Morgunblaðið - 02.12.2006, Síða 55

Morgunblaðið - 02.12.2006, Síða 55
ÞEGAR langt var liðið á afmæl- ismót Helga Ólafssonar í Reykja- nesbæ sl. sunnudag var fátt sem benti annars en Ivan Sokolov bæri sigur úr býtum. En eftir skák sína í sjöundu umferð stóð Bosníumaður- inn upp og tuldraði eitthvað í barm sér: „ … hann tefldi virkilega vel … “ og þar átti hann við Jón L. Árnason,“ sem með hverjum snilld- arleiknum á fætur öðrum knésetti þennan stigahæsta skákmann móts- ins. Jón L. hefur aldrei verið sérlega áberandi á hraðskákmótum, 5–7 mínútur eru of lítill tími fyrir krefj- andi stíl hans. Í Reykjanesbæ voru tímamörkin 10 mínútur á mann á hverja skák og það virtist gera gæfu- muninn. Sigurskákir Jóns gegn Ivan Sokolov og Jóhanni Hjartarsyni eru tvímælalaust skákir mótsins og al- veg ótrúlegt að þetta skuli vera hrað- skákir svo áferðarfalleg er tafl- mennska, Jóns. 8. umferð: Jón L. Árnason – Ivan Sokolov Spænskur leikur Opna afbrigði spænska leiks er að- alvopn Sokolovs með kóngspeðinu og með því hefur hann náð að kné- setja sjálfan Anand. Einu mistök Sokolovs koma í 14. leik Bb6 en betra var 14. … Dd3 15. Dxd3 Rxd3 16. Rxc5 Rxc5 og staðan er jöfn. 15. Rg3! er fyrsta sleggjan, síðan 16. Bg5! Þegar riddarinn er kominn í ógnandi aðstöðu á f6 bætir Jón stöðu sína með Had1 og Hfe1. Sokolov er ekkert lamb að leika sér við og verst vel. Jón gefur skiptamun í 26. leik og hefst handa við að mola niður varnir svarts. Í 31. leik fellur sprengjan, Rh5+. Sokolov gefur drottninguna og vert er að benda á nákvæman leik 34. Df6+ . Jón rekur svo smiðshögg- ið á meistaraverkið með 36. Bd1! 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10. Rbd2 0-0 11. De2 Bf5 12. Rxe4 dxe4 13. Rg5 Rxe5 14. Rxe4 Bb6 15. Rg3 Df6 16. Bg5 Dxg5 17. Dxe5 g6 18. Re4 Dh6 19. Rf6+ Kh8 20. Had1 Dg7 21. Hfe1 h5 22. h3 c5 23. Bd5 Hac8 24. Bf3 Bc7 25. De7 Bd8 26. Hxd8 Hcxd8 27. He5 Dh6 28. g4 hxg4 29. hxg4 Bc8 30. Kg2 Kg7 31. Rh5+ gxh5 32. Hg5+ Kh8 33. Hxh5 Dxh5 34. Df6+ Kh7 35. gxh5 Hde8 36. Bd1 Bb7+ 37. f3 He6 38. Bc2+ Kg8 39. Df5 He2+ 40. Kf1 Hxc2 41. Dxc2 Bxf3 42. Df5 og Svartur gafst upp. 3. umferð: Jón L. Árnason – Jóhann Hjart- arson Spænskur leikur Á Ólympíumótinu í Torino sl. vor gerði Björn Þorfinnsson rannsókn á skákum Jóhanns Hjartarsonar í spænska leiknum. Niðurstaðan varð sú að Jóhann er með í kringum 65% skor með svörtu í þeirri byrjun. Af- brigðið í þessari skák kom upp einu sinni í Torino en Jón er vel með á nótunum, 20. He2 er t.d. afar ná- kvæmur leikur. Með 22. … Rxe4 set- ur Jóhann af stað atburðarás sem er stórskemmtileg. Það kann að vera að honum hafi sést yfir 24. Dd3! en á skemmtilegt mótbragð, 26. … Hxe3 sem þó strandar síðar á 29. Bxg6! Ekki batna horfur svarts eftir hinn snjalla leik 32. Ha3 en í stað 33.Hg3 var sennilega nákvæmara að vinna svörtu drottninguna með 33. Dh5+ Kg7 34. Hg3+ Kf8 35. Dh6+ og 36. He3+. En 33. Hg3 á líka að vinna eins og rakið er hér að neðan. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 He8 13. Rf1 Rc4 14. b3 Rb6 15. Bg5 h6 16. Bh4 Bd7 17. Re3 a5 18. a4 bxa4 19. bxa4 Hac8 20. He2 cxd4 21. cxd4 exd4 22. Rxd4 Rxe4 23. Bxe7 Rc3 24. Dd3 Rxe2+ 25. Rxe2 g6 26. Bf6 Hxe3 27. Dxe3 Rd5 28. Dxh6 Rxf6 29. Bxg6 Dc4 30. Dg5 Rh7 31. Bxh7+ Kxh7 32. Ha3 Dxe2 33. Hg3 og hér gafst Jóhann upp. Senni- lega var það of snemma því hann gat reynt 33. … Bg4 með hugmyndinni 34. Hxg4 De1+ 35. Kh2 De5+ En þegar betur er að gáð kemur í ljós að hróksendataflið sem kemur upp eftir 36. g3! Dxg5 37. Hxg5 er auðunnið á hvítt því svartur verður að fara í óvirka stöðu með 37. … Ha8 vilji hann ekki tapa öðru peði. Enn einn ósigur mannsandans Eftir þrjár skákir í einvígi Vladim- irs Kramniks heimsmeistara og of- urforritsins Deep Fritz stendur eitt upp úr, ótrúlegur afleikur Kramniks í annarri skák einvígisins. Kramnik lék sig í mát í einum leik í eftirfar- andi stöðu: Deep Fritz – Kramnik Stöðumynd 3 33. … Da7?? 34. Dh7 mát! Skákskýrendur um allan heim hafa reynt að skýra þennan leik með ýmsum hætti en þess má geta að Kramnik átti nægan tíma á klukk- unni og virtist sallarólegur þegar hann lék þessum hrikalega afleik. Það er varla hægt að finna annan eins afleik heimsmeistara allt frá dögum þess fyrsta, Wilhelm Steinitz. Kramnik átti sennilega unnið tafl í fyrstu skákinni en varð að sætta sig við jafntefli. Hann tefldi aðra skák- ina vel, hafnaði jafntefli a.m.k. einu sinni en svo kom þessi fræga staða upp. Reiknigeta Deep Fritz er auð- vitað slík að afar erfitt er að vinna forritið. Kramnik mátti að sjálfsögðu ekki við þessum mistökum en fróð- legt verður að fylgjast með lokum einvígisins. Þeir tefla sex skákir. 72 skákmenn skráðir til leiks á Ottósmótinu í Ólafsvík Fjórir stórmeistarar verða meðal þátttakenda á fimmta Ottósmótinu sem haldið verður í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík í dag. Alls hafa 72 skákmenn skráð sig til leiks. Mótið verður með sama hætti og undanfar- in ár, tefldar verða átta umferðir, fjórar 7 mínútna skákir og fjórar 20 mínútna skákir. Mótshaldarinn sér um rútuferðir fyrir mannskapinn frá BSÍ kl. 10 og til baka eftir verðlauna- afhendingu. Þetta skemmtilega mót hefur verið á dagskrá allt frá 2002 Helgi Ólafsson Barátta Helgi Áss Grétarsson t.v. og Jón L. Árnason í lokaumferðinni. helol@simnet.is SKÁK Afmælismót Helga Ólafssonar Reykjanesbær 26. nóvember Tvær perlur frá hendi Jóns L. Árnasonar Stöðumynd 3. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 55 Jólagjöfin hennar Pilgrim skartgripir í miklu úrvali. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Mjög ódýrt – Ert þú að opna versl- un? Búðarborð m. opnanlegum gler- gluggum til útstillingar, útstillingar- borð á hjólum m. efri plötu úr gleri, lítil útstillingarborð, járnhillur, búðar- kassi, fataslár m. 4 og 8 örmum, veggplötur fyrir vörur, fatajárn, pinnar og glerhillur á veggplötu, herðatré f. börn og ýmislegt smádót s.s. reikni- vélar, posarúllur. Selst ódýrt. Katrín 820 7335. Bílar Einn magnaður. Toyota Avensis árg. 2005, 2.4 lítra vél, 163 hestöfl. 5 þrepa sjálfskipting, leðurinnrétting, metalgrár, Cruise control, 17” álfelg- ur. Aðeins ekinn 14.600 km. Eins og nýr. Tilboð óskast í síma 894 4910 og 840 9105. Til sölu Suzuki Grand Vitara XL7, V6 árg. 2002, ek. 75.000 km, gullsans, á nýlegum heilsársdekkjum, upph. m. dráttarbeisli. Verð 1.690 þús., tilboð óskast, ath. skipti ódýrari. Upplýsing- ar í síma 825 0732, Magnús. Til sölu vegna veðurs Dodge RAM 1500 árg. 2003, ekinn 84 þ. km, næsta skoðun 2007. HEMI Magnum V8-5.7 l, 345 hestöfl. Heilsársdekk á 20” krómfelgum, leður, geislaspilari og DVD spilari með tveimur þráðlaus- um heyrnartólum. Bíllinn er skráður 6 manna, pallhús og vetrardekk á 17” felgum fylgja. Verð 2.640 þ. Nánari upplýsingar veitir Ólafur, or@os.is. Athugið að nýjasti veðurhaunkurinn, Hálfdán, hefur setið í bílnum! Toyota Corolla 1991, ekinn 44 þús. til sölu. Uplýsingar í síma 892 0888. Toyota Corolla, árg. 1999, keyrður 91.000, 90 km skoðun lokið, ný tímareim. Mjög vel með farinn. CD spilari og heilsársdekk. Verð 490.000. Upplýsingar í síma: 847 1617. Verðhrun á bílum! Nýir og nýlegir bílar frá öllum helstu framleiðendum allt að 30% undir markaðsverði. Veldu úr þremur milljón nýrra og nýlegra bíla í USA og Evrópu. Íslensk ábyrgð og bílalán. 30 ára traust innflutningsfyrirtæki. Fáðu betra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com Volkswagen Caravella 2.5 TDI 130 hö, árg. 2005, ek. 105 þús. Sjálfsk., rafmagnsrennihurð, tvær dísel-mið- stöðvar, tveir rafgeymar, 9 manna. Upplýsingar í síma 892 0888. VW Golf 1400 GL. Ekinn 116.000 km. Ásett verð 250.000 kr., vetrar- og sumardekk. Uppl. í síma 840 7713. VW Touran Trend árg. '05, ek. 22 þús. km. Mjög góður 7 manna VW Touran Trendline til sölu. Steingrár árg. 2005. 200 þús. út + yfirtaka á láni. Upplýsingar í síma 899 0568. Hjólbarðar Matador ný vetrardekk. Tilboð 4 stk. 195/65 R 15 + vinna 31.900 kr. Kaldasel ehf. , Dalvegur 16b, Kópavogur, s. 544 4333. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2006, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Kínaskór. Svartir satínskór, blómaskór og bómullarskór Póstsendum Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466 Verslun Persónuleg jólakort 580 7820 Smáauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.