann-
esson, yfirlögregluþjónn í Reykja-
vík. Kór Laugarneskirkju syngur
undir stjórn Gunnars Gunn-
arssonar organista og fær aðstoð
fimm ára barna frá leikskólanum
Laugaborg. Fermingarbörn munu
flytja frumsamdar bænir undir
handleiðslu prestanna en að dag-
skrá lokinni býður sóknarnefndin
upp á heitt súkkulaði og smákökur í
safnaðarheimilinu.
Sorgin og lífið í
Laugarneskirkju
MANNRÆKTARKVÖLD í Laug-
arneskirkju eru á þriðjudags-
kvöldum. Þriðjudaginn 5. desember
ætlum við að huga að sorginni. Kl.
20 verður kvöldsöngur að venju þar
sem Þorvaldur Halldórsson og
Gunnar Gunnarsson leiða söng og
sóknarprestur flytur Guðs orð og
bæn. Kl. 20.30 er molasopi í safn-
aðarheimilinu áður en söngkonan
Erna Blöndal býður fólki með sér
upp í kirkjuna að nýju, þar sem
hún, ásamt eiginmanni sínu Erni
Arnarsyni, mun fjalla um og flytja
nokkra sálma sem hafa orðið henni
til styrktar á vegi sorgar. Þá mun
sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur
bjóða fólki með sér í seinni sopann
yfir í safnaðarheimilið að nýju þar
sem fram mun fara samtal um sorg-
ina og verkefni hennar.
Dómkirkjan –
aðventukvöld
Í Dómkirkjunni er aðventukvöld
sunnudaginn 3. desember kl. 20.
Ræðumaður kvöldsins er frú Þór-
unn Björnsdóttir, kórstjóri Kórs
Kársnesskóla. Kórar kirkjunnar
syngja aðventu- og jólalög, Dóm-
kórinn undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar dómorganista og
Barna/unglingakórinn undir stjórn
Kristínar Valsdóttur. Frumfluttur
verður nýr sálmur sr. Hjálmars
Jónssonar og Marteins H. Friðriks-
sonar.
Kirkjunefnd kvenna annast und-
irbúning ásamt prestum og starfs-
liði og býður nefndin kirkjugestum
að þiggja veitingar í Safnaðarheim-
ilinu að dagskránni lokinni í kirkj-
unni.
Aðventudagskrá jólanna hefst
með aðventukvöldinu. Fram undan
eru vikur glaðværðar, eftirvænt-
ingar og undirbúnings.
Sjáið dagskrá Dómkirkjunnar
um aðventu og jól á www.dom-
kirkjan.is
Heimsókn
frá Færeyjum
UM helgina verður Thomas Dam,
formaður í stjórninni fyrir Fær-
eysku Heimamissiónin í heimsókn á
Færeyska Sjómannaheimilinu. Í til-
efni þess verður kvöldvaka laug-
ardaginn 2. desember kl. 20 og
samkoma sunnudaginn 3. desember
Morgunblaðið/Ómar
Hafnarfjarðarkirkja