Morgunblaðið - 02.12.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 02.12.2006, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í LJÓSI umræðna undanfarið um stöðu Rík- isútvarpsins á auglýsingamarkaði í tengslum við frumvarp á Alþingi um ný útvarpslög vill félagsfundur SÍA, haldinn 29. nóvember 2006, leggja áherslu á eftirfarandi atriði: Félagsfundur SÍA lýsir miklum efasemdum á þeirri skoðun að takmarka beri aðgang RÚV að auglýsingamarkaði. Ástæða þess er sú að RÚV er öflugur fjölmiðill sem höfðar til stórs hóps neytenda með dagskrá sinni í útvarpi og sjónvarpi. Á meðan svo er málum komið, er það algjörlega andstætt hagsmunum neytenda og auglýsenda að ekki sé möguleiki að auglýsa í Ríkisútvarpinu. Í nútíma upplýsingaþjóð- félagi er það réttur hvers fjölmiðils að eiga kost á að birta neytendum auglýsingar, óháð því hver eignasamsetning miðilsins er. Slíkt er sjálfsögð þjónusta við neytendur, að þeir eigi kost á sem breiðustu upplýsingamagni í þeim miðli sem þeir nota. Lítil sem engin umræða hefur verið um hver yrði staða neytenda ef RÚV hverfur af auglýsingamarkaði. Fé- lagsfundur SÍA telur hins vegar að þetta sé mjög mikilvægt atriði sem ekki megi verða út undan í þeirri umræðu sem nú fer fram um stöðu RÚV. Félagsfundur SÍA tekur ekki afstöðu til þess hvort rétt eða rangt sé að hið opinbera standi í rekstri fjölmiðla sem reknir eru að hluta til með auglýsingafé. Ljóst er að með nú- verandi fyrirkomulagi ríkir ákveðið ójafnvægi í samkeppnisstöðu milli Ríkisútvarpsins og einkarekinna ljósvakamiðla hvað tekjuöflun varðar. Hér er hins vegar bent á þær aðstæður sem koma upp ef aðgangur RÚV að auglýs- ingamarkaði er takmarkaður að nokkru eða öllu leyti. Aðgangur auglýsenda að stórum hópi landsmanna takmarkast þá mjög og að- gangur almennings að nauðsynlegum upplýs- ingum verður þar af leiðandi takmarkaðri. Þá er ekki ólíklegt að minni samkeppni á auglýs- ingamarkaði geti leitt til fákeppni og til hækk- unar á auglýsingaverði sem aftur geti leitt til hækkunar vöruverðs. Í þessu ljósi skal bent á að það finnast nán- ast engin fordæmi þess að svo stór fjölmiðill sem RÚV er hafi horfið af auglýsingamarkaði. Ríkisreknar stöðvar um allan heim hafa yf- irleitt verið reknar með eða án auglýs- ingatekna frá upphafi starfsemi sinnar, því er engin reynsla sem hægt er að vísa til með þá stöðu sem kæmi upp ef RÚV hyrfi af auglýs- ingamarkaði. Hlutverk auglýsinga er fyrst og fremst að vera upplýsingaveita; að veita upplýsingum til neytenda, hvort sem um er að ræða skilaboð um verð og gæði vöru og þjónustu eða almenn- ar upplýsingar sem snerta beint bættan hag almennings og almannaheill. Þær eru því mik- ilvægur hluti nútímasamfélags. Brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði eða skertur aðgangur myndi almennt séð skerða þessa sjálfsögðu þjónustu, bæði við almenning og auglýsendur. Því er það skoðun fé- lagsfundar SÍA að hagsmunum auglýsenda og almennings sé betur fyrir komið með óheftu leyfi miðla til birtinga auglýsinga, þar með tal- ið RÚV. SÍA vill Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði Hafnfirsku jólatrén til sölu ÁRLEG jólatréssala Skógrækt- arfélags Hafnarfjarðar hefst nú um helgina, á sunnudag, og verð- ur að venju í Höfðaskógi, skóg- ræktarsvæði félagsins við Kald- árselsveg. Á sunnudag verður opið frá 10 til 16 og næstu tvær helgar stendur salan yfir frá 10 til 18 á laugardögum en 10 til 16 á sunnudögum. Boðið verður upp á hafnfirska stafafuru, sem verður æ vinsælli sem jólatré enda einstaklega fal- legt og barrheldið tré. Mikið framboð er líka af furu- greinum og könglum og ekki má gleyma því, að öllum er boðið upp á heitt súkkulaði og kökur í Selinu, húsi félagsins í Höfð- askógi. Ljósin tendruð á jólatrénu í Kópavogi LJÓSIN verða tendruð á jólatré Kópavogsbúa í dag, laugardaginn 2. desember, á flötinni við Safna- húsið og Gerðarsafn. Jólatréð er gefið af Norrköping, vinabæ Kópavogs í Svíþjóð. At- höfnin hefst klukkan 16:00 með jólatónum frá Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Össurar Geirssonar. Kór Snælandsskóla syngur nokkur jólalög en honum stjórnar Heiðrún Hákonardóttir. Því næst afhendir Madeleine Ströje Wilkens sendiherra Svíþjóð- ar á Íslandi Kópavogsbúum jóla- tréð og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, veitir því viðtöku. Að lokum syng- ur Jónsi í Svörtum fötum og jóla- sveinar koma í heimsókn. Allir bæjarbúar eru hvattir til að koma og njóta þessarar jólahá- tíðar Kópavogsbæjar, segir í fréttatilkynningu. Kraftur hf. fagnar 40 ára afmæli KRAFTUR hf., MAN vörubílaum- boðið á Íslandi fagnar 40 ára af- mæli sínu í dag, laugardaginn 2. desember. Í tilefni dagsins verður glæsileg sýning á MAN vörubílum að Vagn- höfða 1–3 frá kl. 12 til 16, segir í fréttatilkynningu. Ljósin tendruð á Óslóartrénu LJÓSIN verða tendruð á Óslóar- trénu á Austurvelli kl. 15:30 á morgun, sunnudag. Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslend- ingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð var höggvið í Finnerud í Sørkedalen, Oslomarka, fyrir utan Ósló og er rúmlega 12 metra hátt. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur dag- skrána kl. 15.30 með því að leika falleg jólalög. Kl. 16.00 tekur Dóm- kórinn við og flytur þrjú lög áður en Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, færir borgarstjóra, Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni og öðrum Reykvíkingum tréð að gjöf. Eftir að borgarstjóri hefur tekið við trénu fær hinn 11 ára norsk-íslenski Jóel Einar Halldórsson þann heiður að kveikja ljósin á trénu góða. Kynnir á dagskránni verður Gerður G. Bjarklind, en athygli er vakin á því að dagskráin verður túlkuð á táknmáli. Jólasveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Skyr- gámur eru komnir í bæinn og munu þeir skemmta börnunum. Segja tillögur um fjármál flokkanna ganga of langt HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna, samþykkti ályktun í vikunni þar sem segir m.a: „Stjórn Heimdallar telur að til- lögur varðandi fjármál stjórn- málaflokka og prófkjöra gangi alltof langt og feli í sér órétt- mæta skerðingu á rétti hins al- menna borgara til að styðja við stjórnmálastarfsemi. Þá fela regl- ur um hámarkskostnað í próf- kjörum í sér beina takmörkun á möguleikum frambjóðenda og þeirra sem vilja kynna málefnaá- herslur sínar og baráttumál í tengslum við prófkjör. Það er beinlínis hluti af lýðræðinu að frambjóðendur hafi svigrúm til að kynna sig og stefnumál sín og óskiljanlegt hvers vegna rík- isvaldið telur sig þurfa að tak- marka þennan rétt. Tillögur nefndarinnar fela í sér að staða núverandi stjórnmála- manna og -flokka styrkist veru- lega á kostnað þeirra sem síðar munu koma. Verðandi nýliðar í prófkjörum flokkanna munu sæta takmörkunum á því hve rækilega þeir geta kynnt sig á meðan sitj- andi stjórnmálamenn njóta góðs af því að vera þekktir fyrir. Sama máli gegnir um stjórn- málaflokka sem fyrir eru en auk- in ríkisframlög veita þeim aukið forskot í samkeppni við nýja flokka og framboð.“ Skora á Árna Johnsen MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beð- ið að birta eftirfarandi áskorun til Árna Johnsen: „Við sjálfstæðismenn í Sjálfstæð- isfélagi Fáskrúðsfjarðar og Stöðv- arfjarðar skorum á þig, Árni, að draga framboð þitt til baka til að koma í veg fyrir meira tjón sem framboð þitt hefur haft fyrir flokk- inn á landsvísu en þegar er orðið með framboði þínu.“ SUBWAY afhenti fulltrúa Hjarta- heilla ávísun upp á tæpar 670 þús- und krónur nýverið. Þetta er þriðja árið í röð sem Subway styrkir sam- tökin. Framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Ásgeir Þór Árnason, veitti viðtöku ávísuninni úr hendi starfsmanna Subway. Samstarf Subway og Hjartaheilla snýst fyrst og fremst um Alþjóðlega hjartadaginn sem haldinn er síð- asta sunnudag í september ár hvert, en einmitt þann dag gefur Subway alla sölu af heilsubátum. Upphæðin að þessu sinni er styrkur sem skiptir Hjartaheill miklu máli Ásgeir Þór Árnason fram- kvæmdastjóri Hjartaheilla var að vonum ánægður með styrkinn. Styrkur Ásgeir Þór Árnason tekur á móti ávísuninni frá Subway. Subway styrkir Hjartaheill Nöfn víxluðust Í SJÓNSPEGLI Braga Ásgeirs- sonar sunnudaginn 12. nóvember, víxluðust einhvers staðar í vinnslu blaðsins nöfn Asger Jorns og Ej- lers Bille. Tiksi varð að Verhkojansk ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu viðtals við Egor Spiridonovich Shishigin í Morgunblaðinu í gær að borgin Tiksi var sögð heita Verhkojansk. Einnig var mis- hermt að flatarmál Jakútíu væri 3 milljónir ferkílómetra, hið rétta er að það er 3 þúsund kílómetrar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT RAUÐI kross Íslands býður lands- mönnum að styrkja starfsemi fé- lagsins með því að kaupa jólahefti þess. Jólaheftið, sem inniheldur merkimiða og jólamerki á umslög, er sent á öll heimili í landinu. Fénu sem safnast verður varið til innanlandsstarfs Rauða kross- ins. „Fjölmargir njóta góðs af starfi félagsins á degi hverjum. Innan Rauða krossins starfa heim- sóknarvinir að því að draga úr einsemd fólks. Rauði krossinn vinnur að málefnum innflytjenda, aðstoðar flóttafólk og hælisleit- endur, annast sjúkraflutninga, er leiðandi í skyndihjálp og sálræn- um stuðningi, og veitir neyð- araðstoð. Einnig starfrækir Rauði krossinn athvörf fyrir geðfatlaða, athvarf fyrir heimilislausar konur, Konukot, og Hjálparsímann 1717 svo eitthvað sé nefnt,“ segir í fréttatilkynningu. Ólafur Pétursson hannaði jóla- hefti Rauða krossins í ár. Ólafur útskrifaðist sem grafískur hönn- uður frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1985 og hef- ur síðan þá starfað sem teiknari og teiknað myndir fyrir bækur, blöð, tímarit, vefi og frímerki. Jólahefti til stuðnings Rauða krossi Íslands BANDALAG íslenskra skáta og VÍS hafa hrint af stað umferð- arverkefni sem gengur undir nafninu Látum ljós okkar skína. VÍS er aðalstyrktaraðili verkefn- isins en það á rætur að rekja allt til ársins 1990. Nýverið var endurskinsborðum dreift til allra sex ára barna á landinu. Samhliða var sent inn á heimili barnanna veglegt rit þar sem bent er á þær hættur sem leynast í umferðinni í skammdeg- inu, heima og heiman, og hvernig koma má í veg fyrir slys. Börn eru hvött til þess að bera endurskins- borða og merki til og frá skóla, segir í tilkynningu. Samstarf Margrét Tómasdóttir skátahöfðingi og Auður Björk Guðmunds- dóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs VÍS, við undirritun samningsins. Umferðarátak VÍS og Bandalags íslenskra skáta SAMEINING VR og Versl- unarmannafélags Hafnarfjarðar (VH) var samþykkt með miklum meirihluta greiddra atkvæða í kosningu meðal félagsmanna í VH. Á kjörskrá voru 752, kjörsókn var 28% eða 213. Já sögðu 200 fé- lagsmenn eða 94% þeirra sem kusu en nei sögðu 6% eða 13. Sameiningin tók gildi frá og með 1. janúar 2006, skv. upplýsingum VR. Sameining VR og VH samþykkt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.